Kvikmyndaferill



Tíminn: 01. 02. 1947: Reykjavík vorra daga frumsýnd í Tjarnarbíó

Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir kvikmyndina Reykjavík vorra daga í Tjarnarbíó klukkan 3 í dag ...


Vísir: 26. 07. 1947: Óskar sýnir mynd frá Snorrahátíðinni í Reykholti í Tjarnarbíó

Frá Snorráhátíðinni í Reykholti. Ljósmyndari: Óskar Gíslason ...



Alþýðublaðið: 02. 10. 1948: Reykjavík vorra daga, síðari hluti frumsýnd í Tjarnarbíó

Reykjavík vorra daga.

Litkvikmynd Óskars Gíslasonar ...


Alþýðublaðið: 26. 02. 1949: Óskar stendur fyrir sérstakri barnasýningu í Austurbæjarbíó með barnaefni sem hann hefur tekið upp

Barna-kvikmyndasýning verður í Austurbæjarbíó á morgun, sunnudag, kl. 1:30.

Efni: Þórunn litla Jóhannsdóttir leikur á píanó með pabba sínum og svo heyrum við hana 1íka leika eina.

Ýmsir skemmtilegir þættir af barnaskólakrökkum í skóla. Myndir af lifandi fiskum, dýramyndir, krakkar í Tivoli, álfabrenna, box og glíma, Hans og Gréta og Rauðhetta og fl. fl.

Aðgöngumiðar verða seldir í Ritfangaverzlun Ísafoldar, Bankastræti og svo í Austurbæjarbíó á morgun ef einhvað verður eftir. Barnasæti kr. 5 og fyrir fullorðna kr. 10.

Óskar Gíslason ...



Alþýðublaðið: 09. 03. 1949: Óskar sýnir mynd um landsmót skáta á Þingvöllum frá því árið áður, verður send út til afritunar eftir nokkrar sýningar

Kvikmynd af landsmóti skátanna, sem haldið var á Þingvöllum í fyrrasumar, var í gær frumsýnd í Tjarnarbíó.

Er þetta hálfs annars tíma mynd, sem sýnir mótið frá byrjun til enda, líf skátanna í tjaldbúðunum, bæði hinna innlendu og erlendu, sem hingað komu, skemmtanir þeirra, varðelda, heimsóknir forseta og annara til tjaldbúðanna.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók kvikmynd þessa, en Helgi S. Jónsson samdi texta og flytur hann. Hefur Rad, og raftækjastofan á Óðinsgötu 2 felt textann við myndina.

Verður kvikmyndin aðeins sýnd fáa daga, þar sem hún verður innan skamms send utan til þess að láta taka af henni kópíu ...


Morgunblaðið: 08. 04. 1949: Björgunarafrekið við Látrabjarg frumsýnd

Kvikmyndin, sem Óskar Gíslason hefur gert, og Þórður hefir aðstoðað við, með því að tala inn skýringar og semja texta, verður frumsýnd í kvöld.

Telur Þórður að hún gefi góða hugmynd um björgunarstarfið, er „Dhoon“ fórst.

Myndin stendur yfir í 1,5 klst, en björgunarstarfið stóð yfir í þrjá sólarhringa, svo ýmislegt vantar af því, sem gerðist.

En björgunaraðferðin, tækin, sem notuð voru og flestir úr björgunarsveitinni koma fram í myndinni.

Fólkið fær að sjá skipið í brimlöðrinu og er það ekki leikur, heldur raunveruleikinn, sem þar er sýndur ...



Alþýðublaðið: 10. 03. 1950: Síðasti bærinn í dalnum frumsýnd í Austurbæjarbíó

í dag hefjast sýningar á hinni nýju kvikmynd Óskars GíslasonarSíðasti bærinn í dalnnm, sem gerð er eftir nýútkominni, samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar, blaðamanns.

Verður myndin sýnd í Austurbæjarbíói; frumsýningin er klukkan fimm í dag, en síðan hefjast sýningar á öllum sýningartímum á laugardaginn ...


Tíminn: 03. 10. 1951: Tvær myndir Óskars frumsýndar í mánuðinum, Bakkabræður og aukamyndin Töfraflaskan

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra er nýstárleg kvikmynd, sem orðið hefir til í höndum Óskars Gíslasonar kvikmyndatökumanns, sem áður hefir tekið norrar eftirminnanlegar kvikmyndir, svo sem Reykjavík vorra daga og Síðasta bæinn í dalnum og síðast en ekki síst kvikmyndað björgunarafrekið við Látrabjarg



Morgunblaðið: 19. 10. 1951: Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra frumsýnd í Stjörnubíó

Óskar Gíslason sýnir Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra. Sprenghlægileg gamanmynd ...


Þjóðviljinn: 05. 02. 1952: Óskar sýnir myndir frá Færeyjum og mynd af embættistöku Ásgeirs Ásgeirssonar sem aukamyndir með Ágirnd

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Ágirnd látbragðsleikur.

Leikstj.: Svala Hannesdóttir. Tónlist: Reynir Geirs.

— Aðalhlutverk: Svala Hannesdóttir, Þorgrímur Einarsson Knútur Magnússon, Sólveig Jóhannsdóttir, Óskar Ingimarsson ofl.

Bönnuð börnum innan 16 ára.

Alheimsmeistarinn íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson.

Aukamyndir: frá Færeyjum og embættistaka forseta Íslands, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar ...



Tíminn: 05. 12. 1952: Ágirnd tekin til sýninga í Tjarnarbíó, bönnuð innan 16 ára

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Ágirnd látbragðsleikur.

Leikstj.: Svala Hannesdóttir. Tónlist: Reynir Geirs.

— Aðalhlutverk: Svala Hannesdóttir, Þorgrímur Einarsson Knútur Magnússon, Sólveig Jóhannsdóttir, Óskar Ingimarsson ofl.

Bönnuð börnum innan 16 ára.

Alheimsmeistarinn íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson.

Aukamyndir: frá Færeyjum og embættistaka forseta Íslands, hr. Ásgeirs Ásgeirssonar ...


Tíminn: 15. 04. 1954: Nýtt hlutverk frumsýnd annan í páskum, 19. apríl

Nýtt hlutverk,Óskar Gíslason.

Íslenzk talmynd gerð eftir sam nefndri smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Leikstjórn: Ævar Kvaran ...



Tíminn: 14. 05. 1954: Óskar íhugar að kvikmynda sögu Benjamíns Sigvaldasonar

Liggja ekki sumar sögur þínar vel við kvikmyndun?

— Jú, ýmsir vinir mínir hafa verið að brjóta upp á því við mig, að sögu Hunda-Lárusar ætti að kvikmynda. Þar fæst mjög merkileg þjóðlífsmynd frá síðustu öld.

Óskar Gíslason, kvikmyndatökumaður, hefir þetta mál til athugunar, en lengra er það ekki komið enn


Vísir: 22. 06. 1954: Óskar sýnir myndir af 10 ára lýðveldishátíðinni í Austurbæjarbíó

Austurbæjarbíó sýnir þessi kvöldin nýja fréttamynd, sem Óskar Gíslason hefir tekið.

Er hún af hátíðahöldunum hér í bænum á 10 ára lýðveldishátíðinni og gefur hið bezta yfirlit um allt hið helzta, sem þar gerðist.

Kvikmynd þessi hefir að mörgu tekizt ágætlega og er prýðilega tekið af þeim, er hafa séð hana.

Bæði er kvikmyndin skemmtileg og svo finnst mönnum, er þeir hafa séð hana, að ekkert hafi farið fram hjá þeim, sem gerðist þennan eftirminnilega dag ...



Þjóðviljinn: 22. 06. 1954: Lýðveldishátíðarmynd Óskars sýnd sem aukamynd, er 10-15 mínútur

Þegar á laugardaginn var sýnd í Austurbæjarbíói sem aukamynd kvikmynd af lýðveldishátíðahöldunum hér er  fram fóru á fimmtudaginn.

Óskar Gíslason tók myndina og vann síðan við framköllun og gerð myndarinnar svo hún var tilbúin til sýningar á laugardaginn, er það óvenjulegt hér að fréttamyndir séu svo fljótt komnar til sýningar.

Sýning myndarinnar tekur 15—20 mínútur ...


Morgunblaðið: 25. 03. 1965: Óskar tók upp einn hluta Surtseyjarmyndar Ósvalds Knudsen

Næstkomandi föstudag hefjast í Gamla bíói sýningar á þremur litkvikmyndum Ósvalds Knudsens, sem hann hefur unnið að á síðustu árum.

Skal þar fyrsta telja Surtseyjarkvikmynd hans, sem lýsir gosinu í Surti og myndun eyjarinnar frá upphafi, þá kvikmynd úr Öræfasveit, þar sem meðal annars er brugðið upp myndum af gömlum búskaparháttum og loks svipmyndir af ýmsum þekktum borgurum, lífs og liðnum.

Einn þátt í þeirri mynd gerði Óskar Gíslason ...



Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Umfjöllun um tvær mynda Óskars

Um páska birtist auglýsing, sem vakti forvitni mína. Var auglýsing á þremur myndum Óskars Gíslasonar Nýtt hlutverk, eftir sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra og Síðasti bærinn í dalnum, eftir sögu Lofts Guðmundssonar.

Hefur sú síðastnefnda verið sýnd nokkrum sinnum síðan, en sýningin féll niður á þeirri fyrstu vegna lítillar aðsóknar.

Þessar myndir Óskars eru meðal fyrstu alíslensku tilrauna til að gera skemmtimyndir í fullri lengd.

Ekki verit ég það með vissu, en hef grun um að það hafi tekist frá fjárhagslegu sjónarmiði. Því miður verður ekki það sama sagt um listrænt gildi þesssara mynda ...


Morgunblaðið: 19. 04. 1972: Síðasti Bærinn í dalnum sýnd í Sjónvarpinu, umfjöllun um hana og Óskar Gíslason

Síðasti bærinn í dalnum. Íslenzk ævintýrakvikmynd, byggð á sögu eftir Loft Guðmundsson rithöfund.

Kvikmyndun og framkvæmdastjórn Óskar Gíslason. Kvikmyndahandrit Þorleifur Þorleifsson. Tónlist: Jórunn Viðar. Leikstjóri: Ævar Kvaran.

Leikendur Þóra Borg, Jón Aðils, Valdimar Lárusson, Friðrikka Geirsdóttir, Valur Gústafsson, Erna Sigurgeirsdóttir, Klara J. Óskarsdóttir, Guðbjörn Helgason, Ólafur Guðmundsson, Valdimar Guðmundsson, Nína Sveinsdóttir og Sigríður Óskarsdóttir.

Formálsorð flytur Erlendur Sveinsson ...



Vísir: 16. 06. 1972: Reykjavík vorra daga sýnd í Sjónvarpinu í tilefni af 160 ára afmæli Reykjavíkurborgar, viðtal við Loft

Það er jú lengsta mynd sem ég hef gert.

Þetta er litmynd, leikin af ungu fólki, Snjólaugu Sveinsdóttur og Tómasi Tómassyni, sem ferðast um bæinn og skoða sig um, en Reykjav. átti 160 ára afmæli á þessu ári.

Það er ekkert tal í myndinni, en Ævar Kvaran talar texta inn á hana ...


Vísir: 18. 03. 1975: Myndir Óskars, Nýtt hlutverk og Síðasti bærinn geymdar í safni Sjónvarpsins

Fyrstu leiknu íslenzku kvikmyndirnar eru einnig varðveittar í safninu, yfirfærðar á myndsegulbönd, t.d. Nýtt hlutverk og Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason og Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson, svo og Saga Borgarættarinnar (tekin 1919) ...