FréttamyndirBúfræðingurinn: 01. 01. 1940: Óskar tekur kvikmynd af hátíðahöldum á Hvanneyri

Óskar Gíslason myndasmiður tók af hátiðahöldunum kvikmynd og nokkrar ljósmyndir ...


Þjóðviljinn: 24. 05. 1944: Óskar tekur upp og sýnir myndir af lýðveldiskosningunum og útifundi æskulýðsfélaganna. Stuttur tími frá upptöku að sýningu vekur eftirtekt

Tæknin og hraðinn eykst alls staðar í heiminum, einnig hér á Íslandi.

Lýðveldiskosningarnar hafa staðið yfir í 4 daga. Í gær sýndi Óskar Gíslason ljósmyndari blaðamönnum kvikmynd af lýðveldiskosningunum, sem hann hafði tekið fyrir tveim dögum, eða á öðrum degi kosninganna.

Kvikmynd þessi, sem er tekin á mjófilmu, mun á sínum tíma þykja merkilegt plagg í Íslandssögunni.

Þessi mynd er ekki löng — sýning hennar tekur ekki nema örfaar mínútur, en hún varðveitir frá gleymsku nokkrar augnabliksmyndir úr lífi þjóðarinnar þegar borgarar Reykjavíkur greiddu atkvæði um helgasta mál þjóðarinnar: — lýðveldisstofnun á Íslandi ...Morgunblaðið: 04. 06. 1944: Óskar tekur upp hátíðarhöld á sjómannadaginn á nýja vél í eigu Slysavarnarfélagsins

Öll hátíðahöld Sjómannadagsins munu verða kvikmynduð.

Óskar Gíslason mun mynda á nýja kvikmyndavjel sem Slysavarnafjelag Íslands hefir nýlega eignast ...


Morgunblaðið: 20. 06. 1945: Fréttamynd Óskars sýnd bráðlega í Gamla Bíó af Þjóðhátíðinni, golfmóti, sjómannadeginum og fl.

Óskar Gíslason ljósmyndari hefir tekið frjettakvikmynd, sem hann mun bráðlega sýna í Gamla Bíó.

Aðalhluti myndarinnar er af þjóðhátíðinni á þjóðhátíðardaginn 17. júní s.l.

En auk þess eru þarna myndir frá hátíð þeirri, sem haldin var á ártíð Jónasar Hallgrímssonar, frá firmakepninni í Golfi, frá hátíðahöldum á Sjómannadaginn og ennfremur frá Hafnarfirði ...Morgunblaðið: 22. 06. 1945: Fréttamynd Óskars frumsýnd

Óskar Gíslason, ljósmyndari, sýnir íslenska frjettamynd í kvöld kl. 11.30 e.h.

Eru það myndir frá hátíðahöldunum 17. júní í Reykjavík og Hafnarfirði, frá minningarathöfninni í tilefni af hundrað ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar, frá hátíðahöldum sjómannadagsins, frá sýningu Slysa arnarfjelags Íslands á aðferðum við björgun úr sjávarháska, frá úrslitunum í firmakeppni í golfi og fleira ...


Þjóðviljinn: 24. 06. 1945: Margir gallar á fréttamyndinni, en það borgar sig samt að sjá hana

Fréttamynd þessi var allmisjöfn t.d. var margt gott frá 17. júní mótinu og þannig fyrir komið, að áhorfendur veltust um af hlátri.

Aftur voru aðrir kaflar verri, t.d. er hæpið að það borgi sig að sýna mynd eins og t.d. kaflann af fyrstu stúdentum Verzlunarskólans.

Það er lofsvert að slíkar fréttamyndir eru teknar, en við þurfum nýrri tækni, betri myndir.

En þrátt fyrir hina lélegri kafla borgar sig að sjá myndina, því menn skemmta sér áreiðanlega — og hláturinn lengir lífið! ...Vísir: 26. 06. 1945: Fréttamyndin fyndin, en vantar þó upp á heildarmyndina. Brautryðjendastarf í fréttamyndum

Fólk skemmti sér ágætlega við að horfa á þessar fréttamyndir, enda er þessi tækni alveg til af nálinni hér og því eftirsóknarverðari fyrir fólkið.

Sérstaka skemmtun vakti þátturinn af íþróttahátíðahöldunum 17. júní, þar sem ljósmyndarinn lét kvikmyndastjörnur sínar ýmist hlaupa og stökkva aftur á bak eða áfram.

Enda þótt margir af þessum kvikmyndaþáttum hafi verið sæmilegir, þá vantaði mikið á að þeir væru það allir, en ekki þýðir að fást um það, því hér er um að ræða brautrjðjandastarf og það hefir sína erfiðleika, sem tími og tækni bætir úr.

