Andlát og arfleifð
Morgunblaðið: 14. 03. 1975: Ósvaldur látinn

Ósvaldur Knudsen málari og kvikmyndagerðarmaður varð bráðkvaddur í gær, 75 ára að aldri.

Þekktastur er Ósvaldur fyrir kvikmyndir sínar. Hann gerði margar kvikmyndir sem sýna íslenzka náttúru, mannlíf, þjóðhætti o.s.frv. Fékk hann margsinnis verðlaun fyrir myndir sínar á erlendum kvikmyndahátíðum.

Ósvaldur hafði yndi af óbyggðaferðum og var m.a. Heiðursfélagi í Ferðafélagi Íslands ...


Tíminn: 15. 03. 1975: Dánartilkynning og nokkur orð um Ósvald

Ósvaldur Knudsen varð bráðkvaddur á föstudag 75 ára að aldri.

Ósvaldur var málarameistari, en þekktastur var hann þó síðari árin fyrir starf sitt að kvikmyndagerð, og hlaut hann margvíslega viðurkenningu fyrir myndir sínar.

Minnisstæðar eru kvikmyndir hans um íslenzka þjóðhætti og mannlíf, svo sem mynd hans frá Hornströndum, þar sem m.a. kom fram hinn merki maður sr. Jón í Grunnavík, og ekki síður myndir um náttúru landsins og hamfarir hennar, t.d. um gosin í Heklu, Öskju, Surtsey og Vestmannaeyjum. En fyrir myndina um síðastnefnda gosið hafði hann fyrir skömmu fengið verðlaun suður í Persíu ...
Þjóðviljinn: 21. 03. 1975: Minningargreinar um Ósvald

Í kvikmyndum Ósvalds er geymdur mikill og margháttaður og sumpart einstæður fróðleikur um land og þjóð.

Vonandi hafa ráðamenn skilning á því, að varðveita og nýta þessar heimildir á viðunandi hátt ...


Morgunblaðið: 10. 07. 1975: Sonur Ósvalds hefur tímabundið sýningar á myndum hans í vinnustofu hans í Hellusundi

Á þessu ári lézt Ósvaldur Knudsen, kvikmyndargerðarmaður, en frá því hann hóf að taka kvikmyndir hafði hann tekið um 50 mismunandi frððleiksmyndir, auk þess sem hann var byrjaður á nokkrum.

Ósvaldur hafði einnig komið sér upp vinnustofu að Hellusundi 6a í Reykjavík og í tengslum við hana útbjó hann sérstaka geymslu fyrir allar myndir sínar.

Nú hefur sonur Ósvalds ákveðið að opna vinnustofu föður síns almenningi til sýnis um mánaðartíma og sýna þar tvær kvikmyndir, sem þeir feðgar unnu að síðustu árin ...
Tíminn: 21. 12. 1975: Umfjöllun um bók um horfna starfshætti, farið yfir hvernig Ósvaldur fékk höfund til að leika fráfærur fyrir myndavélina og hvaða útgáfu fráfæra ætti að festa á filmu sem síðar yrði sýnd í skólastofum

Guðmundur skrifar þarna kafla, sem hann kallar síðustu fráfærurnar. Þar segir frá því, er hann setti á svið fráfærur fyrir Ósvald Knudsen til að kvikmynda í Garði í Aðaldal 1956, að hann hyggur.

Í því sambandi minnist hann á þá kvikmynd, sem Ósvaldur tók af fráfærum á Kirkjubóli í Önundarfirði og oft hefur verið sýnd í skólum. Í því sambandi segir hann:

„Þess er þó þörf að geta, að allmjög voru þær breyttar frá fyrri tíð, t.d. voru allir komnir í gúmmístígvél og nankinsföt, lömbin voru tínd beint úr réttinni ofan í yfirtjaldaðan hestvagn, og ekið til afréttar í stað þess að stía, mjólka frá, færa frá í stekk, reka lömbin o.s.frv.“ ...


Morgunblaðið: 21. 01. 1978: Vilhjálmur Knudsen, sonur Ósvalds, fjallar um varðveislu mynda föðurs síns í sérútbúnum klefa sem hann byggði og varðveislu mynda almennt, listi yfir allar myndir Ósvalds

Ósvaldur Knudsen lét byggja fyrir tólf árum síðan frummyndageymslu þar sem hitastigi og rakastigi er haldið óbreyttu allan ársins hring, með sérstökum útbúnaði.

