Ísland (1947)
Vísir: 10. 10. 1947: Mynd Lofts frumsýnd völdum gestum, þrír tímar að lengd og talin líkleg til vinsælda

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefir að undanförnu unnið að gerð Íslandskvikmyndar.

Loftur hefir ákveðið að hafa frumsýningu á myndinni í kveld fyrir nokkra gesti. Tekur sýningin alls þrjár klukkustundir, enda mun myndin sýna mjög marga þætti íslenzks lífs.

Margir muna eftir Íslandi í lifandi myndum, sem Loftur tók hér á árunum og aflaði sér mikilla vinsælda. Er ekki ósennilegt, að hin nýja mynd Lofts verði einnig mjög vinsæl ...

Image

Image

Vísir: 11. 10. 1947: Myndin aðeins sýnd tvisvar áður en hún verður send vestur um haf

Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, sýndi blaðmönnuni Íslandskvikmynd sína í Tjarnarbíó í gærkveldi. Sýningin hófst laust eftir kl. 11 og stóð yfir í 2,5 klst.

Verulegur hluti myndarinnar er héðan frá Reykjavík, en auk þess eru kaflar frá Mývatni, Heklugosi (úr flugvél) o.fl., o.fl.

Loftur mun aðeins sýna almenningi kvikmynd þessa tvisvar, en senda hana síðan vestur um haf ...
Alþýðublaðið: 12. 10. 1947: Umfjöllun um myndina, hún sögð falleg og á nú eftir að setja íslenska texta á hana áður en hún fer í sýningar

Ísland, nefnir Loftur Guðmundsson kvikmyndina, sem hann hefur tekið og sýndi blaða mönnum í fyrrakvöld.

Sýning myndarinnar stóð yfir í þrjár klukkustundir og var athyglin óskipt frá upphafi til enda.

Sjaldan eða aldrei, munu hafa verið teknar eins fagrar myndir af landinu okkar, eins og Loftur sýnir í kvikmyndinni, en myndin er öll í litum.

Er sama hvort hann sýnir fjöll, jökla, fljót, ár, sjó, gróður, blómskrúð, eða fólk að starfi.

Fegursti kaflinn er úr skrúðgörðum, en sá eftirtektarverðasti og bezt gerði frá Siglufirði um síldarveiðitímann. Sá kafli er tvímælalaust bezt gerða kvikmyndin, sem tekin hefur verið hér á landi ...

Image

Image

Vísir: 28. 10. 1947: Nokkuð ítarleg umfjöllun um myndina og efnistök í henni, mætti bæta og breyta nokkrum atriðum, en á heildina góð

Loftur er vandlátur og eg geri fyllri kröfur til hans en amatöra. Efalaust mætti hafa meira samhengi í myndinni, því að þó þetta sé vandaverk ætti Loftur að vera vel fær um að leysa það af hendi.

Þá er einnig óþarflega mikið um óeðlileg litbrigði, en það er sennilega eitt vandamesta verk myndatökumanns, að fá rétta liti.

Þá mætti vera meira um sögustaði, en mest gætir þeirra, er sunnanlands eru. Margar landslagsmyndir eru afburða góðar og greinilegar séðar með listamanns augum.

Einn aðalatvinnuveg okkar, þorskveiðarnar, vantar þó í myndina ...
Morgunblaðið: 11. 11. 1947: Myndin frumsýnd annað kvöld í Tjarnarbíó

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefir nýlega lokið við Íslandskvikmynd sem hann hefir unnið að undanfarin 2 ár.

Er það 16 mm kvikmynd í eðlilegum litum og alllöng því það mun taka um 3 klukkustundir að sýna hana.

Kvikmynd þessi verður frumsýnd í Tjarnarbíó annað kvöld ...

Image

Image

Tíminn: 13. 11. 1947: Myndin verður sýnd Vestur-Íslendingum þegar búið er að sýna hana á Íslandi, myndirnar af Heklu þykja tilkomumiklar

Fyrir nokkru bauð Loftur Guðmundsson tíðindamönnum útvarps og blaða að sjá kvikmyndina. Verður mynd þessi sýnd næstu daga, og er önnur sýningin í kvöld.

Efni myndarinnar er margþætt og sýnir ólíkustu greinar þjóðlífsins og atvinnuveganna.

Lengsti samfelldi kafli myndarinnar er frá Reykjavík, en aðrir kaflar myndarinnar eru víðs vegar að af landinu.

Sérkennilegur og athyglisverður þáttur í myndinni er kaflinn, er fjallar um Heklugosið. Hafa gosdrunurnar náðst um leið og myndin var tekin, og er þvílíkast, sem áhorfandinn sé kominn á gosstöðvarnar sjálfar ...
Þjóðviljinn: 13. 11. 1947: Sýningargestir sáttir, kafli helgaður heklugosi og annar „íslenskum blómarósum“ og fegurð þeirra

Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, hafði fyrstu opinbera sýningu á Íslandskvikmynd sinni í Tjarnarbíó í gærkvöld.

