Ísland í lifandi myndum (1925)
Morgunblaðið: 22. 10. 1924: Viðtal tekið við Loft í B. T. í Danmörku varðandi Ísland í lifandi myndum ofl.

Í sumar hefir Loftur Guðmundsson unnið að því að búa til einskonar fræðslu-kvikmynd um Ísland, er á að hafa það að markmiði, að sýna erlendum þjóðum sannari og rjettari mynd af landi okkar, þjóðinni, lifnaðarháttum og atvinnuvegum okkar en þær hafa tíðast fengið. Hefir Loftur farið víða um og kvikmyndað fagra saði, fólk, starfsaðferðir við margar atvinnugreinir og fleira, er sjerkennilegt er fyrir land og þjóð. Er nú verið að ljúka við að búa myndina til sýningar, og gerir það „Nordisk Film“ ...

Image

Image

Vísir: 30. 10. 1924: Loftur í Kaupmannahöfn að leggja lokahönd á Ísland í lifandi myndum

Í fyrra stofnuðu nokkrir Reykvíkingar hlutafélag til þess að taka íslenskar kvikmyndir, og réðu þeir Loft Guðmundsson til þess starfs. Hann hefir síðan farið víða um land, unnið kappsamlega og tekið kvikmyndir á sjó og landi. Á myndum þessum eru sýndir helstu atvinnuvegir landsmanna og margir merkir staðir og einkennilegir, ár, fossar, gljúfur, fjöll, jöklar, hverir og laugar o.s.frv.

Loftur er nú staddur í Kaupmannahöfn til þess að leggja síðustu hönd á verkið, og hefir blaðið „B.T“ birt viðtal við hann, og lofar það mjög myndina ...
Morgunblaðið: 14. 12. 1924: Loftur kemur til Íslands með myndina

Meðal farþega frá Íslandi voru Sighvatur Bjarnason justisráð og Klemes Jónsson alþm., (komu þeir af þingi Oddfjelaga er þeir sátu í Kaupmannahöfn), Loftur Guðmundsson, ungrfrú Emilía Indriðadóttir, ungfrú Guðrún Einarsdóttir, ungfrú Margrét Bertelsen, Morten Ottesen, og frá Vestmannaeyjum sjera Friðrik Friðriksson

Image

Image

Vísir: 19. 12. 1924: Stillur úr mynd Lofts sýndar og seldar

Nokkrar ljósm.-stækkanir úr Íslandsfilmunni Ísland í lifandi myndum verða til sýnis og sölu í húsi K. F. U. M. laugardag, sunnudag og mánud. ...
Morgunblaðið: 20. 12. 1924: Mynd Lofts sýnd nokkrum í Nýja Bíó með dönskum textum

Íslenska kvikmyndin, sú sem hr. Loftur Guðmundsson hefir tekið tvö undanfarin ár, var sýnd nokkrum mönnum í Nýja Bíó í gærkvöldi. Er myndin í 6 köflum og stendur yfir hátt á annan tíma.

Hún sýnir landslag hjer víða, einkum sunnanlands, ár og fossa, jökla og fjöll, helstu atvinnuvegi landsmanna, fiskiveiðarnar á togurunum, síldveiðarnar og heyskapinn til sveita.

Sömuleiðis höfuðstaðinn og nokkra aðra bæi, svo sem Vestmannaeyjar og ýmis einkenni þeirra, mótorbátaútveginn og bjarsig. Þá er sýnd koma og burtför flugmannanna til Reykjavíkur í sumar.

Myndin er víðast vel tekin og sumstaðar ágætlega, og efnið fjölbreytt og sjálfsagt nýstárlegt öllum útlendingum. Texti er enn á dönsku en á að koma á íslensku

Image

Image

Alþýðublaðið: 20. 12. 1924: Umfjöllun um myndina með marxísku ívafi, verst að hún er á dönsku

Loftur Guðmundsson hefir látið gera kvikmynd í sex köflum, er sýnir dagleg störf og atvinnu lands manna.

Eru þar sýnd vinnubrögð manna um borð í togurunum á síld og fiskveiðum, verkun aflans í landi o.s.frv. Þar sést og heyskapur bæði á smábýlum upp á gamla vísu og á stórbýlinu Hvanneyri, þar sem vélarnar vnna erfiðustu verkin.

Auk þessa eru ýmsar landslagsmyndir, sumar mjög fagrar, myndir af Reykjavík og helztu kaupstöðunum, koma flugmannanna í sumar, ráðherrunum nema Magnúsi, föngulegum konum og fallegum ungum stúlkum í alls konar búningum.