Honum var frá fyrstu tíð umhugað að frumkvikmyndir hans varðveittust fyrir komandi kynslóðir og skráði jafnframt allan efnivið sinn nákvæmlega og var byrjaðu á að láta skrá nöfn alls þess fólks sem fyrir kemur í myndum hans og er því verki nú haldið áfram ...
Tíminn: 23. 09. 1979: Refaskytta lýsir samskiptum sínum við Ósvald sem vildi kvikmynda ref (undirfyrirsögnin ,,kvikmyndað á greni“)

„Lengst hélt ég læðu, sem ég ól í einn vetur hérna uppi á fjóslofti. Það gerði ég fyrir Ósvald Knudsen, sem hafði áhuga á að kvikmynda grenjaskyttu að störfum.

Ég hleypti þessari læðu út um vorið og honum tókst að mynda hana meðan hún var að snuðra um og hringsnúast, svona meðan hún var að átta sig. Hún var lafhrædd við Ósvald, en hélt sig að mér, því hún þekkti lyktina.

Ósvaldur spurði mig hvernig ég næði henni aftur og ég svaraði að það yrði ekki gert nema með einu móti, — að farga henni. „Og geturðu það?" spurði hann. „Nei.. en ég verð samt“, svaraði ég.

Mér leist ekkert á að hægt mundi að taka Ósvald með á greni, því þegar hæst stæði leikurinn og hann byrjaði að kvikmynda, mundi refurinn auðvitað heyra surgið í kvikmyndavélinni og allt fara í handaskolum ...


Tíminn: 17. 01. 1980: Vilhjálmur Knudsen hefur reglulegar sýningar á eigin myndum og myndum föður síns í fyrrum vinnuhúsnæði Ósvalds

Meiningin er að hafa þetta nokkuð opið, þannig að fólk geti að hluta valið þær myndir sem það langar til að sjá“, sagði Vilhjálmur Knudsen kvikmyndaframleiðandi í viðtali við Tímann.

En nú eru að hefjast sýningar Íslenskra heimildarkvikmynda í vinnustöð Ósvalds Knudsen að Hellusundi 6A, og er ein þeirra kvikmynda Vilhjálms, Alþingi að tjaldabaki.

Fyrsta sýningin verður að Hellusundi 6A fimmtudaginn 17 janúar kl. 9. Sýnd verður Alþingi að tjaldabaki og aukamyndirnar: Vorið er komið og Reykjavík 1955, sem Ósvald Knudsen gerði, auk fleiri mynda úr safni hans ef óskað er ...
Dagblaðið: 17. 01. 1980: Auglýsing fyrir sýningarnar í vinnustofunni, sýningar með ensku tali á laugardögum

Íslenzkar heimildarkvikmyndir:

Alþingi að tjaldabaki eftir Vilhjálmi Knudsen og Reykjavík 1955 & Vorið er komið eftir Ósvald Knudsen eru sýndar daglega kl. 9 ...


Morgunblaðið: 26. 06. 1980: Myndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumardagskrá Norræna hússins

Sýndar verða kvikmyndir eftir íslenska höfunda og má þar nefna Ósvald Knudsen ...
Morgunblaðið: 06. 08. 1981: Um heimsókn á kvikmyndasýningu í Hellusundinu og mikilvægi mynda Ósvalds

Ég held að það sé ómetanleg reynsla fyrir útlending, sem vill kynnast sérkennum íslenskrar náttúru, að sjá kvikmyndir Ósvalds Knudsens.

Við búum á eldvirkri jörð þar sem hvenær sem er getur spýst upp glóandi hrauneðja eða steikjandi heitt vatn.

Ósvaldur Knudsen virtist skynja þessa sérstæðni íslenskrar náttúru af meiri næmni en aðrir menn. Virðist mér oft í myndum hans gæta næstum fífldirfsku er hann beinir myndauganu svo til ofan í það eldhaf sem íslensk jörð eys á. góðum gosdegi ...


Tíminn: 01. 07. 1982: Myndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumarprógrammi Norræna hússins

Fluttir verða fyrirlestrar um Ísland eða flutt annað íslenskt efni og sýndar kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen ...
Tíminn: 20. 09. 1983: Kvikmyndir Ósvalds hafa komið út á fjöldamörgum tungumálum víða um heim, listi yfir myndirnar og tungumálin

Nýlokið er gerð hollenskrar útgáfu kvikmyndar þeirra Knudsen feðga, Vilhjálms og Ósvalds KnudsenEldur í Heimaey.

Þetta er tólfta tungumálaútgáfa kvikmyndarinnar. Hinar eru: íslensk útgáfa, ensk, dönsk, finnsk, frönsk, þýzk, ítölsk, japönsk, norsk, spönsk og sænsk. Unnið er að þrettándu tungumálaútgáfunni, þeirri arabísku ...


