Síðasti Bærinn í dalnum (1950)Tíminn: 31. 05. 1964: Myndin sýnd í Bæjarbíó Hafnarfirði

Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 3 ...


Morgunblaðið: 18. 10. 1964: Myndin sýnd í Tjarnarbíó, fram í desember

Óskar Gíslason sýnir kvikmyndir sínar í Tjarnabæ í dag:

Síðasti bærinn í dalnum kl. 5 og Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra kl. 3.

Meðfylgjandi mynd er úr kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum, og sjást þar tröllið og bóndinn í myndinni ...Þjóðviljinn: 03. 10. 1965: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd kl. 5 ...


Tíminn: 09. 10. 1966: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Ævintýramyndin Síðasti bærinn í dalnum.

Sýnd í dag kl. 5 ...Tíminn: 25. 03. 1970: Mikið endurbætt og endurhljóðsett útgáfa myndarinnar, sýningar hefjast á annan í páskum, liðlega 20 ár frá frumsýningu

Óskar Gíslason sagði í dag, að rétt 20 ár séu nú liðin síðan hann gerði þessa kvikmynd.

Var myndin að mestu tekin á Tannastöðum í Ölfusi og inniatriði í baðstofunni í Árbæ.

Leikendur voru bæði áhugafólk og lærðir leikarar. Er myndin gerð eftir handriti Lofts Guðmundssonar, en Ævar Kvaran annaðist leikstjórn, Jórunn Viðar samdi tónlist við myndina.

Flestir þeirra sem léku í myndinni töluðu sín hlutverk inn aftur. Meðal þeirra eru Þóra Borg, Jón Aðils og Valdimar Lárusson.

Frú Friðrika Geirsdóttir, sem lék telpuna talaði nú aftur inn á myndina og hefur röddin breytzt furðulítið á þessum tíma. Að sjálfsögðu gat drenginn, ekki talað sitt hlutverk aftur ...


Morgunblaðið: 26. 03. 1970: Myndin sýnd í Tjarnarbíói

Síðasti bærinn í dalnum.

Í tilefni af því að það eru 20 ár síðan myndin var tekin, verður hún sýnd í nýrri útgáfu og með nýju tali ...Morgunblaðið: 15. 05. 1970: Aðsókn á sýningar verið mjög góð, síðasta sýning á Hvítasunnu

Nýtt eintak af myndinni með endurbættu tali og músik hefur nú verið sýnt í Tjarnarbæ um helgar, síðan 1. marz, oftast fyrir fullu húsi.

Á annan í Hvítasunnu verður myndin sýnd í síðasta sinn kl. 3 og 5 ...


Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Umfjöllun um myndina

Síðasti bærinn í dalnum er stærst og dýrust mynda Óskars Gíslasonar.

Má sennilega segja að hún sé fyrsta íslenska stórmyndin á okkar smáa mælikvarða.

Er hún sýnd í tilefni af því að nú eru tuttugu ár liðin síðan hún var fyrst sýnd.

Hefur verið sett inn á hana nýtt tal og tónn og hlýtur maður að undrast hvernig það gamla hefur verið því að það nýja er slæmt.

Sagan er góð og heppileg til kvikmyndagerðar. Segir frá því er tröll hugðust hrekja bónda burtu af býli sínu í dal nokkurn, þar sem þau höfðu þegar hrakið aðra bændur á brott. Með góðri hjálp álfa tekst að koma tröllunum á kné og allt endar vel.

Þetta er upplagt efni í ævintýramynd19. júní: 19. 06. 1971: Um ballet í myndinni

Þessi mynd er úr kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, sem var ein fyrsta íslenzka kvikmyndin.

Ballett var fléttaður inn í myndina, og var Irmý Toft aðaldansmærin og Klara Óskarsdóttir í hlutverki álfkonunnar.

Aðrir dansarar voru Guðrún Erlendsdóttir, Valgerður Erlendsdóttir, Edda Scheving og Björg Bjamadóttir.

Sigríður Ármann og Sif Þórz sömdu dansinn ...


Morgunblaðið: 24. 10. 1971: Myndin sýnd í Kópavogsbíó

Kópavogsbíó sýnir í dag kl. 3 íslenzku ævintýramyndina Síðasta bæinn í dalnum, er myndin nýuppgerð ...Morgunblaðið: 19. 04. 1972: Síðasti Bærinn í dalnum sýnd í Sjónvarpinu, umfjöllun um hana og Óskar Gíslason

Við töku kvikmyndarinnar Síðasti bœrinn í dalnum 1949.

