Ósvaldur test


Morgunblaðið: 03. 02. 1948: Mynd Ósvalds og Guðmundar frá Miðdal af heklugosinu sýnd á fundi Ferðafélags Íslands

Heklukvikmynd Fjallamanna: Ferðafjelag Íslands efnir til skemtifundar í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 9. — Á fundinum sýnir Guðmundur Einarsson frá Miðdal kafla úr Heklukvikmynd Fjallamanna, sem hann og Ósvald Knudsen hafa tekið.

— Af því að Ferðafjelag Íslands hefur áður sýnt mynd af byrjun gossins mun jeg sýna þá kafla úr mynd okkar Fjallamanna, sem teknir eru af gosinu eins og það var í haust og fyrri hluta vetrar, sagði Guðmundur frá Miðdal, er blaðið átti tal við hann í gær.

— Sýndar verða myndir frá fjórum ferðum, þar af einni flugferð. Sýna þessar myndir m. a. er nýi gígurinn neðst í suð-vestur öxlinni myndaðist og þeg ar gamla hraunhlaupið sprakk og hraunið flóði suður um Höskuldshjalla. Þá er sumt af myndinni tekið í snjó skömmu fyrir jól 


Morgunblaðið: 19. 10. 1949: Um Ósvald, ævi hans og störf á 50 ára afmæli hans

Ósvaldur Knudsen málarameistari fimmtugur: Hann hefur mjög víða farið um fjöll og öræfi og ýmsar fáfarnar slóðir. Á þessum ferðum fór hann snemma að taka myndir og varð ágætur ljósmyndari og ýmsar myndir hans voru á sýningum utan lands og innan og fengu verðlaun. Síðan sneri hann sjer að kvikmyndatöku og hefur seinustu árin tekið nokkrar stórar kvikmyndir. Kunnust af þeim er Heklumyndin, litmynd, sem hann tók á ýmsum ferðum, sem hann fór að Heklugosinu síðasta. Er það stórfeld mynd og víða forkunnarfögur og hin merkasta heimild um gosið, bæði sem fögur landslagsmynd og sem fræðimynd 


Morgunblaðið: 18. 11. 1950: Ósvaldur sýnir kvikmynd á skemmtifundi Málarameistafélags Reykjavíkur

Málarameistarafjelag Reykjavíkur heldur skemmtifund í Þórskaffi, þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði: Kvikmynd, Ósvald Knudsen. Skemmtilestar, Jökull Pjetursson. Spurningaþáttur? Dans til klukkan 1. Aðgöngumiðar við innganginn. Verð kr. 25.00. Kaffi innifalið. — Mætið vel og hafið með ykkur gesti. Nefndin. 


Þjóðviljinn: 02. 12. 1951: Ósvaldur sýnir kvikmynd á fundi kvennadeildar Slysavarnarfélags Reykjavíkur

Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur annað kvöld fund kl. 8.30 í Tjarnarcafé.

Til skemmtunar: Kvikmyndasýning: Ósvaldur Knudsen. Dans. Fjölmennið! Stjórnin 


Morgunblaðið: 12. 12. 1951: Fjallað um kvikmyndagerð Ósvalds í bók um áhugamál mætra manna

Valið á tómstundavinnunni þarf ekki að eiga neitt skylt viðfangsefnum daglega lífsins. Fiskifræðingurinn Árni Friðriksson hefir t.d. valið sér frímerkjasöfnun. Bjarni Ásgeirsson yrkir sér til hugarhægðar. Þorsteinn Jósefsson tekur myndir, Sigurður Jónsson barnakennari frá Brún velur sér að sýsla við góðhesta. Lárus Fjeldsted spilar bridge, Sæmundur Stefánsson fer á veiðar, Ósvaldur Knudsen reynir við kvikmyndatöku, en Helgi S. Jónsson fer aftur í stuttbuxur skátanna 


Tíminn: 04. 07. 1954: Ósvaldur gerði mynd um jurtalitun húsfreyju

Þessa leið hefir aðeins verið reynd, en allt of hljótt er um svo ágæta byrjun. T.d. gjörði Ósvald Knudsen kvikmynd af jurtalitum Matthildar húsfreyju í Garði í Aðaldal. Var þá byrjað á fénu, frjáslega og ánægðu, sýnd smölun, rúning, ullarþvottur, tóskapurinn og öll meðferð bandsins, þar til það hafði tekið á sig alla liti regnbogans og fjölda litbrigða í höndum hinnar fjölhæfu listfenglegu konu 


Tíminn: 24. 04. 1956: Mynd eftir Ósvald sýnd á fundi Náttúrulækningafélags Reykjavíkur

