Ágirnd (1952)Morgunblaðið: 19. 08. 1995: Myndin sýnd á kvikmyndahátíð á Seyðisfirði

Á mánudaginn verða tvær myndir sem Óskar Gíslason stjórnaði, Síðasti bærinn í dalnum (1950) og Ágirnd (1952) ...


Morgunblaðið: 29. 12. 2006: Útvarpsþáttur um gerð myndarinnar og ljósi varpað á sannan höfund myndarinnar

„Það vöknuðu spurningar um það hver sé höfundur myndar, hvort það sé leikstjóri, höfundur handrits eða framleiðandi, og mig langaði að leita svara við því hver höfundur Ágirndar væri.“

Viðar segir Ágirnd sérstaka mynd; hún sé í mjög expressjónískum stíl, og ólík myndum Óskars og öðrum íslenskum myndum þess tíma.

„Þetta er mynd án orða, þar sem ljós og skuggar leika stórt hlutverk, tónlist er leikin undir, en myndin er 35 mínútna löng.“ ...Fréttablaðið: 30. 12. 2006: Þáttur um myndina í útvarpinu kl. 14:40

Þátturinn hverfist um kvikmyndina og þá dramatísku viðburði sem urðu í lífi þessara tveggja listamanna þegar þau unnu að henni.

Hún vakti talsverða athygli og er mörgum minnisstæð sem sáu. Sýningar voru stöðvaðar af lögreglunni og prestar fordæmdu hana úr predikunarstólum.

Víða er leitað fanga í þættinum og rætt er við nokkra þeirra sem komu að myndinni og eins og þá sem þekktu Óskar og Svölu


Morgunblaðið: 18. 01. 2007: Börn Óskars svara útvarpsþætti um gerð myndarinnar

Forsagan var sú að til pabba kom ung stúlka, sem verið hafði í leiklistarskóla Ævars frænda okkar. Svala Hannesdóttir hét hún.

Hún sýndi pabba handrit að látbragðsleik. Ekki þarf að orðlengja það frekar. Pabbi ákvað að gera kvikmynd um verkið og að ráði Ævars leikstýrði Svala leiknum.

Ég ítreka það að hennar eina aðkoma að gerð myndarinnar var handrit, sem Þorleifur Þorleifsson byggði kvikmyndahandritið á.

Eins og áðan var sagt voru engir sjóðir eða opinberir styrkir. Þess vegna fékk pabbi lítt eða óþekkta leikara (allir góðir) til að leika í myndum sínum.

Fólk sem var ekki með háar launakröfur og vissi það fyrirfram að launagreiðslur færu eftir gengi myndanna.

Þetta var nokkuð, sem allir sættu sig við að örfáum undanskildum og var Svala ein þeirra ...Fréttablaðið: 10. 03. 2012: Fyrsta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu kom mögulega fram í myndinni

„Sennilega er fyrsta illmennið í íslenskri kvikmynd í Ágirnd, 35 mínútna langri stuttmynd sem frumsýnd var í Tjarnarbíói í desember 1952 en bönnuð undir eins“, rifjar kvikmyndagagnrýnandinn Ólafur H. Torfason upp.

„Handritið samdi Þorleifur Þorleifsson en Óskar Gíslason var framleiðandi.

Þrjóturinn er þjófóttur biskup sem stelur hálsfesti af líki og stingur á sig.

Ræman sker sig líka úr að tvennu öðru leyti. Kona var leikstjóri, Svala Hannesdóttir, hæfileikarík og kunnáttusöm, en gerði því miður ekki fleiri kvikmyndir.

Og loks olli Ágirnd svo miklu hneyksli við frumsýningu að yfirvöld bönnuðu sýningar um tíma og prestar fordæmdu hana úr predikunarstólum,“ segir Ólafur ...