Alþingishátíðin 1930 (1930)
Morgunblaðið: 14. 04. 1929: Alþingishátíðarnefnd fellur frá því að gera sérstaka mynd fyrir hátíðina

Alþingishátíðarnefndin er horfin frá því að láta gera íslenska kvikmynd, eins og um var talað einu sinni. Ber hún það fyrir sig, að kostnaður við slíka mynd muni vera mjög mikill.

Þetta mun rjett vera, enda er tími orðinn of naumur til þess að taka slíka mynd, svo að í lagi sje. En nú vill svo vel til, að til er Íslands-kvikmynd, sú er Loftur Guðmundsson tók, og sýnd hefir verið víða um lönd við gott orð.

Þá mynd ætti hátíðarnefndin að tryggja sjer, ef hún er þá ekki þegar seld. Þegar jeg vissi seinast til, var Loftur í þann veginn að selja myndina og til þess hefir hann aukið nýjum myndum inn í hana að nokkrum mun ...

Image

Image

Morgunblaðið: 19. 06. 1930: Loftur tilkynnir að hann verði á Þingvöllum að kvikmynda alþingishátíðina

Kgl. sænskur ljósmyndari, Nýja Bíó.

Loftur og Aþingishátíðin.

19., 20. og 21. mynda jeg frá kl. 1:30—6, en 22., sunnud., mynda jeg frá 1—4, 23. aðeins mynda jeg frá 10—6.

Þá fer jeg til Þingvalla og kvikmynda alt og verð ekki sjálfur á myndastofunni fyrr en þann 30. júní frá kl. 1:30—6 ...
Morgunblaðið: 03. 07. 1930: Loftur og sænskur „filmari“ taka myndir af vikivakaflokki barna sem þeir misstu af á Alþingishátíðinni

Ein af sýningum þeim á Þingvöllum, sem mesta athygli vakti, var vikivakasýning barnanna. Hún fór fram svo síðla dags, að ekki náðust myndir af henni.

En í fyrradag dönsuðu börnin vikivakana suður í Gróðrarstöð og voru þangað komnir tveir kvikmyndasmiðir, Loftur Guðmundsson til þess að ná sýningunni inn í Íslandskvikmynd sína, og sænskur filmari, sem sendur var hingað til þess að taka kvikmyndir fyrir amerísk fjelög af þjóðhátíðinni ...

Image

Image

Morgunblaðið: 29. 07. 1930: Loftur kemur til baka frá útlöndum eftir að hafa látið framkalla upptökurnar af alþingishátíðinni og fleiru – verður líkelga sýnd um miðjan ágúst

Loftur Guðmundsson ljósmyndari var meðal farþega á Gullfossi frá útlöndum.

Hann fór utan rjett upp úr Alþingishátíðinni með kvikmynd, sem hann hafði tekið af hátíðarhöldunum, til þess að láta framkalla hana.

Þessari mynd verður síðan bætt við Íslandskvikmyndina hans, en það verður ekki hægt að sýna hana fyr en um miðjan ágúst

— fyr verður hún ekki tilbúin til sýningar. Mun margan fýsa að sjá mynd þessa, enda mun hún hafa tekist vel ...
Vísir: 20. 09. 1930: Myndin frumsýnd daginn eftir í Nýja Bíó

Kvikmynd frá Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, ásamt hátíðisdegi íþróttamanna 17. júní og Vestur-Íslendingum fagnað á Álafossi 22. júní.

Ennfremur nokkrir þektustu staðir frá Kaupmannahöfn. Myndirnar hefir Loftur Guðmundsson (Nýja Bíó) tekið og fullgert ...

Image

Image

Vísir: 20. 09. 1930: Mikilvægt að taka upp merka atburði, búist við mikilli aðsókn á myndina

Hátíðar-kvikmynd tók Loftur á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Einnig tók hann nokkurar kvikmyndir á skemtunum, sem fóru fram hér og á Álafossi um það leyti, og hefir hann nú látið fullgera myndina erlendis.

Hefir Loftur bæði varið fé og fyrirhöfn til þess að gera þessa ágætu mynd, sem vafalaust verður hin merkasta heimild um Alþingishátíðina, þegar frá líður.

Eða hvað vildu menn nú gefa til þess að eiga kvikmynd af þjóðhátíðinni 1874 eða setning Alþingis 930? ...
Morgunblaðið: 20. 09. 1930: Umfjöllun um myndina, minningar af merkum atburðum og gerð myndarinnar

Loftur tók mikið af kvikmyndum á Alþingishátíðinni, bæði hjer í Reykjavík og á Þingvöllnm, ennfremur af hátíðardegi íþróttamanna 17; júní, og fagnaðarsamkomu, sem haldin var fyrir Vestur-Íslendinga að Álafossi.