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félags- og skemmtifund í Guðspekifélaginu, Ingólfsstræti 22, n.k. Miðvikudag, 25. Apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ræða: Jónas Kristjánsson, læknir. 2. Píanóspil: Skúli Halldórsson. 3. Gamanþáttur: Hjálmar Gíslason. Kvikmynd: Ósvald Knudsen. Náttúrulækningafél. Reykjavíkur


Vísir: 21. 11. 1957: Kvikmyndir Ósvalds sýndar á ljósmyndasýningu Félags áhugaljósmyndara

Kvikmyndir sýndar á ljósmyndasýningunni: Ljósmyndasýning Félags áhugaljósmyndara hafa nú skoðað 1400—1500 manns. Sýningin er opin deglega frá kl. 2—10 e.h., en á sunnudaginn kemur verður hún opin frá kl. 10 f.h. til miðnættis. Ákveðið hefir verið að á morgun, laugardaginn og sunnudaginn verði sýndar íslenzkar litkvikmyndir á sýningunni, sem Ósvaldur Knudsen hefir tekið, en hann stendur í allra fremstu röð þeirra íslendinga, sem fengizt hafa við kvikmyndatökur. Verða þær sýndar kl. 20.30 á morgun og laugardaginn, en kl. 17.00 og kl. 21.00 á sunnudagskvödið 


Vísir: 01. 02. 1958: Tvær myndir eftir Ósvald frumsýndar á kvöldvöku Ferðafélagsins, önnur fjallar um fornleifarannsóknir í Skálholti og sýnir frá skálholtshátíðinni, Kristján Eldjárn flytur skýringar með henni og hin er um Ásgrím Jónsson listmálara

Kvöldvaka Ferðafélagsins a þriðjudaginn; Á kvöldvökunni verða frumsýndar tvær kvikmyndir sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið, með skýringarteksta Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Kvikmyndir þessar eru frá fornleifarannsóknunum í Skálholti og frá Skálholtshátíðinni, svo og kvikmynd, sem gerð fefur verið um Ásgrím Jónsson listmálara og starf hans. En jafnframt flytur Björn Th. Björnsson listfræðingur erindi við Ásgrím og list hans 


Tíminn: 06. 02. 1958: Um sýninguna á fundi Ferðafélagsins á myndum úr Skálholti og um Ásgrím Jónsson, báðar sagðar vel unnar og góðar heimildir og þá sérstaklega myndin um Ásgrím

Merkar heimildir: Báðar þessar kvikmyndir hefir Ósvaldur Knudsen gert, en dr. Kristján Eldjárn skýrir þær með nokkrum snjöllum setningum. Báðir eiga þakkir skilið. Myndirnar túlka söguleg augnablik, er seinni tímum mun þykja mikilsvirði að hafa ljóslifandi fyrir augum.

Myndin af Ásgrími Jónssyni verður stórmerk heimild um þennan sérstæða og stórbrotna snilling og brautryðjanda, sem fyrstur ísl. myndlistarmanna gerði þá listgrein að æfistarfi, og vakti þjóðina til meðvitundar um tign og fegurð landsins. Í gærkvöldi var auðfundið að kvikmyndin um hinn aldna listamann vakti óskipta athygli mannfjöldans 


Morgunblaðið: 08. 02. 1958: Um sýningu Ferðafélagsins á myndunum frá Skálholti og um Ásmund

2 kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen frumsýndar: Kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar og Skálholtskvikmynd. Ferðafélag Íslands hélt kvöldvöku i Sjálfstæðishúsinu s. 1. þriðjudag. Kvöldvaka þessi var ein af þeim fjölmennustu sem Ferðafélagið hefur haldið, og var hvert sæti í húsinu skipað. Skemmtiatriði voru mjög góð.

Skálholtskvikmynd: Dr. Sigurður Þórarinsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Síðan var frumsýnd Skálholtskvikmynd eftir Ósvald Knudsen, með texta eftir Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, og talaði Kristján inn á myndina. Var mynd þessi mjög merkileg um marga hluti, og þó sérstaklega, að sýndur var gröftur að grunni Brynjólfskirkju. Á myndinni sést er komið var niður á steinkistu Páls biskups Jónssonar, og er lokinu var lyft af henni. Er sá fundur einn merkasti fornminjafundur hér á landi. Þá var sýnd Skálholtshátíðin 1956, er fjölmargir erlendir kirkjuhöfðingjar sóttu Skálholt heim. Var gerður mjög góður rómur að kvikmynd þessari.

Kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar: Næst var frumsýnd kvikmynd af verkum Ásgríms Jónssonar, listmálara, og nokkuð úr athafnalífi listamannsins. Björn Th. Bjórnsson, listfræðingur flutti fróðlegt erindi um Ásgrím og list hans 


Þjóðviljinn: 07. 03. 1958: Þrjár myndir Ósvalds sýndar í Trípólíbíó, Hornstrandamyndin, Reykjavík fyrr og nú og myndin um Ásmund Jónsson (þrjár sýningarhelgar)

Ósvald Knudsen sýnir þrjár kvikmyndir í Trípólíbíói: Á morgun kl. 3 og sunnudag kl. 1.15 síðdegis verða þrjár af kvikmyndum þeim, sem Ósvald Knudsen hefur gert um ýmis íslenzk efni á undanförnum árum, sýndar, almenningi í Trípólíbíói. Kvikmyndir þessar eru frá Hornströndum, Reykjavíkurmynd og mynd um Ásgrím Jónsson listmálara.

Hornstrandamyndin er um landslag á Hornströndum og mannlíf þar, áður en byggðir þar eyddust með öllu og er fjölbreytt að efni. Sýnt er ýmislegt sérkennilegt úr lífi og atvinnuháttum þessarar afskekktu byggðar, og meðal veigameiri kafla myndarinnar er þáttur um bjargsigið og þáttur um rekaviðinn á Ströndum og vinnslu hans, svo að eitthvað sé nefnt. Margt ber á góma í þessari mynd, sem nú er horfið og verður ekki kvikmyndað héðan í frá.

Reykjavíkurmyndin er um höfuðstaðinn, söguleg að mörgu leyti, en þó mest um lífið í Reykjavík á síðustu árum, fyrirtæki bæjarins og margvíslegar framkvæmdir. Gömul hús og þekktir borgarar setja sinn svip á myndina og þá ekki sízt merkisviðburðir síðustu ára 


Tíminn: 16. 10. 1958: Ósvaldur sýnir tvær myndir á kvöldvöku Ferðafélags Íslands

Kvöldvaka Ferðafélags Íslands: Ferðafélag Íslands efnir til kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Sýndir verða tveir litkvikmyndaþættir, sem Ósvaldur Knudsen hefir tekið og fylgir tal og texti eftir Kristján Eldjárn. Þá verður sýnd litkvikmynd af séra Friðrik Friðrikssyni og starfi hans og einnig mynd af síðustu fráfærum hér á landi. Þá verður myndagetraun og verðlaun veitt og loks dansað. Aðgöngumiðar fást hjá Sigfúsi Eymundssyni og í Ísafold 


Frjáls þjóð: 06. 12. 1958: Ósvaldur gerði mynd fyrir Skaftfellingafélagið, verður sýnd næstkomandi sunnudag

Skaftafellskvikmynd: Skaftfellingafélagið hefur að undanförnu látið vinna að kvikmynd úr Skaftafellssýslum, og hefur Ósvald Knudsen tekið hana. Verður hún sýnd almenningi nú á sunnudaginn 


Morgunblaðið: 13. 05. 1959: Ósvaldi þakkað fyrir að stuðla að dýravernd á Íslandi með myndum sínum á stofnfundi Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur

Dýraverndunarfélag Reykjavíkur stofnað á framhaldsfundi Dýraverndunarfélags Íslands: Á fundinum var einróma samþykkt að þakka þeim Birni Björnssyni, kaupmanni frá Neskaupstað, Ósvald Knudsen, málarameistara og Magnúsi Jóhannsyni, útvarpsvirkja, þá kynningu, sem þeir hafa veitt almenningi með hinum ágætu myndum sínum af dýralífi landsins og með því stuðlað að dýra- og náttúruvernd 


Morgunblaðið: 25. 11. 1959: Ósvaldur sýnir myndina Vorið er komið á kvöldvöku Ferðafélags Íslands, mynd um vorkomuna á Íslandi, Kristján Eldjárn talar yfir, farið yfir frumsýningar Ósvalds hjá Ferðafélaginu

Vormynd eftir Ósvald Knudsen frumsýnd á kvöldvöku F.Í.: Á kvöldvöku hjá Ferðafélagi Íslands n.k. föstudagskvöld verður frumsýnd litkvikmyndin Vorið er komið, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið, en hann hefur mjög oft leyft Ferðafélaginu að frumsýna myndir sínar. Einnig verður þá myndagetraun og síðan dansað til kl. 1.

