Ísland í lifandi myndum (1925)
Morgunblaðið: 14. 04. 1929: Sýna ætti myndina í tilefni alþingishátíðar en klippa hana og bæta við eftir þörfum

Alþingishátíðarnefndin er horfin frá því að láta gera íslenska kvikmynd, eins og um var talað einu sinni. Ber hún það fyrir sig, að kostnaður við slíka mynd muni vera mjög mikill.

Þetta mun rjett vera, enda er tími orðinn of naumur til þess að taka slíka mynd, svo að í lagi sje.

En nú vill svo vel til, að til er Íslandskvikmynd, sú er Loftur Guðmundsson tók, og sýnd hefir verið víða um lönd við gott orð. Þá mynd ætti hátíðarnefndin að tryggja sjer, ef hún er þá ekki þegar seld.

Þegar jeg vissi seinast til, var Loftur í þann veginn að selja myndina og til þess hefir hann aukið nýjum myndum inn í hana að nokkrum mun ...


Vísir: 18. 04. 1929: Loftur sýndi myndina alþingismönnum í nýrri prentun og endurklippta

Loftur Guðmundsson, kgl. sænskur hirðljósmyndari, sýndi alþingismönnum og nokkrum gestum öðrum Íslandsmynd sína í gærkveldi (í Nýja Bíó).

Hefir hann fengið nýtt eintak af myndinni og er hún nú öll skýr og hin greinilegasta. Myndin er nú aukin nokkuð frá því sem áður var, en ýmsir kaflar feldir burtu, þeir er ekki þóttu vera til neinnar sérstakrar upplýsingar um land og þjóð ...
Morgunblaðið: 19. 04. 1929: Loftur býður Alþingi forkaupsrétt á myndinni á 16.000 kr. og því eru litlar afsakanir fyrir því að sýna ekki Íslandsmynd á Alþingishátíðinni vegna kostnaðar

Í fyrradag hafði Loftur Guðmundsson sýningu á Íslandskvikmynd sinni og var þangað boðið alþingismönnum, ríkisstjórn, alþingishátíðarnefnd, bkðamönnum o.fl.

Munu margir þá hafa sjeð myndina í fyrsta skifti og þótt hún miklu merkilegri beldur en þeir höfðu búist við.

— Loftur hefir nú boðið Alþingi forkaupsrjett að myndinni fyrir 16 þús. kr. og er þá ekki hægt að bera því við, að kostnaðar vegna sje óframkvæmanlegt að hafa hjer til sýnis íslenska kvikmynd á þjóðhátíðinni ...


Norðlingur: 17. 10. 1929: Íslandsmynd Leo Hansen sýnd á Akureyri en margir bera hana saman við mynd Lofts og þykir Loftur hafa gert betur

Íslenska kvikmyndin, sem Leo Hansen tók hjer á landi í sumar, hefir nú verið sýnd nokkrum sinnum í Nýja Bíó við góða aðsókn.

Þó eru mjög skiftar skoðanir um myndina. Þykir sumum nokkuð á bresta, að hún sýni til fullnustu atvinnuvegi og lifnaðarhætti þjóðarinnar, og þykir mörgum kvikmynd sú, er Loftur Guðmundsson tók, vera betri.

En Hansen heldur því fram, að þetta sje besta kvikmyndin, sem hann hafi tekið, en hann hefir tekið fjölda ágætra, viðurkenndra mynda ...
Morgunblaðið: 18. 09. 1931: Næsta mynd Lofts um íslenskan iðnað tilbúin og komin til landsins, þar eru innitökur og myndin á að vera hátt í tvo tíma

Allir kannast við íslensku kvikmyndina hans Lofts, sem sýndi lifnaðarháttu og nokkuð af atvinnulífi þjóðarinnar, svo sem útgerð og landbúnað.

Nú hefir Loftur ráðist í það að taka aðra kvikmynd af íslenskum iðnaði og er fyrsti hluti þeirrar myndar fullgerður.