— Yfirleltt er myndin hin prýðilegasta; ætti því að verða húsfyllir, þegar hún verður sýnd hér, ekki sýzt vegna þess að hún sýnir greinilega, hverjir það eru sem skapa og afla þess verðmætis, sem burgeisar telja sitt og brölta og braska með eins og þeim sjálfum sýnist ...
Tíminn: 20. 12. 1924: Umfjöllun um myndir Lofts af Íslandi sem forsýndar voru „völdum mönnum“ í Nýja Bíó

Loftur Guðmundsson, bróðir Gísla Guðmundssonar gerlafræðings, sýndi lifandi myndir í Nýja Bíó í gær, teknar hér á landi. Sýna atvinnurekstur, náttúrufegurð og margt fleira.

Hefir Loftur varið miklum tíma og fyrirhöfn í þessu skyni, enda er árangurinn mjög ágætur. Myndirnar eru prýðisgóðar og Lofti til mesta sóma, og þar sem þær verða vafalaust sýndar um heim allan, verða þær Íslandi til mesta sóma.

Sýnd eru t.d. vinnubrögð á sjó úti við síldveiði og þorskveiði á togara og sömuleiðis við heyskap á Hvanneyri og er verulega mikil ánægja að sjá.

Eitt var sérstaklega verra en skyldi, en ekki var það Lofti að kenna. Sýnd voru helstu húsin í Reykjavík og þar á meðal Mentabúrið. Sannaðist sem oftar að ljósmyndavélin segir satt og var þetta merkasta hús Íslands á að líta eins og skjöldótt kýr. Er það sorglegur minnisvarði yfir vanrækslu íslendinga, og helst ætti ekki að sýna hann erlendum þjóðum ...

Image

Image

Vísir: 21. 12. 1924: Umfjöllun um myndina, ríkið mætti styrkja kvikmyndina sem á líklega eftir að ferðast víða og vera góð landkynning

Eins og mörgum er kunnugt, hefir hr. Loftur Guðmundsson starfað að því síðan í fyrra, að gera kvikmynd af ýmsum atriðum úr atvinnulífi þjóðarinnar, vinnubrögðum o.fl.

Kvikmynd þessi er nú fullgerð og verður sýnd í Nýja Bió innan skams. Í fyrrad. var myndin sýnd hér, og bauð Loftur nokkurum gestum á sýninguna.

— Er það skemst af myndinni að segja, að hún virðist ágætlega tekin og vel til hennar vandað á allan hátt.

— Má það teljast hin mesta furða, hversu vel myndatakan hefir lánast, þegar þess er gætt, að L. G. mun lítillar tilsagnar hafa notið, en orðið að fika sig áfram á eigin hönd og læra af reynslunni ...
Morgunblaðið: 01. 01. 1925: Myndin frumsýnd í Nýja Bíó

Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guðmundsson í 8 löngum þáttum með íslenskum texta.

Mynd þessi er eins og kunnugt er, tekin víðsvegar um alt land af fallegustu stöðum, einnig fiskiveiðar vorar á botnvörpungum og bátum, síldveiðin og stöðvarnar o.m.fl.

Svo er landbúnaður fyr og nú. Þjóðbúningar. Fallegar stúkur o.m.fl. —

Myndin er ljómandi falleg og sjerlega fróðleg og skemtileg og ættu helst allir að sjá hana, sem vetlingi geta valdið ...

Image

Image

Vörður: 03. 01. 1925: Gagnrýni á myndina, hefði mátt sýna hærri menningu þjóðarinnar og ekki bara náttúru og atvinnuvegi

Helst mætti það að myndinni finna, að hún snýr sjer of einhliða að náttúru landsins og atvinnulífi þjóðarinnar.

Vel hefði mátt enda á nokkrum myndum er mintu á æðri menningu vora og andlegt líf, það hefði prýtt og fullkomnað þann þjóðarsvip, sem myndin annars sýnir:

Hús Einars Jónssonar, hann sjálfur á vinnustofu sinni, Einar Benediktsson stígur á land í Reykjavík, Helgi Pjeturs á götu, Einar H. Kvaran við skrifborðið, Guðm. Finnbogason talar af þinghússvölunum 1. des., Sigurður Nordal flytur fyrirlestur á háskólanum, Bjarni frá Vogi talar á fundi í Neðri deild, Ásgrímur eða Kjarval með pentgrind og litakassa á göngu úti á víðavangi, Guðm. Friðjónsson á hlaðinu á Sandi o.s.frv. ...
Morgunblaðið: 04. 01. 1925: Mikil aðsókn á myndina

Ísland í lifandi myndum: Að mynd þessari, sem Nýja Bíó sýnir nú, er óvanalega mikil aðsókn, hefir aldrei verið meiri aðsókn að nokkurri mynd síðan Borgarættin var sýnd. Enda er myndin að mörgu leyti ágæt ...