Ósvaldur Knudsen hefur áður gert margar fagrar kvikmyndir úr íslenzkri náttúru og um gamla siði og vinnuaðferðir á Íslandi, og eiga seinni tíma menn áreiðanlega eftir að kunna að meta það, hve hann hefur fest á léreftið margt af því gamla sem nú er að hverfa, og forðað því þar með frá gleymsku. Ferðafélagið hefur áður frumsýnt Heklukvikmynd hans frá 1947, Laxaþætti frá 1948, Hrognkelsaveiðar við Skerjafjörð frá 1948, Tjöld í skógi frá 1949, Þjórsárdal frá 1950, Ullarband og jurtalitun og Frá Soginu 1953, Hrognkelsamyndina frá 1956 


Kirkjuritið: 25. 11. 1959: Ósvaldur á heiður kirkjunnar skilinn fyrir brautryðjendastarf sitt við kvikmyndagerð

Stórmerkt starf: Maður heitir Ósvaldur Knudsen. Hann er einna kunnastur málarameistari í Reykjavík. Í tómstundum sínum hefur hann lengi stundað myndatökur m.a., og eru ýmsar ljósmyndir hans víðfrægar. En mestur mun hróður hans verða sakir nokkra kvikmynda, sem hann hefur gert bæði af náttúruviðburðum svo sem Heklugosi, fornum þjóðlífsháttum: t.d. á Hornströndum, atvinnulífi: t.d. fráfærum og grásleppuveiðum — og síðast en ekki sízt merkum viðburðum. Tel ég þar Skálholtsmynd hans frá uppgreftri og hátíð á hinu forna biskupssetri fremsta. Yfirleitt eru þetta úrvalsmyndir, sem stórgróði er að mun gildi þeirra fara sívaxandi.

Margar þeirra er ágætt að sýna á barna- og unglingasamkomum og á því höfundur þeirra skildar þakkir og virðingu kirkjunnar fyrir þetta fagra og þjóðholla brautryðjandastarf


Morgunblaðið: 11. 03. 1961: Viðtal við Ósvald og umfjöllun um kvikmyndagerð hans

Í kvikmyndaskála Ósvaldar Knudsen: Kvikmyndaskálinn er raunar fremur hugsaður sem vinnustofa, þar sem Ósvaldur getur fullunnið kvikmyndir sínar, sem hann tekur víðsvegar um landið á sumrin. Í öðrum enda salarins er sýningarklefi og hljóðeinangraður klefi, þar sem útbúnaður er til upptöku á tali og músík, og síðast en ekki sízt eldtraustur klefi, sem geymir spólurnar með kvikmyndunum 20, sem Ósvaldur hefur gert undanfarin 14 ár. Þar eru myndir, sem ekki væri hægt að bæta, ef þær glötuðust, eins og t.d. kvikmyndin um sr. Friðrik, sem gerð var rétt áður en hann missti sjónina, myndin um Ásgrím Jónsson málara, sem nú er látinn, myndin um gamla þjóðlífshætti á Hornströndum, sem gerð var 1955, eftir upptökuferðir vestur í fjögur sumur o.s.frv. — Ég hefi aðallega beitt mér að því að festa á mynd eitthvað af því sem er að hverfa, sagði Ósvaldur, er fréttamaður blaðsins, sem af tilviljun var staddur á fyrrnefndri sýningu, fór að spyrja hann um þessa tómstundaiðju hans 


Morgunblaðið: 12. 03. 1961: Mynd Ósvalds með nærmyndum af plöntum myndi henta vel til kennslu

Hvert tækifæri þarf að nota: Í blaðinu í gær var í viðtali við Ósvald Knudsen minnst á kvikmynd, sem hann hefur tekið, og safnað þar saman 70—80 íslenzkum jurtum. Slík mynd væri þvílíkur fengur fyrir hvern náttúrufræðikennara, að sjálfsagt virðist að athuga hvort ekki er hægt að fá kopíur af henni keyptar fyrir skólana.

Aðstæður til kennslu eru hér að mörgu leyti mjög erfiðar, en helztu nytjafiska okkar er ekki erfitt að útvega til að sýna krökkunum. E.t.v. reikna kennararnir með að foreldrar barnanna hljóti að vera búin að sýna þeim þorsk í eldhúsinu heima. En það virðist ekki vera almennt, úr því krakkarnir þekkja hann ekki 


Tíminn: 03. 09. 1961: Ósvaldur tekur kvikmynd af ref að leik við hund

Tófan Tóta unni hundi: Forsagan að þessu ævintýri er sú, að Hinrik Ívarsson, refaskyttuna frægu í Merkinesi í Höfnum, vantaði yrðling til að hafa með á grenjum. Keypti hann sex vikna gamlan yrðling hjá Magnúsi Helgasyni í Grindavík. Þetta var læða, og var hún kölluð Tóta.

