Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra (1951)Morgunblaðið: 08. 11. 1953: Góð aðsókn að sýningunum í Iðnó undafarna sunnudaga

Óskar Gíslason hefur undanfarna tvo sunnudaga sýnt myndir sínar Síðasti bærinn í dalnum og Bakkabræður, við mjög góða aðsókn, í Iðnó.

— Í dag sýnir hann Bakkabræður á barnasýningu kl. 3. Vegna þess að leiksýningar eru nú byrjaðar í Iðnó, er meiri erfiðleikum bundið að komast þar að með sýningar myndanna ...


Tíminn: 14. 10. 1956: Myndin sýnd í Stjörnubíó, er alltaf vel tekið af yngri áhorfendum

Eins og kunnugt er, hefir Óskar Gíslason gert tvær kvikmyndir um íslenzkt efni við hæfi barna, sem þau hafa haft mikla skemmtun af, þegar þær hafa verið sýndar.

Myndir þessar eru Síðasti bærinn í dalnum og Bakkabræður.

Öðru hverju hefir Óskar tekið upp sýningar á þessum myndum og ávallt við beztu undirtektir yngstu bíógestanna ...Þjóðviljinn: 10. 11. 1956: Áhorfendur skemmta sér konunglega á myndinni

Óskar Gíslason hefur að undanförnu sýnt kvikmynd sína Bakkabrœður í Stjörnubíói, og enn verður hún sýnd á morgun. kl. 3.

Umsjónarmaður 2. síðunnar hefur ekki séð myndina, og má því ekki mæla með henni þó hann vildi.

En hér eru þó meðmœli annarra: Þessi mynd er sem sé tekin nýlega í Stjörnubíói á sýningu Bakkabrœðra og er langt síðan maður hefur séð svo mikla gleði stafa af jafnmörgum andlitum í senn ...


Þjóðviljinn: 26. 10. 1958: Myndin sýnd vikulega í Tjarnarbíó

Barnasýning kl. 3.

Óskar Gíslason sýnir Bakkabræður ...Morgunblaðið: 30. 11. 1958: Síðasta sýning myndarinnar í Tjarnarbíó

Óskar Gíslason sýnir Bakkabrœður ...


Alþýðublaðið: 01. 04. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Myndir Óskars Gíslasonar: Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.

Sýnd í Tjarnarbæ í dag kl. 3 ...Dagur: 14. 07. 1962: Myndin sýnd á Akureyri

Óskar Gíslason, kunnur maður í sambandi við kvikmyndatökur, er hér á ferð og sýnir Bakkabræður í Borgarbíói kl. 5 á laugardag og aftur á sunnudag ...


Morgunblaðið: 18. 10. 1964: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Óskar Gíslason sýnir kvikmyndir sínar í Tjarnabæ í dag:

Síðasti bærinn í dalnum kl. 5 og Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra kl. 3 ...Þjóðviljinn: 03. 10. 1965: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.

Sýnd kl. 3 ...


Tíminn: 09. 10. 1966: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.

Sýnd kl. 3 ...Morgunblaðið: 26. 03. 1970: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Reykjavíkuævintýri Bakkabræðra.

 Eftir sögu Lofts Guðmundssonr rith. ...


Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Umfjöllun um myndina, þykir erfið áhorfs fyrir fullorðna, yngri áhorfendur undrast efni myndarinnar

Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra mun hafa átt einhvern hljómgrunn meðal barna fyrir tuttugu árum en ég reikna með að hann sé horfinn núna.

Segir myndin frá því er þrír bræður halda til Reykjavíkur þar sem þeir hyggjast hitta leikkonur úr Þjóðleikhúsinu sem höfðu heimsótt þá á bæinn.

Aka þeir á formal sínum til bæjarins. Bræðurnir eru sjáanlega eins og hálfvitar og leikkonurnar, eins og þær koma fyrir sjónir nútímamanna, sjáanlega asnar.

Sem betur fer er menningarástandi þjóðarinnar þannig háttað að ekki tíðkast að hlæja að fávitum. Myndin verður því eðlilega fólki óþægileg.

Rétt er að taka fram að ekki er ég að draga í efa anlega heilsu þeirra þriggja manna sem léku Bakkabræður.

Verður að skrifa þetta á reikning leikstjóra og höfundar kvikmyndahandritsins sem skortir skopskyn til að fást við að gera gamanmyndVísir: 20. 03. 1977: Myndin rifjuð upp í samhengi við frumsýningu Morðsögu

Við skulum nú til gamans fletta upp i nokkrum blaðaumsögnum frá árinu 1951 er varða kvikmynd Óskars Gíslasonar Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.

Það getur verið fróðlegt að skoða viðbrögð áhorfenda árið 1951 einmitt nú þegar menn skiptast á skoðunum um nýjustu Íslensku kvikmyndina.

Fram að frumsýningu Morðsögu hvíldi hin mesta leynd yfir flestu er varðaði myndgerðina, hins vegar fylgdist almenningur vel með gerð Reykjavíkurævintýris Bakkabræðra eins og eftirfarandi tilvitnanir bera glöggt með sér.

Þær hafa einnig að geyma allar nauðsynlegustu upplýsingar um kvikmyndina sjálfa, hverjir leika, hvar tekin o.s.frv. ...


Tíminn: 16. 08. 1983: Myndin sýnd á Reykjavíkurviku í Iðnó

Kvikmyndasýning í Iðnó.

Sýnd verður kvikmyndin Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra eftir Óskar Gíslason ...Reykjavík Grapevine: 10. 02. 2006: Myndin sýnd á Árbæjarsafni í tilefni Safnanætur Reykjavíkur

Film screening: The Brothers From Bakki: Adventure in Reykjavík (Óskar Gíslason, 1951) ...