Image

Image

Árdegisblað listamanna: 13. 01. 1925: Ítarleg greining á myndinni og kostum hennar og göllum

Íslendingar hafa gott af að sjá sjálfa sig á mynd, ef til vill er ekkert eins mentandi í nýtískulífi okkar, þegar um skólalærdóm er að ræða, eins og að sjá sjálfan sig og verk sín í litveldi kvikmyndanna.

Loftur Guðmundsson hefir færst mikið í fang með filmu sinni, og flytur blað þetta honum þakkir fyrir, um leið og það dæmir filmu þessa eftir þjóðfræðislegum lögum listarinnar. En það hefir borið við á mörgum sviðum í þjóðlífi okkar, að oflof hefir skaðað góðan vísir — og annað það, að skilningsleysi og tómlæti hefir kyrkt eðlilegan þroska ...
Morgunblaðið: 23. 01. 1925: 2/3 borgarbúa hafa séð myndina, margir telja myndina ekki gefa rétta mynd af menningu þjóðarinnar og það ætti að laga

Margir þættir myndarinnar eru prýðilega vel gerðir, vel fyrir komið, fallegir og tilkomumiklir í alla staði. En þegar menn hugsa sig um, eftir að hafa séð myndina alla, og spyrja sjálfa sig, hvort þeir þar hafi sjeð yfirlit yfir það ásjálegasta á landi voru, þá hljóta þeir flestir að svara því hikandi - eða neitandi.

Myndin þótti góð. Aðsóknin sýnir það. En hún þótti ekki góð af því að menn bjuggust ekki við því besta. Hún þótti góð vegna þess að hún var betri en hægt var að búast við af manni, sem er svo til byrjandi í kvikmyndatöku, og hefir ekki sem best tæki

Image

Image

Þór: 04. 02. 1925: Myndin sýnd í Vestmannaeyjum, þykir helst langdregin fyrir Íslendinga en góð til útflutnings

Ísland í lifandi myndum, heitir kvikmynd, sem hr. Loftur Guðmundsson hefir tekið víðsvegar að af landinu.

Ennfremur sýnir hann þar ýmsa atvinnuvegi landsbúa og vinnuaðferðir er það gott fyrir landið, að mynd þessi komist sem víðast um heim. Hún hefir ekki eins mikla þýðingu innanlands, og þar að auki full langdregin fyrir okkur.

Einnig mætti sumt sleppa úr í þeim eintökum myndarinnar, sem fara út úr landinu. Myndin hefir að verðleikum verið vel sótt bæði í Rvík og hjer. Gefur það Lofti byr undir vængi til þess að fitja upp á nýrri mynd, því ekki þrýtur íslensk náttúrufegurð með einni bíómynd ...
Dagblað: 12. 02. 1925: Loftur Guðmundsson sækir um styrk til Alþingis upp á 10.000 kr. til að bíða ekki fjárhagslegt tjón af myndinni

Loftur Guðmundsson sækir um að Alþingi veiti sér þann styrk, að hann bíði ekki beint fjárhagslegt tjón af kvikmyndatöku þeirri, er hann hefir haft með höndum hér innan lands, en haldinn muni verða um kr. 10.000 ...

Image

Image

Morgunblaðið: 13. 02. 1925: Aukasýningar á myndinni fyrir þá sem eftir eiga að sjá hana

Mynd þessari þarf ekki að lýsa; hún hefir verið sýnd lengur en flestar aðrar myndir, og hefir átt sjerlega miklum vinsældum að fagna. Margir eru enn, sem ekki hafa sjeð hana, og verður hún því sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 9 ...
Íslendingur: 20. 03. 1925: Myndin sögð sú aðsóknarmesta sem nokkru sinni hefur verið sýnd á Íslandi, sýningar á Akureyri auglýstar

Í kvöld kl. 8:30 og Sunnudag kl. 5.Ísland í lifandi myndum: Bezt sótta myndin, sem nokkru sinni hefir verið sýnd hér ...

Image

Image

Tíminn: 11. 04. 1925: Loftur Guðmundsson hlýtur styrk frá Alþingi að upphæð 3000 kr. fyrir kvikmyndatöku

Loftur Guðmundsson 3000 fyrir kvikmyndatöku ...
Morgunblaðið: 02. 12. 1925: Myndin seld til Evrópu og er í sýningum í Þýskalandi, enginn styrkur frá Alþingi til að bæta myndina

En eins og gefur að skilja, varð myndatakan Lofti all-kostnaðarsöm, og þó aðsókn væri hjer mikil að myndinni gat hún eigi endurgreitt þann kostnað nándanærri.

Leitaði Loftur, og þeir fjelagar hans sem eiga myndina, til þingsins um styrk til þess að endurbæta hana. En það reyndist árangurslítið. En eftir þau málalok var ekkert eðlilegra en myndin yrði seld því verði er fyrir hana fjekst eins og hún var.

