Raunmyndir
Vísir: 20. 04. 1923: Loftur tók lifandi myndir af víðavangshlaupi ÍR

Fór svo í gær, að íþróttafélag Kjósarsýslu vann með 18 stigum, K.R. 41 st. Fyrstur varð Guðjón Júlíusson, 12 mín, 59 sek. Magnús Eiríksson 13, mín, 11 sek. Geir Gígja 13 mín, 30 sek. Þáttakendur voru 21, en 20 komu að markinu.

Lifandi myndir tók Loftur Guðmundsson af víðavangshlaupinu í gær ...


Morgunblaðið: 21. 04. 1923: Myndir Lofts Guðmundssonar af gosdrykkjaframleiðslu sýndar í Nýja Bíó

Myndir af Gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas teknar af eigandanum sjálfum Lofti Guðmundssyni ...
Vísir: 28. 04. 1923: Upptökur Lofts af víðavangshlaupinu ofl. sýndar í Nýja Bíó

Lifandi myndir af Smjörlíkisgerð Reykjavíkur hafa verið sýndar í Nýja Bíó og verða enn sýndar í kveld. Einnig verða þar sýndar lifandi myndir af víðavangshlaupinu o.fl. Þar fær margur Reykvíkingur að sjá sjálfan sig eða vini sína ...


Morgunblaðið: 22. 03. 1924: Loftur á að taka myndir af skíðaiðkendum

Skíðafjelag Reykjavíkur fór síðastliðinn sunnudag, upp í Hengil og voru þátttakendur 20. Og nú á morgun ætlar fjelagið að efna til skíðafarar á sama stað - Verður lagt á stað í bílum frá Lækjartorgi klukkan 9 árdegis.

Norskur skíðamaður, sem fengið hefur mörg verðlaun fyrir skíðahlaup í Noregi, verður með í förinni, og geta menn óefað margt af honum lært.

Kvikmyndir verða teknar og gerir það Loftur Guðmundsson ...
Vísir: 19. 11. 1926: Loftur sýnir myndir á skemmtikvöldi verslunarmannafélags Rekjavíkur

Skemtifundurinn í kveld í Kaupþingssalnum byrjar stundvíslega kl. 8:30. með hljómleikum hinna ágætu listamanna frá Café Rosenberg með því að tími þeirra er mjög takmarkaður, verða allir félagsmenn, sem ekki vilja verða af hljómleikunum, að koma stundvíslega.

Ennfremur sýnir hr. Loftur Guðmundsson kvikmyndir, og fleira verður til skemtunar ...


Vísir: 02. 04. 1927: Loftur sýnir kvikmynd um ferlið á bakvið gerð ljósmynda

Kvikmynd af myndagerð hjá Lofti Guðmundssyni verður sýnd sem aukamynd í Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld.

— Myndin sýnir hvernig Loftur tekur myndirnar, framkallar, stækkar o. m.fl.

—Þetta er önnur kvikmynd, sem sýnd er af ísl. iðnaði; sú fyrri var af Smjörlíkisgerðinni.

— Er ekki ólíklegt, að margan langi til að sjá þessa kvikmynd frá Lofti ...
Vísir: 15. 08. 1927: Loftur tekur upp skemmtiför Fáks

Eins og til stóð var farið í skemtiför héðan úr bænum ríðandi upp að Lyklafelli. Bar Hestamannafélagið „Fákur“ veg og vanda af förinni, enda var það félagið, sem gengist hafði fyrir því að farið væri.

Var lagt á stað frá flötinni fyrir framan Barnaskólann, og taldist mönnum þá til, að um það bil 500 reiðskjótar væru með í förinni. Var það hinn fríðasti hópur og var Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, á varðbergi þegar hópurinn fór upp Bankastræti og eins inn við ár til þess að taka kvikmyndir af útreiðarfólkinu ...


Alþýðublaðið: 06. 11. 1928: Loftur sýnir kvikmyndir á fundi Jafnaðarmannafélags Íslands

Jafnaðarmannafélag Íslands heldur fund í kvöld kl. 8:30 í Kaupþingssalnum. Haraldur Guðmundsson flytur erindi um húsnæðismálið og hagnýtingu bæjarlandsins og Loftur Guðmundsson sýnir kvikmyndir.

Þarna verður því bæði fræðslu um nauðsynjamál alþýðunnar að fá og ókeypis skemtun ...
Morgunblaðið: 04. 03. 1930: Loftur tekur upp flóð í Hvítá af Ölfusárbrú, verður bráðlega sýnd í Nýja Bíó

Í gærmorgun snemma fór Loftur kgl. hirðljósmyndari austur að Ölvesárbrú og kvikmyndaði vatnavextina þar eystra. Náði hann mörgum góðum myndum af ýmsu sem þar gerðist, og var hlaupið lítt farið að rjena er hann kom austur fyrst.

Myndir þessar verða sýndar í Nýja Bíó innan skamms, ásamt ýmsum myndum sem Loftur tók uppi í Borgarfirði fyrir skemstu, af refaræktarbúinu þar og ýmsu fleira. Þessar myndir verða síðar skeyttar við Íslandsmyndina hans ...


Nýja Dagblaðið: 23. 07. 1936: Loftur kvikmyndar síldarvinnslu ríkisverksmiðjanna á Siglufirði

Loftur Guðmundsson ljósmyndari kvikmyndaði í fyrradag síldarvinnslu Ríkisverksmiðjanna í Siglufirði utan húss og innan ...
Vísir: 06. 11. 1945: Loftur sýnir hátíðarmynd á skemmtifundi Skagfirðingafélagsins

Skagfirðingafélagið heldur skemmtifund í Tjarnarcafé í kvöld kl. 8:30. Þar flytur dr. Magnús Sigurðsson ræðu, Loftur sýnir hátíðarkvikmynd, og auk þess verða gömlu og nýju dansarnir.

— Aðgöngumiðar í Flóru og Söluturninum. Stjórnin ...


Vísir: 18. 02. 1948: Loftur sýnir kvikmynd af Bandaríkjunum á árshátíð Félags vesturfara

Félag vesturfara heldur árshátíð sína næstkomandi föstudag í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 7:30.

Helztu skemmtiatriði verða:

  • Kvikmynd: Loftur Guðmundsson
  • Píanóleikur: Einar Markússon
  • Gamanþáttur
  • Kynnir: Lárus Ingólfsson ...