Ísafold: 09. 07. 1926: Loftur tók upp ýmsa atburði tengdum konungskomunni. Myndin kemur með næstu ferð ,,Íslands“ til landsins og verður um 500m löng
Þó margt manna væri viðstatt komu konungs-hjónanna hingað, og fjöldi fólks væri jafnan þar nærstaddur, sem þau voru, mátti þó sjá einn mann, sem þar var jafnan fremstur í flokki. Það var Loftur Guðundsson með kvikmyndavjel sína.
Hann kvikmyndaði ýmsa atvburði í sambandi við komu konungs hingað, t.d. Þegar hann steig á land á steinbryggjunni og heilsaði yfirvöldum, för hans upp að bústaðnum á Hverfisgötunni, þegar hann kom af ríkisráðsfundinum í Alþingishúsinu og fór til sjómannastofnunnar, hornsteinslagninguna alla, ýmislegt frá för konungs til Þingvalla, og loks er hann kvaddi og fór út í skip sín …
Vísir: 24. 07. 1926: Loftur sýnir myndir af konungskomunni sem hann tók upp síðastliðið sumar
Loftur Guðmundsson tók kvikmynd af konungskomunni í sumar, og verður hún sýnd í Nýja Bíó í kveld ...
Morgunblaðið: 24. 07. 1926: Mynd Lofts sýnd í Nýja Bíó og sjást þar margir mætir borgarar
Kvikmyndir frá konungskomunni verða sýndar í Nýja Bíó í kvöld. Hefir Loftur Guðmundsson tekið þær. Sjást þar margir mætir borgarar ...
Alþýðublaðið: 18. 08. 1968: Magnús Jóhannsson, sem hefur umsjón með varðveislu mynda Lofts, gerir samning við Sjónvarpið um að afrita myndir Lofts til sýningar og varðveislu, meðal annars Konungskomuna 1926
Í hinu merka kvikmyndasafni Lofts Guðmundssonar, sem hér um ræðir kennir margra grasa.
Í því getur að líta útskipun hrossa, sem flutt voru til Bretlands í kringum 1924. Ein myndin er frá veiðiferð með togaranum Agli Skallagrímssyni um svipað leyti og sýnir hún glöggt veiðiaðferðirnar á þeim tíma, önnur mynd sýnir búskap á Hvannevri á fyrri hluta aldarinnar.
Í þessu safni er mynd frá konungskomunni 1926. Þannig mætti lengi telja ...
Tíminn: 11. 10. 1969: Fjallað um myndina í kvikmyndaþætti Magnúsar Jóhannssonar í Sjónvarpinu
Kvikmyndaþáttur Magnúsar Jóhannssonar.:
1. Ísland í lifandi myndum
2. Konungskoman 1926
3. Hvaladráp í Fossvogi '33
4. Vestmannaeyjar 1924 og 1951 ...