Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949)
Þjóðviljinn: 20. 12. 1956: Myndin sýnd við góðar viðtökur í V-Þýskalandi, fulltrúi á leiðinni til landsins að semja um alheimsdreifingu á myndinni

Í dag kemur hingað til landa á vegum Slysavarnafélags Íslands fulltrúi frá þýzka slysavarnafélaginu, Berber-Credner, en hann hefur séð um þýzka útgáfu á kvikmyndinni Björgunarafrekinu við Látrabjarg.

Mynd þessi hefur hlotið mjög góða dóma í Vestur-Þýzkalandi, m.a. hjá kvikmyndadómnefnd þýzka sambandslýðveldisins sem skipaði henni í flokk beztu heimildarkvikmynda (dokument alfilm).

Mynd þessa tók Óskar Gíslason sem kunnugt er. Vegna þess hversu myndin þykir góð, hefur þýzkt kvikmyndafirma boðizt til að gefa hana út á breiðfilmu (35 mm) fyrir heimsmarkað og kemur Berber-Credner hingað vegna samninga við Slysavarnafélagið um það efni ...


Vísir: 27. 12. 1956: Þýsk útgáfa myndarinnar sýnd boðsgestum, myndin fékk hæstu einkunn frá V-Þýska ríkinu sem heimildarmynd getur fengið

Slysavarnafélag Íslands sýndi nýlega nokkrum gestum þýzku útgáfuna af kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Forseti Íslands og frú voru viðstödd sýninguna. Einnig átti að vera viðstaddur kapt. Berber-Credner frá þýzka slysavarnafélaginu, en hann hefur séð um þýzku útgáfuria, en hann gat ekki komið. Hins vegar er hans von upp úr nýári.

Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur þessi þýzka útgáfa fengið hæstu einkunn, sem hægt er að fá hjá kvikmynda dómnefnd þýzka sambandslýð veldisins sem kvikmynd af sönnum atburði.

Myndin var í upphafi tekin af Óskari Gíslasyni ljósmyndara en Þjóðverjum hefur tekizt að lýsa þá hluta myndarinnar, sem teknir voru við slæmar aðstæður ...
Lesbók Morgunblaðsins: 13. 01. 1957: Þýsk útgáfa myndarinnar sýnd á Íslandi, búið að laga ýmis tækniatriði eins og lýsingu og klippingu

Komin er þýzk útgáfa af kvikmyndinni Björgunin við Látrabjarg og hefir fengið hæstu einkunn þar í landi sem sannsöguleg kvikmynd getur fengið.

Er myndin komin hingað og farið að sýna hana. Kvikmyndina tók Óskar Gíslason upphaflega, en Þjóðverjum hafir tekizt að skýra hana, þar sem birtu var áfátt ...


Tíminn: 30. 01. 1957: Slysavarnarfélag Íslands gefur Slysavarnarfélagi Færeyja myndina að gjöf til að sýna í fjáröflunarskyni

Sömuleiðis þakkar félagið fyrir að hafa fengið kvikmyndina Björgunarafrekið við Látrabjarg til sýninga og fjáröflunar fyrir björgunarstarfsemina í Færeyjum.

Verið fullviss um, að þetta ágæta framlag ykkar mun verða til mikillar eflingar björgunar og slysavarnamálum hér í Færeyjum ...
Tíminn: 15. 02. 1957: Slysavarnardeildin Ingólfur stendur fyrir sýningu á myndinni í Gamla Bíó, enda mikil eftirspurn eftir henni

Á morgun kl. 3 e.h. gefst almenningi kostur á að sjá hina margrómuðu Látrabjargsmynd Slysavarnafélagsins, ásamt tveim fræðslumyndum.

Fjöldi manna spyr að jafnaði um sýningar á þessari kvikmynd, og gengst slysavarnadeildin Ingólfur því fyrir þessari sýningu á morgun, í tilefni 15 ára afmæli síns ...


Tíminn: 26. 02. 1957: Myndin sýnd í Færeyjum

Á fundinum var sýnd kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg og einnig voru björgunartækin, sem kvennadeildin í Reykjavík gaf sýnd þar ...
Morgunblaðið: 28. 02. 1957: Myndin sýnd hjá Hjálpræðishernum

Í kvöld kl. 8:30 sýnum við kvikmyndina Björgunarafrekið við Látrabjarg ...


