Ævi og störfMorgunblaðið: 15. 04. 1951: Óskar fimmtugur, aðeins um hann og ferilinn

Einn af merkustu brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar er fimmtugur í dag, Óskar Gíslason, enda er það nafn nú orðið þekkt um land allt í sambandi við íslenskar kvikmyndir.

Óskar er fæddur í Reykjavík 15. apríl, 1901, sonur Gísla Þorbjarnarsonar búfræðings og Jóhönnu Þorsteinsdóttur, konu hans.

Eftir að Óskar sneri sjer að kvikmyndagerðinni fyrir alvöru hefur hann ekki legið á liði sínu og hefur verið skammt stórra högga á milli hjá honum í þeim efnum ...


Morgunblaðið: 04. 09. 1952: Ung dóttir Óskars og Edithar jarðsungin

Elsku litla dóttir okkar, Randí, verður jarðsett föstudaginn 5. þ.m. kl. 2 e.h. frá Dómkirkjunni.

Jarðað verður í Gamla kirkjugarðinum. Edith og Óskar Gíslason ...Alþýðublaðið: 15. 08. 1953: Ungur sonur Óskars og Edithar látinn

Elsku litli drengurinn okkar, Óskar Óskarsson andaðist í Landsspítalanum 13. þ.m.

Edith og Óskar Gíslason ...


Morgunblaðið: 16. 12. 1954: Óskar skrifar grein um Sölku Völku, þykir myndin óíslensk

Það var beðið með allmikilli óþreyju eftir komu sænsku kvikmyndarinar Sölku Völku. Frumsýning kvikmyndarinnar fór fram fyrir skömmu síðan í Austurbæjarbíói. Húsið var nær, full-skipað gestum í boði Edda Film og Nordisk Tonefilm.

Þetta var í fyrsta skipti, sem mönnum var boðið að sjá kvikmynd um íslenzkt efni, tekna að nokkru leyti hér á landi, með þeirri fullkomnustu tækni, sem nú tíðkast við töku kvikmynda. Voru því fyrirfram gerðar fyllstu kröfur um alla gerð myndarinnar.

Segja má þegar að öll ytri tækni myndarinnar sé með því bezta, sem sézt hefur þér í kvikmyndum í langan tíma. En fyrstu heildaráhrif myndarinnar eru þannig, að einhvern veginn finnst manni þessi kvikmynd ekki vera íslenzk, þótt sagan gerist hér á landi og sé eftir íslenzkan höfund. Því mun fyrst og fremst ráða, að tal myndarinnar er sænskt ...Morgunblaðið: 14. 05. 1955: Óskar ritari Ljósmyndarafélags Íslands og fulltrúi í Norræna ljósmyndarafélaginu

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands var haldinn 9. þ.m.

Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Sigurður Guðmundsson formaður, Guðmundur Hannesson ritari og Óskar Gíslason gjaldkeri.

Í stjórn hins nýstofnaða norræna ljósmyndarasambands var Óskar Gíslason kjörinn fulltrúi fyrir Ísland, en þar að auki á formaður Ljósmyndarafélags Íslands sæti í stjórn sambandsins, ásamt formönnum hinna félaganna ...


Alýðublaðið: 13. 10. 1957: Óskar stofnar kvikmyndaver í Reykjavík ásamt tveimur öðrum

Nýlega var stofnað hér í bæ fyrirtækið Íslenzkar kvikmyndir.

Forstöðumenn félagsins eru Hafsteinn Böðvarsson, Óskar Gíslason og Stefán Bjarnason.

Félagið mun annast alla vinnu í sambandi við kvikmyndir, upptökur, framköllun og tónupptökur.

Félagið hefur innréttað hús í Múlahverfi, þar sem öll starfsemi kvikmyndafélagsins fer fram. Er þar 70 ferm. salur, þar sem kvikmyndirnar verða teknar, þá er klefi þar sem magnaravörður heldur til með sín tól og herbergi þar sem framköllun fer fram.