Óskar Gíslason með tökuvélina, en með honum eru Ævar R. Kvaran og Valdemar Lárusson ...


Vísir: 19. 04. 1972: Myndin sýnd í Sjónvarpinu, umfjöllun

Síðasti bærinn í dalnum, íslenzka ævintýramyndin sem byggð er á sögu eftir Loft Guðmundsson rithöfund, er meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Kvikmyndun og framkvæmdastjórn annaðist Óskar Gíslason.

Myndin var tekin sumarið 1949, og þá meðal annars á Kjalarnesi, í Kjósinni og Ölfusi, en allar innisenurnar voru teknar í Árbæ, og var þar komið upp hálfgerðu stúdiói.

Kvikmyndin var síðan frumsýnd í Austurbæjarbiói í marz árið eftir, og voru þar sýningar á henni i hálfan mánuð á hverju kvöldi.

Síðan hefur hún verið tekin til sýninga alltaf öðru hvoru, eða nokkurn veginn á tveggja ára fresti og er alltaf jafn vinsæl og sígild ...Morgunblaðið: 31. 12. 1976: Myndin talin til nostalgíu í innblæstri tónlistarmanna

Ég sé popphljómsveitirnar skyggnast aftur í bernsku liðsmanna sinna til að finna vinsælt yrkisefni eins og Tívoli Stuðmanna...

Meðal þeirra viðfangsefna, sem Slagbrandur telur sennilegt að hljómsveitirnar ráðist til atlögu við eru Síðasti bærinn í dalnum ...


Morgunblaðið: 23. 03. 1978: Myndin sýnd sem framhaldsmynd í Stundinni okkar

Í stundinni okkar á páskadag hefst nýr framhaldsmyndaflokkur, en það er kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum.

Kvikmyndin, sem er komin nokkuð til ára sinna, er eftir Óskar Gíslason og verður hún sýnd næstu sunnudaga ...Morgunblaðið: 02. 04. 1978: Umfjöllun um myndina fyrir sýningu í Stundinni okkar

Óskar Gíslason gerði Síðasta bæinn í dalnum fyrir allmörgum árum síðan, en myndin er gerð eftir frumsamdri sögu Lofts Guðmundssonar.

Leikstjóri var Ævar Kvaran, en Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina. Lék hljómsveit frá Félagi íslenzkra hljóðfæraleikara tónlistina undir stjórn dr. V. Urbantschitsch.

Kvikmyndarhandrit gerði Þorleifur Þorleifsson, en Óskar sá sjálfur um kvikmyndun og framkvæmdastjórn.

Í myndinni komu fram 12 leikarar, en auk þeirra dönsuðu nemendur frá dansskóla FÍLD í Síðasta bænum í dalnum ...


Vikan: 08. 06. 1978: Þegar myndin var sýnd í Austurbæjarbíó á sínum tíma náði röðin umhverfis húsið

Mynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, var á sínum tíma sýnd í Austurbæjarbíói.

Var hún geysivinsæl og oft náði biðröðin við bíóið umhverfis húsið.

Sennilega er hún vinsælasta íslensk kvikmynd, sem gerð hefur verið, og ætla má að 25—30 þúsund manns hafi séð hana, er hún var sýnd hér fyrst ...Vísir: 03. 03. 1979: Myndin kostaði 300.000 kr, viðtal við Óskar

Taka myndarinnar var mikið fyrirtæki. Tólf leikarar komu fram, auk dansmeyja. Hljómsveit lék tónlist eftir Jórunni Viðar, og var tónlistin sérstaklega samin fyrir þessa mynd.

Myndataka stóð yfir allt sumarið og mun myndin hafa kostað 300 þúsund krónur í vinnslu ...


Morgunblaðið: 11. 03. 1980: 30 ár frá sýningu myndarinnar, ljósmynd af upptökum tónlistarinnar

Þrjátíu ár voru liðin í gær, 10. marz, frá því að Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður frumsýndi hina vinsælu kvikmynd sína Síðasti bærinn í dalnum.

