UmferðarmyndirMorgunblaðið: 04. 09. 1946: Óskar mun taka umferðarmynd fyrir Slysavarnarfélagið

Fulltrúi Slysavarnafjelagsins vinnur nú að umfeðramálum.

— Hefir hann samið kenslubók, sem verður gefin út í vetur og stjórnar hann nú töku umferðarkvikmyndar, sem einnig verður notuð til kenslu.

Sjóvátryggingarfjelag Íslands hefir heitið að annast allan kostnað við töku myndarinnar.

Óskar Gíslason ljósmyndari, tekur mynd þessa, sem er litmynd ...


Morgunblaðið: 06. 10. 1946: Óskar sýnir mynd á fundi kvennadeildar Slysavarnarfélagsins af aðalfundi félagsins

Óskar Gíslason sýnir kvikmynd frá landsþingi Slysavarnafjelagsins o.fl. ...Alþýðublaðið: 19. 10. 1949: Umferðarmynd Óskars notuð við umferðarkennslu, meðal annars í barnaskólum

Kennslan fer meðal annars fram með kvikmyndum, en félagið á meðal annars kvikmynd af lífgun drukknaðra, sem það hefur fengið frá Danmörku, og aðra kvikmynd á það um hjálp í viðlögum og er sú mynd amerísk.

Loks á félagið íslenzka umferðakvikmynd, eftir Óskar Gíslason, og er hún af umferðinni hár í Reykjavík.

Mynd þessi hefur meðal annars verið sýnd í barnaskólum ...


Tíminn: 06. 09. 1950: Óskar vinnur með Slysavarnafélaginu að gerð mynda um umferðina

Í ráði er að fá Óskar Gíslason til að taka umferðarmyndir hér í Reykjavík og bæta því við sænsku myndina ...Morgunblaðið: 26. 06. 1951: Vátryggingafélögin og Slysavarnarfélagið standa að gerð annarrar kvikmyndar um umferð fyrir börn, Óskar ásamt Gunnari Hansen gera myndina

Þeir Óskar Gíslason, Gunnar Hansen leikstjóri og Jón Oddgeir hafa samvinnu um upptöku myndarinnar, sem er þegar byrjuð og mun verða lokið í haust. Síðar mun verða sett tal og tónn í myndina.

Fyrir 5 árum settu þeir Óskar og Jón saman umferðarmynd fyrir börn, sem Sjóvátryggingarfjelagið kostaði. Hefur sú mynd verið mikið sýnd í barnaskólum í kaupstöðum landsins, og ábyggilega vakið margt barnið til umhugsunar í umferðarmálunum.En talið var æskilegt að fá nýja kvikmynd um þessi efni.

Fulltrúi Slysavarnafjelagsins ámalgaði það við tryggingarfjelögin að þau styddu þessa kvikmyndatöku og voru þau öll fús á að hjálpa til, eins og nú er komið fram ...


Morgunblaðið: 07. 09. 1951: Upptökur fyrir umferðarmyndina hafa vakið athygli í bænum þegar slys eru sviðsett, tökur ganga vel

Slysavarnarfjelagið hófst þegar handa um þetta verk.

Hafa þeir Gunnar Robert Hansen leikstjóri; Óskar Gíslason ljósmyndari og Jón Oddgeir Jónsson, fulltrú i Slysavarnarfjelagsins unnið saman að því.

Myndatókur hófust snemma í vor og hafa farið fram á götum bæjarins. Stundum hefur það vakið allmikla athygli vegfarenda, er þeir sjá slys leikin fyrir kvikmyndina.

Efni kvikmyndarinnar er að sýna áhorfendum rjettar umferðareglur og hvílík hætta fylgir því að fara ekki að settum reglum ...Vísir: 27. 09. 1954: Óskar gerir umferðarfræðslumyndir

Skömmu eftir að S.V.F.Í. hóf umferðarfræðslu sína lét það útbúa fræðslukvikmynd í litum og tók Óskar Gíslason myndina í samráði við fulltrúa félagsins.

Sýningartími kvikmyndar þessarar er 20 mínútur og hefir hún verið sýnd í flestum skólum landsins.

Nú hefir verið ráðizt í að, taka aðra slíka mynd þar sem hin þótti orðin úrelt.

Tryggingarfélög bæjarins veittu styrk til kvikmyndagerðar þessarar og verður hún að öllu forfallalausu tilbúin til sýningar í haust.

Óskar Gíslason tók einnig, Hansen stjórnaði myndatökunni, samdi skýringatextann og teiknaði skýringamyndir af mikilli smekkvísi.

Á myndinni verður vetrar og sumarumferðin sýnd og eru börn, sem þeir hittu á götunni, látin leika í henni ...


Tíminn: 26. 02. 1955: Ný umferðarkvikmynd Óskars frumsýnd í Tjarnarbíó

Klukkan 2 eftir hádegi í dag fer fram kvikmyndasýning fyrir almenning í Tiarnarbíói á vegum Slysavarnafélags Íslands.

Verður þar sýnd ný umferðakvikmynd, sem þeir Gunnar R. Hansen, leikstjóri og Óskar Gíslason, ljósmyndari hafa gert fyrir Slysavarnafélagið.

— Mynd þessi er tekin í litum og tekur sýning hennar um hálfa klukkustund. Töku myndarinnar hafa 4 vátryggingarfélög kostað, en þau eru Sam vinnutryggingar, Sjóvátryggingarfélag Íslands, Vátryggingarfélagið h.f. og Almennar tryggingar h.f.

Slysavarnafélagið væntir þess að fólk fjölmenni á kvikmyndasýninguna og taki með sér börn sín.

Umferðarmynd þessi verður sýnd í öllum barnaskólum Reykjavíkur í næstu viku, til að byrja með fyrir 7, 8 og 9 ára bekki. Að loknum sýningum í barnaskólunum verður myndin sýnd í öllum stærri kaupstöðum landsins á vori komanda ...Morgunblaðið: 27. 02. 1955: Umferðarmynd Óskars þykir mjög lærdómsrík og allir krakkar hvattir til að sjá hana

Í gær var sýnd í Tjarnarbíói á vegum Slysavarnafélags Íslands hin nýja umferðarkvikmynd, sem ætluð er fyrir börn, eftir Óskar Gíslason og Gunnar Hansen.

Var húsfyllir og sýningargestir mestmegnis börn á aldrinum 7—14 ára.

Jón Oddgeir Jónsson, flutti skýringar með kvikmyndinni og skýrði nákvæmlega út einstök atriði varðandi umferðinni.

— Myndin er tekin hér í Reykjavík, og börnunum því vel kunnug þau svæði og gatnamót er sýnd eru.

Myndin er vel skýr og gefur glöggar upplýsingar um slysahættu og umferðarreglur. Ættu sem flestir foreldrar að hvetja börn sín til þess að sjá hana, því af henni má mikið læra ...


Morgunblaðið: 22. 06. 1955: Umferðarmynd Óskars hljóðsett í Danmörku, tal og músík sett inn á myndina

Í Kaupmannahöfn lét ég setja músik inn á umferðarkvikmynd þá, sem þeir Óskar Gíslason og Gunnar R. Hansen tóku fyrir Slysavarnafélagið og talaði skýringarorð inn á filmuna, sem mun verða sýnd mikið í skólunum hér á landi næsta vetur, enda mjög lærdómsrík kvikmynd ...