Milli fjalls og fjöru (1949)
Morgunblaðið: 28. 12. 1990: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Milli fjalls og fjöru, fyrsta íslenska talmyndin gerð af Lofti Guðmundssyni árið 1949, er á dagskrá Sjónvarps í dag.

Mynd þessi, sem tekin var í litum, er sannkölluð sveitalífsmynd og er sögusviðið fært til síðustu aldar. Segir hér af viðskiptum sýslumanns nokkurs og konungssonar, sem ratar í þá ógæfu að vera vændur um sauðaþjófnað.

Í hlutverkum voru nokkrir af þekktustu leikurum samtímans, þar á meðal nokkrir sem nú eru horfnir af sjónarsviðinu.

Má þar nefna Brynjólf Jóhannesson, Alfreð Andrésson og Ingu Þórðardóttur en einnig fara þau Gunnar Eyjólfsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Jón Leós og Bryndís Pétursdóttir með hlutverk ...


DV: 01. 10. 1993: Minnst á myndina í stuttri umfjöllun um talmyndir á Íslandi

Þann 1. september 1930 hófust sýningar með tali í Gamla og Nýja bíói. í því síðarnefnda söng Al Jolson í myndinni Sonny boy.

Þann 13. janúar 1949 var frumsýnd í Reykjavík fyrsta íslenska kvikmyndin með tali, Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson ljósmyndara.

Aðalleikarar voru þau Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Andrésson, Gurmar Eyjólfsson og Inga Þórðardóttir ...
Pressan: 16. 06. 1994: Myndin nefnd sem hluti lýðveldissögunnar

Fyrsta íslenska talmyndin frumsýnd, Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson ...


Morgunblaðið: 26. 03. 1995: Myndin hluti af ferli Gunnars Eyjólfssonar

Gunnar lék t.d. í fyrstu leiknu íslensku kvikmyndunum, Milli fjalls og fjöru, 79 af stöðinni, sem orðin er klassísk, Lénharði fógeta og fleiri myndum síðar ...
Lesbók Morgunblaðsins: 02. 09. 1995: Myndin hluti af umfjöllun um íslenska kvikmyndasögu

Sumarið 1948 riðu Loftur Guðmundsson og samstarfsmenn hans á vaðið með því að kvikmynda Milli fjalls og fjöru, sem var fyrsta íslenska bíómyndin í fullri lengd. Loftur hafði að vísu hafið kvikmyndaferil sinn á því að gera stuttan leikinn gamanþátt árið 1923, sem nefnist Ævintýri Jóns og Gvendar og síðan fékkst hann eingöngu við gerð heimildarmynda (Ísland í lifandi myndum, 1925 o.m.fl.) jafnframt því sem hann rak ljósmyndastofu í Reykjavík ...


Ritmennt: 01. 01. 1999: Bréfaskrif um myndina á milli íslensks leikara og dansk leikstjóra- lítið jákvætt að sjá við myndina

M.a. að sjá ýmsa af leikurunum - ekki síst Alfred Andrésson sem var alveg kostulegur Hansen. Og ekki voru myndirnar dónalegar - sumar voru blátt áfram undurfagrar.

En það er nú skömm að því að myndin skuli á heildina litið hafa orðið svo léleg að hún er ekki sýningarhæf í útlöndum. Þó hefði auðveldlega verið hægt að gera hana betri. Bara ef Loftur hefði leitað til einhvers með ofurlitla þekkingu á kvikmyndum.

Af hverju þurfti hann að gera öll þessi mistök sem yngsti aðstoðarleikstjóri í Danmörku hefði getað forðað honum frá?

Ég hefði getað útvegað honum góðan aðstoðarmann - látum vera þó hann hefði þurft að borga honum eitt tvö þúsund - hvaða máli skiptir það í kvikmynd sem kostar 250 þúsund? ...
Morgunblaðið: 12. 05. 2002: Myndin sýnd á 110 ára fæðingar- og 50 ára dánarafmæli

Með sýningum Þjóðminjasafnsins í Hafnarborg á ljósmyndum Lofts Guðmundssonar og Kvikmyndasafns Íslands á heimildarmyndunum Ísland í lifandi myndum (1925), Reykjavík (1944) og leiknu kvikmyndinni Milli fjalls og fjöru í Bæjarbíói gefst í fyrsta sinn tækifæri til að fá heildarmynd af ljósmyndaranum og kvikmyndagerðarmanninum Lofti Guðmundssyni, svo að segja í sviphendingu ...


Morgunblaðið: 29. 05. 2004: Tónlist úr myndinni flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sem dæmi má nefna að elsta tónlistin á tónleikunum, sinfóníski forleikur Lofts Guðmundssonar við myndina Milli fjalls og fjöru (1949) og tónlist Jórunnar Viðar úr Síðasta bænum í dalnum (1950) voru hvergi til á nótum og því þurfti að skrifa tónlistina út og útsetja upp á nýtt eftir hlustun.

Sá sem á heiðurinn af þeirri vinnu er Þórður Magnússon tónskáld, en Kvikmyndasafnið veitti okkur aðgang að þessum gömlu myndum til þess að þetta væri gerlegt ...
Fréttablaðið: 17. 04. 2012: Myndin sýnd á íslenskum kvikmyndadögum í New York

Meðal annarra kvikmynda sem sýndar verða má nefna Milli fjalls og fjöru í leikstjórn Lofts Guðmundssonar ...