Mikil aðsókn hefur verið á íslenzku kvikmyndirnar sem búið er að frumsýna í vetur, fyrst Land og syni og síðan Veiðiferðina og í tilefni af því hve mikill áhugi er nú fyrir innlendum kvikmyndum þá rifjum við hér upp þær viðtökur sem Síðasti bærinn í dalnum fékk, en alls sáu um 40 þús. manns myndina í Austurbæjarbíói á sínum tíma og biðraðir náðu stundum í kring um bíóhúsið ...Tíminn: 28. 03. 1980: Myndin sýnd í Regnboganum á íslenskri kvikmyndaviku

Óskar Gíslason, Síðasti bærinn í dalnum ...


Þjóðviljinn: 24. 10. 1980: Myndin sýnd í Regnboganum í tilefni af 30 ára afmælis hennar

Í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 30 ár frá þvi kvikmyndin var frumsýnd, verður hún sýnd í Regnboganum á morgun laugardag kl. 3 og einnig á sunnudag, 26. okt. kl. 3 ...Morgunblaðið: 25. 10. 1980: Umfjöllun um myndina vegna 30 ára afmælissýningarinnar, textabrot úr sýningaskránni

Þar sem Síðasti bærinn í dalnum er fyrsta kvikmynd skáldsögulegs efnis, sem ég hefi unnið að, þótti mér rétt að efniviðurinn skyldi vera af rammíslenzkum rótum - í líkingu þjóðsagnanna.

Einnig vakti það fyrir mér, að gera kvikmynd, sem vel væri við barna hæfi og unglinga, því satt að segja er skortur slíkra mynda, þótt kvikmyndasýningar séu óneitanlega helzta skemmtun flestra unglinga.

Það er jafnframt von mín að efnisvalið falli fullorðnu fólki vel í geð - þótt ævintýri sé, fjarri hversdagslegum raunveruleika - (því hver sá, sem ekki vill stöku sinnum losa sig úr viðjum raunveruleikans?)


Morgunblaðið: 03. 12. 1983: Óskar sýnir myndina í Bíóbæ, Kópavogi

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, verður sýnd í Bíóbæ í Kópavogi í dag og á morgun.

Tvær sýningar verða hvorn dag, hin fyrri klukkan 14 og hin síðari klukkan 16.

Í fréttatilkynningu frá Bíóbæ er fólk hvatt til þess að nota tækifærið og sjá þessa mynd, sem gerð var fyrir hartnær 40 árum ...Morgunblaðið: 31. 03. 1988: Umfjöllun um Tannastaði sem léku stórt hlutverk í myndinni

Tannastaðir undir Ingólfsfjalli urðu frægir á sínum tíma þegar kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum var tekin þar með tröllum og öllu tilheyrandi í fyrstu talkvikmynd Lofts.

Burstabær með náttúruumgjörð sem er engu lík, bakhjarlinn Ingólfsfjall, en austanvíddin að framan með fegursta fjallahring um austurátt hálfa Eyjafjallajökli


Dagur: 27. 10. 1988: Myndin sýnd á kvikmyndaviku menningarmálanefndar Akureyrar

Elsta myndin sem sýnd verður er Síðasti bærinn í dalnum ...Þjóðlíf: 01. 02. 1989: Ítarlegt viðtal við Jórunni Viðar, um tónlistina fyrir myndina

Á þessum árum gerði ég líka músíkina við kvikmyndina Síðasta bœinn í dalnum eftir Óskar Gíslason.

Þar þurfti sextíu mínútur af tónlist. Þá sat ég með stoppúrið og mældi út því að allt varð að standast upp á sekúndu.

Tónlistin var tekin upp á stálþráð og síðan „sínkróníseruð“ við filmuna í London. Ég vandaði mig mjög mikið við þetta.

Wagner hafði haft mikil áhrif á mig, sérstaklega hvernig hann málar hverja persónu með tónum. Það langaði mig til að gera við myndina. Börnin, sveitin eða bærinn og tröllin höfðu hver sína tónlist sem átti að einkenna hvert fyrir sig.

Óskar notar mörg tæknibrögð eins og til dæmis þegar fólk hverfur. Músíkin verður að sýna galdrana með einhverju viðeigandi. Þegar börnin fara í kistuna og fljúga af stað verða tröllin, óttinn og flugið að fylgjast að í tónlistinni ...