Ævi og störf
Morgunblaðið: 19. 10. 1949: Um Ósvald, ævi hans og störf á 50 ára afmæli hans

Hann hefur mjög víða farið um fjöll og öræfi og ýmsar fáfarnar slóðir. Á þessum ferðum fór hann snemma að taka myndir og varð ágætur ljósmyndari og ýmsar myndir hans voru á sýningum utan lands og innan og fengu verðlaun.

Síðan sneri hann sjer að kvikmyndatöku og hefur seinustu árin tekið nokkrar stórar kvikmyndir. Kunnust af þeim er Heklumyndin, litmynd, sem hann tók á ýmsum ferðum, sem hann fór að Heklugosinu síðasta. Er það stórfeld mynd og víða forkunnarfögur og hin merkasta heimild um gosið, bæði sem fögur landslagsmynd og sem fræðimynd ...


Þjóðviljinn: 19. 10. 1969: Ósvaldur sjötugur, stutt grein um ævi hans og störf

Kunnastur er Ósvaldur Knudsen fyrir kvikmyndir sínar, en kvikmyndagerð hefur hann stundað í hjáverkum um aldárfjórðungs skeið og unnið þar einstætt verk, gert fjölmargar kvikmyndir um íslenzka náttúru og einstök héruð, fest á filmu heimildir um gamla þjóðhætti og tekið svipmyndir af kunnum mönnum.

Kunnastur er Ósvaldur þó fyrir Surtseyjarmyndir sínar og hefur mynd hans Surtur fer sunnan hlotið viðurkenningu víða um lönd, ma. gullverðlaun á kvikmyndahátíð í Trento á Ítalíu 1965 og viðurkenningu á kvikmyndahátíð í Leipzig í Austur Þýzkalandi ...
Morgunblaðið: 19. 10. 1974: Viðtal við Ósvald í tilefni af 75 ára afmæli hans

Í öðrum enda hússins hefur Ósvaldur innréttað vinnustofu. Þar er lítill kvikmyndasalur og klefi til að ganga frá og klippa kvikmyndir. Og þar er íka eldtraust herbergi, þar sem geymdar eru frummyndir af hinum 40—50 kvikmyndum, sem hann hefur gert.

Það er dýrmætt safn og á kannski eftir að verða enn dýrmætara er fram Iíða stundir. Sumt af því, sem Ósvaldur hefur fest á filmu, er nú horfið, svo sem gömlu vinnubrögðin, sem hann safnaði og tók á Ströndum á árunum 1950—55 og sumir þeirra manna dánir, sem hann kvikmyndaði.

Þarna eru kvikmyndir um öll eldgos á Íslandi frá því Ósvaldur byrjaði að filma skömmu fyrir Heklugosið 1947. Þar eru myndir af tveimur Heklugosum, Öskjugosi, þrjár Surtseyjarmyndir og nú myndin um gosið á Heimaey. Og þar eru kvikmyndir af fuglum og plöntum, sveitum og merkum mönnum og mörgu fleiru ...