Við seldum nýlega þýsku fjelagi myndina, segir Loftur, með einkarjetti fyrir það fjelag að sýna hana í Þýskalandi, Austurríki, Tjekkóslóvakíu og Finnlandi, og er verið að sýna hana víða í Þýskalandi um þessar mundir ...

Image

Image

Heimskringla: 22. 12. 1925: Myndin sýnd á vegum Íslendinga í Winnipeg, Sveinbjörn Ólafsson sér um sýningarnar

Hr. Sveinbjörn Ólafsson, háskólanemi hefir nýlega fengið sendar kvikmyndir heiman frá Íslandi, er hr. Loftur Guðmundsson hefir tekið þar.

Hr. Ólafsson ætlar að sýna myndirnar hér á nýársdag, 1. janúar, í Goodtemplarahúsinu, síðari hluta dagsins og um kvöldið, og sömuleiðis laugardagskvöldið 2. jan. á sama stað.

Myndirnar eru fyrstu kvikmyndir, sem sést hafa hér frá Íslandi. Fer hér á eftir umgetning um þær úr Reykjavíkur blöðunum ...
Lögberg: 14. 01. 1926: Myndin gagnrýnd, sýnir ekki Ísland í réttu ljósi, vantar hærri menningu og frekari atvinnuvegi

Eins og auglýst var í íslenzku blöðunum, voru kvikmyndir sýndar á Mac's Theatre á miðvikudags- og fimtudagskveld í síðustu viku og var aðsókn mikil bæði kveldin.

Myndir þessar hefir hr. Loftur Guðmundsson í Reykavík tekið, og voru þær sýndlar í Reykjavík, og er nú verið að sýna þœr víðsvegar í Evrópu, eftir því sem oss er sagt.

Myndir þessar, sem teknar eru í þeim tilngi að sýna atvinnuvegi íslenzku þjóðarinnar og ástand hennar, eru ekki eins fullkomnar og æskilegt væri, og gefa því naumast það heildar yfirlit yfir ástand þjóðarinnar íslenzku, sem vænta mætti af slíkri mynd og þjóðin íslenzka átti líka heimtingu á, ekki sízt þegar myndina átti að sýna á meðal útlendra þjóða ...

Image

Image

Lögberg: 28. 01. 1926: Svar við gagnrýni úr fyrra blaði, tæknimál útskýrð varðandi innitökur og óskhyggju úrtölumanna

Nú eru þessar myndir algjörlega útiteknar, og ekkert sem bendir á að hr. Loftur Guðmunasson hafi áhöld til að taka innanhússmyndir.

Hann sýnir fiski-útveginn að mér skilst nokkurnveginn til hlýtar, og einnig eldri og yngri aðferðir við heyverkun, eðlilega af því að þessar atvinnugreinar fara mestmegnis fram undir berum himni.

Eg er hræddur um að þið hafið ekki kynt ykkur nógsamlega þann feykna kostnað, sem það hefir í för með sér að taka mynd innanhúss, þegar tekið er til greina að tökumaður verður að ná ekki færri en 16 „exposes“ á sekúndunni til þess að framleiða eðlilegar hreyfingar.

Og það er ómögulegt án þess að hafa feykna-sterkt "artificial" ljós. Rafafl er sjálfsagt nægilegt í Reykjavík og öðrum hafnarstöðum landsins, en upp um sveitir mun það vera ófáanlegt, og án rafmagns og mikils af því, verða ekki innimyndir teknar ...
Morgunblaðið: 17. 02. 1926: Myndin tekin aftur til sýninga vegna fjölda áskorana

Ísland í lifandi myndum. Kvikmynd sú, sem Loftur Guðmundsson tók, og sýnd var hjer í fyrra, verður eftir ósk fjölda aðkomumanna sýnd í Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld ...

Image

Image

Vörður: 19. 05. 1928: Myndin búin að vera sýnd í Danmörku og er núna í sýningum í Þýskalandi

Íslandsmyndin, sem svo hefir verið kölluð, eða kvikmynd sú, er Loftur Guðmundsson tók hjer um árið af helstu stöðum hjer á landi, atvinnuvegum og lífsháttum þjóðarinnar, hefur verið sýnd víðsvegar í Danmörku undanfarið, og er nú sýnd um þessar mundir allvíða í Þýskalandi ...
Meddelelser fra Dansk-Islandsk Samfund: 01. 01. 1929: Myndin sýnd á vegum dansk íslenska félagsins í Danmörku við góðar viðtökur

For første Gang blev nu Loftur Guðmundssons Islandsfilm fremvist og blev modtaget med begejstret Bifald.

Der var herlige Naturbilleder med brusende Fosser og højst interessante Fremstillinger af det islandske Sildefiskeri, Tilberedning af Klipfisk o. s. v. Man fik en udmærket Forestilling om dette tapre og haardføre Folks Kamp for det daglige Brød ...

Image