Vísir: 01. 03. 1957: Myndin sýnd í Gamla Bíó vegna fjölda áskorana, þýska útgáfan sýnd

Kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg verður sýnd vegna fjölda áskorana á morgun laugardag, kl. 3 e.h. í Gamla bíó.

Þegar myndin var sýnd fyrir hálfum mánuði var aðsókn að henni svo mikil a.m.k. 100 manns urðu frá að hverfa.

— Síðan hefur fjöldi áskorana borizt um að sýna hana að nýju en húsið hefur ekki fengizt fyrr en nú.

Myndin, sem nú er sýnd, er ný þýzk og endurbætt gerð af eldri myndinni ...
Morgunblaðið: 02. 03. 1957: Ávarp Óskars J. Þorlákssonar formanns Ingólfs fyrir sýninguna í Gamla Bíó

Þessi mynd er sett saman eftir þeirri mynd, er Óskar Gíslason ljósm. tók á sínum tíma.

Myndin er búin til sýningar af þýzku kvikmyndafél. og í samkeppni um beztu fræðslumyndir í Þýzkalandi hlaut þessi mynd fyrstu verðlaun og verður sýnd víðsvegar um Þýzkaland.

Myndin er nokkuð styttri en eldri myndir, og virðist hafa tekizt mjög vel að búa hana til sýningar ...


Tíminn: 12. 03. 1957: Sýningin í Færeyjum gekk mjög vel og safnaðist fé til Slysavarnarfélagsins þar

Á undan stofnfundinum var kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnd, og var aðsókn svo mikil, að sýna varð myndina tvisvar ...
Alþýðublaðið: 22. 05. 1957: Framleiðandi þýsku myndarinnar í heimsókn til landsins, er einnig formaður þýska slysavarnafélagsins, aðkoma Þjóðverjanna rakin nokkuð nákvæmlega

Framkvæmdarstjóri þýzka slysavarnafélagsins, kapt. Berber-Credner, kom hingað til Reykjavíkur s.l. fimmtudag með Hrímfaxa, hinni nýiu flugvél Flugfélags Íslands, í kurteisisheimsókn til stjórnar SVFÍ.

Það var Berber, sem lét gera eftirmynd af kvikmyndinni af björgunarafrekinu við Látrabjarg og kom hann hingað í og með til þess að líta á hinn sögufræga strandstað við Látrabiarg ...


Morgunblaðið: 23. 05. 1957: Myndinni gríðarlega vel tekið í Þýskalandi

Undanfarna daga hefir dvalist hér á landi þýzkur maður að nafni Berber-Gredner. Er hann framkvæmdastjóri þeirrar deildar þýzka slysavarnafélagsins, sem annast björgun úr sjávarháska.

Er hann hingað kominn til þess að heimsækja Slysavarnarfélag Íslands.

Berber-Credner hefir látið gera sérstaka útgáfu af kvikmynd þeirri er Óskar Gíslason tók af björguninni við Látrabjarg, og ritað litla bók um það björgunarafrek, og eru bæði myndin og bókin mjög kunn í Þýzkalandi ...
Alþýðublaðið: 24. 08. 1957: Ummæli erlendis frá um myndina

Eins og komið hefur fram í fréttum, hefur kvikmyndin um björgunarafrekið við Látrabjarg vakið hina mestu athygli, hvarvetna sem hún hefur verið sýnd erlendis ...


Þjóðviljinn: 24. 08. 1957: Myndinni gríðarlega vel tekið í Þýskalandi, bæklingi um hana dreift í þýskum skólum

Fyrir nokkru fékk þýzka slysavarmafélagið, Deutche Gesellschaft zur Rettung Schiffbriieher, leyfi til að búa til þýzka útgáfu af kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Í því samband gerðu þeir ýmsar endurbætur á frummyndinni sem orðin var mikið slitin.

Þykir öllum, sem séð hafa hina þýzku útgáfu, vel hafa til tekizt ...
Tíminn: 25. 08. 1957: Unnið að því að gera enskt og íslenskt tal við þýsku útgáfu myndarinnar

Unnið er nú að því í Þýzkalandi að gera íslenzkt og enskt tal við hina þýzku gerð kvikmyndarinnar fyrir Slysavarnafélag Íslands.

