Ljósbrella

Tæknibrella unnin með hjálp ljósprentara. Þar á meðal eru skiptingar á milli skota svo sem myndlausnir, útfjaranir og þurrkur. Einnig eru unnin skot sem blanda saman fígúrum og bakgrunnum með þekjuskotum.