Ævi og störfVísir: 20. 03. 1977: Ferill Óskars rifjaður upp í samhengi við frumsýningu Morðsögu

Þessa helgi og ef að líkum lætur þær næstu verða tvær íslenskar kvikmyndir í gangi í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar samtímis.

Þetta minnir ótrúlega á tímana þegar Óskar sýndi Bakkabræður í fyrsta sinn haustið 1951. Þá gerðist það að Loftur Guðmundsson frumsýndi síðustu kvikmynd sína, Niðursetninginn ...


Vísir: 03. 03. 1979: Viðtal og umfjöllun um Óskar

Hann fékk sína fyrstu kvikmyndatökuvél árið 1925 og hóf kvikmyndatökur það ár.

Hann mun vera fyrsti Íslendingurinn sem framkallaði kvikmyndafilmur sínar sjálfur, en hann smíðaði einnig framköllunartækin.

Á árunum '44- '54 frumsýndi Óskar 11 kvikmyndir í Reykjavík. Það er vafasamt, að íslensk kvikmyndagerð hafi risið jafn hátt síðan ...Morgunblaðið: 03. 03. 1979: Þátturinn ,,Kvikmyndir fyrr og nú“ hefur göngu sína í útvarpinu, rætt við Óskar í þættinum

Kvikmyndagerð á Íslandi fyrr og nú, fyrsti þáttur.

Umsjónarmenn: Karl Jeppesen og Óli Örn Andreassen.

Fjallað um leiknar íslenzkar kvikmyndir.

Rætt við Óskar Gíslason og Ásgeir Long ...


Dagblaðið: 06. 10. 1979: Um stofnun Kvikmyndasafnsins, kvikmyndir Óskars frá því fyrir 1930 töpuðust í eldsvoða

Mikið safn heimildakvikmynda, sem Óskar Gíslason tók á árunum fyrir 1930, glataðist í eldsvoða ...Morgunblaðið: 12. 02. 1980: Óskar í dómnefnd kvikmyndahátíðar í Reykjavík

Dómnefndina skipuðu Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður, Árni Þórarinsson og Óskar Gíslason.

Voru Ágústi afhent verðlaunin eftir sýningu myndanna í Regnboganum s.l. laugardag ...


Tíminn: 20. 07. 1980: Viðtal við Óskar

„Það gleður mig sannarlega, að 30 árum eftir að ég kvikmyndaði þá mynd, sem ég tel besta af mínum myndum, Síðasta bæinn í dalnum, verði þessi mikla gróska í íslenskri kvikmyndagerð. Mér hefur litist vel á þessar nýju myndir, án þess að ég vilji flíka því, hver þeirra sé best“, sagði Óskar Gíslason ljósmyndari, þegar við litum við hjá honum nú í vikunni og rifjuðum lítillega upp með honum íslenska kvikmyndagerð í árdaga, en Óskar á tvímælalaust heiðurinn af því að hafa innleitt til Íslands þetta útlenska fyrirbæri kvikmyndarirnar, sem gerðu okkur kleift, „að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“ (Gott að geta gripið til Jónasar Hallgrímssonar) ...Dagblaðið: 15. 04. 1981: Óskar áttræður

Óskar Gíslason er einn af frumherjum íslenzkrar kvikmyndagerðar.

Fyrsta mynd hans var um Lýðveldishátiðina 1944, síðan gerði hann aðra heimildamynd um hátíðahöld á sjómannadaginn, þá þriðju um Reykjavík vorra daga, en frægust heimildamynda hans varð Björgunarafrekið við Látrabjarg sem hann tók á strandstað við mjög erfiðar aðstæður.

Hann gerði einnig leiknar myndir, svo sem Síðasti bærinn í dalnum, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Ágirnd og Nýtt hlutverk, raunsæislega mynd um líf verkafólks byggða á samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar.

Var það fyrsta íslenzka kvikmyndin þar sem tal var tekið upp samhliða mynd ...


Morgunblaðið: 15. 04. 1981: Óskar áttræður, greinar til heiðurs honum

Óskar er fæddur í Reykjavík þann 15. apríl 1901.

Aðeins fimmtán ára gamall hóf hann nám í ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni og aðeins þrem árum síðar var hann kvaddur til aðstoðar Larsens, kvikmyndatökumanns við gerð Borgarættarinnar. Starf hans þar var að framkalla upptökuprufur.