Við framköllun filmanna er notuð mjög fullkomin samstæða, sem framkallar 30 fet á mín. Skilar hún filmunum þurrum og tilbúnum til sýningar.

Einnig eru hlióðupptökutæki mjög fullkomin, bæði er hægt að taka upp hljóðið um leið og myndin er tekin og eins að setja það inn á filmuna seinna ...Þjóðviljinn: 01. 10. 1958: Óskar tekur upp sjónvarpsefni fyrir leiksýningu sem verður notað sem hluti af sýningunni, fyrsta sinn sem þetta er gert á landinu, Ævar Kvaran leikstýrir

Ástæðan til að þetta leikrit er gert hér að umtalsefni er sú að væntanlegum leikhúsgestum mun gefast kostur á að sjá nýstárlegt atriði á leiksviðinu.

Í um það bil 10 mínútur munu leikhúsgestir fylgjast með persónum leiksins í sjónvarpi bæði utan húss sem innan.

Ævar Kvaran, sem er leikstjóri, sagði við fréttamann blaðsins að líklega hefði þessari tækni ekki verið beitt áður í leikhúsum á Norðurlöndum.

Á stærri myndinni sjást Ævar Kvaran og Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður og á hinni Þorgrímur Einarsson og Bragi Jónsson er leikur sjónvarpsþul.

Myndirnar eru teknar í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld er verið var að kvikmynda þau atriði þegar sjónvarpsþulir lesa fréttir í sjónvarpið ...


Vísir: 04. 06. 1966: Samtök kvikmyndagerðarmanna stofnuð, Óskar gjaldkeri

Markmið félagsins er, eins og nafnið gefur til kynna, eingöngu hagsmunalegs eðlis og mun koma fram fyrir hönd félagsmanna sem samningsaðili og verndari höfundarréttar þeirra.

Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess, að félagið verði tekið í alþjóðasamtök á þessu sviði.

Félagið mun beita sér fyrir, að hvetja íslenzk fyrirtæki og ríkisstofnanir til þess að leita meira til innlendra kvikmyndagerðarmanna um gerð kvikmynda um Ísland og íslenzk málefni.

Stofnendur Hagsmunasamtaka kvikmyndagerðarmanna voru sjö en þeir sem hafa ástæðu til að gerast félagar og hafa átt við kvikmyndagerð eru hvattir til þess að hafa samband við stjórn félagsins en hana skipa:

Magnús Jóhannesson, útvarpsvirkjameistari, form., Óskar Gíslason, kvikmyndatökumaður, gjaldkeri, Ásgeir Long, vélstjóri, ritari, en í varastjórn eru Ósvaldur Knudsen, málarameistari og Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari ...Vísir: 16. 11. 1966: Ný framköllunarvél keypt til Sjónvarpsins, Óskar mun sjá um framköllunina

Óskar Gíslason, sem sjá mun um framköllun og Þrándur Thoroddsen forstöðumaður kvikmyndadeildar við nýju framköllunarvélina ...


Vikan: 01. 06. 1967: Viðtal og umfjöllun um kvikmyndagerð Óskars

En sá maður, sem mest hefur komið við sögu í þessum efnum, er Óskar Gíslason, liósmyndari.

Hann hefur gert fimm leiknar kvikmyndir, þrjár langar og tvær stuttar, sem sýndar voru saman.

Síðasti bærinn í dalnum, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, Nýtt hlutverk og smámyndirnar Ágirnd og Alheims-Íslandsmeistarinn.

Ásamt Lofti er hann því brautryðjandi kvikmyndagerðar hér á landi og nafn hans hlýtur að verða skráð efst á blaði, þegar fram líða stundir og saga (íslenzkra kvikmynda verður rakin.

Auk hinna leiknu kvikmynda hefur Óskar tekið fjöldann allan af öðrum kvikmyndum af merkum atburðum hérlendis.

