Síðasti Bærinn í dalnum (1950)Vísir: 09. 08. 1950: Búið að sýna myndina 100 sinnum, sýningar í Færeyjum gengu vel og nú er myndin fyrir austan

Óskar Gíslason tjáði Vísi, að myndin hefði nú verið sýnd um 100 sinnum alls, hér á landi og í Færeyjum, og hafa vafalaust um 40 þúsund manns séð hana til þessa.

Óskar brá sér til Færeyja í sumarleyfisför með konu sinni, sem er færeysk og sýndi þá myndina um leið.

Var myndin sýnd í helztu kaupstöðum eyjanna, Thorshavn, Trangisvaag, Klakksvík og Vestmanna og var ágætlega sótt.

Var myndinni mjög vel tekið í Færeyjum og sýna blaðadómar, að Færeyingar hafa haft gaman af sýningunum ...


Bílddælingur: 20. 08. 1950: Myndin sýnd á Bíldudal 21. og 22. júlí

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, var sýnd hér við ágæta aðsókn 21. og 22. júlí s.l. ...Alþýðublaðið: 29. 09. 1950: Myndin sýnd í Reykjavík á ný eftir góða aðsókn um allt land

Síðasti bærinn í dalnum, kvikmynd Óskars Gíslasonar, verður sýnd í Austurbæjarbíói á morgun og sunnudag kl. 3 og 5.

Í sumar hefur myndin verið sýnd víðsvegar um land við mjög góða aðsókn ...


Vísir: 29. 09. 1950: Myndin hefur verið sýnd rúmlega 100 sinnum

Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina vinsælu ævintýrakvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum.

Verður myndin sýnd í Austurbæjarbíói á laugardag og sunnudag kl. 5 og 7 báða dagana, en síðan má búast við að myndin verði ekki sýnd oftar að sinniAlþýðublaðið: 20. 10. 1950: Lög Jórunnar Viðar úr myndinni leikin í Útvarpinu

Lög eftir Jórunni Viðar (plötur):

a) Lög úr kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum ...


Framsóknarblaðið: 25. 10. 1950: Myndin sýnd í Vestmannaeyjum við góða aðsókn

Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður sýndi hér í Eyjum kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum 14, 15. og 16. þ.m. við mikla aðsókn.

Sýningar fóru fram í samkomusalnum í skrifstofubyggingu Helga Benediktssonar við Strandveg ...Morgunblaðið: 21. 11. 1950: Óskar sýnir myndina á elliheimilinu Grund

Óskar Gíslason ljósmyndari sýndi Síðasti bærinn í dalnum fyrir vistmenn á Elliheimilinu Grund.

Þótti gamla fólkinu gaman að myndinni. Hefir Gísli Sigurbjörnsson beðið blaðið að færa Óskari bestu þakkir fyrir komuna ...


Vísir: 17. 10. 1953: Myndin sýnd í Iðnó

Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir á morgun í Iðnó kvikmyndir sínar Bakkabræður og Síðasti bærinn í dalnum.

Fyrrnefnda myndin verður sýnd kl. 3 (barnasýning) en hin kl. 5 og 9.

Kvikmyndir þessar hafa verið sýndar hér áður og víða um land við góða aðsókn og margir haft ánægju af ...Morgunblaðið: 08. 11. 1953: Góð aðsókn að sýningunum í Iðnó undafarna sunnudaga

Óskar Gíslason hefur undanfarna tvo sunnudaga sýnt myndir sínar Síðasti bærinn í dalnum og Bakkabræður við mjög góða aðsókn í Iðnó ...


Alþýðublaðið: 12. 02. 1956: Myndin sýnd á barnasýningu í Austurbæjarbíó

Síðasti bærinn í dalnum — hin vinsæla barnakvikmynd Óskars Gíslasonar, verður sýnd á barnasýningu í Austurbæjarbíói kl. 3 í dag ...Tíminn: 13. 03. 1956: Myndin sýnd hverja helgi, síðasta sýning

Síðasti bærinn í dalnum.