Sýningin hófst kl. 9 og lauk henni tæplega 12. Húsið var fullskipað áhorfendum, sem klöppuðu höfundi lofi í lófa að lokinni sýningu.

Þessi Íslandskvikmynd Lofts kemur víða við. Hún sýnir íslenzkt landslag eins og það gerist fegurst og eins og það gerist tignarlegast, bæði sumar og vetur.

Hún sýnir merka sögustaði, menntasetur, söfn og fleira slíkt. Og hún sýnir þjóðina við hin ýmsu störf sín, lýsir helztu atvinnuvegum hennar.

Langur kafli kvikmyndarinnar er algjörlega helgaður Heklugosinu.

Síðasti kaflinn er algjörlega helgaður kvenlegri fegurð, íslenzkri;— heitir „íslenzkar blómarósir“ ...

Image

Image

Vísir: 28. 02. 1948: Myndin sýnd á ný í Tjarnarbíó

Loftur Guðmundsson Ijósmyndari, sýnir Íslandskvikmynd sína að nýju í Tjarnarbíó n.k. mánudagskvöld.

Loftur sýndi kvikmynd þessa hér í bænum á s.l. ári, en aðeins í fá skipti, því hann vildi ekki eiga á hættu að skemma hana áður en búið væri að taka „kopiur" af henni.

Nú er því lokið og verður kvikmyndin jafnframt sýnd í Bandaríkjunum og Kanada og síðar í Svíþjóð.

Dr. Richard Beck prófessor mun annast þær kopíur, sem fara vestur um haf og koma þeim á framfæri þar. M.a. sýnir Þjóðræknisfélagið hana á ýmsum stöðum í Kanada ...
Morgunblaðið: 28. 02. 1948: Myndin sýnd í Bandaríkjunum og Svíþjóð, þá er hún komin aftur heim eftir að búið er að gera fleiri eintök af henni í Bandaríkjunum

Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks hefur tekið að sjer að koma myndinni á framfæri í Bandaríkjunum og Kanada og hefur hann sýnt mikinn áhuga fyrir því máli, en kvikmyndin er eins og kunnugt er hin besta landkynning.

Margir vinir Lofts Guðmundssonar hjá Kodak hafa skrifað honum og farið lofsamlegum orðum um hana, en í brjefi frá fjelaginu sjálfu segir að „myndin sje einstaklega vel tekin“ og að þeir, sem hafa sjeð þessa kvikmynd hafi aðrar skoðanir á Íslandi og íslendingum, en þeir höfðu áður ...

Image

Image

Vísir: 08. 03. 1948: Myndin sýnd aftur eftir fjölda áskorana, fer bráðlega til Norðurlandanna

Litkvikmyndin Ísland, sem Loftur Guðmundsson hefir tekið, verður sýnd i kvöld og annað kvöld kl. 9 í Tjarnarbíó.

Eins og kunnugt er var mynd þessi sýnd hér fyrir skömmu og vakti mikla athygli.

— Vegna ítrekaðra tilmæla verður myndin sýnd óbreytt í kvöld og annað kvöld eins og þegar er sagt, en bráðlega verður hún send til Norðurlanda til sýninga ...
Vísir: 10. 05. 1948: Myndin sýnd á ný í styttri útgáfu, aðeins einn og hálfur tími

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefir nú stytt Íslandskvikmynd sína allmikið, eða um allt að helming.

Þrátt fyrir þessa styttingu verður engu sleppt úr myndinni sem máli skiptir, og tekur ekki nema 1,5 klst. að sýna hana.

Kvikmyndin verður nú sýnd að nýju og stytt eins og að framan greinir, í Tjarnarbíó kl. 9 í kvöld.

Aðgöngumiðar eru seldir á staðnum. Þessi kvikmynd Lofts hefir hlotið miklar vinsældir, en þótt helzt til löng. Nú er ráðin bót á þessu.

Myndin er öll tekin í litum ...

Image

Image

Tíminn: 02. 11. 1980: Myndin afhent Kvikmyndasafni Íslands til varðveislu

Fyrir milligöngu Önnu Snorradóttur hefur Kvikmyndasafn Íslands veitt viðtöku Íslandskvikmynd Lofts Guðmundssonar, sem frumsýnd var 2. mars 1948 og stuttri kvikmynd sem Vestur-Íslendingur tók hér árið 1947 á leið til æskustöðvanna.

Í kvikmynd Lofts eru m.a. kaflar um síldveiði og af Heklugosinu 1947 ...