Má þar til dæmis nefna kvikmynd af lýðveldishátíðinni 1944, Reykjavík vorra daga og síðast en ekki sízt Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem hlotið hefur mesta frægð af öllum kvikmyndum Óskars og verið sýnd mjög víða erlendis ...Morgunblaðið: 14. 05. 1970: Óskar heiðursfélagi í Félagi kvikmyndagerðarmanna

Á fundinum var ákveðið að gera Óskar Gíslason, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, að heiðursfélaga Félags kvikmyndagerðarmanna.

Óskar er fyrsti félaginn í Félagi kvikmyndagerðarmanna, sem hlýtur þennan heiður.

Við kvikmyndagerð hefur hann starfað í 45 ár, eða frá því 1925. Hann er fæddur árið 1901 og verður því 70 ára á næsta ári.

Sína fyrstu kvikmynd, sam sýnd var opinberlega, gerði hann árið 1944 en það var Lýðveldisihátíðin 1944. Þá mynd framkallaði hann sjálfur og sýndi tveim dögum eftir að hátíðinni lauk í Gamla bíói. Þótti þetta að vonum mikið afrek í þá daga og ber vott um þann stórhug og framsýni, sem einkenndi störf Óskars og fleiri manna á sviði kvikmyndunar í þá daga.

Þá gerði Óskar eina af fyrstu íslenzku talmyndunum, myndina Nýtt hlutverk, seim er leikin mynd í svart-hvítu og gerð árið 1954 ...


Tíminn: 28. 05. 1970: Viðtal við Óskar um ferilinn

Taka íslenzkra kvikmynda var brennandi áhugamál mitt, sem hugurinn beindist allur að, sagði Óskar Gíslason í viðtali við Tímann fyrir skömmu.

— Þegar ég var að taka spennandi atriði úti á víðavangi kom það oft fyrir að fólk safnaðist umhverfis, en ég var svo niðursokkinn að ég tók varla eftir því og svaraði alveg út í hött, væri ég spurður einhvers.

Kvikmyndagerð var nýtt og spennandi viðfangsefni, en nú er ógerlegt fyrir einstaklinga að starfa einir að henni, eins og ég gerði á sínum tíma.

Nú er kvikmyndagerð geysilega dýr. Þegar ég tók flestar mínar myndir voru aðstæður betri, gengi íslenzku krónunnar hagstæðara og auðveldara að útvega lánsfé ...Morgunblaðið: 15. 04. 1971: Óskar sjötugur, greinar frá vinum

Ég held að varla nokkur maður geri sér nú grein fyrir því, hve mikinn kjark þurfti á þeim árum til þess að leggja út í kvikmyndagerð hérlendis í svo stórum stíl, sem Óskar gerði, að leggja aleigu sína í svo algera nýjung.

Tæknin var frumstæð á okkar mælikvarða, engin aðstaða í landinu til þess að vinna myndirnar, efni dýrt og markaður lítill. Ef til vill á ekki að nefna þetta kjark, heldur ofdirfsku ævintýramannsins.

En Óskar lét erfiðleikana ekki aftra sér. Hann lét sér ekki nægja að vera hlutlaus áhorfandi með vél fyrir auga, heldur réðst hann í það stórræði að hefja framleiðslu leikinna mynda, kom upp vísi að kvikmyndaveri í Reykjavík og gerði margar myndir með fjölda íslenzkra leikara ...


Tíminn: 17. 04. 1971: Óskar gerður að heiðursfélaga í Slysavarnarfélagi Íslands

Fimmtudaginn 15. apríl, á afmælisdegi Óskars Gíslasonar, ljósmyndara, var hann gerður að heiðursfélaga Slysavarnafélagsins við hátíðlega athöfn í Slysavarnahúsinu í tilefni af sjötugsafmæli hans, í viðurkenningar- og þakklætisskyni fyrir gerð kvikmyndarinnar um Björgunina við Látrabjarg árið 1948.