Fréttakvikmyndatæknin er framfaramál, sem vonandi á fyrir sér að dafna og aukast í framtíðinni hér á landi ...


Alþýðublaðið: 30. 05. 1946: Óskar skal mynda hátíðahöld á sjómannadaginn, þriðja árið í röð

Undanfarna tvo sjómannadaga hafa hátíðahöld sjómanna verið kvikmynduð hér í bænum og er það mjög merk mynd.

Nú hyggst sjómannadagsráð að bæta enn við þessa kvikmynd, og mun Óskar Gíslason ljósmyndari taka myndina að þessu sinni ...Alþýðublaðið: 16. 04. 1947: Ýmsar fréttamyndir Óskars sýndar bráðlega, 1,5 klst. í lit

Fjölbreytt kvikmynd í eðlilegum litum, sem Óskar Gíslason ljósmyndari hefur tekið, verður sýnd í fyrsta sinn í Tjarnarbíó á laugardag klukkan þrjú, og síðan næstu kvöld á sama stað klukkan sjö.

Fréttamynd þessi sýnir m.a. þessa viðburði. Menntaskólahátiðina, komu „Ingólfs Arnarsonar“, síldveiðar í Kollafirði, kappreiðar Fáks, Yanofsky skákmótið, hátíðina 17. júní, KR-mótið, knattspyrnuleikinn milli Íslendinga og Dana, brunann við Amtmannsstíg, glímusýningu, Tivoli opnað, sjávarútvegssýninguna, útflutning hesta, fyrstu lýðveldiskosningarnar og margt fleira.

Myndin tekur hálfan annan tíma ...


Tíminn: 19. 04. 1947: Ýmsar fréttamyndir Óskars frumsýndar í Tjarnarbíó

Óskar Gíslason ljósmyndari ætlar að sýna fréttakvikmynd (litmynd) í Tjarnarbíó í dag kl. 3. Myndin verður svo sýnd í nokkur kvöld kl. 7—8.30 á sama stað.

Meðal annars sem sýnt er á þessari mynd er menntaskólahátíðin, móttaka Ingólfs Arnarsonar, frá síldveiðunum, kappreiðar Fáks, Yanofsky-skákmótið, 17. júní hátíðahöldin, setning K.R.-mótsins, knattspyrnukappleikar Íslendinga og Dana, bruninn við Amtmannsstíg, glímusýning, Tivoli opnað, byggingar- og sjávarútvegssýningarnar, hestar fluttir út, fyrstu lýðveldiskosningarnar í Reykjavík, knattspyrna K.R. og Akurnesinga, börnin koma úr sveitinni, o.m.fl.

— Yfirleitt má gera ráð fyrir, að hér sé á ferðinni stórskemmtileg mynd ...Alþýðublaðið: 01. 06. 1948: Mynd Óskars af KR-mótinu sýnd í Tjarnarbíó daginn eftir að hún var tekin

Kvikmynd af KR-mótinu á laugardaginn og sunnudaginn var sýnd sem aukamynd í Tjarnarbíói í gær og verður væntanlega sýnd næstu daga.

Óskar Gíslason tók kvikmyndina. Er þetta víst í fyrsta sinn, sem íslenzk kvikmynd er sýnd daginn eftir að hún er tekin ...


Vísir: 25. 04. 1950: Óskar kvikmyndar vígslu Þjóðleikhússins, verður sýnd bráðlega

Þjóðleikhúsið var vígt á fimmtudaginn eða fyrir fimm dögum og í dag kl. 2 var ýmsum mönnum boðið áð sjá kvikmynd, sem tekin var við það tækifæri.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók kvikmynd þessa fyrir Menntamálaráðuneytið og verður hún sennilega sýnd almenningi á næstunni í Tjarnarbíó.

Þarf ekki að efa, að margir muni hafa hug á að sjá mynd þessa, því að vígsla Þjóðleikhússins er sérstæður atburður ...Tíminn: 27. 04. 1950: Myndin af vígslu Þjóðleikhússins sýnd í Tjarnarbíó, góð tilraun til fréttamyndagerðar

S.l. sunnudag byrjaði Tjarnarbíó að sýna fréttamynd eftir Óskar Gíslason af vígslu Þjóðleikhússins. Er myndin sýnd sem aukamynd og tekur tíu mínútur.

Er það í fyrsta sinn sem fréttamynd,sem tekin er af atburðum hér á landi, kemur svo fljótt fyrir almenningssjónir eða aðeins hálfum þriðja sólarhring síðar.