Hin afarspennandi íslenzka ævintýramynd í litum.

Allra síðasta sinn ...


Alþýðublaðið: 19. 04. 1956: Myndin sýnd í Bæjarbíó, Hafnarfirði

Ævintýramyndin Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 3 ...Tíminn: 27. 01. 1957: Myndin sýnd í Stjörnubíó á helgarsýningum

Óskar Gíslason sýnir litkvikmynd sína, Síðasti bærinn í dalnum, í Stjörnubíói kl. 3 í dag.

Þetta er mjög vinsæi kvikmynd, sem bæði ungir og gamlir hafa ánægju af að sjá ...


Þjóðviljinn: 03. 03. 1957: Síðasta helgarsýning myndarinnar í Stjörnubíó

Síðasti bærinn í dalnum sýnd í allra síðasta sinn í dag kl. 3 ...Þjóðviljinn: 02. 03. 1958: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 3 ...


Þjóðviljinn: 05. 03. 1958: Bréf til blaðsins, börn spyrja hvenær myndin verði sýnd

„Kæri Bæjarpóstur! Það er ekki frítt við að sum börnin séu farin að spyrja um það, hvenær Síðasti bærinn í dalnum muni verða sýndur og er í því sambandi oft spurt um það, hvort blái hesturinn fari nú ekki að koma í bíó“ ...Þjóðviljinn: 08. 03. 1958: Svar við bréfinu, myndin verður sýnd á sunnudögum á meðan aðsókn er

Þess var getið hér í póstinum um daginn, að börnin væru oft að spyrja um kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum.

Nú vil ég geta þess, að þessi mynd var sýnd á sunnudaginn var (í Tjarnarbíó, að mig minnir) og mun í ráði að sýna hana framvegis á sunnudögum, eftir því sem aðsóknin gefur tilefni til.

Vill pósturinn því beina því til barnanna sjálfra og aðstandenda þeirra að fylgjast með því, hvenær myndin er sýnd.

Þótt ég hafi ekki sjálfur séð myndina, og geti því ekki um hana dæmt, þá er ég mjög hlynntur þeirri viðleitni að gera barnakvikmyndir um íslenzk ævintýri og þjóðsögur ...


Alþýðublaðið: 05. 10. 1958: Myndin sýnd í Hafnarfirði

Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 3 ...Alþýðublaðið: 05. 04. 1959: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Síðasti bærinn í dalnum.

Ævintýramynd Óskars Gíslasonar.

Sýnd kl. 3 ...


Þjóðviljinn: 06. 03. 1960: Myndin sýnd í Kópavogsbíó

Síðasti bærinn í dalnum.

Barnasýning kl. 3 ...Morgunblaðið: 05. 11. 1960: Myndin sýnd fyrir fullu húsi, fleiri sýningar væntanlegar

Mynd þessi er úr barnakvikmynd Óskars Gíslasonar Síðasti bærinn í dalnum og birtist hér í blaðinu á sunnudaginn.

Í textanum sem fylgdi henni kom fyrir mjög leiðinleg villa þ.e.a.s. sagt var að Kjartan Ólafsson hefði gert myndina, en það er Óskar Gíslason eins og hér kemur fram.

Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Síðasti bærinn í dalnum, var sýnd fyrir fullu húsi á sunnudaginn og mun eflaust verða sýnd oftar ...


Þjóðviljinn: 18. 12. 1960: Síðasta sýning

Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 3. Allra síðasta sinn ...Alþýðublaðið: 01. 04. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Ævintýramyndin Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 5 ...


Dagur: 14. 07. 1962: Myndin sýnd á Akureyri

Óskar Gíslason, kunnur maður í sambandi við kvikmyndatökur, er hér á ferð og sýnir Bakkabræður í Borgarbíói kl. 5 á laugardag og aftur á sunnudag, og myndina Síðasti bærinn í dalnum kl. 5 á sunnudaginn ...Vísir: 19. 02. 1963: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Síðasti bærinn í dalnum.

Ævintýramynd Óskars Gíslasonar.

Sýnd kl. 5 ...