Og 19 ára siglir hann svo til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, konunglegum hirðljósmyndara. Þá fékk hann einnig að fylgjast með kvikmyndagerð hjá Nordisk Film í Valby í Kaupmannahöfn ...Þjóðviljinn: 15. 04. 1981: Óskar áttræður, viðtal

Óskar Gíslason er áttræður í dag, þótt ekki verði það ráðið af útliti hans, hreyfingum eða tilsvörum.

Þessi frumherji íslenskrar kvikmyndagerðar býr enn yfir þeirri skapandi forvitni sem rak hann til að kaupa sér kvikmyndatökuvél árið 1925 og festa síðan á filmu allt markvert sem gerðist í bænum ...


Vísir: 11. 05. 1981: Óskar hlýtur styrk úr Þjóðhátíðarsjóði til endurgerðar kvikmynda sinna

Óskar Gíslason til endurgerðar kvikmynda Óskars ...Tíminn: 17. 08. 1983: Myndir Óskars sýndar á Reykjavíkurviku

Kvikmyndir eftir Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann, verða sýndar í Reykjavíkurviku.

Sýnt verður úr kvikmyndinni Reykjavík vorra daga, frá '46 í Iðnó á fimmtudaginn kl. 20.30. Í myndinni bregður m.a. fyrir svipmyndum frá miðbæ Reykjavíkur. Einnig koma fram í myndinni þekktir borgarar svo sem Sveinn Björnsson forseti Íslands og Bjarni Benediktsson borgarstjóri.

Kvikmyndin Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, verður svo sýnd í Iðnó sunnudaginn21. ágúst kl. 16.00 ...


Morgunblaðið: 13. 02. 1985: Þáttur í Sjónvarpinu um feril Óskars endursýndur

Í kvöld kl. 22.40 verður sýndur í sjónvarpi þáttur úr safni sjónvarpsins sem að þessu sinni fjallar um Óskar Gíslason ljósmyndara.

Óskar er sem kunnugt er einn af brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar.

Óskar fæddist í Reykjavík árið 1901. Hann nam fyrst ljósmyndun hér heima en lauk prófi í þeirri iðn í Kaupmannahöfn 1921.

Hann stofnaði eigin ljósmyndastofu hér og veitti m.a. forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjónvarpsins.

Óskar hefur starfað að kvikmyndagerð frá 1940 og sem prófdómari í ljósmyndaprófum frá 1943.

Fyrsta kvikmyndin sem Óskar sýndi opinberlega var Lýðveldishátíðarmyndin sem sýnd var þremur dögum eftir hátíðina.

Aðrar kunnustu myndir hans eru: Síðasti bærinn í dalnum; Björgunarafrekið við Látrabjarg; Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra; Ágirnd og Nýtt hlutverk ...Morgunblaðið: 20. 02. 1985: Síðari hluti yfirlits yfir feril Óskars endursýndur í Sjónvarpinu

Í kvöld kl. 22.40 verður sýndur í sjónvarpi þáttur úr safni sjónvarpsins sem að þessu sinni fjallar um Óskar Gíslason ljósmyndara.

Óskar er sem kunnugt er einn af brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar.

Óskar fæddist í Reykjavík árið 1901. Hann nam fyrst ljósmyndun hér heima en lauk prófi í þeirri iðn í Kaupmannahöfn 1921.

Hann stofnaði eigin ljósmyndastofu hér og veitti m.a. forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjónvarpsins.

Óskar hefur starfað að kvikmyndagerð frá 1940 og sem prófdómari í ljósmyndaprófum frá 1943.

Fyrsta kvikmyndin sem Óskar sýndi opinberlega var Lýðveldishátíðarmyndin sem sýnd var þremur dögum eftir hátíðina.

Aðrar kunnustu myndir hans eru: Síðasti bærinn í dalnum; Björgunarafrekið við Látrabjarg; Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra; Ágirnd og Nýtt hlutverk ...


Þjóðviljinn: 27. 06. 1985: Viðtal við Óskar

Óskar Gíslason er nestor íslenskra ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna.

Þessi lágvaxni og netti maður með silfurhærur og yfirvararskegg gengur um göturnar léttum skrefum þrátt fyrir 84 ára aldur og minnir helst á enskan hefðarmann.

Við gengum á fund hans að Þingholtsstræti 30 en þar býr hann í næsta nágrenni við æskuslóðir sínar.

Erindið er að spyrja hann svolítið um ljósmyndaferil hans og reyndar er óhjákvæmilegt að kvikmyndir beri líka á góma ...Þjóðviljinn: 03. 05. 1986: Óskar býður Reykjavíkurborg afnotarétt af nokkrum mynda sinna til sölu

Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður hefur boðið Reykjavíkurborg kaup á afnotarétti af nokkrum gömlum kvikmyndum sem hann hefur framleitt.

