Kvikmyndaferill
Morgunblaðið: 18. 11. 1950: Ósvaldur sýnir kvikmynd á skemmtifundi Málarameistafélags Reykjavíkur

Skemmtiatriði:

Kvikmynd, Ósvald Knudsen ...


Þjóðviljinn: 02. 12. 1951: Ósvaldur sýnir kvikmynd á fundi kvennadeildar Slysavarnarfélags Reykjavíkur

Til skemmtunar:

Kvikmyndasýning, Ósvaldur Knudsen ...
Morgunblaðið: 12. 12. 1951: Fjallað um kvikmyndagerð Ósvalds í bók um áhugamál mætra manna

Ósvaldur Knudsen reynir við kvikmyndatöku ...


Tíminn: 04. 07. 1954: Ósvaldur gerði mynd um jurtalitun húsfreyju

Þessi leið hefir aðeins verið reynd, en allt of hljótt er um svo ágæta byrjun. T.d. Gjörði Ósvald Knudsen kvikmynd af jurtalitun Matthildar húsfreyju í Garði í Aðaldal.

Var þá byrjað á fénu, frjálslegu og ánægðu, sýnd smölun, rúning, ullarþvottur, tóskapurinn og öll meðferð bandsins, þar til það hafði tekið á sig alla liti regnbogans og fjöldi litbrigða í höndum hinnar fjölhæfu listfengnu konu
Tíminn: 24. 04. 1956: Mynd eftir Ósvald sýnd á fundi Náttúrulækningafélags Reykjavíkur

Kvikmynd: Ósvald Knudsen ...


Vísir: 21. 11. 1957: Kvikmyndir Ósvalds sýndar á ljósmyndasýningu Félags áhugaljósmyndara

Ákveðið hefir verið að á morgun, laugardaginn og sunnudaginn verði sýndar íslenzkar litkvikmyndir á sýningunni, sem Ósvaldur Knudsen hefir tekið, en hann stendur í allra fremstu röð þeirra íslendinga, sem fengizt hafa við kvikmyndatökur ...
Þjóðviljinn: 07. 03. 1958: Þrjár myndir Ósvalds sýndar í Trípólíbíó, Hornstrandamyndin, Reykjavík fyrr og nú og myndin um Ásmund Jónsson (þrjár sýningarhelgar)

Kvikmyndir þessar eru frá Hornströndum, Reykjavíkurmynd og mynd um Ásgrím Jónsson listmálara.

Hornstrandamyndin er um landslag á Hornströndum og mannlíf þar, áður en byggðir þar eyddust með öllu og er fjölbreytt að efni.

Sýnt er ýmislegt sérkennilegt úr lífi og atvinnuháttum þessarar afskekktu byggðar, og meðal veigameiri kafla myndarinnar er þáttur um bjargsigið og þáttur um rekaviðinn á Ströndum og vinnslu hans, svo að eitthvað sé nefnt.

Margt ber á góma í þessari mynd, sem nú er horfið og verður ekki kvikmyndað héðan í frá ...


Frjáls þjóð: 06. 12. 1958: Ósvaldur gerði mynd fyrir Skaftfellingafélagið, verður sýnd næstkomandi sunnudag

Skaftfellingafélagið hefur að undanförnu látið vinna að kvikmynd úr Skaftafellssýslum, og hefur Ósvald Knudsen tekið hana. Verður hún sýnd almenningi nú á sunnudaginn ...
Morgunblaðið: 13. 05. 1959: Ósvaldi þakkað fyrir að stuðla að dýravernd á Íslandi með myndum sínum á stofnfundi Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur

Á fundinum var einróma samþykkt að þakka þeim Birni Björnssyni, kaupmanni frá Neskaupstað, Ósvald Knudsen, málarameistara og Magnúsi Jóhannsyni, útvarpsvirkja, þá kynningu, sem þeir hafa veitt almenningi með hinum ágætu myndum sínum af dýralífi landsins og með því stuðlað að dýra- og náttúruvernd ...


Kirkjuritið: 01. 05. 1960: Ósvaldur á heiður kirkjunnar skilinn fyrir brautryðjendastarf sitt við kvikmyndagerð

Maður heitir Ósvaldur Knudsen. Hann er einna kunnastur málarameistari í Reykjavík. Í tómstundum sínum hefur hann lengi stundað myndatökur m.a. og eru ýmsar ljósmyndir hans víðfrægar.

En mestur mun hróður hans verða sakir nokkurra kvikmynda, sem hann hefur gert bæði af náttúruviðburðum, svo sem Heklugosi, fornum þjóðlífsháttum: t.d. á Hornströndum, atvinnulífi: t.d. fráfærum og grásleppuveiðum — og síðast en ekki sízt merkum viðburðum.

Tel ég þar Skálholtsmynd hans frá uppgreftri og hátíð á hinu forna biskupssetri fremsta. Yfirleitt eru þetta úrvalsmyndir, sem stórgróði er að og mun gildi þeirra fara sívaxandi ...
Morgunblaðið: 11. 03. 1961: Viðtal við Ósvald og umfjöllun um kvikmyndagerð hans

Kvikmyndaskálinn er raunar fremur hugsaður sem vinnustofa, þar sem Ósvaldur getur fullunnið kvikmyndir sínar, sem hann tekur víðsvegar um landið á sumrin.

