Kvikmyndaferill
Morgunblaðið: 17. 06. 1923: Ævintýri Jóns og Gvendar frumsýnd, spennandi verður að sjá íslenska leikara á tjaldinu

Ævintýri Jóns og Gvendar heitir íslensk kvikmynd, sem sýnd verður í Nýja Bíó í kvöld og næstu kvöld. Er þetta gamanleikur í tveim þáttum, leikin af Friðf. Guðjónssyni, Gunnþ. Kalldórsdóttur, Tryggva Magnússyni, Svanhildi Þorsteinsdóttur, E. Beek og Haraldi Sigurðssyni.

Þetta er fyrsta gamanmyndin, sem gerð er hjer á landi, og hefir Loftur Guðmundsson tekið og útbúið myndina að öllu leyti. Mun mörgum verða forvitni á að sjá þessa íslensku leikara á kvikmynd ...


Morgunblaðið: 22. 10. 1924: Viðtal tekið við Loft í B. T. í Danmörku varðandi Ísland í lifandi myndum ofl.

Í sumar hefir Loftur Guðmundsson unnið að því að búa til einskonar fræðslu-kvikmynd um Ísland, er á að hafa það að markmiði, að sýna erlendum þjóðum sannari og rjettari mynd af landi okkar, þjóðinni, lifnaðarháttum og atvinnuvegum okkar en þær hafa tíðast fengið.

Hefir Loftur farið víða um og kvikmyndað fagra saði, fólk, starfsaðferðir við margar atvinnugreinir og fleira, er sjerkennilegt er fyrir land og þjóð. Er nú verið að ljúka við að búa myndina til sýningar, og gerir það „Nordisk Film“ ...
Vísir: 30. 10. 1924: Loftur var fenginn til að vera kvikmyndagerðarmaður félags manna sem vildu auka vegferð íslenskra kvikmynda, hann er í Kaupmannahöfn að leggja lokahönd á verkið Ísland í lifandi myndum

Í fyrra stofnuðu nokkrir Reykvíkingar hlutafélag til þess að taka íslenskar kvikmyndir, og réðu þeir Loft Guðmundsson til þess starfs. Hann hefir síðan farið víða um land, unnið kappsamlega og tekið kvikmyndir á sjó og landi. Á myndum þessum eru sýndir helstu atvinnuvegir landsmanna og margir merkir staðir og einkennilegir, ár, fossar, gljúfur, fjöll, jöklar, hverir og laugar o.s.frv.

Loftur er nú staddur í Kaupmannahöfn til þess að leggja síðustu hönd á verkið, og hefir blaðið „B.T“ birt viðtal við hann, og lofar það mjög myndina ...


Morgunblaðið: 01. 01. 1925: Ísland í lifandi myndum frumsýnd í Nýja Bíó

Ísland í lifandi myndum eftir Loft Guðmundsson í 8 löngum þáttum með íslenskum texta.

Mynd þessi er eins og kunnugt er, tekin víðsvegar um alt land af fallegustu stöðum, einnig fiskiveiðar vorar á botnvörpungum og bátum, síldveiðin og stöðvarnar o.m.fl.

Svo er landbúnaður fyr og nú. Þjóðbúningar. Fallegar stúkur o.m.fl.

— Myndin er ljómandi falleg og sjerlega fróðleg og skemtileg og ættu helst allir að sjá hana, sem vetlingi geta valdið ...
Morgunblaðið: 24. 07. 1926: Konungskoman 1926 sýnd í Nýja Bíó og sjást þar margir mætir borgarar

Kvikmyndir frá konungskomunni verða sýndar í Nýja Bíó í kvöld. Hefir Loftur Guðmundsson tekið þær. Sjást þar margir mætir borgarar ...


Morgunblaðið: 31. 05. 1927: Loftur flytur fyrirlestur um kvikmyndagerð í útvarpinu

Fyrirlestur um kvikmyndagerð (Loftur Guðmundsson) ...
Norðlingur: 17. 10. 1929: Ísland í lifandi myndum borin saman við Íslandsmynd Leo Hansen

Íslenska kvikmyndin, sem Leo Hansen tók hjer á landi í sumar, hefir nú verið sýnd nokkrum sinnum í Nýja Bíó við góða aðsókn.

Þó eru mjög skiftar skoðanir um myndina. Þykir sumum nokkuð á bresta, að hún sýni til fullnustu atvinnuvegi og lifnaðarhætti þjóðarinnar, og þykir mörgum kvikmynd sú, er Loftur Guðmundsson tók, vera betri.