Jafnframt var Óskari afhent vegleg gjöf frá slysavarnadeildinni „Bræðrabandið“ í Rauðasandshreppi, V-Barð., sem aðstoðaði við björgun skipverja af enska togaranum DHOON árið 1947 og gerð kvikmyndarinnar árið eftir ...Tíminn: 28. 05. 1971: Óskar leikur í sjónvarpsleikritinu ,,Postulín“

Á sunnudagskvöld verður sýnt nýtt sjónvarpsleikrit eftir Odd Björnsson, sem nefnist Postulín.

Á myndinni sjást Þóra Friðriksdóttir, Lilja Þórisdóttir og Óskar Gíslason í hlutverkum sínum ...


Vísir: 03. 09. 1971: Sjónvarpsleikritið sem Óskar lék í sýnt á Norðurlöndunum

Það kemur víst fæstum á óvart að sjónvarpinu okkar skyldi takast að selja Sjónvarpsleikritið Postulín til sjónvarpsstöðva Norðurlandanna ...Tíminn: 23. 11. 1971: Óskar hlýtur Fálkaorðuna fyrir störf á sviði kvikmyndagerðar

Óskar Gíslason, ljósmyndara, riddarakrossi, fyrir störf á sviði kvikmyndagerðar ...


Þjóðviljinn: 13. 01. 1972: Viðtal við Óskar og umfjöllun um feril hans

Við byrjum með viðtali við einn af frumkvöðlum ísl. kvikmyndagerðar, Óskar Gíslason, ljósmyndara, en hann er sá maður, semgert hefur flestar leiknar myndir hér á landi.

Óskar varð sjötugur á þessu ári, en hann starfar nú hjá sjónvarpinu við ljósmyndun og hefur unnið við þá stofnun síðan hún hóf starfsemi sína.

Þess er skemmst að minnast, að Óskar hlaut Fálkaorðuna í ár fyrir störf sín að kvikmyndagerð, en það er að líkindum fyrsta opinbera viðurkenning, sem íslenzkur kvikmyndagerðarmaður hlýtur hér á landi — ef frá eru talin verðlaun vegna beztu auglýsingakvikmyndar í sjóravarpi ...Morgunblaðið: 31. 07. 1974: Óskar rifjar upp samstarf sitt við Þorleif Þorleifsson, ljósmyndara og handritshöfund

Aðstæður hafa hagað því þannig, að eftir að Þorleifur yngri hafði verið lærlingur minn og tekið ljósmyndarapróf, áttum við eftir að vinna saman í mörg ár við kvikmyndagerð.

Þorleifur hefir skrifað handritin að öllum mínum kvikmyndum, sem leiknar hafa verið, sérstaklega er kvikmyndahandritið að Síðasti bærinn í dalnum, eitt af hans meistaraverkum, þar sem hann fann upp sérstakan stíl við gerð kvikmyndahandrita, og býst ég við, að þetta handrit eigi eftir að verða mjög sögulegt.

Það leiddi af sjálfu sér, að Þorleifur var sjálfkjörinn aðstoðarleikstjóri í öllum mínum kvikmyndum, sem leikarar léku í.

Einnig smíðaði hann allan leiksviðsútbæunað eftir eigin teikningum, og þar ber einna hæst sviðsútbúnaðurinn í kvikmyndinni Ágirnd, sem tekin var á fjölum Þjóðleikhússins ...


Morgunblaðið: 22. 07. 1976: Viðtal við Óskar

Óskar Gíslason heitir maður sem mörgum er að góðu kunnur. Þekktastur er hann þó sennilega fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði kvikmyndagerðar, en hann er einn þeirra manna, sem fyrstir gerðu kvikmyndir hér á landi.

Við litum inn hjá Óskari einn dag fyrir skömmu og áttum við hann stutt samtal. Þegar okkur bar að garði var greinilega mikið um að vera og kom í ljós að hann var að undirbúa ljósmyndasýningu að Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður nœstu daga ...Vísir: 23. 07. 1976: Ljósmyndasýning með verkum Óskars sett upp á Kjarvalsstöðum

„Þetta eru aðallega gamlar ljósmyndir af Reykjavík, teknar vítt og breitt um bæinn og við ýmis tækifæri“, sagði Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndatökumaour, þegar Vísismenn litu inn á Kjarvalsstaði fyrir skömmu til að hitta hann að máli.