Mynd þessi sýnir er gestir koma og skipa sér í sæti, ræðumennina og einstök atriðið úr Nýársnóttinni og Fjalla-Eyvindi.

Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Tjarnarbíós lét þess getið, að það væri mjög æskilegt, að íslenzkar fréttamyndir gætu komið svo fljótt fyrir almenningssjónir.

Það hefði verið ógerlegt til þessa og væri raunar lítt framkvæmanleg enn vegna skorts á framköllunartækjum ...


Tíminn: 22. 09. 1950: Óskar kvikmyndar í Kollafjarðarrétt

Það þótti nýstárlegt í Kollafjarðarrétt á þriðjudaginn, að þangað kom kvikmyndatökumaður, Óskar Gíslason, og mun Guðmundur Tryggva on, bóndi í Kollafirði, hafa gengizt fyrir því.

Aðalmaðurinn í kvikmynd þeirri, sem þarna var tekin, var Oddur Einarsson, bóndi í Þverárkoti, maður mjög vel kunnur þeim, er áttu leið um Svínaskarð, milli Kjósar og Mosfellssveitar, meðan sú leið var fjölfarin og fjárrekstrar miklir til Reykjavíkur ...Vísir: 13. 11. 1950: Aukamyndir eftir Óskar sýndar í Tjarnarbíó, Fegurðarsamkeppni í Tívolí og Flugkeppni

Aaukamynd eftir Óskar Gíslason: Fegurðarsamkeppnin í Tívolí og Flugdagurinn 1950 ...


Vísir: 26. 05. 1953: Óskar tekur upp 85 ára afmæli séra Friðriks Friðrikssonar

Óskar Gíslason og Þorgrímur Sigurðsson kvikmynduðu hátíðahöldin og aðrir tóku myndir bæði af sr. Friðrik og gestum hans ...Alþýðublaðið: 02. 10. 1953: Óskar myndar skemmdir á bresku skipi vegna beiðni frá breska sjónvarpinu, sennilega fyrsti Íslendingurinn til að kvikmynda fyrir sjónvarp

Slysavarnarfélagi Íslands barst beiðni um það frá forstjórum brezka sjónvarpsins, að það útvegaði sjónvarpinu stutta kvikmynd af skemmdum þeim, sem urðu á brezka orrustuskipinu „Swiftsure“ í heræfingunum í grennd við Íslands, — en orrustuskipið liggur nú uppi í Hvalfirði til athugunar.

Slysavarnafélagið brá skjótt við, og fór Óskar Gíslason ljósmyndari upp í Hvalfjörð í gær og tók myndina, sem væntanlega verður send út til Bretlands með fyrstu ferð.

Er því líklegt, að Óskar verði fyrstur íslenzkra kvikmyndatökumanna til þess að taka kvikmynd til sýningar í sjónvarpi ...


Morgunblaðið: 02. 10. 1953: Breska sjónvarpið hafði samband við Slysavarnarfélagið sem benti á Óskar til að taka myndir af skemmda skipinu

Strax og fréttir bárust um það, að brezka herskipið „Swiftsure“, sem laskaðist í árekstrinum við tundurspillinn „Diamond“, hafi leitað hafnar hér við land, sendi brezka sjónvarpið Slysavarnafélagi Íslands fyrirspurn um það, hvort félagið gæti útvegað sjónvarpinu kvikmynd af skemmdum skipsins.

Þótt slíkt sé að sjálfsögðu ekki í verkahring SVFÍ, brá félagið skjótt við sem jafnan, þegar til þess er leitað og fékk Óskar Gíslason ljósmyndara, til þess að fara upp í Hvalfjörð og taka kvikmynd af skemmdum skipsins, og gerði hann það í gær.

Verður myndin send utan með fyrstu ferð. Sennilegt er að brezka sjónvarapið hafi snúið sér til SVFÍ í sambandi við myndatöku þessa vegna kvikmyndar félagsins um björgunina við Látrabjarg, sem kunn er orðin ytra ...Morgunblaðið: 17. 03. 1956: Óskar á að kvikmynda strandstað St. Crispin, eftir björgun skipverja

Einnig ætluðu menn að fljúga austur í dag til þess að kvikmynda og taka ljósmyndir af togaranum, en flugvélin varð að snúa við. Mun verða reynt að fljúga austur á morgun ...


