Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949)
Tíminn: 05. 04. 1962: Myndin sýnd varnarliðsmönnum árlega

Kvikmyndirnar, sem sýndar eru, hafa aðallega verið fengnar að láni hjá Fræðslumálaskrifstofunni.

Sýna þær fiskveiðar, náttúru landsins og margt fleira.

Einnig hefur Gísli á hverju ári sýnt Björgunarafrekið við Látrabjarg ...


Morgunblaðið: 10. 04. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Æskulýðsráð Reykjavíkur og Slysavarnarfélag Íslands sýna Björgunarafrekið við Látrabjarg ...
Tíminn: 10. 12. 1967: 20 ár frá afrekinu, myndin sýnd víða, meira að segja í Ástralíu

Þriðjudaginn 12. des. n.k. eru liðin rétt 20 ár frá því er Slysavarnarfélag Íslands vann það einstæða afrek, að bjarga 12 manna áhöfn brezks togara, sem strandaði við Látrabjarg í ofsaveðri.

Afrek þetta þótti einstætt vegna þeirra geysilegu örðugleika, sem björgunarmennirnir áttu við að etja, og árið eftir var atburðurinn kvikmyndaður, en einnig hafði tekizt að festa hluta björgunarstarfsins á filmu.

Kvikmynd þessi var gerð og unnin að öllu leyti af Óskari Gíslasyni. Hún hefur verið sýnd mjög víða um heim, og um þessar mundir er verið að sýna hana í skólum í Ástralíu ...


Mánudagsblaðið: 19. 12. 1967: Myndin sýnd í Sjónvarpinu 27. desember

Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Í þessum mánuði, nánar tiltekið 12. des. voru liðin 20 ár frá því að björgunarafrekið við Látrabjarg var unnið.

Slysavarnafélagið lét gera þessa kvikmynd, sem vakið hefur athygli víða um heim, eins og björgunarafrekið gerði á sínum tíma.

Formaður björgunarsveitarinnar var Þórður Jónsson, bóndi á Látrum. Óskar Gíslason tók myndina en þulur er Björn. Sv. Björnsson ...
Tíminn: 15. 06. 1968: Myndin sýnd í Laugarásbíó á Slysavarnardeginum

Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Aukamynd, meðferð gúmmíbáta.

Sýnd aðeins í dag kl. 3 á vegum Slysavarnafélags Íslands ...


Vísir: 26. 03. 1975: Myndin sýnd í Sjónvarpinu annan í páskum

Endurtekið efni: Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Heimildamynd, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag Íslands, er breskur togari fórst undir Látrabjargi fyrir nærfellt 30 árum.

Mynd þessi hefur verið sýnd víða um land og einnig erlendis. Hún var áður á dagskrá sjónvarpsins fyrir rúmum sjö árum ...
Morgunblaðið: 16. 11. 1976: Myndin sýnd á stofnfundi nýrra slysavarnardeilda

Þá sýndi hann ennfremur kvikmyndina Björgunarafrekið við Látrabjarg ...


Morgunblaðið: 11. 12. 1977: Myndin hefur mikil áhrif á eftirlifandi skipsbrotsmenn

Eftir björgunina var ráðist í gerð kvikmyndar um atburðinn og mun hún flestum kunn.

Myndin var tekin á sömu slóðum og björgunin átti sér stað, en við mun betri aðstæður en verið höfðu.

Einn þáttur myndarinnar var þó tekinn á öðrum stað — sjálf björgunin úr hinum strandaða togara, en svo vildi til er verið var að taka kvikmyndina að brezkur togari strandaði við Hafnarmúla við Patreksfjörð, og kom það í hlut sömu mannanna og unnið höfðu björgunarafrekið mikla við Látrabjarg, að bjarga þeim mönnum sem mögulegt var að bjarga úr því skipi ...
Morgunblaðið: 29. 01. 1978: Myndin hefur borið hróður Íslands og Slysavarnarfélagsins víða

Þegar 25 ár voru liðin frá atburði þessum, í desember s.l., rifjaði Morgunblaðið sögu afreksins upp, og verður því þar af leiðandi ekki gerð skil hér, en um atburð þennan var gerð mjög merk kvikmynd er ber nafnið Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Það var Óskar Gíslason sem tók þá mynd og er óhætt að fullyrða að engin íslenzk kvikmynd hefur verið sýnd jafnoft og jafnvíða erlendis, og fátt hefur varpað meiri ljóma á nafn Slysavarnafélags Íslands ...


Vísir: 21. 04. 1978: Myndin sýnd í Sjónvarpinu 26. apríl

Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Heimildamynd, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag Íslands, er breskur togari fórst undir Látrabjargi fyrir rúmum 30 árum.

