Ljósmyndaferill
Morgunblaðið: 09. 11. 1922: Loftur Guðmundsson og Ósvaldur Knudsen lenda báðir í öðru sæti í ljósmyndakeppni á vegum Blaðamannafélagsins

Dómnefndin hefir nú felt úrskurð sinn um hverjar myndirnar sjeu verðlaunaverðar og fer hann hjer á eftir:

Fyrstu verðlaun; Nafnlausa fjelagið, fyrir landlagsmyndir. Helgi Hjörvar, fyrir mannamyndir.

Önnur verðlaun; Sigurður Gíslason stýrimaður, fyrir myndaflokkinn. Ósvaldur Knudsen fyrir myndaflokkinn. Haraldur Arnason fyrir myndaffokkinn. Loftur Guðmundsson fyrir myndaflokkinn ...


Morgunblaðið: 07. 06. 1925: Loftur opnar ljósmyndastofu í húsnæði Nýja Bíós þann 9. júní

Loftur Guðmundsson opnar nýja myndastofu í Nýja Bíó á þriðjudaginn. Það var hann sem tók íslensku kvikmyndina er Reykvíkingum þótti svo mikið til koma hjer í vetur ...
Vísir: 08. 06. 1925: Loftur kemur til baka eftir nám hjá hinum fræga ljósmyndara Elfert

Nýja ljósmyndastofu opnar Loftur Guðmundsson á morgun í Nýja Bíó, uppi. Undanfarið hefir hann stundað nám hjá hinum fræga ljósmyndara Elfert. Hefir Loftur komið með nýtísku myndatæki, og getur búið til „sólskin“ og dreift skuggum, svo að margir munu reyna þessa nýju aðferð ...


Vísir: 08. 06. 1926: Ljósmynd eftir Loft birt í dönsku tímariti

Ljósmyndararitið Dansk fotografisk Tidsskrift (maí-hefti) flytur heillar síðu ljósmynd, sem Loftur Guðmundsson hefir tekið, og lýkur á hana lofsorði ...
Vísir: 17. 06. 1928: Loftur gerir tillögur að breytingum á þýskum ljósabúnaði og hlýtur lof fyrir

Einn okkar slyngasti ljósmyndari, Loftur Guðmundsson, hefir um langt skeið gert margvíslegar tilraunir með kolaljóslampa við myndatökur. Lampi þessi er frá hinu heimskunna firma Jupiterlicht, Berlin, sem selur flestum kvikmyndafélögum og „fag“-ljósmyndurum þessa vörutegund.

Skrifaði Loftur firma þessu, og lagði á ráð, hvernig breyta þyrfti notkun lampans svo, að betri árangur fengist.

— Firma þetta hygst nú að hagnýta sér bendingar Lofts, og hefir sent honum nýjan lampa í viðurkenningarskyni, fyrir þessa nýju aðferð, sem hann hefir fundið upp.

Hefir Jupiterlicht lokið miklu lofsorði á myndir Lofts og telur þær framúrskarandi góðar, og er mjög hrifið af aðferð hans, með tilliti til notkunar þeirra eigin kolaljóslampa ...


Vísir: 18. 01. 1929: Loftur skipaður konunglegur sænskur hirðljósmyndari

Loftur Guðmundsson hefir starfað hér að ljósmyndagerð í fjögur ár, og hafa myndir hans vakið mikla athygli utanlands og innan.

Honum hefir nú hlotnast sú virðing og viðurkenning, að konungur Svíþjóðar hefir sæmt hann nafnbótinni: „Konunglegur sænskur hirðljósmyndari“.

Útnefningarskjalinu fylgdi bréf frá konungsritara, með kveðjusendingu og þakklæti konungs fyrir myndasafn, er Loftur hafði sent honum fyrir milligöngu sænska aðalkonsúls Svía hér, hr. John Fenger.

— Myndirnar eru af ýmsum fegurstu stöðum hér á landi og nokkurum kunnum mönnum ...
Morgunblaðið: 16. 03. 1930: Loftur útskrifar nemendur í ljósmyndum, þá fyrstu í Reykjavík, og miklu lofi er ausið á feril hans í stuttu yfirliti

Það fer að líkum, að þá er menn sáu hvað Loftur var snjall í ljósmyndagerð, vildu ýmsir fá að læra hjá honum. Og á öndverðu árinu 1927 rjeði hann svo til sín tvær stúlkur til náms, eftir þeim reglum, sem settar eru samkvæmt lögum um iðnnám.

Var svo fyrir skilið í samningi, að þær ætti að hafa lokið námi á 3 árum, en ef þær stæðist ekki próf, þá áttu þær að fá skaðabætur. Stúlkur þessar eru Hanna Brynjólfsdóttir Jónssonar trjesmiðs á Akureyri og Ingibjörg Sigurðardóttir Árnasonar verkstj. í Reykjavík ...


Morgunblaðið: 21. 01. 1944: (Líklega) Loftur auglýsir eftir 6x9mm filmu og stækkunarvél

Vil kaupa litla stækkunarvjel fyrir 6X9 filmur, helst automatiska, t.d. Zeiss—Ikon. Loftur ...
Vísir: 17. 09. 1945: Viðtal við Loft í tilefni 20 ára starfafmælis hans

Loftur Guðmundsson ljósmyndari á 20 ára starfsafmæli um þessar mundir og hefir hann nú opnað ljósmyndastofu sína að nýju, en hún hefir um alllangt skeið verið lokuð vegna breytinga.

„Ég byrjaði að ljósmynda 1925“, sagði Loftur við tíðindamann Vísir í morgun. „Þegar ég byrjaði fyrst hafði ég aðeins eina ljósperu; seinna bætti ég tveimur við og hafði strax þá svo mikið að gera, að ég varð að hafa sjö manns í vinnu.

Aðrir ljósmyndarar hér í bænum höfðu um þær mundir 2—3 manns í vinnu. Fólk tók eftir myndum sem eg stillti út og veitti því um leið athygli að svipir fólksins á myndunum voru frjálsmannlegir og hlæjandi — og fólkið streymdi til mín“ ...


Vísir: 03. 05. 1946: Loftur gefur Þjóðminjasafninu mannamyndaplötusafn sitt og ánafnar safninu framtíðarverk sín

Loftur Guðmundsson ljósmyndari opnar næstk. mánudag nýjar ljósmyndastofur á Bárugötu 5 hér í bæ, og munu þær að öllum útbúnaði vera fullkomnustu ljósmyndastofur þessa lands.

Þá má og geta þess, að Loftur hefir nýlega gefið Þjóðminjasafninu allar mannamyndaptötur sínar, en alls mun hann vera búinn að taka um 150 þúsund myndir af fólki.

Hefir Loftur ánafnað Þjóðminjasafninu allar plötur af mannamyndum, sem hann kann að taka eftirleiðis, og er hér um að ræða stórmerkilegt safn, sem Þjóðminjasafninu er hinn mesti fengur í ...
Morgunblaðið: 25. 06. 1950: Loftur á 25 ára starfafmæli, hefur tekið 2,5 milljón mynda á ferlinum

Ljósmyndastofa Lofts Guðmundssonar á 25 ára afmæli í dag. Á þessum aldarfjórðungi hafa verið skráðar um 150 þúsund myndatökur og láta mun nærri, að þegar taldar eru allar ljósmyndir, sem gerðar hafa verið í myndastofunni, „prufu“-myndir, samkvæmismyndir, myndir af leiksýningum og allar 15-fótó myndirnar, muni myndastofan hafa látið frá sjer fara um 2,5 milljón ljósmynda ...