Milli fjalls og fjöru var fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd, sem og fyrsta talmyndin. Hún var gefin út árið 1949 og er 97 mínútur að lengd. Myndin var frumsýnd í Gamla bíói 13. janúar 1949 og almennar sýningar hófust daginn eftir.

Leikstjórn: Loftur Guðmundsson

Handrit Loftur Guðmundsson 

Kvikmyndataka: Loftur Guðmundsson 

Klipping: Loftur Guðmundsson 

Framleiðandi: Loftur Guðmundsson

Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfsson, Bryndís Pétursdóttir

Image

Alþýðublaðið: 13. 01. 1949: Fyrsta íslenska tilrauna- talmyndin, Milli fjalls og fjöru, frumsýnd í Gamla Bíó

Kvikmynd þessi er fyrsta tilrauna-talmyndin, sem gerð er á Íslandi. Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefur samið efni myndarinnar og kvikmyndað, en hljóðupptökurna hefur sér Hákon Loftsson annazt. Öll innri kvikmyndun fór fram í fimleikasal St. Jósefssystranna í Hafnarfirði, en úti kvikmyndunin á Kjalarnesi, Hálshólum í Kjós og víðar í Kjósinni, og enn fremur við Arnarnes, Sunnan Reykjavíkur, á Meðalfellsvatni og uppi á Esju


Morgunblaðið: 15. 01. 1949: Loftur nefndur ,,faðir íslenskra talmynda“ í kvikmyndadómi um Milli fjalls og fjöru

Það var vissulega leiksögulegur atburður er Loftur Guðmundsson ljósmyndari, frumsýndi í Gamla Bíó í fyrrakvöld fyrstu íslensku talmyndina, – „Milli fjalls og fjöru“. Var auðsætt, að áhorfendur biðu sýningarinnar með mikilli eftirvæntingu og hugðu gott til hennar, enda er Loftur þekktur að snilli og hugkvæmni og hvergi smeykur við að leggja inn á nýjar brautir, ef því er að skifta. Loftur hefur sjálfur