Mynd þessi hefur verið sýnd víða um land og einnig erlendis. Síðast á dagskrá 31. mars 1975 ...
Dagur: 04. 05. 1978: Hetjur myndarinnar miklu sannari en hinar svokölluðu íþróttahetjur í dag

Björgunarafrekið við Látrabjarg minnnir okkur rækilega á þau sannindi mannlífsins, hver munur er á því að sýnast og vera ...


Vísir: 31. 03. 1980: Myndin sýnd á íslenskum kvikmyndadögum í Regnboganum

Óskar Gíslason: Björgunarafrekið við Látrabjarg ...
Morgunblaðið: 18. 07. 1987: Minningargreinar um Þórð Jónsson, sem aðstoðaði Óskar mikið við gerð myndarinnar, farið yfir aðkomu Þórðar að myndinni

Hafist var handa um að kvikmynda afrekið ári síðar og var það hinn merki kvikmyndatökumaður, Óskar Gíslason, sem tók það að sér og naut hann þar ekki síst fulltingis Þórðar, þegar vestur var komið.

Á meðan á kvikmyndatökum stóð vildi svo furðulega til, að annar breskur togari, Sargon, strandaði undir Hafnarmúla við Örlygshöfn og þangað var björgunarsveit Bræðrabandsins kölluð undir stjórn Þórðar.

Gat Óskar tekið kvikmynd af björgun skipbrotsmanna, sem fór fram við hinar erfiðustu aðstæður. Gaf þetta ótvírætt aukið gildi, enda hafði hún á sér meiri raunveruleikablæ en ella hefði orðið ...


Dagur: 29. 01. 1988: Þáttur í bígerð um afrekið með brotum úr myndinni í tilefni af 60 ára afmæli Slysavarnafélagsins

Það verður ýmislegt gert til að minnast þessara tímamóta. Fyrsta skrefið er kynningardagarnir nú um helgina.

Í febrúar verður síðan í Sjónvarpinu þáttur um björgunarafrekið við Látrabjarg.

Þar verða sýndir valdir kaflar úr kvikmynd sem gerð var um björgunina og stjórnandinn Sigrún Stefánsdóttir ræðir við fólk sem tók þátt í björguninni ...
Morgunblaðið: 25. 03. 1988: Þáttur um afrekið sýndur, viðtöl við Óskar og aðra er komu að björguninni

Björgunarafrekið við Látrabjarg. 40 árum síðar.

Rifjað upp björgunarafrek við Látrabjarg o.fl ...


DV: 11. 04. 1990: Þátturinn endursýndur í Sjónvarpinu

Björgunarafrekið við Látrabjarg. Fjörutíu árum síðar.

Rifjaðir upp atburðir sem tengjast þessu frækna björgunarafreki. Brot úr kvikmynd Óskars Gíslasonar eru fléttuð inn í þáttinn.

Þátturinn var áður á dagskrá 31. mars 1988. Umsjón Sigrún Stefánsdóttir ...
Morgunblaðið: 01. 10. 2000: Myndin stöðugt sýnd sem hluti af safninu á Hnjóti á Vestfjörðum

Björgunarafrek þetta er einstætt og vakti gífurlega athygli um allan heim, sérstaklega eftir að Óskar Gíslason tók að sér að gera heimildarmynd á vegum Slysavarnafélags Íslands ...


Morgunblaðið: 10. 03. 2002: Myndin sú þriðja sem var sýnd í Stjörnubíó á sínum tíma

Íslenskar myndir voru sýndar í Stjörnubíói allt frá upphafi starfsemi þess.

Reyndar var þriðja myndin sem tekin var til sýningar þar íslensk, en það var Björgunarafrekið við Látrabjarg, heimildarmynd, eða öllu heldur fréttamynd, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag Íslands ...
Reykjavík Grapevine: 23. 07. 2004: Myndin ein af uppáhalds hans Ara Ergis kvikmyndagerðarmanns

Rescue at Látrabjarg (Björgunarafrekið við Látrabjarg) by Óskar Gíslason. 1949.

Saw in Langholtskirkja church at age five with Reverend Árnilíus who preached God’s love to children with the screening of the film.

I realised that heroes could have human qualities, ironic it had to happen in a church ...


Ægir: 01. 11. 2007: Grein um björgunarafrekið, lýkur með upplifunum björgunarmanna á myndinni

Þá hefur mikið verið skrifað um björgunarafrekið við Látrabjörg í ýmis blöð og bækur og samnefnd kvikmynd eftir Óskar Gíslason er velþekkt.

Þannig var að um það bil ári eftir að Dhoon fórst undir Látrabjargi kom Óskar vestur til að afla efnis í heimildamynd um þetta mikla björgunarafrek og myndaði meðal annars sig í björg og fleira.