Hann er á þriðja þúsund metra. (tveggja stunda sýning), en alls verður myndin, þegar hún er fullgerð, um 8000 metrar.

Mynd þessi var framkölluð og „kopieruð“ hjá Nordisk Films í Kaupmannahöfn, og var fjelagið svo hrifið af því, hvað myndin var vel tekin, að það símaði Lofti aðeins til þess að hrósa ...


Morgunblaðið: 22. 09. 1935: Viðtal við Loft – myndin seld til UFA, Englands og Bandaríkjanna á sínum tíma

Þegar jeg sá hvað mjer gekk vel með þessa mynd rjeðist jeg í að taka aðra mynd, alvarlegs efnis, en það var Ísland í lifandi myndum. Hún hefir verið sýnd margoft í Nýja Bíó, við fádæma aðsókn.

— Var hún ekki sýnd erlendis? Jú, myndin var seld „Ufa" í Berlín og einnig til Englands og Ameríku.

Samt sem áður varð tap á myndinni, peningalega, og nátturlega fékk jeg ekkert fyrir þá vinnu, sem jeg lagði í hana.

Sjálfa kvikmyndina kostuðu nokkrir ágætismenn hjer í bænum og þá víst mest gert,til þess, að lofa mjer að spreyta mig á myndatökum.

Jeg býst við að þessi kvikmynd hafi gert landi og þjóð mikið gagn erlendis ...
Skutull: 29. 09. 1936: Myndin sýnd ásamt Alþingishátíðarmyndinni á Ísafirði

Íslenzkar kvikmyndir eftir Loft verða sýndar í vikunni.

Eru það myndirnar: Ísland í lifandi myndum (6 þættir) og Alþingishátíðarmyndin 1930.

Frk. Anna Ólafsdóttir leikur undir íslenzk lög á Flygel ...


Morgunblaðið: 31. 05. 1944: Grein eftir Loft – styrkir frá einkaaðilum greiddu götu myndarinnar

Tilraunin varð þó til þess að mjer datt í hug að taka kvikmynd sem gæti orðið landinu til einhvers gagns, og tók jeg þá kvikmyndina Ísland í lifandi myndum, sem jeg var í tæp tvö ár að taka og fullgera.

Þegar mjer datt þessi kvikmynd í hug, átti jeg ekki einu sinni fyrir kvikmyndavjelinni, hvað þá heldur filmum og ferðakostnaði, en eitthvað varð að gera. Fáir eða engir þektu til mín sem myndasmiðs, og þar af leiðandi hugði jeg engum svo gott til mín, að peningaframlag fengist til heillra sýningamyndar.

Hr. framkv.stjóri Richard Thors hlustaði með athygli á hugmynd mína um þessa fyrirhuguðu kvikmynd, en til hans fór jeg fyrst, og eftir að jeg hafði tafið hann lengi, brosti hann góðlátlega og rjetti mjer peningaupphæð, sem nægði mjer til vjelakaupa og nokkuð af filmu, og sagði, margt hafa menn styrkt vitlausra en þetta.

Ekki er mjer enn ljóst, hvernig jeg komst út á götuna — nafnið Ísland í lifandi myndum var orðið af veruleika, síðan komu fleiri til sögunnnar og greiddu götu mína ...
Vísir: 04. 11. 1946: Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason tekin til sýninga og er borin saman við Ísland í lifandi myndum

Það er skemmtileg kvikmynd, sem bæjarbúum — og fleiri síðar — gefst kostur á að sjá síðast í þessum mánuði. Kvikmyndin er Reykjavík vorra daga.

Kvikmyndin, sem Loftur tók á á árunum, Ísland í lifandi myndum, náði miklum vinsældum og var sýnd oft og er ekki við öðru að búast en að þessi hljóti líka góðar viðtökur, ef dæma má af því sýnishorni, sem blaðamenn fengu að sjá fyrir heltgi ...


Vísir: 10. 10. 1947: Önnur íslandsmynd Lofts frumsýnd völdum gestum, þrír tímar að lengd og talin líkleg til vinsælda líkt og forverinn

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefir að undanförnu unnið að gerð Íslandskvikmyndar.

Loftur hefir ákveðið að hafa frumsýningu á myndinni í kveld fyrir nokkra gesti. Tekur sýningin alls þrjár klukkustundir, enda mun myndin sýna mjög marga þætti íslenzks lífs.

Margir muna eftir Íslandi í lifandi myndum, sem Loiftur tók hér á árunum og aflaði sér mikilla vinsælda. Er ekki ósennilegt, að hin nýja mynd Lofts verði einnig mjög vinsæl ...
Vísir: 28. 10. 1947: Nýja íslandsmynd Lofts borin saman við Ísland í lifandi myndum og þykir standast samanburðinn vel

Íslandskvikmynd Lofts Guðmundssonar var sýnd 10. okt. s.l. síðla kvölds.

Þetta er stórmynd í litum, efnismikil, eins og nafnið bendir til. Þó mun hún nokkuð hafa verið sniðin fyrir Vestur-Íslendinga, því að Loftur mun hafa lofað þeim mynd og sagt, að ekki bæri að skoða hana sem fullunna. Kvaðst þurfa að bæta við skýringatexta, sem hlýtur að gefa henni meira gildi, og þarf hann að vera víða, ef fullnægja á til skýringar á myndinni ...


Morgunblaðið: 21. 01. 1950: Umfjöllun um myndina vegna sýningar á 25 ára afmæli hennar, hefur elst vel. Aukamynd af hvaladrápinu í Fossvogi

Gömlu Íslandsmyndina, sem Loftur Guðmundsson tók fyrir 25 árum síðan, ætlar Tripolibíó að sýna núna um helgina, í tilefni af afmæli myndarinnar.

Svo góð þótti þessi kvikmynd á sínum tíma að öll dagblöðin í Reykjavík kepptust um að hrósa henni, enda hafa örfáar miyndir verið eins vel sóttar og hún.

Hin heimsfrægu kvikmyndafjelög. Ufa í Berlín og Pathe í París keyptu stóra kafla úr myndinni og Alþingi gaf Lofti 3 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir vel unnið starf í þágu landsins.

Þegar Loftur var að ferðast til þess að taka þessa mynd, þá framkallaði hann jafnóðum part af hverri spólu, ýmist upp á fjöllum eða um borð í togara, til þess að fá í hana rjetta lýsingu ...
Alþýðublaðið: 24. 01. 1950: Minningar um Reykjavík sem var eftir sýningu myndarinnar

Loftur sýnir Íslandskvikmynd sína um þessar mundir í Tripolibíó. Þessa mynd tók Loftur árið 1924 og 1925 og síðan var hún sýnd lengi hér í Reykjavík og víðar um land.

Ég fór að sjá þessa mynd á sunnudaginn og rifjaði upp gamlar minningar.

Það er gaman að sjá borgina 1925 og nú, sjá andlitin, sem þá settu svip á bæjinn, Jón Magnússon forsætisráðherra, Jón Þorláksson fjármálaráðherra, Kund Zimsen borgarstjóra og svo Svahhildarnar, Þorsteinsdóttur og Ólafsdóttur, frú Guðrúnu, Fontenay þegar þær voru ungar blómarósir með blóm í fangi ...


Alþýðublaðið: 26. 01. 1950: Myndin sýnd í Trípólíbíó í tilefni af 25 ára afmæli hennar

Ísland í lifandi myndum (1925). 25 ára afmæli, 1950.

Fyrsta Íslandskvikmyndin tekin af Lofti Guðmundssyni.

Kvikmynd þessi hefur ekki verið sýnd í 25 ár. Sýnir m.a.: Fiskveiðar, landbúnað, ferðalög, ísl. glímu, fyrsta heimsflugið og m.m.fl.

— Hvernig leit þetta allt út fyrir 25 árum? ...
Vísir: 27. 09. 1969: Myndin til umfjöllunar í kvikmyndaþætti í sjónvarpinu

Það er svo margt: Kvikmyndaþáttur Magnúsar Jóhannssonar.

  • Vetrarferð 1952.
  • Ísland í lifandi myndum 1924 — 1925 (úr safni Lofts Guðmunds sonar, ljósmyndara) ...

Vísir: 15. 05. 1974: Sýnt úr myndinni í Sjónvarpinu, myndin álitin röð stuttra myndskeiða sem Loftur safnaði saman á löngum tíma

„Kvikmyndin, sem við sýnum í kvöld, er úr safni kvikmynda, sem Loftur Guðmundsson tók árið 1924, eða í frumbernsku kvikmyndagerðar“, hélt Ólafur áfram máli sínu.

„Þessi kvikmyndasyrpa er úr flokki kvikmynda, sem Loftur nefndi Ísland í lifandi myndum, en það safn var orðið nokkuð stórt, áður en lauk ...
Þjóðviljinn: 15. 05. 1974: Myndin fimtug, búið að varðveita myndina á 16 mm filmu, brot sýnd í Sjónvarpinu

Loftur Guðmundsson hóf að kvikmynda eftir 1920, og varð safn hans talsvert umfangsmikið áður en lauk, en Magnús Jóhannsson útvarpsvirki keypti safnið og sýningarréttinn, og hefur hann undanfarið unnið að þvi að breyta þessum gömlu myndum, breyta þeim þannig að þær verði varanlegar.

Loftur tók myndir sínar á 35 mm filmu, en Magnús kemur þeim yfir á 16 mm filmu, og þannig varðveitast þær betur ...


Morgunblaðið: 04. 07. 1975: Þorgils Guðmundsson var sláttumaður í myndinni

Loftur Guðmundsson ljósmyndari gerði á þessum árum kvikmynd, sem var nýlunda, og sýndi landið og svipmyndir úr lífi fólksins.

Myndin sýndi meðal annars sláttumann beran að mitti við skáraslátt á loðnu túni. Hinn fagurlimaði og ötuli sláttumaður var Þorgils á Valdastöðum ...
Morgunblaðið: 12. 03. 1976: Brot úr myndinni af botnvörpuveiðum og fiskverkun sýnd í Sjónvarpinu

Þá verður í þættinum sýnd mynd frá 1924 sem Loftur Guðmundsson tók og hefur ekki verið sýnd áður í sjónvarpi.

Er myndin annars vegar um líf og starf í botnvörpungi að veiðum og var það togarinn Skallagrímur sem varð fyrir valinu hjá Lofti á sínum tíma. Hins vegar fjallar myndin um vinnu í landi við þurrkun saltfisks á reit.

Er myndin að nokkru leyti í tilefni 60 ára afmælis ASÍ sem er í dag. Er í ráði að spjalla við mann sem hefur verið við þessi störf væntanlega um þetta leyti ...


Einherji: 27. 02. 1979: Kaflar úr myndinni varðveittir á byggðasafninu á Siglufirði

Elsta kvikmyndin var tekin árið 1924 eða fyrir 55 árum og er kafli úr myndaflokk Lofts Guðmundssonar Ísland í lifandi myndum ...
Dagblaðið: 25. 08. 1979: Kaflar úr myndinni notaðir við frásögn af síldarvinnu á Siglufirði

Inn í myndina er fléttað kvikmynd sem Loftur Guðmundsson tók á Siglufirði og nefnist Ísland í lifandi myndum. Myndin var gerð á árunum 1924—25 ...


