Andlát og arfleifðMorgunblaðið: 26. 07. 1990: Óskar látinn

Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari lést í Reykjavík í gær 89 ára að aldri.

Óskar var fæddur í Reykjavík 15. apríl 1901, sonur Gísla Þorbjarnarsonar búfræðings og kaupmanns og konu hans Jóhönnu Sigríðar Þorsteinsdóttur.

Hann stundaði nám í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar og lærði ljósmyndaiðn hjá Magnúsi Ólafssyni og Ólafi Magnússyni í Reykjavík og síðar hjá konunglegum ljósmyndara Elfelt í Kaupmannahöfn, þaðan sem hann lauk prófi 1921.

Óskar starfaði við ljósmyndun í Reykjavík í allmörg ár og starfaði einnig að kvikmyndagerð frá árinu 1940.

Fyrsta kvikmynd hans, sem sýnd var opinberlega, var Lýðveldishátíðarmyndin 1944, en meðal annarra mynda hans voru Síðasti bærinn í dalnum, Björgunarafrekið við Látrabjarg, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra og Ágirnd.

Óskar kvæntist tvívegis. Af fyrra hjónabandi átti hann sex börn og eru fjögur á lífi. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Einarsdóttir ...


Tíminn: 27. 07. 1990: Aðeins um feril Óskars vegna andláts hans

Látinn er í Reykjavík Óskar Gíslason, kvikmyndagerðarmaður.

Óskar var fæddur 15. apríl 1901 í Reykjavík. Hann hóf nám í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar árið 1916 og sama ár nam hann ljósmyndun hjá Magnúsi Ólafssyni, ljósmyndara, en síðar hjá Ólafi syni hans.

Óskar lauk prófi í ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1921 og stofnaði ljósmyndastofu ásamt Þorleifi Þorleifssyni eldra í Reykjavík ári síðar. Óskar rak síðar stofuna einn í allmörg ár.

Frá 1936 til 1940 vann Óskar á myndastofu Ólafs Magnússonar, veitti síðan myndastofunni Týli forstöðu frá 1940 til 1945 og skipulagði og veitti forstöðu fyrstu ljósmyndastofu sjónvarpsins frá 1966 til 1976 ...Morgunblaðið: 02. 08. 1990: Minningargrein um Óskar, farið ítarlega yfir líf hans og störf

Fyrstu kynni Óskars af kvikmyndun urðu sumarið 1919, þegar danska kvikmyndafélagið Nordisk Film var að kvikmynda Sögu Borgarættarinnar hér á landi en þá kom það í hlut Óskars, sem þá var í ljósmyndanámi hjá Ólafi Magnússyni ljósmyndara, að framkalla prufur vegna kvikmyndatökunnar.

Á árunum 1920-21 stundaði Óskar framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn hjá Peter Elfelt, sem var virtur hirðljósmyndari og brautryðjandi í danskri kvikmyndagerð.

Jafnhliða ljósmyndanáminu gafst Óskari kostur á að fylgjast með kvikmyndatökum í kvikmyndastofu á Kirkjustræti 10 í félagi við Þorleif Þorleifsson eldri en var síðan með ljósmyndastofu í Austurstræti 14, fyrst í félagi við Sigurhans Vigni en lengst af einn.

Á stríðsárunum réðst hann til framköllunarfyrirtækisins Týli, þar sem hann hafði verkstjórn með höndum. Á þessum árum tók Óskar talsvert af kvikmyndum fyrir sjálfan sig en þær glötuðust allar í eldsvoða ...


Morgunblaðið: 03. 08. 1990: Leiðrétting á minningargrein eftir Erlend Sveinsson

í minningargrein um Óskar Gíslason ljósmyndara, eftir Erlend Sveinsson í blaðinu í gær, féllu niður nokkrar línur í málsgrein í miðjum þriðja dálki.

Rétt er málsgreinin svona: ,,Jafnhliða ljósmyndanáminu gafst Óskari kostur á að fylgjast með kvikmyndatökum í kvikmyndaverum Nordisk Film í Valby. Eftir heimkomuna 1922 setti hann á stofn ljósmyndastofu í Kirkjustræti 10, í félagi við Þorleif Þorleifsson eldri“ ...Þjóðviljinn: 01. 09. 1990: Þættir um Óskar Gíslason endursýndir í Sjónvarpinu

Fyrir skömmu lést einn af brautryðjendum í íslenskri kvikmyndagerð, Óskar Gíslason ljósmyndari.

Hann hafði þá skömmu áður fært Reykjavíkurborg ljósmyndasafn sitt að gjöf.

Árið 1976 var gerð heimildamynd um Óskar og hún verður sýnd í Sjónvarpinu í tveimur hlutum ...


DV: 29. 09. 1990: Útvarpsþáttur um Óskar Gíslason endurfluttur

Mynd af listamanni - Óskar Gíslason kvikmyndagerðamaður.

Umsjón: Sigrún Björnsdóttir ...Morgunblaðið: 18. 10. 1990: Óskar færði ljósmyndasafninu öll verk sín að gjöf áður en hann dó

Óskar Gíslason ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður lést í Reykjavík hinn 24. júlí sl.

Hinn 12. júlí, nokkrum dögum fyrir andlátið, færði hann Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar að gjöf hið merkasta ljósmyndasafn, alls 12.363 glerplötur með ljósmyndum, sem hann hafði tekið árin 1922-1934.

Safn þetta er ómetanleg viðbót við ljósmyndasafnið, sem hefur nú að geyma ýmis merkustu söfn íslenskra ljósmynda ...