Hinrik ól hana upp, sumpart vegna tilmæla Ósvalds Knudsens, sem langaði til að kvikmynda tófuna. Einmitt um þetta leyti gaut tíkin á bænum, og eignaðist hún nokkra myndarlega hvolpa. Þeir uxu fljótt úr grasi eins og tófan Tóta, og var einn þeirra látinn lifa 


Vísir: 07. 10. 1961: Myndasafn Ósvalds með kvikmyndum frá Grænlandi og Íslandi (líklega myndirnar fimm sem hann sýndi í Gamla Bíó um vorið) sýnt í Kópavogsbíó

Kópavogsbíó: Myndasafn Ósvald Knudsen frá Íslandi og Grænlandi. Aðeins þetta eina sinn. Sýnd kl. 3. Miðasala frá kl. 2. 


Tíminn: 20. 06. 1962: Mynd Ósvalds um íslensk blóm, sem hann gerði á vegum Fræðslumyndasafns ríkisins sýnd á fulltrúaþingi Sambands íslenskra barnakennara

Ársæll Sigurðsson, kennari, flutti erindi um, fræðslumyndir. — Skýrði hann m.a. frá undirbúningi Fræðslumyndasafns ríkisins að gerð íslenzkra kvikmynda. Þá sýndu starfsmenn fræðslumyndasafnsins myndir úr væntanlegum kyrrmyndaflokkum og kvikmynd um íslenzk blóm, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið á vegum safnsins 


Morgunblaðið: 10. 08. 1962: Ósvaldur við upptökur við Öskju

Ferðamenn héldu nú inn að Öskjuvatni, skoðuðu Víti og vörðuna sem er minnismerki Þjóðverjanna, sem hurfu með vofveiflegum hætti í Öskju 1907. Þar var fyrir Ósvald Knudsen, kvikmyndatökumaður, og þrír félagar hans. Voru þeir að kvikmyndatöku í Öskju, voru m.a. að kvikmynda íslög sem liggja undir hrauninu 


Tíminn: 08. 03. 1963: Ósvaldur sýnir fjórar kvikmyndir í Gamla Bíó, Eldur í Öskju, kvikmynd um Halldór Laxness, Fjallaslóðir og Barnið er horfið, látið er vel af þeim öllum

Kvartett Knudsens: Fréttamenn heimsóttu Ósvald í dag og horfðu á kvikmyndirnar, sem eru gullfallegar og fróðlegar í senn. Voldugasta myndin er Eldur í Öskju, kvikmynd um Öskjugosið í október og nóvember 1961. Þar tókst í fyrsta sinn að kvikmynda hér myndun helluhrauns, sem víða setur svip á íslenzkt landslag. Þar gefur að líta glóandi hraun elfur, kvikar hrauntjarnir og storknandi lög, sem sporðreisast i leðjunni og hverfa í svelg inn með boðaföllum. Þá má sjá hin stórfenglegustu hraungos, sem fáeinir voru svo heppnir að sjá úr lofti eða af landi. Dr. Sigurður Þórarinsson talar með myndinni og með henni er flutt tónlist, sem Magnús Blöndal Jóhannsson samdi og felldi sérstaklega að þessari kvikmynd. Tónlist Magnúsar hæfir kvikmyndinni prýðilega og magnar áhrifamátt hennar 


Þjóðviljinn: 10. 04. 1963: Myndir Ósvalds hafa varðveitt menningarleg verðmæti og teljast til sögulegra afreka

Verðlaun fyrir menningarafrek á 20 ára afmæli lýðveldisins: Á sviði kvikmyndalistar mætti líka án efa skapa listaverk, sem gætu tengt saman á listrænan hátt fortíð og nútíð. Það færi t.d. ekki á milli mála, að ýmsar af þeim kvikmyndum, sem Ósvald Knudsen hefði tekið á undanförnum árum, mætti telja til sögulegra afreka og þar væri bjargað menningarverðmætum sem ella hefðu glatazt og án alls efa myndu ýmsir áhugamenn á þessu sviði geta framkvæmt þannig merkileg verk ef þeir fengju einhverja uppörfun frá því opinbera 


Þjóðviljinn: 12. 07. 1963: Mynd eftir Ósvald sýnd á kvikmyndahátíð í Moskvu

Tvær íslenzkar kvikmyndir sýndar í Moskvu?: Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Þjóðviljanum, mun kvikmynd eftir Ósvald Knudsen verða sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem stendur yfir í Moskvu þessa dagana. Er myndin sýnd utan keppninnar. Nú hefur blaðið fregnað að önnur íslenzk kvikmynd verði einnig sýnd á hátíðinni, en það er kvikmynd um hitaveituna sem þeir unnu að á sínum tíma aðallega Gestur Þorgrímsson og Þorgeir Þorgeirsson 