Þjóðviljinn: 11. 07. 1984: Kvikmyndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumarprógrammi Norræna hússins

Allar umræddar kvikmyndir eru teknar af Ósvald Knudsen ...
Morgunblaðið: 09. 08. 1984: Mynd Ósvalds Fráfærur sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Að loknu kaffihléi, um kl. 22:00 verður síðan sýnd stutt kvikmynd eftir Ósvald Knudsen, sem nefnist Fráfærur ...


Morgunblaðið: 13. 12. 1986: Myndefni Ósvalds notað í heimildamynd Vilhjálms Knudsens um Ísland

Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndagerðarmaður, hefur lokið við gerð nýrrar íslenskrar kvikmyndar á myndband um Ísland. Hún nefnist Íslandsmyndband.

Myndin er 60 mínútna löng. Í myndinni er fjallað um Ísland, náttúru þess og eldvirkni.

Ýmis atriði kvikmyndarinnar hefur Ósvaldur Knudsen, faðir Vilhjálms, tekið ...
Pressan: 07. 12. 1989: Myndir Ósvalds að finna á bókasöfnum (undirfyrirsögn: ,,Konur salta karla“)

Einnig höfum við hér úrval íslenskra kvikmynda og til dæmis um íslenskt efni erum við hér með frábært efni eftir Ósvald Knudsen ...


Morgunblaðið: 10. 05. 1990: Myndir eftir Ósvald sýndar á M-hátíð á Akranesi

Sýndar verða margar, skemmtilegar myndir, s.s. Síðasti bærinn í dalnum og myndir eftir Ósvald Knudsen ...
Bókasafnið: 01. 03. 1991: Margar mynda Ósvalds komnar út á myndbandi

Myndir Ósvaldar Knudsens:

 • 409 Eldur í Heimaey
 • 410 Surtur fer sunnan
 • 411 Með sviga lævi og jörð úr ægi
 • 412 Eldur í Heklu 1947/8, Heklugosið 1970, Eldur í Öskju 1961
 • 413 Sveitin milli sanda, Fjallaslóðir
 • 414 Heyrið vella á heiðum hveri, Hornstrandir
 • 413 Barnið er horfið, Tjöld í skógi, Laxaþættir
 • 416 Þjórsárdalur, sogið, Fráfærur
 • 417 Sr. Friðrik Friðriksson, Ásgrímur Jónsson, Ullarbandið og jurtalitun.
 • 418 Reykjavík 1955, Hrognkelsaveiðar í Skerjafirði
 • 419 Vorið er komið, Refurinn, Skáholt
 • 420 Þórbergur Þórðarson, frá Eystribyggð á Grænlandi, Smávinir fagrir.
 • 421 Halldór Kiljan Laxness, Afmæli bókar
 • 422 Svipmyndir, Ríkharður Jónsson, Páll ísólfsson
 • 423 Rjúpan, Þórsmörk, Ströndin
 • 424 Þjóðhátíð á Þingvöllum 1974 ...

Morgunblaðið: 09. 05. 1991: Mynd Ósvalds um Sogið sýnd á skemmtikvöldi Stangveiðifélags Reykjavíkur

Meðal þess sem fyrir augu bar voru kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen frá Soginu gerður um 1950, talsettar af Kristjáni Eldjárn ...
Þjóðviljinn: 02. 08. 1991: Brot úr myndum Ósvalds klippt inn í Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson

Kvikmyndataka Ara Kristinssonar á líka stóran þátt í því hversu vel heppnuð myndin er, ég held ég hafi aldrei séð íslenskt landslag jafn tilkomumikið og talandi í kvikmynd. Það er í senn framandi, dulúðugt, kunnuglegt og kært.

Þegar skötuhjúin eru komin vestur og minningarnar hellast yfir Stellu klippir Friðrik gamlar filmur eftir Ósvald Knudsen inn í myndina. Áhrifin eru sterk, fortíðin magnar upp tilfinningar sem ekki hefðu náðst ef Friðrik hefði tekið þann kostinn að gera þessi atriði sjálfur.

Þó að hann hefði getað náð búningum og filmuáferð þá hefði hann aldrei fundið þetta fólk, það lítur enginn svona út i dag ...