Stóð hins vegar frammi fyrir því að erfiðleikum væri háð að mynda björgun úr skipi með fluglínutækjum. Hreppti hins vegar það lán í óláni að einmitt meðan hann dvaldist vestra gerði norðan stórviðri og einmitt þá strandaði breski togarinn Sargoon undir Hafnarmúla við Patreksfjörð.

Náði Óskar að mynda björgun skipverja á Sargoon, sem Látrabændur og fleiri stóðu að. Fyrir vikið er heimildagildi kvikmyndarinnar mikið og í raun ómetanlegt ...
DV: 16. 12. 2007: Myndin ein sú merkasta sem gerð hefur verið á Íslandi

Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður fór ári síðar vestur til að gera heimildarmynd um björgunina.

Í byrjun desember 1948 voru Óskar og björgunarmennirnar komnir á vettvang til að sviðsetja og kvikmynda atburðarásina við Geldingarskorardal.

Þá fengu björgunarmennimir útkall vegna breska togarans Sargon sem strandað hafði við Örlygshöfn í Patreksfirði.

Áður en Óskar vissi af voru björgunarmennimir lagðir af stað á slysstað enda tóku þeir raunveruleikann fram yfir leikna kvikmynd.

Óskar fylgdi þeim eftir og náði einstæðum kvikmyndaupptökum og ljósmyndum af raunverulegu björgunarafreki þar sem sex skipverjum var bjargað en ellefu fórust.

Heimildarmynd Óskars, Björgunarafrekið við Látrabjarg, er því einstæð og líklega ein merkasta heimildarkvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi ...


Morgunblaðið: 05. 09. 2008: Minningarathöfn og minnisvarði reistur í tilefni 60 ára frá kvikmyndun Óskars af strandi Sargon og björgun skipsbrotsmanna

Hinn 23. ágúst sl. var haldin minningarathöfn í tilefni þess að 60 ár eru síðan Óskar Gíslason myndaði björgunina á togaranum Sargon sem strandaði 1. des. 1948 í Örlygshöfn við Patreksfjörð.

Óskar hafði verið að gera heimildarmynd um björgun togarans Dhoons, sem strandaði undir Látrabjargi, er Sargon strandaði og sýnir því einstök myndbrot af björguninni sjálfri.

Um 60 manns mættu á athöfnina sem fór fram í Flug- og minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Sylvía Ingibergsdóttir, barnabarn Óskars, flutti þar tölu ásamt því að heimildarmyndin sjálf var sýnd ...
Fjarðarpósturinn: 03. 09. 2009: Myndin sýnd í Fjarðarbíó á vegum Kvikmyndasafns Íslands

Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949) eftir Óskar Gíslason.

Þann 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar ljósmyndara og kvikmyndgerðarmanns sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. des. 1947.

Einn heimamanna á Vestfjörðum, hafði samband við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað ...


DV: 02. 12. 2009: Dómur um Útkalls-bók um afrekið, minningar um myndina og heimildagildi hennar rakið

Björgun skipverjanna á Sargon var á allan hátt einfaldari, en þó engan veginn auðvelt verk.

Þar var Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður með í för og afraksturinn af starfi hans var kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi og erlendis og vakti mikla athygli.

Ég sá þessa mynd á barnsaldri og aftur að hluta á safninu á Hnjóti síðastliðið sumar.

Áhrifin voru nánast hin sömu, gífurlega sterk, en enn er mér lítt skiljanlegt, hvernig björgunin á Látrabjargi í desember 1947 tókst svo giftusamlega ...
Morgunblaðið: 04. 02. 2010: Myndin böðuð fortíðarljóma í lesendabréfi

Þess er að minnast, að Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, var mörgum áratugum á undan sinni samtíð.

Hann kvikmyndaði og framleiddi meðal annars einhverja mögnuðustu heimildarmynd sem gerð hefur verið, Björgunarafrekið við Látrabjarg, með lítið annað en einbeittan vilja í farteskinu og Þórð á Látrum sér við hlið og allt það ótrúlega fólk í Rauðasandshreppi.

En þá voru aðrir tímar og slík ævintýri gerast varla aftur að óbreyttu ...


SunnudagsMogginn: 16. 05. 2010: Myndin sýnd á Skjaldborgarhátíðinni

Myndirnar á hátíðinni:

Björgunarafrekið við Látrabjarg ...
SunnudagsMogginn: 22. 04. 2012: Myndin sýnd á Þjóðminjasafninu

Kvikmyndasýning sunnudaginn 22. apríl kl. 15:

Björgunarafrekið við Látrabjarg ...


Morgunblaðið: 27. 10. 2012: Síðasta sýning Þjóðminjasafnsins á myndinni, hefur verið sýnd vikulega síðan í apríl

Síðasta sýning á heimildamynd um björgunarafrekið ...