Íslenskur iðnaður (1936)
Morgunblaðið: 18. 09. 1931: Myndin tilbúin og komin til landsins

Allir kannast við íslensku kvikmyndina hans Lofts, sem sýndi lifnaðarháttu og nokkuð af atvinnulífi þjóðarinnar, svo sem útgerð og landbúnað.

Nú hefir Loftur ráðist í það að taka aðra kvikmynd af íslenskum iðnaði og er fyrsti hluti þeirrar myndar fullgerður.

Hann er á þriðja þúsund metra. (tveggja stunda sýning), en alls verður myndin. þegar hún er fullgerð, um 8000 metrar. Mynd þessi var framkölluð og „kopieruð" hjá Nordisk Films í Kaupmannahöfn, og var fjelagið svo hrifið af því, hvað myndin var vel tekin, að það símaði Lofti aðeins til þess að hrósa honum fyrir það, og óska honum til hamingju með myndina ...

Image

Image

Morgunblaðið: 25. 09. 1931: Stutt umfjöllun um „Íslandsmyndina“ sem sýnir þónokkrar verksmiðjur í Reykjavík

Loftur Guðmundsson hefir haft sýningu fyrir blaðamenn o.fl. á hinni nýju kvikmynd sinni, sem hann hefir tekið af íslenskum iðnaði.

Myndin er mjög skýr og má gera ráð fyrir að mörgum þyki hún merkileg mjög. Iðnaður er hjer enn í bernsku, en hann er þó orðinn meiri og maorgbreyttari en flestir munu ætla.

Í þessum kafla myndarinnar eru að vísu ekki sýnd nema nokkur iðnaðarfyrirtæki hjer í Reykjavík: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Brjóstsykurverksmiðjan Nói, Kaffibrensla Ó. Johnson & Kaaber, Verksmiðjan Hreinn, Kornmylla Mjólkurfjelag Reykjavíkur, mjólkurstöð sama fjelagsl o.fl. ...
Vísir: 27. 09. 1931: Tilgangur myndarinnar sem auglýsingamyndar útvaldra fyrirtækja og ekki íslandsmyndar útskýrður í grein Stefáns Thorarensen

Sú mynd, sem nú hefir verið tilkynt að ætti að fara að sýna, mun vera þannig til orðin, að þau 5 fyrirtæki, sem myndin sýnir, munu hafa greitt Lofti fé fyrir að taka myndina og sýna.

Hér er því aðeins um auglýsingu einstakra fyrirtækja að ræða, og á mynd þessi þannig ekkert skylt við hina fyrri mynd Lofts, þó sami maður hafi tekið báðar.

Til þess að mynd þessi hefði getað sýnt rétta mynd af íslenskum iðnaði eins og hann er nú, hefði verið sjálfsagt að gefa öllum iðnaðarfyrirtækjum tækifæri til þátttöku, enda þótt gjaldið sé sagt svo hátt að fæst fyrirtæki myndu hafa haft efni á því í stað þess hefir myndtökumaðurinn valið þau fyrirtæki sem hann hefir álitið að boega myndu best.

Líkar myndir sem þessi eru oft notaðar erlendis til auglýsinga á fyrirtækjum og vörutegundum, og eru þær sýndar ókeypis

— en hér á að selja aðgang undir því yfirskyni, að hér sé um að ræða mynd er sýni íslenskan iðnað eins og hann er nú ...

Image

Image

Vísir: 28. 09. 1931: Loftur svarar skrifum Stefáns Thorarensen í Vísi fullum hálsi um tilgang myndarinnar

Þér getið þess að Morgunblaðið kalli þessa mynd Íslandsmynd Lofts.

Ég man ekki, og hefi ekki Morgunblaðið hjá mér til þess að gá að hvort þér hafið rétt fyrir yður, en það er að minnsta kosti eins og eg hefi hugsað mér að mætti kalla hana í sambandi við kvikmvndina Ísland í lifandi myndum, því þessi mynd er beint áframhald af þeirri mynd.

Að þessi mynd er tekin, sem ég kalla Íslenskan iðnað er engin tilviljun, eða gróðabrall frá minni hálfu eða iðnfyrirtækja þeirra, sem sýnd eru í þessari kvikmynd, heldur beint áframhald af Ísland í lifandi myndum ...
Vísir: 30. 09. 1931: Svar Stefáns við skrifum Lofts þar sem hann telur að sannað sé að um auglýsingamynd sé að ræða

Þér hafið sýnt það, herra Loftur Guðmundsson, með ritgerð yðar í Vísi hinn 28. þ.m., að yður hefir verið mikið niðri fyrir út af því, að auglýsingakvikmynd sú, sem þér innan skams ætlið að sýna hér, hefir hlotið aðfinnslur fyrir að vera umtöluð í blöðum sem Íslandsmynd og áframhald af mynd yðar Ísland í lifandi myndum, en ekki sem auglýsingamynd, eins og henni ber.

Út af því ráðist þér á mig persónulega, en þér mótmælið ekki neinu í grein minni. Hér er því fengin opinber viðurkenning yðar fyrir því, að þessi auglýsingamynd á ekkert skylt við Íslandsmynd yðar ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 13. 10. 1931: Myndin frumsýnd í Nýja Bíó og telst framhald af Ísland í lifandi myndum

Íslenzkur iðnaður. Kvikmynd í 7 þáttum, tekin af Lofti Guðmundssyni, kgl. ljósmyndara.

Þetta er bæði fræðandi og vel tekin mynd, er telst sem áframhald af kvikmyndinni Ísland í lifandi myndum, er Loftur tók fyrir nokkurum árum og vakti mikla eftitekt hér á landi og erlendis ...
Fréttablaðið: 18. 09. 2010: Hluti myndarinnar sýndur á vegum Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíó

Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina Ísland í lifandi myndum, eftir Loft Guðmundsson auk hluta myndarinnar Íslenzkur iðnaður, í Bæjarbíói dag klukkan 16.

Loftur Guðmundsson var einn helsti frumkvöðull íslenskrar kvikmyndagerðar og kunnur ljósmyndari um sína daga ...

Image