En Hansen heldur því fram, að þetta sje besta kvikmyndin, sem hann hafi tekið, en hann hefir tekið fjölda ágætra, viðurkennra mynda ...


Alþýðublaðið: 03. 07. 1930: Loftur tekur upp myndir af vikivakaflokkum barna sem hluta af íslandsmynd hans

Í fyrrakvöld tók Loftur Guðmundsson kvikmynd af Vikivakaflokki barna og dönzunum, og verður það einn liður í Íslandsmynd hans ...
Vísir: 20. 09. 1930: Alþingishátíðin 1930 frumsýnd á morgun í Nýja Bíó

Kvikmynd frá Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, ásamt hátíðisdegi íþróttamanna 17. júní og Vestur-íslendingum fagnað á Álafossi 22. júní. Ennfremur nokkrir þektustu staðir frá Kaupmannahöfn.

Myndirnar hefir Loftur Guðmundsson (Nýja Bíó) tekið og fullgert ...


Morgunblaðið: 18. 09. 1931: Íslenskur iðnaður tilbúin og komin til landsins

Allir kannast við íslensku kvikmyndina hans Lofts, sem sýndi lifnaðarháttu og nokkuð af atvinnulífi þjóðarinnar, svo sem útgerð og landbúnað.

Nú hefir Loftur ráðist í það að taka aðra kvikmynd af íslenskum iðnaði og er fyrsti hluti þeirrar myndar fullgerður. Hann er á þriðja þúsund metra (tveggja stunda sýning), en alls verður myndin, þegar hún er fullgerð, um 8000 metrar.

Mynd þessi var framkölluð og „kopieruð“ hjá Nordisk Films í Kaupmannahöfn, og var fjelagið svo hrifið af því, hvað myndin var vel tekin, að það símaði Lofti aðeins til þess að hrósa honum fyrir það, og óska honum til hamingju með myndina ...
Morgunblaðið: 22. 09. 1935: Viðtal við Loft

Loftur í Nýja Bíó hefir ekki starfað sem ljósmyndari nema í 10 ár. Þetta mun flestum bæjarbúum finnast ótrúlegt, svo rótgróinn er hann orðinn bænum. En hvað um það, Loftur auglýsir þetta sjálfur og þá hlýtur það að vera rjett.

Vjer fórum á fund Lofts í tilefni af afmælinu og báðum hann að segja frá því, hvernig hann gerðist ljósmyndari.

— Árið 1924, segir Loftur, tók jég kvikmynd, sem nefnd var Ævintýri Jóns og Gvendar. Aðalhlutverkin ljeku Eiríkur Bech, forstj., Haraldur Á. Sigurðsson konsúll, Tryggvi Magnússon fulltrúi, Svanhildur Þorsteinsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson. Mynd þessi var sýnd í Nýja Bíó og gekk á hverju kveldi í heila viku ...


Morgunblaðið: 23. 10. 1943: Loftur gerir samning við Reykjavíkurborg um kvikmynd um bæinn og svo hefur hann áform um að gera mynd um sögu hitaveitunnar

Borgarstjóra hefir verið falið að semja við Loft Guðmundsson ljósmyndara um myndatöku fyrir bæinn samkvæmt tilboði.

Er hjer um að ræða 500 staðmyndir og 1500 metra langa kvikmynd. Munu verða teknar myndir af gömlum húsum er enn standa, og öðrum merkum byggingum, ennfremur myndir af hinum gömlu og nýju hverfum bæjarins.

Þá mun Loftur ætla sjer að taka kvikmynd af sögu hitaveitunnar ...
Morgunblaðið: 22. 12. 1944: Umræða um breiðfilmur og mjófilmur við upptökur á Lýðveldishátíðinni á Þingvöllum

Víkverji hyggur, að Loftur muni hafa tekið breiðfilmu af hátíðahöldunum.

„Jeg þykist vita með vissu, að hann tók mjófilmu, eins og við hinir. Hinsvegar tóku menn frá hernum breiðfilmu af hátíðahöldunum 17. og 18. júní, en sú mynd var ekki litmynd, og þögul“ ...


Morgunblaðið: 02. 10. 1945: Lýðveldishátíðarmyndin sýnd í Tjarnarbíói

Lýðveldishátíðarkvikmynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara var sýnd í Tjarnarbíó um helgina við mikla aðsókn. Mun kvikmyndin verða sýnd næstu daga í sama húsi.