Í öðrum enda salarins er sýningarklefi og hljóðeinangraður klefi, þar sem útbúnaður er til upptöku á tali og músík, og síðast en ekki sízt eldtraustur klefi, sem geymir spólurnar með kvikmyndunum 20, sem Ósvaldur hefur gert undanfarin 14 ár.

Þar eru myndir, sem ekki væri hægt að bæta, ef þær glötuðust, eins og t.d. kvikmyndin um sr. Friðrik, sem gerð var rétt áður en hann missti sjónina, myndin um Ásgrím Jónsson málara, sem nú er létinn, myndin um gamla þjóðlífshætti á Hornströndum, sem gerð var 1955, eftir upptökuferðir vestur í fjögur sumur o.s.frv. ...


Morgunblaðið: 12. 03. 1961: Mynd Ósvalds með nærmyndum af plöntum myndi henta vel til kennslu

Í blaðinu í gær var í viðtali við Ósvald Knudsen minnst á kvikmynd, sem hann hefur tekið, og safnað þar saman 70—80 íslenzkum jurtum.

Slík mynd væri þvílíkur fengur fyrir hvern náttúrufræðikennara, að sjálfsagt virðist að athuga hvort ekki er hægt að fá kopíur af henni keyptar fyrir skólana.

Aðstæður til kennslu eru hér að mörgu leyti mjög erfiðar, en helztu nytjafiska okkar er ekki erfitt að útvega til að sýna krökkunum.

E.t.v. reikna kennararnir með að foreldrar barnanna hljóti að vera búin að sýna þeim þorsk í eldhúsinu heima. En það virðist ekki vera almennt, úr því krakkarnir þekkja hann ekki ...
Tíminn: 03. 09. 1961: Ósvaldur tekur kvikmynd af ref að leik við hund

Tófan Tóta var þarna á bænum í ár eða þangað til í sumar. Henni var sleppt út þegar Ósvaldur Knudsen kom til að kvikmynda hana.

Var hún látin leika sér úti með hvolpinum, svo að eðlilegar myndir næðust af henni. En hún styggðist við að losna úr kofanum, sem henni hafði verið haldið í um veturinn.

Var ekki hægt að ná henni aftur og varð því að skjóta hana ...


Vísir: 07. 10. 1961: Myndasafn Ósvalds með kvikmyndum frá Grænlandi og Íslandi (líklega myndirnar fimm sem hann sýndi í Gamla Bíó um vorið) sýnt í Kópavogsbíó

Myndasafn Ósvald Knudsen frá Íslandi og Grænlandi ...
Tíminn: 20. 06. 1962: Mynd Ósvalds um íslensk blóm, sem hann gerði á vegum Fræðslumyndasafns ríkisins sýnd á fulltrúaþingi Sambands íslenskra barnakennara

Þá sýndu starfsmenn fræðslumyndasafnsins myndir úr væntanlegum kyrrmyndaflokkum og kyikmynd um íslenzk blóm, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið á vegum safnsins ...


Morgunblaðið: 10. 08. 1962: Ósvaldur við upptökur við Öskju

Ferðamenn héldu nú inn að Öskjuvatni, skoðuðu Víti og vörðuna sem er minnismerki Þjóðverjanna, sem hurfu með vofveiflegum hætti í Öskju 1907.

Þar var fyrir Ósvald Knudsen, kvikmyndatökumaður, og þrír félagar hans. Voru þeir að kvikmynda töku í Öskju, voru m.a. að kvikmynda íslög sem liggja undir hrauninu ...
Tíminn: 08. 03. 1963: Ósvaldur sýnir fjórar kvikmyndir í Gamla Bíó, Eldur í Öskju, kvikmynd um Halldór Laxness, Fjallaslóðir og Barnið er horfið, látið er vel af þeim öllum

Fréttamenn heimsóttu Ósvald í dag og horfðu á kvikmyndirnar, sem eru gullfallegar og fróðlegar í senn.

Voldugasta myndin er Eldur í Öskju, kvikmynd um Öskjugosið í október og nóvember 1961. Þar tókst í fyrsta sinn að kvikmynda hér myndun helluhrauns, sem víða setur svip á íslenzkt landslag.

Þar gefur að líta glóandi hraun elfur, kvikar hrauntjarnir og storknandi lög, sem sporðreisast í leðjunni og hverfa í svelginn með boðaföllum.

Þá má sjá hin stórfenglegustu hraungos, sem fáeinir voru svo heppnir að sjá úr lofti eða af landi. Dr. Sigurður Þórarinsson talar með myndinni og með henni er flutt tónlist, sem Magnús Blöndal Jóhannsson samdi og felldi sérstaklega að þessari kvikmynd  ...


