Kvikmyndaferill
Tíminn: 28. 09. 1966: Mynd eftir Ósvald sýnd sem hluti af fyrstu sjónvarpsútsendingum Ríkissjónvarpsins

Úr Eystribyggð á Grænlandi.

Kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefur gert um byggðir Íslendinga á Grænl. fyrr á öldum.

Þulur í myndinni er Þórhallur Vilmundarson ...


Tíminn: 22. 07. 1967: Ósvaldi hrósað fyrir myndir sína og ósérhlífið framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar

Það er margra dombærra manna mál, ekki aðeins íslenzkra, heldur og erlendra sérkunnáttumanna, að Surtseyjarmynd Ósvaldar Knudsen með hinni sérkennilegu nýtízkutónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar sé mjög gott verk og raunar afrek þegar litið er á aðstæður. Sú mynd hefur og fengið verðuga viðurkenningu erlendis.

Nú hefur Ósvaldur gert aðra heimildarkvikmynd um íslenzka hveri, og hefur sú mynd fengið góða viðurkenningu á kvikmyndaviku Evrópuráðs og dreifist nú um Evrópu skólum og fræðslustofnunum.

Ósvaldur Knudsen er einstakur áhugamaður um kvikmyndagerð, þótt ekki sé sérmenntaður á því sviði. Reynslan og áhuginn hafa hinsvegar orðið honum góðir kennarar.- Ósérplægni hans og dugnaður hafa borið árangur, sem við erum öll í mikilli þakkarskuld fyrir ...
Morgunblaðið: 20. 09. 1967: Viðtal við Ósvald um kvikmyndagerð

„Þetta byggist allt á Surti sjálfum. Ef hann væri ekki svona skemmtilegur og litskrúðugur, yrði þetta tæpast svona fallegt.“ Það er Ósvaldur Knudsen, málarameistari og kvikmyndari, sem talar.

Við heimsóttum hann fyrir skömmu til fregnleita hjá honum um kvikmyndir og annað. Við komum að dyrunum á Hellusundi 6A, og bönkuðum.

Óvart höfðum við rambað á rangar dyr, því að þetta reyndust vera dyrnar á „studioi“ Ósvaldar, þar sem hann klippir og snurfusar myndir sínar, auk þess, sem það er um leið lítill sýningarsalur.

En þrátt fyrir þetta birtist húsráðandimn í dyrunum, broshýr að vanda, og vakti þó fótabúnaðurinn mesta athygli okkar, því að hann var í íslenzkum sauðskinnsskóm, brydduðum ...


Alþýðublaðið: 29. 09. 1967: Greinarkorn til heiðurs Ósvaldi, afrekum hans við kvikmyndagerð hampað

Kvikmyndir Ósvalds Knudsens hafa aflað honum frægðar víða um lönd, nú síðast hefur hann hlotið yiðurkenningu fyrir Surtseyjarmyndina, Með sviga lævi, á Heimssýningunni í Montreal.

Aftur á móti hefur minna farið fyrir opinberri viðurkenningu hér heima honum til handa, þótt almenningur hafi jafnan tekið myndum hans tveimur höndum.

Sú nefnd, sem farið hefur með úthlutun listamannafjár á Íslandi, hefur aldrei séð sér fært að veita honum viðurkenningu eins og öðrum listamönnum þjóðarinnar af þeirri ástæðu, skilst mér, að í hefinar orðabók finnst ekkert, sem ljósmyndalist eða kvikmyndalist heitir ...
Mánudagsblaðið: 25. 03. 1968: Tvær myndir eftir Ósvald sýndar í Sjónvarpinu, Sogið og Fráfærur

Íslenzkar kvikmyndir.

a. Sogið. Myndin er tekin árið 1953. Lýsir hún þessu fagra fljóti og umhverfi þess.

b. Fráfærur. Myndin er tekin á Kirkjubóli í Önundarfirði árið 1958, en þar mun einna síðast hafa verið fært frá hér á landi.

Ósvaldur Knudsen tók báðar myndirnar. Dr. Kristján Eldjárn samdi textann og er jafnframt þulur ...


Morgunblaðið: 23. 04. 1968: Mynd eftir Ósvald um jurtalitun, Ullarband og jurtalitun, sýnd í Sjónvarpinu

Íslenzkar kvikmyndir gerðar af Ósvald Knudsen

1. Ásgrímur Jónsson, listmálari. Myndin sýnir svipmyndir úr lífi og starfi listamannsins, bæði á vinnustofu hans og úti í náttúrunni. Myndin er gerð árið 1956.

2. Ullarband og jurtalitun. Myndin fjallar um gamlar aðferðir við söfnun litgrasa og notkun þeirra til litunar. Stofn myndarinnar er tekinn hjá Matthildi litunarkonu Halldórsdóttur í Garði í Aðaldal. Myndin er gerð árið 1952.