Tíminn: 05. 02. 1965: Ósvaldur gerður að heiðursfélaga í Ferðafélagi Íslands

Heiðursfélagi FÍ: Á síðasta skemmtifundi félagsins var tilkynnt, að félagsstjórnin hafi kjörið Ósvald Knudsen málarameistara, heiðursfélaga í Ferðafélagi Íslands. Svo sem kunnugt er, hefur Ósvaldur gert margar merkilegar kvikmyndir af landi og þjóð og með þeim bæði kynnt fjölda manna fegurð og mikilleik íslenzks landslags og náttúru, og ekki síður bjargað miklum fróðleik um lífskjör fólks og forna atvinnuhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa. Í því sambandi má minna á kvikmyndir hans frá Hornströndum, Ullarband og jurtalitun, Vorið er komið, Tjöld í skógi, Sogið, um Heklugos og Öskjugos og nú síðast Sveitin milli sanda, auk fjölda annarra kvikmynda. Þetta landkynningarstarf inn á við er mjög í anda stefnuskrár Ferðafélagsins, og auk þess hefir Ósvaldur alla tíð verið mikill vinur félagsins og leyft því að frumsýna flestar myndir sínar 


Alþýðublaðið: 27. 03. 1965: Ósvaldi hrósað fyrir vel unnin störf

Íslenzk kvikmyndagerð: Ósvaldur Knudsen hefur gert enn eina kvikmynd, sem vekur verðskuldaða athygli samtíðarinnar og á eftir að verða dýrmæt heimild í framtíðinni. Þessi mynd var eins og fyrri myndir Ósvalds gerð í frístundum hans af miklum dugnaði og elju.

Störf íslenzkra kvikmyndamanna hafa verið ótrúlega mikil, þegar tekið er tillit til hinnar erfiðu aðstöðu þeirra. Hvert fet af filmu hefur þurft að senda til annarra landa til framköllunar eða kóperingar og hafa það verið erilsöm viðskipti. Samt hafa þessir menn — áhugamenn flestir, enn sem komið er — tekið fjölda mynda, sem sýna viðburði í sögu þjóðarinnar á síðari árum, ýmsa þætti þjóðlífs og náttúru landsins.

Íslenzka sjónvarpið ætti, þegar það kemst á laggirnar að skapa nýja aðstöðu til íslenzkrar kvikmyndagerðar, en jafnframt verða hinir mörgu kvikmyndatökumenn okkar sjónvarpinu mikilvæg stoð í öflun efnis 


Vísir: 05. 06. 1965: Ósvaldur kvikmyndar gos í Syrtlingi

Syrtlingur í ham: Ósvaldur Knudsen kvikmyndar Syrtling (myndin er tekin suðvestur af gosstað). Við hlið honum stendur skipverji af lóðsinum 


Alþýðublaðið: 23. 09. 1965: Viðtal við Ósvald um kvikmyndagerð hans

Hugurinn stefnir nú einu sinni að þessu: Það var eins og að koma inn í baðstofu í gömlum sveitabæ, að koma inn í stofuna hjá Ósvaldi Knudsen. Þar var allt í þessum gamla vinalega stíl, bæði húsgögnin og umhverfið, og til að kóróna allt þetta, var gamall askur á einu borðinu. Einhver óvenjuleg kyrrð og ró hvíldi yfir öllum þessum gömlu hlutum, — þeir höfðu greinilega góð áhrif á mann.

— Ég er alinn upp í svona um hverfi, sagði Ósvaldur, og mér finnst ég kunna bezt við mig innan um gamla hluti. Þess vegna hef ég reynt að halda þessum gamla svip hér. — Ertu þá ekki hrifinn af því, sem nú er í tízku? spurði ég. — Mér finnst margt fallegt af því, sem nýtt er í dag, en einhvern veginn finnst mér samt heimilislegra í umhverfi, sem er með gömlum svip. Það hefur hver sinn smekk. — Er ekki sumarbústaðurinn þinn torfbær? — Jú, ég byggði gamlan sveita bæ úr torfi í Ölfusinu. Þar dvelst ég eins oft og lengi og ég get. Nokkrum sinnum hef ég komið í Dillonshús við Árbæ og þar hefur mér líka liðið vel. Mér finnst allt vera notalegt, sem er gamaldags.

