Framvinduklipping

Hið stofnanavædda klippiskipulag Hollywood sem notast við skeytingar og annars konar skiptingar til að búa til sannleika, byggja upp samræmi í bæði tíma og rúmi og segja sögur á skýran og skilmerkilegan hátt. Framvinduklipping framfylgir þeirri meginreglu að hvert skot eða sena eigi í samfelldu sambandi við þá næstu. Stundum kallað ósýnileg klipping.

Casablanca (1942, Michael Curtiz)