Morgunblaðið: 21. 04. 1956: Mynd um heimsókn dönsku konungshjónanna sýnd í Nýja Bíó, Óskar tók myndina með öðrum en setti hana sjálfur saman, aukamynd er rússnesk íslandsmynd

Fréttamönnum var í gær boðið að sjá í Nýja Bíó, kvikmynd þá, er þeir Óskar Gíslason, Vigfús Sigurgeirsson, Guðmundur Hannesson og Hannes Pálsson, tóku meðan stóð á heimsókn dönsku konungshjónanna hingað til lands.

Hafa þeir valið myndinni nafnið Heimsókn dönsku konungshjónanna.

Myndina setti saman Óskar Gíslason, en texta með henni samdi Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, og flytur hann hann með myndinni.

Er myndin ágætlega tekin og mun marga vafalaust fýsa að sjá hana ...Mánudagsblaðið: 23. 04. 1956: Myndina af konungskomunni ber að lofa, þó vantaði upp á lýsingu í nokkrum atriðum

Nýja bíó sýnir um þessar mundir íslenzka kvikmynd, sem tekin var í sambandi við konungskomuna.

Að kvikmynd þessari hafa unnið Óskar Gíslason, Vigfús Sigurgeirsson, Guðmundur Hannesson og Hannes Pálsson.

— Myndina, sem nefnist Heimsókn dönsku konungshjónanna hefur Óskar Gíslason sett saman og er sýningartíminn um 40 mínútur.

Þeir félagar hafa kvikmyndað flest þau atvik, sem máli skipta við heimsóknina, verið viðstaddir alla helztu atburði frá því vél kóngs lenti hér í Reykjavík unz hún lagði af stað héðan að morgni hins 14. þ.m.

Margt er dável gert í myndinni, en ónógur ljósaútbúnaður hefur sett sitt mark á ýms atriði, þannig að þau verða of dökk á sýningartjaldinu — og persónur ógreinilegar.

Engu að síður ber að lofa verk þessara manna, þvi hér er um góða heimild að ræða frá þessari merkis heimsókn og viðtökum Reykvíkinga ...


Alþýðublaðið: 15. 06. 1956: Óskar sýnir mynd af fegurðarsamkeppni og reipitogi blaðamanna

Óskar Gíslason kvikmyndaði fegurðarsamkeppnina um síðustu helgi og Tjarnarbíó sýnir hana nú sem aukamynd.

Mynd Óskars hefst á stuttri mynd af reipdrætti blaðamannanna í Tívólí um fyrri helgi og má þar glöggt sjá hvernig togstreitu þeirri lauk.

Mynd Óskars sýnir fegurðardísirnar bæði kvöldin og hefur tekizt allvel, enda var veður ákjósanlegt.

Það vekur athygli að myndin var tilbúin til sýningar daginn eftir töku. Er talið vel að menn meti gildi slíkra fréttamynda, því að sjón er sögu ríkari ...Alþýðublaðið: 17. 08. 1956: Óskar sýnir eigendum hins strandaða St. Crispin myndirnar sem hann tók af strandstað og einnig Björgunarafrekið við Látrabjarg

Á heimleiðinni var hinum brezku forstjórum sýndir ýmsir fagrir og sögufrægir staðir og láta þeir mjög vel yfir för sinni hér.

Á vegum slysavarnafélagsins voru þeim sýndar kvikmyndir bæði af strandi togarans St. Crispin, sem Óskar Gíslason tók fyrir félagið og lánaðist mjög vel og einnig af björgunarafrekinu við Látrabjarg, sem þeim fannst mikið til koma og einstætt í sinni röð ...


Morgunblaðið: 19. 09. 1959: Mynd Óskars af vígslu kirkju Óháða safnaðarins sýnd

Sýnd verður í fyrsta sinn kvikmynd frá vígslu Kirkju Óháða safnaðarins í vor.

Óskar Gíslason tók mynd þessa ...Morgunblaðið: 17. 06. 1966: Sjónvarpið ræður Óskar til að taka upp mót norrænna lögreglukóra í Háskólabíó

Íslenzka sjónvarpið mun taka þætti frá söngmótinu og Óskar Gíslason hefur verið ráðinn til þess að gera kvikmynd af því ...


Morgunblaðið: 10. 06. 1979: Myndefni Óskars af komu togarans Ingólfs Arnarsonar til Reykjavíkurhafnar árið 1947 notaðar í mynd í Sjónvarpinu

Ingólfur Arnarson — fyrsti nýsöpunartogarinn.

Þann dag fyrir þrjátíu og tveimur árum, er togarinn Ingólfur Arnarson sigldi inn á Reykjavíkurhöfn urðu þáttaskil í útgerðarsögu Íslendinga.

Þessa kvikmynd gerði Jón Hermannsson og inn í hana eru felldar myndir, sem Óskar Gíslason tók við komu togarans 1947 ...