Morgunblaðið: 14. 02. 1993: Viðtal við Vilhjálm Knudsen eftir stórbruna á vinnustofu hans, mikið tjón en frumeintök af myndum Ósvalds sluppu, ítarlegt viðtal um kvikmyndagerð Ósvalds

Eftir stórbruna í kvikmyndavinnustofu og sýningarsalnum í Hellusundi 6a hinn 17. janúar sl. hafa fjölmargir aðilar haft samband við Vilhjálm Knudsen á Landspítalanum og lýst hryggð og áhyggjum um afdrif frumkvikmynda hans og Ósvaldar föður hans.

Vilhjálmur kvaðst hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni á handritum, vinnukopíum, sýningareintökum, tungumálaútgáfum, tækjum og öðrum verðmætum. T.d. yfir milljón króna virði í kopíum af Kröflumyndinni, sem hann var að klippa ög vinna að. En fyrir mestu sé að frummyndirnar eru heilar. Samt muni kosta margra ára vinnu að koma þessu í fyrra horf ...
Morgunblaðið: 27. 11. 1997: Minningargrein um Pétur Símonarson sem aðstoðaði Ósvald við kvikmyndagerðina, meðal annars með flugi í kringum gosstöðvar og fleira

Pétur var alla ævi dellukarl. Fyrst var það flugið og áðurnefndur vélsleði og mótorhjól. Flaug hann m.a. með Ósvald Knudsen til að kvikmynda nokkur eldgos ...


Morgunblaðið: 09. 05. 1999: Grein eftir Vilhjálm Knudsen um eigin heimildamyndagerð sem og föður síns og um aðstæður til heimildamyndagerðar á Íslandi

Faðir minn Ósvaldur Knudsen málarameistari var fæddur 1899. Hann hóf töku heimildarljósmynda þrettán ára gamall.

Eftir seinna stríð hóf hann töku heimildarkvikmynda. Hann sá nauðsyn þess að festa á kvikmyndafilmu íslenskt þjóðfélag, atvinnuhætti, náttúru og þjóðkunna menn.

Allt kostaði hann þetta sjálfur. Að lokum var svo komið að 85% af kvikmyndum um Ísland í íslenska skólakerfinu voru kvikmyndir eftir hann.

Hann nánast gaf þjóðinni þessa vinnu sína og fjármuni sem þetta kostaði. Hann fékk aðeins greiddan tvöfaldan kópíeringarkostnað myndanna. Á sama tíma neituðu yfirvöld honum um að draga kostnaðinn frá til skatts ...
DV: 09. 10. 1999: Valdar kvikmyndir Ósvalds sýndar í Hellusundi í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans

Ósvaldur Knudsen, málarameistari og kvikmyndagerðarmaður, hefði orðið 100 ára 19. október næstkomandi.

Í tilefni aldarafmælisins ætlar sonur hans Vilhjálmur að vera með yfirlitssýningu á kvikmyndum hans í október, nóvember og desember, daglega kl. 17.30 ...


Morgunblaðið: 09. 10. 1999: Um sýninguna í tilefni af aldarafmæli Ósvalds og aðeins um Ósvald

Sýndar eru fjórar kvikmyndir:

Heklugosið 1947-8;

Hornstrandir, en þá mynd tók Ósvaldur á Hornströndum og Jökulfjörðum á árunum 1949-54. Lögð er áhersla á að sýna staði, sem nú eru eyddir og það sem sérkennilegast er í landslagi, byggð og búskap;

Sveitin milli sanda. Myndin fjallar um Öræfin og tekin á árunum 1952-64;

Reykjavík árið 1955. Borg í hraðri uppbyggingu. Svipmyndir af bæjarlífinu, en íbúar voru þá 64.000 ...
Morgunblaðið: 12. 04. 2001: Um fjölskyldu Ósvalds

Ósvaldur Knudsen málari var kunnur kvikmyndagerðarmaður. Hann var sonarsonur Ludvigs Arnes, þess sem húsið reisti.

Ósvaldur gerði m.a. kvikmyndina Sveitin milli sanda og fjallaði þá um Öræfin ...


Morgunblaðið: 29. 05. 2004: Tónlist úr tveimur myndum Ósvalds leikin á tónleikum

Auk tónlistarinnar úr fyrrnefndum myndum mun KaSa-hópurinn flytja tónlist úr tveimur heimildarmyndum eftir Ósvald Knudsen við tónlist Magnúsar Blöndal Jóhannessonar og tónlist við tvær sjónvarpsmyndir ...
Saga: 01. 01. 2010: Mynd Ósvalds um jurtalitun sýnd á sýningu um heimilisiðnað í Safnahúsinu

Þá er auk þessa kvikmynd frá árinu 1953 eftir Ósvald Knudsen um ullarband og jurtalitun í hliðarherbergi um heimilisiðnað ...