— Hvar á landinu ertu fæddur? — Ég er nú fæddur fyrir austan, en þaðan fór ég norður, og var á Akureyri til 12 ára aldurs. Þá kom ég hingað suður 


Tíminn: 28. 10. 1965: Myndir eftir Ósvald sýndar í tilefni af opnun nýs félagsheimilis í Ytri-Njarðvík

Glæsilegt félagsheimili í Njarðvík: Hvern dag í komandi viku er Suðurnesjamönnum boðið sitthvað til skemmtunar. Leikritin, Ævinitýri á gönguför, Síðasta segulband Krapps, Jóðlíf og Ævintýri úr dýragarðinum verða sýnd. Ennfremur verða sýndar íslenzkar kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen og efnt verður til dansleikja. Myndlistarmennirnir Magnús Á. Árnason og Hafsteinn Austmann sýna verk sín þar í vikunni 


Tíminn: 28. 10. 1965: Myndir eftir Ósvald sýndar í tilefni af opnun nýs félagsheimilis í Ytri-Njarðvík: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1710309

Morgunblaðið: 07. 06. 1966: Ósvaldur í varastjórn Hagsmunasamtaka kvikmyndagerðarmanna: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1375842

Tíminn: 20. 08. 1966: Ósvaldur enn við upptökur í Surtsey þegar fyrsti gígur gossins fer aftur að gjósa: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3262586

Tíminn: 28. 09. 1966: Mynd eftir Ósvald sýnd sem hluti af fyrstu sjónvarpsútsendingum Ríkissjónvarpsins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=326447 

Tíminn: 22. 07. 1967: Ósvaldi hrósað fyrir myndir sína og ósérhlífið framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3325964 

Morgunblaðið: 20. 09. 1967: Viðtal við Ósvald um kvikmyndagerð: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1388159 

Alþýðublaðið: 29. 09. 1967: Greinarkorn til heiðurs Ósvaldi, afrekum hans við kvikmyndagerð hampað: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2631255

Mánudagsblaðið: 25. 03. 1968: Tvær myndir eftir Ósvald sýndar í Sjónvarpinu, Sogið og Fráfærur: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3674596

Morgunblaðið: 23. 04. 1968: Mynd eftir Ósvald um jurtalitun, Ullarband og jurtalitun, sýnd í Sjónvarpinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1393307

Morgunblaðið: 01. 08. 1968: Ósvaldur tekur kvikmynd á Esjufjöllum á Vatnajökli: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1395738

Morgunblaðið: 11. 09. 1968: Mynd eftir Ósvald, Laxaþættir, sýnd í Sjónvarpinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1396703

Alþýðublaðið: 12. 10. 1968: Mynd um íslenskar jurtir, Smávinir fagrir, sýnd í Sjónvarpinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=263645 

Tíminn: 01. 02. 1969: Mynd Ósvalds um uppgröft í Skálholti og Skálholtshátíðina sýnd í Sjónvarpinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3365416

Morgunblaðið: 12. 03. 1969: Ósvald sýnir þrjár myndir á kvöldvöku Ferðafélags Íslands, mynd um Ríkarð Jónsson myndhöggvara, myndin Morgunstund að Núpsstað, báðar í kringum 5 mínútur að lengd, og mynd um Pál Ísólfsson sem er 25 mínútur að lengd: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1401160 

Morgunblaðið: 15. 03. 1969: Gagnrýni á myndirnar þrjár sem Ósvald sýndi á kvöldvöku Ferðafélagsins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1401260

Morgunblaðið: 03. 07. 1969: Tvær myndir eftir Ósvald sýndar á umdæmisþingi Rótarý-samtakanna: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1403807

Þjóðviljinn: 19. 10. 1969: Ósvaldur sjötugur, stutt grein um ævi hans og störf: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2821793

Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndagerð Ósvalds þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3233289

Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1411707

Alþýðublaðið: 24. 01. 1973: Nóttina sem gosið hófst í Vestmannaeyjum töldu erlendir blaðamenn að Ósvaldur væri þegar búinn að taka loftmyndir af gosinu, myndir sem væru mikils virði: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3204498 

Alþýðublaðið: 27. 10. 1973: Ósvaldur afþakkaði fjárveitingu fyrir eigin kvikmyndagerð frá Menntamálaráðuneytinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3207135

Morgunblaðið: 19. 10. 1974: Viðtal við Ósvald í tilefni af 75 ára afmæli hans: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1456863

Morgunblaðið: 14. 03. 1975: Ósvaldur látinn: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1461356

Tíminn: 15. 03. 1975: Dánartilkynning og nokkur orð um Ósvald: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3756006

Þjóðviljinn: 21. 03. 1975: Minningargreinar um Ósvald: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2844378

Morgunblaðið: 10. 07. 1975: Sonur Ósvalds hefur tímabundið sýningar á myndum hans í vinnustofu hans í Hellusundi: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1464807

Tíminn: 21. 12. 1975: Umfjöllun um bók um horfna starfshætti, farið yfir hvernig Ósvaldur fékk höfund til að leika fráfærur fyrir myndavélina og hvaða útgáfu fráfæra ætti að festa á filmu sem síðar yrði sýnd í skólastofum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3867774

Morgunblaðið: 21. 01. 1978: Vilhjálmur Knudsen, sonur Ósvalds, fjallar um varðveislu mynda föðurs síns í sérútbúnum klefa sem hann byggði og varðveislu mynda almennt, listi yfir allar myndir Ósvalds: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1495243

Tíminn: 23. 09. 1979: Refaskytta lýsir samskiptum sínum við Ósvald sem vildi kvikmynda ref (undirfyrirsögnin ,,kvikmyndað á greni“): http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3937899 

Tíminn: 17. 01. 1980: Vilhjálmur Knudsen hefur reglulegar sýningar á eigin myndum og myndum föður síns í fyrrum vinnuhúsnæði Ósvalds: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3955173

Dagblaðið: 17. 01. 1980: Auglýsing fyrir sýningarnar í vinnustofunni, sýningar með ensku tali á laugardögum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3091138

Morgunblaðið: 26. 06. 1980: Myndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumardagskrá Norræna hússins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1528343

Morgunblaðið: 06. 08. 1981: Um heimsókn á kvikmyndasýningu í Hellusundinu og mikilvægi mynda Ósvalds: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1544196

Tíminn: 01. 07. 1982: Myndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumarprógrammi Norræna hússins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4014979

Tíminn: 20. 09. 1983: Kvikmyndir Ósvalds hafa komið út á fjöldamörgum tungumálum víða um heim, listi yfir myndirnar og tungumálin: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4026961

Þjóðviljinn: 11. 07. 1984: Kvikmyndir Ósvalds sýndar sem hluti af sumarprógrammi Norræna hússins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2893857

Morgunblaðið: 09. 08. 1984: Mynd Ósvalds Fráfærur sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1597519

Morgunblaðið: 13. 12. 1986: Myndefni Ósvalds notað í heimildamynd Vilhjálms Knudsens um Ísland: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1646054

Pressan: 07. 12. 1989: Myndir Ósvalds að finna á bókasöfnum (undirfyrirsögn: ,,Konur salta karla“): http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3531987

Morgunblaðið: 10. 05. 1990: Myndir eftir Ósvald sýndar á M-hátíð á Akranesi: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1722221

Bókasafnið: 01. 03. 1991: Margar mynda Ósvalds komnar út á myndbandi: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2406637

Morgunblaðið: 09. 05. 1991: Mynd Ósvalds um Sogið sýnd á skemmtikvöldi Stangveiðifélags Reykjavíkur: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2924470

Þjóðviljinn: 02. 08. 1991: Brot úr myndum Ósvalds klippt inn í Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2929432

Morgunblaðið: 14. 02. 1993: Viðtal við Vilhjálm Knudsen eftir stórbruna á vinnustofu hans, mikið tjón en frumeintök af myndum Ósvalds sluppu, ítarlegt viðtal um kvikmyndagerð Ósvalds: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1780274

Morgunblaðið: 27. 11. 1997: Minningargrein um Pétur Símonarson sem aðstoðaði Ósvald við kvikmyndagerðina, meðal annars með flugi í kringum gosstöðvar og fleira: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1892665

Morgunblaðið: 09. 05. 1999: Grein eftir Vilhjálm Knudsen um eigin heimildamyndagerð sem og föður síns og um aðstæður til heimildamyndagerðar á Íslandi: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1934755

DV: 09. 10. 1999: Valdar kvikmyndir Ósvalds sýndar í Hellusundi í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=299066 

Morgunblaðið: 09. 10. 1999: Um sýninguna í tilefni af aldarafmæli Ósvalds og aðeins um Ósvald: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1947677

Morgunblaðið: 12. 04. 2001: Um fjölskyldu Ósvalds: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3393929

Morgunblaðið: 29. 05. 2004: Tónlist úr tveimur myndum Ósvalds leikin á tónleikum: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3565611

Saga: 01. 01. 2010:  Mynd Ósvalds um jurtalitun sýnd á sýningu um heimilisiðnað í Safnahúsinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5347192