Það er gert undir umsjón þýzka Slysavarnafélagsins og Siem sen aðalræðismanns í Hamborg, en Björn Sv. Björnsson mun sjá um íslenzka textann ...


Morgunblaðið: 06. 09. 1957: Þjóðverjar eiga þakkir skyldar fyrir nýju útgáfuna

Eins og kunnugt er hefur þýzka Slysavarnafél., Deutsche Gesellschaft zur Rettung Schiffbriichiger, fengið leyfi til að búa til þýzka útgáfu af kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg og gerðu þeir í því sambandi ýmsar endurbætur á frummyndinni, er orðin var mikið slitin og þykir öllum, er séð hafa að hin þýzka útgáfa hafi tekizt mjög vel og á kapt. Berber-Credner framkvæmdastj. þýzka Slysavarnafél. þar mestar þakkir skyldar, þar sem hann samdi sjálfur textann og sá um niðurröðun á efni af svo mikilli alúð og nákvæmni að vakið hefur alveg sérstaka athygli ...
Morgunblaðið: 10. 05. 1958: Þýska útgáfa myndarinnar sýnd í Gamla Bíó vegna fjölda áskorana

Slysavarnardeildin Ingólfur gengst fyrir sýningu á kvikmyndinni Björgunarstarfið við Látrabjarg, í hinni þýzku útgáfu.

Sýningin fer fram í Gl. bíói kl. 3 í dag og verða miðar seldir við innganginn.

Óskar Gíslason tók mynd þessa á sínum tíma, en þýzka útgáfan er stytt og tekur sýningin um klst.

Höfðu margir óskað eftir að sjá myndina í þessari útgáfu og því er hún sýnd nú. Jafnframt verður sýnd ný mynd um notkun gúmbjörgunarbáta ...


Morgunblaðið: 10. 06. 1958: Myndin sýnd á sjómannadaginn á Seyðisfirði

Síðan var sýnd kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg ...
Alþýðublaðið: 09. 05. 1959: Mikil eftirspurn eftir sýningum, myndin sýnd í Gamla Bíó

Í tilefni af lokadeginum og söludegi Slysavarnafélagsins verður hin góðkunna kvikmynd Björgunarafrekið við Látrábjarg sýnd í Gamla bíói kl. 3 í dag (laugard.)

Vegna sífelldra óska frá almenningi um að sjá myndina, sem Óskar Gíslason tók við erfiðar aðstæður ...


Þjóðviljinn: 04. 07. 1959: Myndin sýnd á alþjóðlegri ráðstefnu slysavarnarfélaga í Bremen

Það sem íslenzku fulltrúunum þótti mest varið í var að kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg var þarna sýnd við mikla hrifni áhorfenda, sem voru sámmála um það að betri landkynningu væri ekki hægt að veita neinni þjóð og verður Þjóðverjum varla þakkað fyrir þá miklu vinsemd er þeir sýndu Íslendingum með þessu ...
Dagur: 14. 10. 1959: Myndin hluti af fræðsluefni Slysavarnarfélagsins á fræðsluferðum um landið, myndin sýnd á Akureyri

Á morgun, fimmtudag, sýnir hann svo kvikmyndir í Nýja Bíó og fjalla þær um slysavarnir, og ennfremur sýnir hann þá einnig Björgunarafrekið við Látrabjarg ...


Morgunblaðið: 06. 02. 1960: Myndin sýnd í Laugalandi

Nýlega fór fram kvikmyndasýning að Laugalandi. Var sýnd kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg og fleiri myndir ...
Íslendingur: 10. 03. 1961: Myndin sýnd á Akureyri

Slysavarnafélag Íslands gengst fyrir kvikmyndasýningu nk. mánudagskvöld í Samkomuhúsinu, og verður þar sýnd myndin af björgunarafrekinu við Látrabjarg og tvær aðrar myndir ...


Vísir: 17. 08. 1961: Myndin sýnd í skátaheimilinu Snorrabraut

Í kvöld kl. 9 verður sýnd myndin Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Væri óskandi, að sem flestir unglingar ættu þess kost að sjá þessa sérstæðu mynd ...
Alþýðublaðið: 12. 11. 1961: Myndin sýnd í Breiðfirðingabúð

Sýnd verður kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg ...