FélagamyndirMorgunblaðið: 02. 10. 1947: Óskar sýnir mynd af síðustu Ólafsvöku á skemmtifundi Færeyingafélagsins

Færeyingafjelagið heldur skemmtifund að Röðli föstudaginn 3. okt. kl. 9 stundvíslega.

Óskar Gíslason sýnir kvikmynd frá síðustu Ólafsvöku ...


Alþýðublaðið: 15. 01. 1949: Mynd Óskars af brimi á Suðurnesjum sýnd á nýársfagnaði suðurnesjamanna

Sýnd var kvikmynd af brimi á Suðurnesjum, er Óskar Gíslason hafði tekið ...Morgunblaðið: 10. 06. 1949: Myndin Íslands hrafnistumenn frumsýnd í Tjarnarbíó, um sjómannadagsfögnuði í Reykjavík árin 1944, ´45 og ´46

Í sambandi við hátíð sjómanna, Sjómannadaginn, verður sýnd hjer í bænum kvikmyndin Íslands Hrafnistumenn.

Kvikmyndin fjallar um hátíðahöld sjómanna á árunum 1944, 1945 og 1946 hjer í Reykjavík.

Myndin er í litum og hafa þeir Óskar Gíslason, Kjartan Ó. Bjarnason og Sören Sörensen gert myndina.

Sýningar á henni fara fram í Tjarnarbíó á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Hver sýning tekur um eina klukkustund


Tíminn: 02. 08. 1950: Óskar sýnir kvikmyndir á Snorrahátíð Borgfirðingafélagsins

Kvikmyndasýning, Óskar Gíslason ...Tíminn: 16. 02. 1960: Óskar tekur upp mynd um atvinnuhætti í Barðarstrandasýslu, myndin sýnd á fundi Barðstrendingafélagsins

Á s.l. sumri hóf félagið kvikmyndatöku af Barðastrandarsýslu og atvinnuháttum þar.

Byrjað var á töku kvikmyndar úr Breiðafjarðareyjum undir stjórn Bergsveins Skúlasonar frá Skáleyjum.Kvikmyndatökumaður er Óskar Gíslason, myndasmiður.

Var einkum miðað að því að ná myndum af þeim atvinnuháttum í Breiðafirði, sem nú eru að hverfa og fornum sögustöðum.

Þessi þáttur var sýndur á aðalfundinum og þótti sú byrjun hafa tekizt vel ...


Vísir: 14. 03. 1964: Óskar sýnir mynd á kynningarkvöldi ferðafélagsins Útsýnar sem hann tók í austurlandaferð félagsins

Fjöldi fólks hefur tekið þátt í hópferðum Útsýnar á liðnum árum og verða sýndar myndir úr ferðum um ýmis Evrópulönd og kvikmynd úr Austurlandaferð, sem Óskar Gíslason ljósmyndari tók.

Hefur sú mynd ekki verið sýnd opinberlega áður ...Alþýðublaðið: 15. 03. 1964: Mynd um atvinnuhætti Barðstrendinga næstum klár, á eftir að fullvinna hana

Þá var árið 1958 byrjað að taka kvikmynd á vegum félagsins og er í henni leitazt við að bregða upp mynd af atvinnuháttum í Breiðafjarðareyjum.

Er töku myndarinnar að mestu lokið, en eftir að fullvinna hana, það var Óskar Gíslason, sem sá um töku myndarinnar en Bergsveinn Skúlason, sem er manna kunnugastur atvinnuháttum á þessum slóðum, var leiðsögumaður ...


Tíminn: 14. 08. 1968: Mynd sem Óskar gerði fyrir SÍS og Framleiðsluráð landbúnaðarins um íslensku sauðkindina sýnd á landbúnaðarsýningu, einnig með enskum texta

Búvörudeild SÍS hefur í samvinnu við Framleiðsluráð landbúnaðarins látið gera auglýsingakvikmynd um íslenzku sauðkindina og afurðir hennar.

Er ætlunin að senda hana til viðskiptamanna SÍS erlendis til frekari kynningar á sauðfjárafurðum okkar, dilkakjöti, ullar- og skinnavarningi.

Er þess vænzt, að kvikmyndin, sem er snotur að allri gerð, verði góð auglýsing fyrir sauðfjárafurðir okkar, einkum dilkakjötið, sem hefur verið selt úr landi með talsverðum niðurgreiðlum ...Alþýðublaðið: 15. 08. 1968: Mynd Óskars um sauðkindina mun ferðast víða með umboðsmönnum SÍS

Kvikmyndin, sem er í litum, er 22 mínútur í sýningu. Myndina tók Óskar Gíslason, kvikmyndatökumaður en honum til aðstoðar var Jón Reynir Magnússon frá Búvörudeild SÍS.

Klippingu annaðist Óskar Gíslason ásamt Þrándi Thoroddsen. Um hljóðupptöku sá Jón Þór Hannesson. Enskur texti er með myndinni og les hann Englendingur, sem dvalizt hefur lengi á Íslandi, Peter Kidson.

Myndin ber nafnið Iceland Spring Lamb. Hún er tekin í öllum landsfjórðungum og lýsir lífi sauðkindarinnar í óbyggðum, fjárrekstri, réttum, slátrun og meðferð kjötsins og hinna afurðanna.

Myndin verður-send til Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópu til kynningar og annast umboðsmenn sambandsins í þessum löndum dreifingu á myndinni til sýningar ...