Þjóðviljinn: 10. 04. 1963: Myndir Ósvalds hafa varðveitt menningarleg verðmæti og teljast til sögulegra afreka

Á sviði kvikmyndalistar mætti líka án efa skapa listaverk, sem gætu tengt saman á listrænan hátt fortíð og nútíð.

Það færi t.d. ekki á milli mála, að ýmsar af þeim kvikmyndum, sem Ósvald Knudsen hefði tekið á undanförnum árum, mætti telja til sögulegra afreka og þar væri bjargað menningarverðmætum sem ella hefðu glatazt og án alls efa myndu ýmsir áhugamenn á þessu sviði geta framkvæmt þannig merkileg verk ef þeir fengju einhverja uppörfun frá því opinbera ...
Þjóðviljinn: 12. 07. 1963: Mynd eftir Ósvald sýnd á kvikmyndahátíð í Moskvu

Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Þjóðviljanum, mun kvikmynd eftir Ósvald Knudsen verða sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem stendur yfir í Moskvu þessa dagana. Er myndin sýnd utan keppninnar ...


Alþýðublaðið: 27. 03. 1965: Ósvaldi hrósað fyrir vel unnin störf

Ósvaldur Knudsen hefur gert enn eina kvikmynd, sem vekur verðskuldaða athygli samtíðarinnar og á eftir að verða dýrmæt heimild í framtíðinni.

Þessi mynd var eins og fyrri myndir Ósvalds gerð í frístundum hans af miklum dugnaði og elju.

Störf íslenzkra kvikmyndamanna hafa verið ótrúlega mikil, þegar tekið er tillit til hinnar erfiðu aðstöðu þeirra. Hvert fet af filmu hefur þurft að senda til annarra landa til framköllunar eða kóperingar og hafa það verið erilsöm viðskipti.

Samt hafa þessir menn — áhugamenn flestir, enn sem komið er — tekið fjölda mynda, sem sýna viðburði í sögu þjóðarinnar á síðari árum, ýmsa þætti þjóðlífs og náttúru landsins.

Íslenzka sjónvarpið ætti, þegar það kemst á laggirnar að skapa nýja aðstöðu til íslenzkrar kvikmyndagerðar, en jafnframt verða hinir mörgu kvik myndatökumenn okkar sjónvarpinu mikilvæg stoð í öflun efnis ...
Vísir: 05. 06. 1965: Ósvaldur kvikmyndar gos í Syrtlingi

Ósvaldur Knudsen kvikmyndar Syrtling

(myndin er tekin suðvestur af gosstað).

Við hlið honum stendur skipverji af lóðsinum ...


Alþýðublaðið: 23. 09. 1965: Viðtal við Ósvald um kvikmyndagerð hans

— Og fórstu fljótt að taka kvikmyndir

— Nei, ég byrjaði á því árið 1945. Guðmundur Einarsson frá Miðdal átti þá kvikmyndavél og fékk mig til þess að kaupa mér tökuvél líka. Þannig byrjaði þetta og síðan hef ég ekki getað slitið mig frá kvikmyndunum.

— Og hvað hefurðu svo helzt myndað?

— Mesta áherzlu hef ég lagt á það, sem er að hverfa, en auk þess hef ég kvikmyndað ýmislegt, sem hér hefur skeð á þessum árum. Fyrsta myndin, sem ég setti samari var af Heklugosinu 1947, en mest tók ég styttri þætti fyrst

— Hvað heldurðu svo að kvikmyndirnar þínar séu orðnar margar?

— Ég hef nú ekki ákveðna tölu á þeim, en þær eru víst orðnar milli tuttugu og þrjátíu. Þessar myndir eru allar í litum en mislangar ...
Tíminn: 28. 10. 1965: Myndir eftir Ósvald sýndar í tilefni af opnun nýs félagsheimilis í Ytri-Njarðvík

Enn fremur verða sýndar íslenzkar kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen ...


Morgunblaðið: 07. 06. 1966: Ósvaldur í varastjórn Hagsmunasamtaka kvikmyndagerðarmanna

Með tilkomu hins íslenzka sjónvarps er félagsstofnun þessi nauðsynlegur milliliður og samningsaðili og eru allir þeir sem ástæðu hafa til þess að gerast félagar og hafa átt við kvikmyndagerð, hvattir til þess að hafa samband við stjórn félagsins, en hana skipa:

Magnús Jóhannsson, útvarpsvirkjameistari, formaður, Óskar Gíslason, kvikmyndatökumaður, gjaldkeri, Ásgeir Long, vélstjóri, ritari og í varastjórn Ósvaldur Knudsen, málarameistari og Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari ...
Tíminn: 20. 08. 1966: Ósvaldur enn við upptökur í Surtsey þegar fyrsti gígur gossins fer aftur að gjósa

Strax og fréttir um hraun gosið hingað til Reykjavíkur voru gerðar ráðstafanir til að fara út í eyna, og flugu þeir Steingrímur Hermannsson formaður Surtseyjarfélagsins, Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur, Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, Ósvaldur Knudsen, vísindamaður frá Columbía háskólanum og blaðamenn yfir Surtsey ...