Kristján Eldjárn hefur gert tal og texta við báðar þessarmyndir ...
Morgunblaðið: 01. 08. 1968: Ósvaldur tekur kvikmynd á Esjufjöllum á Vatnajökli

Farið var mánudaginn 22. júlí með þyrlu Andra Heiðbergs úr Öræfasveit. Flutti hann leiðangursmenn í tveimur ferðum og skrapp Ósvaldur Knudsen með og stanzaði milli ferða, til að taka kvikmynd ...


Morgunblaðið: 11. 09. 1968: Mynd eftir Ósvald, Laxaþættir, sýnd í Sjónvarpinu

Tvær kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen.

a) Laxaþættir. Myndin sýnir laxa klak, frjógvun hrogna og uppeldi seiða í klakhúsi, laxagöngur og laxveiði.

b) Svipmyndir. Af ýmsum kunnum Íslendingum. Myndirnar eru teknar á árunum 1950 — 1963.

Þulur með báðum myndunum er dr. Kristján Eldjárn ...
Alþýðublaðið: 12. 10. 1968: Mynd um íslenskar jurtir, Smávinir fagrir, sýnd í Sjónvarpinu

Ósvaldur Knudsen sýnir:

a. Barnið er horfið. Myndin er um sannan atburð, sem gerðist á Hellissandi. Myndin er gerð árið 1962. Þulur: Dr. Kristján Eldjárn.

b. Smávinir fagrir. Mynd um íslenzkar jurtir. Gengið er um tún og haga í fylgd Ingimars Óskarssonar, grasafræðings. Myndin er gerð árið 1960. Þulur: Ingimar Óskarsson, grasafræðingur ...


Tíminn: 01. 02. 1969: Mynd Ósvalds um uppgröft í Skálholti og Skálholtshátíðina sýnd í Sjónvarpinu

Ósvaldur Knudsen, Skálholt.

Uppgröftur og rannsókn hins gamla kirkjugrunns í Skálholti. Einnig eru svipmyndir frá 900 ára hátíð Skálholts 1956. Þulur: Dr. Kristján Eldjárn ...
Morgunblaðið: 03. 07. 1969: Tvær myndir eftir Ósvald sýndar á umdæmisþingi Rótarý-samtakanna

Á fyrsta fundi voru auk þessa sýndar tvær kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hafði tekið og Birger Grönn, skipaverkfræðingur flutti langt og ítarlegt erindi um Rótarýsamtökin og flutti þinginu kveðju forseta alþjóðasamtakanna ...


Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndagerð Ósvalds þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt

Það verður að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðarmaður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góður, og liggja til þessa tvær meginástæður.

Í fyrsta lagi virðist hann ekki kunna einföldustu tæknileg undirstöðuatriði kvikmyndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öllum fjórum myndunum er hreyfing myndavélarinnar undantekningarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndefnisins er).

Í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslumyndar. Þegar bezt lætur má með góðum vilja greina heimildarkaflana frá fræðsluköflunum, en þegar verst lætur er þessu tvennu sutlað saman og hrært í þannig að ógerningur er að fá snefil af viti í samansetninguna ...
Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans

Á sýningunni í Gamla bíói var sýnd síðari Surtseyjarmynd Ósvaldar Með sviga lævi. Er hún langbezt þessara mynda. Hefur Ósvaldur alls farið 70-80 ferðir út í eyjuna og hefur tekið mikið magn af myndum. Árangurinn er mynd sem er bæði einstæð og frábærlega góð.

Heyrið vella á heiðum hveri nefnist mynd sem fjallar um jarðhita og hveri á Íslandi. Myndin er góð, þar sem fjallað er um hveri sem náttúrufyrirbrigði, en þegar kemur út fyrir það fer hún í mola.

Nærmyndir Ósvaldar af hverum eru heillandi og vafalaust hefði mátt gera alla myndina þannig samspil lita og hreyfingar. Eins og hún stendur er hún að nokkru náttúrulýsing og að nokkru atvinnulífslýsing, en gefur af hvorugu heildarmynd ...


Alþýðublaðið: 24. 01. 1973: Nóttina sem gosið hófst í Vestmannaeyjum töldu erlendir blaðamenn að Ósvaldur væri þegar búinn að taka loftmyndir af gosinu, myndir sem væru mikils virði

Þannig gerðist það, að skömmu eftir, að gosið hófst var hringt frá sjónvarpsstöð einni til sjónvarpsmanna, þeim sögð tíðindin. Um leið var spurt, hvort það væri rétt, að Ósvaldur Knudsen væri búinn að fljúga yfir gosstöðvarnar og taka kvikmynd. Ef svo væri vildi fréttastofan borga milljónir króna fyrir hana ...
Alþýðublaðið: 27. 10. 1973: Ósvaldur afþakkaði fjárveitingu fyrir eigin kvikmyndagerð frá Menntamálaráðuneytinu

Ósvaldur Knudsen hefur gert myndir eða kafla úr myndum um Halldór Laxness og dr. Pál Ísólfsson, að ég held, sagði Birgir enn fremur,

— og einhverntíma stóð til að ráðuneytið greiddi honum eitthvað upp í kostnað við gerð þeirra mynda, en hann þáði ekki af einhverjum orsökum ...