Að Alþingishátíðinni lokinni sigldi Loftur til útlanda, til þess að fullgera myndina, og kom með hana heim aftur fyrir nokkru.

Tók hann þessa mynd að gamni sínu og eins til þess að það sæist síðar meir, að Íslendingar voru færir um það, eins og aðrir, að gera lifandi myndir af stærstu hátíð, sem enn hefir haldin verið hjer á landi ...

Image

Image

Alþýðumaðurinn: 27. 02. 1932: Loftur býður Alþingi myndina til kaups á 4000 krónur. Myndin þótti þó ekki góð og því undir Alþingi komið að ákveða með þetta

Loftur Guðmundsson býður ríkinu Alþingishátíðarmynd sína til til kaups, fyrir 4 þús. kr.

Hvort ríkið kaupir hana er undir Alþingi komið, en ekki virðist neinn skaði að því, þótt myndin verði ekki forngripur, jafn léleg og hún er, og gefur ónóga og jafnvel ranga hugmynd um hátíðina ...
Morgunblaðið: 01. 07. 1976: Myndin telst með öllu glötuð

Magnús tjáði Morgunblaðinu, að hann vissi til þess að Loftur Guðmundsson hefði einnig kvikmyndað Alþingishátíðina en sú mynd væri með öllu glötuð.

Kvaðst hann vilja beina þeim tilmælum til allra þeirra sem vissu eitthvað um feril þeirrar myndar eða hefðu í fórum sínum filmubúta frá Alþingishátíðinni að koma þeim á framfæri við sig ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 13. 01. 1983: Myndin kemur í leitirnar í Hveragerði, þarf að hafa hraðar hendur til að bjarga henni

Filman fannst fyrir tilviljun í pússi Sigríðar og Eiríks Bjarnasonar í Hveragerði, en þau hjón ráku þar hótel og kvikmyndahús. Auk þess ráku þau um árabil ferðakvikmyndahús.

Munu þau á sínum tíma hafa fengið filmuna hjá Lofti til að sýna í kvikmyndahúsi sínu og eintakið svo orðið eftir hjá þeim.

Eftir lát Eiríks var Sigríður að huga að ýmsum munum og rakst þá á filmuna og afhenti hana Kvikmyndasafni ríkisins.

Erlendur sagði að hér væri um svo kallaða nitratfilmu að ræða, en slíkar filmur voru eingöngu notaðar á þeim árum sem myndin var tekin.

Þær geymast afar illa og sagði Erlendur að þetta eintak væri raunar óhæft til sýninga, en hægt væri erlendis að taka kópíu af myndinni, sem síðan væri hægt að varðveita og sýna að vild.

Til þessa hefur Kvikmyndasafnið ekki fjármagn, en málið þolið litla sem enga bið, ef filman á ekki að eyðileggjast ...
Alþýðublaðið: 10. 12. 1986: Lagfæring myndarinnar kostuð af Alþingi, sem eignast réttinn að myndinni. Myndin sýnd alþingismönnum

Fyrir þremur árum kom í leitirnar kvikmynd, sem Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, tók á Alþingishátíðinni 1930.

Þetta er einstök heimildarmynd, sem nú hefur verið lagfærð og var hún sýnd alþingismönnum, starfsfólki Alþingis og gestum fyrir nokkrum dögum.

— Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, flutti þá ávarp og greindi frá sögu myndarinnar.

Við þetta tækifæri var einnig sýnd stutt heimildarkvikmynd um för íslenskra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906. Ávarp Þorvaldar Garðars er froðlegt yfirlit um sögu þessara mynda, og fer það hér á eftir ...

Image

Image

Morgunblaðið: 17. 06. 1987: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Kvikmyndin var týnd í fjörutíu ár en fannst aftur árið 1983. Meginefni hennar er frá hátíðinni á Þingvöllum sem haldin var til að minnast 1000 ára afmælis Alþingis.

Auk þess er brugðið upp svipmyndum frá hátíðahöldum í Reykjavík, dagskrá fyrir Vestur-Íslendinga á Álafossi og móttöku þjóðhöfðingja.

Stef og umsjón með tónsetningu: Jón Þórarinsson. Jónas Þórir leikur á bíóorgel. Umsjón með endurgerð: Erlendur Sveinsson. Myndin er eign Alþingis sem hefur léð sjónvarpinu hana til sýningar ...