Myndin er frekar stutt. Öll í eðlilegum litum. Munu margir hafa gaman af að sjá myndina og rifja upp fyrir sjer hátíðahöldin. Loftur hefir glögt auga fyrir „mótívum“, en fylgir ekki að sama skapi eftir til þess, að rjett framhald komi fram, sem áhorfandinn gerir ráð fyrir og býst við.

Margar ljómandi fallegar landslagsmyndir eru í kvikmynd þessari og ennfremur augnabliksmyndir frá sjálfri hátíðinni, bæði á Þingvöllum og í Reykjavík ...
Vísir: 10. 10. 1947: Ísland frumsýnd völdum gestum, þrír tímar að lengd og talin líkleg til vinsælda

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefir að undanförnu unnið að gerð Íslandskvikmyndar. Loftur hefir ákveðið að hafa frumsýningu á myndinni í kveld fyrir nokkra gesti.

Tekur sýningin alls þrjár klukkustundir, enda mun myndin sýna mjög marga þætti íslenzks lífs. Margir muna eftir Íslandi í lifandi myndum, sem Loftur tók hér á árunum og aflaði sér mikilla vinsælda.

Er ekki ósennilegt, að hin nýja mynd Lofts verði einnig mjög vinsæl ...


Alþýðublaðið: 13. 01. 1949: Fyrsta íslenska tilrauna- talmyndin, Milli fjalls og fjöru, frumsýnd í Gamla Bíó

Kvikmynd Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls og fjöru, verður frumsýnd í Gamla bíó í kvöld.

Í kvikmyndinni koma fram 14 leikarar, meðal þeirra eru nokkrir af kunnugustu leikurum þjóðarinnar.

Kvikmynd þessi er fyrsta tilrauna talmyndin sem gerð er á Íslandi. Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefur samið efni myndarinnar og kvikmyndað, en hljómupptökur hefur séra Hákon Loftsson annazt.

Öll inni kvikmyndun fór fram í leikfimissal St. Jósefssytranna í Hafnarfirði, en úti kvikmyndunin á Kjalarnesi, Hálshólum í Kjós og víðar í Kjósinni, og enn fremur við Arnarnes, sunnan Reykjavíkur, á Meðalfellsvatni og uppi á Esju ...
Morgunblaðið: 15. 01. 1949: Loftur nefndur „faðir íslenskra talmynda“ í kvikmyndadómi um Milli fjalls og fjöru

Það var vissulegu leiksögulegur atburður, er Loftur Guðmundsson, ljósmyndari, frumsýndi í Gamla Bíó í fyrrakvöld fyrstu íslensku talmyndina, Milli fjalls og fjöru.

Var auðsætt, að áhorfendur biðu sýningarinnar með mikilli eftirvæntingu og hugðu gott til hennar, enda er Loftur bekktur að snilli og hugkvæmni og er hvergi smeykur við að leggja inn á nýjar brautir, ef því er að skifta.

Loftur hefur sjálfur samið mynd þessa að efni til og haft á hendi leikstjórn og kvikmyndun hennar. Hefur hann þar ætlað sjer mikið starf og vandasamt og verður ekki annað sagt, en að hann hafi komist furðu vel frá því, þegar litið er á allar aðstæður hjer til slíkrar starfsemi ...


Alþýðublaðið: 28. 04. 1950: Myndin Sjón er sögu ríkari er sýnd í Gamla Bíó annað kvöld, samansafn myndbrota af kunnum listamönnum þjóðarinnar, m.a. KK Sextett

Sjón er sögu ríkari, nefnist smámyndasafn, sem Loftur Guðmundsson byrjar sýningar á í Gamla Bíói annað kvöld.

Er þetta kvikmynd með tónum og tali, og sýnir ýmsa listamenn þjóðarinnar, bæði leikara, tónlistarmenn, listdansara og söngvara.

Þessa dagana eru myndir úr kvikmyndinni til sýnis í glugga Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar.

Í formálsorðum í sýningarskránni segir Loftur meðal annars, að þessi mynd sé eins konar tilraun, þar sem ráðizt sé í að kvikmynda með hljómlist. Þeir listamenn og skemmtikraftar, sem koma fram í kvikmyndinni, eru flestir landsmönnum kunnir ...
Morgunblaðið: 03. 11. 1951: Niðursetningurinn frumsýnd almenningi

Litkvikmynd Lofts: Niðursetningurinn.

Leikstjóri og aðalleikari: Brynjólfur Jóhannesson.

Mynd, sem allir ættu að sjá ...