Tíminn: 06. 07. 1993: Stuttmynd eftir Óskar sýnd á reykvískri menningarhátíð í Bonn í Þýskalandi

Þá voru sýndar á menningardögunum kvikmyndir íslenskra kvenna; Karlakórinn Hekla eftir Guðnýju Halldórsdóttur, Svo á jörðu, sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur og Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen.

Og þrjár stuttmyndir eftir Ingu Lísu Middleton, Svölu Hannesdóttur og Óskar Gíslason og Margréti Rún.

Myndirnar voru sýndar fyrir fullu húsi í tvö skipti af fjórum ...DV: 09. 06. 1994: Brot úr þætti um Óskar frá 1976 sýnd í Sjónvarpinu

Óskar Gíslason ljósmyndari.

Úrvalskaflar úr dagskrá, sem gerð var um Óskar Gíslason árið 1976.

Stjórnandi: Andrés Indriðason ...


Morgunblaðið: 25. 03. 2000: Ekki miklir peningar til á heimili Óskars þegar hann stóð í kvikmyndagerð

Pabbi minn, Óskar Gíslason, var að gera kvikmyndir og það fóru allir peningar í að framleiða þær, þannig að það voru ekki miklir peningar til ...DV: 12. 04. 2001: Þáttur um Óskar í Sjónvarpinu

Óskar Gíslason, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður ...


DV: 17. 04. 2001: 100 ára fæðingarafmæli Óskars, stutt yfirlit yfir feril merks Íslendings

Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvikmyndaprufum við upptöku á Sögu Borgarættarinnar 1919 og stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn, 1920-21.

Óskar rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1922, lengst af einsamall, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti forstöðu ljósmyndastofu Sjónvarpsins 1966-76.

Óskar er þó þekktastur sem frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en á árunum 1944-59 gerði hann myndirnar Lýðveldishátíðin, 1944; Íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síðasti bœrinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953.

Í kvikmyndagerð sinni tókst honum ótrúlega upp við erfiðar aðstæður. Hann lést 1990 ...DV: 16. 04. 2002: Fjallað um Óskar sem merkan Íslending

Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvikmyndaprufum við upptöku á Sögu Borgarættarinnar 1919 og stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn, 1920-21.

Óskar rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1922, lengst af einsamall, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti forstöðu ljósmyndastofu Sjónvarpsins 1966-76.

Óskar er þó þekktastur sem frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en á árunum 1944-59 gerði hann myndirnar Lýðveldishátíðin, 1944; Íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síðasti bœrinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953.

Í kvikmyndagerð sinni tókst honum ótrúlega upp við erfiðar aðstæður. Hann lést 1990 ...


Fjarðarpósturinn: 10. 09. 2009: Viðtal Erlends Sveinssonar við Óskar sýnt í Bæjarbíó á vegum Kvikmyndasafnsins

Á laugardaginn kl. 16 endursýnir Kvikmyndasafn Íslands mynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Aukamynd: Gamalt viðtal Erlendar Sveinssonar við stjórnandann Óskar Gíslason ...DV: 15. 04. 2011: Stutt umfjöllun um Óskar sem merkan Íslending

Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvikmyndaprufum við upptöku á Sögu Borgarættarinnar 1919 og stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn, 1920-21.

Óskar rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1922, lengst af einsamall, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti forstöðu ljósmyndastofu Sjónvarpsins 1966-76.

Óskar er þó þekktastur sem frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en á árunum 1944-59 gerði hann myndirnar Lýðveldishátíðin, 1944; Íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síðasti bœrinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953.

Í kvikmyndagerð sinni tókst honum ótrúlega upp við erfiðar aðstæður. Hann lést 1990 ...


Morgunblaðið: 15. 04. 2013: Stutt umfjöllun um Óskar sem merkan Íslending

Óskar lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni 1916 og Magnúsi, syni hans, lærði framköllun á kvikmyndaprufum við upptöku á Sögu Borgarættarinnar 1919 og stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá Peter Elfelt, kgl. ljósmyndara í Kaupmannahöfn, 1920-21.

Óskar rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1922, lengst af einsamall, vann á myndastofu Ólafs Magnússonar 1936-40, veitti forstöðu myndastofunni Týli 1940-45 og skipulagði og veitti forstöðu ljósmyndastofu Sjónvarpsins 1966-76.

Óskar er þó þekktastur sem frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar en á árunum 1944-59 gerði hann myndirnar Lýðveldishátíðin, 1944; Íslands hrafnistumenn, 1944-1946; Reykjavík vorra daga, I. hluti 1947 og II. hluti 1948; Björgunarafrekið við Látrabjarg, 1949; Síðasti bœrinn í dalnum, 1950; Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœðra, 1951; Ágirnd, 1952, og Nýtt hlutverk, 1953.

Í kvikmyndagerð sinni tókst honum ótrúlega upp við erfiðar aðstæður. Hann lést 1990 ...Fréttablaðið: 18. 04. 2016: Afkomendur Óskars ánafna Kvikmyndasafni Íslands allar myndir hans

„Fólk er ekki alltaf að hugsa um það í nútímanum að Íslendingar hafi verið farnir að sýna leiknar bíómyndir í kvikmyndahúsum um miðja síðustu öld, sem voru svo vinsælar að það voru biðraðir frá miðasöluopinu og hálfa leið í kringum húsið,“ segir Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.

Tilefni ummælanna er að safninu áskotnuðust nýlega allar kvikmyndir Óskars Gíslasonar, brautryðjanda í kvikmyndun á Íslandi.

Fjölskylda Óskars afhenti þær formlega en þær höfðu verið varðveittar í safninu um árabil. Auk þess eignaðist safnið gögn og margvíslega gripi sem Óskar lét eftir sig ...