Borgarráð hefur ákveðið að skoða málið nánar í samráði við fróða menn, með það fyrir augum að semja um kaup á afnotarétti. Óskar myndi eftir sem áður halda höfundarrétti ...


Þjóðviljinn: 18. 07. 1986: Mynd í vinnslu fyrir Sjónvarpið um Reykjavík, unnin upp úr myndum Óskars

„Svo mun sjónvarpið sýna mynd sem gerð er upp úr gömlum Reykjavíkurmyndum eftir Óskar Gíslason og fleiri.

Það er rétt verið að byrja að vinna að þessari mynd en hún verður ekki sýnd fyrr en í lok ársins.“ ...DV: 13. 02. 1987: Þáttur um Óskar í útvarpinu, farið yfir feril hans, viðtöl við hann og fleiri

Í þættinum á sunnudaginn verður rætt við Óskar sjálfan, samstarfsmenn hans frá ýmsum mismunandi tímabilum i starfsferli hans, þá Ævar R. Kvaran leikara og leikstjóra og Helga Sveinbjörnsson, ljósmyndara og fyrrverandi samstarfsmann úr sjónvarpinu.

Ennfremur flytur Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður erindi um Óskar og stöðu hans í íslenskri kvikmyndasögu.

Flutt verður tónlist eftir Jórunni Viðar tónskáld, sem hún samdi nýkomin frá námi við fyrstu leiknu kvikmyndina sem hann gerði, Síðasti bærinn í dalnum ...


DV: 27. 02. 1987: Óskar hlýtur menningarverðlaun DV fyrir brautryðjendastarf sitt í kvikmyndagerð

Hér sjást þeir ágætu listamenn sem tóku við Menningarverðlaunum DV í gær við sérstakan málsverð í Þingholti, Hótel Holti.

Frá vinstri, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður, heiðraður fyrir brautryðjendastarf í íslenskri kvikmyndagerð ...DV: 20. 03. 1987: Óskar kallaður faðir íslenskrar kvikmyndagerðar

Óskar Gíslason, faðir íslenskrar kvikmyndagerðar, fer mikið í bíó. Kvikmyndirnar hafa alltaf átt hug hans allan.

Hann hlaut menningarverðlaun DV í ár og Helgarblaðið ræddi við hann af þvi tilefni ...


DV: 21. 03. 1987: Viðtal við Óskar um ferilinn

Það erfitt að bera niður á heppilegum stað á heilli mannsævi, sér í lagi Óskars Gíslasonar.

Starf hans spannar tæp 60 ár. Efni í jólabækur í áratug.

Ég bið hann um að segja mér frá fyrstu kvikmyndavélinni sinni, svona til að byrja með.

„Þetta var mjög lítil vél, filman var dálítið minni en 8 millímetra filman sem notuð er núna. Hún var handtrekkt. Ég var 25 ára þegar ég eignaðist hana og þá var þetta bara skemmtilegt tómstundagaman. Ég tók myndir af hinum og þessum viðburðum, aðallega skrúðgöngum og svoleiðis.“ ...Morgunblaðið: 12. 12. 1987: Inga Laxness, síðari eiginkona Óskars, fjallar um hann í ævisögu sinni

Um síðari eiginmann sinn, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og hjónaband þeirra fjallar Inga Laxness í lokakafla bókarinnar.

Þar er ýmislegt hnyttilegt að finna og kímnin notaleg: „Við giftum okkur 1960 og þá hætti ég alveg að blanda mér í leiklistina.

Það var kominn tími til að breyta til. Og úr því Halldór fékk Nóbelinn mátti ekki minna vera en ég fengi Óskarinn ...


Morgunblaðið: 01. 02. 1990: Óskar hlýtur listamannalaun

Fjórir listamenn bætast nú í flokkinn, þeir Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld, Magnús Jónsson óperusöngvari, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður og Sigurður Hallmarsson leikstjóri og leikari ...Þjóðviljinn: 01. 02. 1990: Óskar fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn til þess að hljóta listamannalaun

Fjórir listamenn bætast því í hópinn í ár, þeir Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld, Magnús Jónsson óperusöngvari, Sigurður Hallmarsson leikari og leikstjóri og Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður.

Er Óskar fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem fær listamannalaunin, en meðal þeirra sem þau hljóta eru skáld og rithöfundar í miklum meirihluta, en næstir þeim koma myndlistar- og tónlistarmenn og mun þeim síðastnefndu hafa farið ört fjölgandi undanfarin ár ...