Þjóðviljinn: 15. 01. 1983: Myndin tekin til varðveislu inn á Kvikmyndasafn Íslands

Síðan er ein eldri mynd eftir Loft, sem heitir Ísland í lifandi myndum. Þetta eru allt 35 mm filmur sem Loftur tók á, en aðrar filmur sem til eru, til að mynda af hátíðinni á Þingvöllum 1930, eru 16 mm filmur, þar á meðal filma sem V-Íslendingurinn Harold Johns tók og gaf síðan Ílendingum ...
DV: 25. 11. 1991: Myndin sýnd á heimilda- og stuttmyndahátíð í Háskólabíó

Mesta athygli mun sjálfsagt vekja elsta myndin Ísland í lifandi myndum sem Loftur Guðmundsson, helsti brautryðjandi í íslenskri kvikmyndagerð frumsýndi 1925.

Þetta er yfirgripsmikil og merk heimildamynd. Það er í raun ekki fráleitt að halda því fram að þetta sé myndin sem gaf tóninn fyrir þær heimildamyndir um Ísland sem síðar komu.

Kvikmyndasafn Íslands hefur komið myndinni í sýningarhæft ástand, en langt er síðan hún var síðast sýnd í kvikmyndahúsi.

Myndin sem er þögul verður væntanlega sýnd með píanóundirleik eins og tíðkaðist á árum þöglu kvikmyndanna ...


DV: 19. 08. 1995: Myndin sýnd á kvikmyndahátíð í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndalistarinnar

Í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar efnir Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndasjóður til hátíðar um allt land.

Komið verður við í flestum kaupstöðum og sýndar íslenskar kvikmyndir frá fyrri tíð.

Á morgun verður mynd Lofts Guðmundssonar, Ísland í lifandi myndum, sýnd klukkan 20 ...
Morgunblaðið: 12. 05. 2002: Myndin sýnd á fæðingar- og dánarafmæli Lofts

Með sýningum Þjóðminjasafnsins í Hafnarborg á ljósmyndum Lofts Guðmundssonar og Kvikmyndasafns Íslands á heimildarmyndunum Ísland í lifandi myndum (1925), Reykjavík (1944) og leiknu kvikmyndinni Milli fjalls og fjöru í Bæjarbíói gefst í fyrsta sinn tækifæri til að fá heildarmynd af ljósmyndaranum og kvikmyndagerðarmanninum Lofti Guðmundssyni, svo að segja í sviphendingu ...


Lesbók Morgunblaðsins: 18. 05. 2002: Umfjöllun um Loft og myndina

Loftur Guðmundsson (1892–1952) var einn helsti ljósmyndari í sinni tíð og frumkvöðull í kvikmyndagerð á Íslandi.

Með yfirlitssýningu á ljósmyndum Lofts í Hafnarborg og sýningum á kvikmyndum hans í Bæjarbíói á dagskrá Listahátíð er leitast við að draga upp heildstæða mynd af ævi og lífsstarfi þessa atorkusama frumkvöðuls.

Að verkefninu standa Hafnarborg og Hafnarfjarðarbær, myndadeild Þjóðminjasafns Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Listahátíð í Reykjavík, undir yfirskriftinni „Enginn getur lifað án Lofts“ ...
Morgunblaðið: 19. 05. 2002: Umfjöllun um myndina og Loft í leiðara

Kvikmyndasýningarnar heyra þó ekki síður til tíðinda því kvikmyndir Lofts eru mjög merkilegar, en um þriðja áratug síðustu aldar var hann helsti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar.

Í umfjöllun um Loft hér í blaðinu á föstudag kemur fram að kvikmyndin Ísland í lifandi myndum, sem hann gerði árið 1925, er yfirgripsmikil heimild um „land og þjóð þar sem lýst er fegurð landsins og sérkennum; höfuðatvinnugreinunum sjávarútvegi og landbúnaði; samgöngum og mörgu fleiru“ ...


Fjarðarpósturinn: 09. 09. 2010: Myndin sýnd af Kvikmyndasafninu í Bæjarbíó

Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guðmundsson og valdir hlutar úr iðnaðarmyndum hans Íslenskur iðnaður sem koma nú líklega fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn frá frumsýningunni 1931 ...