Þar var Óskar önnum kafinn við að setja upp sýningu á ljósmyndum sínum, en hún opnar á morgun.

„Myndirnar eru ekki allar mínar“ sagði Óskar. „Ég fékk lánaðar nokkrar gamlar filmur af Þjóðminjasafninu eftir þá Sigfús Eymundsson, Pétur Brynjólfsson, Ólaf Magnússon og Magnús Ólafsson til þess að sýningin yrði sem heilsteyptust“ ...


DV: 05. 08. 1976: Viðtal við Óskar í Útvarpinu í sambandi við umfjöllun um stöðu kvikmyndagerðar

Þá verða tvö stutt innskot eins og áður. Við munum spyrja annars vegar einn af frumkvöðlum íslenzkrar kvikmyndagerðarlistar, Óskar Gíslason, og hins vegar einn af hinum ungu sem leggur stund á þessa listgrein, Jón Björgvinsson, um hvernig umhorfs sé og hvert útlitið sé fyrir íslenzka kvikmyndagerð núna ...Vísir: 08. 08. 1976: Viðtal við Óskar

Þetta byrjaði allt þegar ég var tíu ára og hálskirtlarnir í mér tóku upp á því að bólgna.

Þá var ég sendur á sjúkrahús, en til þess að hugga mig spurði pabbi hvað mig langaði helst til að eignast þegar heim kæmi. Af einhverjum ástæðum bað ég um kassamyndavél“.

Þannig tók Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður, til orða þegar við höfðum hreiðrað um okkur í stofunni heima hjá honum og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans.

Við höfðum beðið hann að segja okkur lítillega frá sínum langa starfsferli ...


Morgunblaðið: 07. 11. 1976: Þáttur um ævi og störf Óskars sýndur í Sjónvarpinu, fyrri hluti

Kvikmyndasíðunni þykir rétt að vekja athygli á því, að í kvöld verður sýndur þátturinn af tveimur um einn af frumkvöðlum íslenskrar kvikmyndagerðar, Óskar Gíslason.

Óskar, sem lét af störfum um síðustu áramót hjá sjónvarpinu fyrir aldurssakir, komst fyrst í kynni vað kvikmyndagerð, þegar hann sem ljósmyndanemi 1919 aðstoðaði kvikmyndatökumanninn í Sögu Borgarættarinnar við framköllun á ýmsum prufumyndum.

Í þessum tveimur þáttum er rakinn starfsferill Óskars og það aðstöðuleysi, sem hann þurfti að berjast við.

Einnig er sýnt úr öllum helstu myndum hans og í fyrri þættinum m.a. brugðið upp svipmyndum úr fyrstu fréttamyndum hans, og sýnd aðriði úr myndum eins og Lýðveldishátíðin 1944, Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra ...Dagblaðið: 13. 11. 1976: Síðari hluti þáttar um Óskar sýndur í Sjónvarpinu

Einn af brautryðjendum íslenzkrar kvikmyndagerðar er Óskar Gíslason ljósmyndari.

Annað kvöld kl. 20.35 er á dagskrá sjónvarpsins síðari hluti dagskrár sem sjónvarpið hefur látið gera um Óskar. Fyrri hlutinn var á dagskránni síðasta sunnudag.

Annað kvöld verður einkum fjallað um leiknar kvikmyndir sem Óskar gerði á árunum 1951-59 og sýndir kaflar úr þeim. Rætt verður við Óskar og nokkra sem unnu með honum að gerð myndanna.

Þulir eru Erlendur Sveinsson og Sigurjón Fjeldsted. Kvikmyndun annaðist Þórarinn Guðnason, Sigfús Guðmundsson sér um hljóðsetningu. Höfundar handrits eru Erlendur Sveinsson og Andrés Indriðason ...