Lýðveldishátíðin (1944)
Morgunblaðið: 31. 05. 1944: Grein eftir Loft um kvikmyndun Lýðveldishátíðahaldanna

Vegna skrifa um hátíðarkvikmyndina, vil jeg geta þess, að jeg sendi hátíðarnefndinni tilboð um að taka breiðfilmu, þar sem jeg bauðst til að setja í hana „Tón og tal“ , þ.e.a.s búa til hljómkvikmynd alt í gegn, þar sem ræðurnar, söngurinn og margt annað heyrðist, íslensk lög áttu að hljóma meira og minna alt í gegnum
myndina, og ennfremur þar sem ekki væri ræða eða söngur, kæmi þulur og útskýrði hvað væri að ske, eða hvað kæmi næst, — en með þessu móti fengju allir íslendingar að heyra og sjá það helsta sem skeði við þetta einstaka tækifæri, en háttvirt hátíðarnefnd hafnaði þessu tilboði vegna fjárskorts.

— Það virðist því ótrúlegt,
að fjelítill maður geti
upp á eigin spýtur tekið heila
kvikmynd, þegar sjálft landið
treystir sjer ekki til þess, þótt
um slíka hátíð sje að ræða sem
væntanlega lýðveldishátíð. Í
brjefi háttvirtrar hátíðarnefndar
getur hún þess, að valdir
hafi verið til kvikmyndatökunnar, þeir Vigfús Sigurgeirsson
og Kjartan Ó. Bjarnason ...

Image

Image

Morgunblaðið: 14. 07. 1944: Lofti er boðið að fara til Bandaríkjanna að kynna sér það nýjasta í tæknimálum á vegum Kodak, fer einnig til að fullvinna tvær kvikmyndir, Lýðveldishátíðarmyndina og Reykjavík

Loftur Guðmundssin ljósmyndari er á förum til Ameríku og mun dvelja vestra í nokkra mánuði.

Fer hann til að kynna sjer nýjustu tækni í ljósmyndagerð og hefir í hyggju að ferðast víða um Bandaríkin og kynnast bestu ljósmyndurum þar og starfsaðferðum þeirra.

Einnig fer hann með Reykjavíkurkvikmyndina og kvikmyndina af Hitaveitunni til að fullgera þær.

Hið heimsfræga fjelag Kodak hefir boðið Lofti að kynna sjer alt það, sem firmað hefir upp á að bjóða á sviði ljósmyndatækninnar, en þetta firma er sem kunnugt er eitt fremsta firma í sinni grein- og hefir auk stórra verksmiðja, einhverjar bestu rannsóknarstofur í heimi á sviði ljósmynda gerðar og ljósmyndatækja ...
Vísir: 19. 09. 1944: Skeyti frá Lofti um dvöl sína í Bandaríkjunum – kvikmyndirnar sem hann framkallaði heppnuðust vel

Samkvæmt skeyti, sem Vísi hefir borizt vestan um haf, hafa bæði Reykjavíkurkvikmynd svo og lýðveldishátíðarkvikmynd Lofts Guðmundssonar heppnazt með ágætum, en eins og kunnugt er, fór hann með þær báðar til Ameríku til að láta framkalla þær þar ...

Image

Image

Morgunblaðið: Lýðveldishátíðarmynd Lofts sýnd í New York við góðar viðtökur ásamt myndum af heimsókn forseta Íslands og föruneyti til Bandaríkjanna

Um 100 íslendingar komu saman nýlega í Henry Hudson gistihúsinu í New York til að horfa á kvikmyndir af lýðveldishátíðahöldunum hjer þann 17. júní s.l. Íslendingafjelagið í New York hjelt samkomu þessa.

Loftur Guðmundsson ljósmyndari, sem nú dvelur í Ameríku, sýndi kvikmyndir er hann hafði tekið af lýðveldishátíðinni og voru myndirnar í eðlilegum litum. Ennfremur var sýnd kvikmynd af ferðalagi forseta Íslands til Ameríku.

Áhorfendur klöppuðu mjög þegar íslenskir áhrifamenn komu fram á myndunum, einkum voru mikil fagnaðarlæti, þegar myndirnar af forsetanum voru sýndar. Að kvikmyndasýningunum loknum voru sungnir ættjarðarsöngvar ...
Morgunblaðið: 22. 12. 1944: Umræða um breiðfilmur og mjófilmur við upptökur á Lýðveldishátíðinni á Þingvöllum

Það er fjarri mjer að ætla að munnhöggvast við Kjartan Ó. Bjarnason um kosti og galla mjófilmunnar.

En ekki get jeg komist hjá að gera örlitla athuga semd við hógvær orð hans. Um það, hvort Loftur Guðmundsson tók mjófilmu eða breiðfilmu af hátíðahöldunum, hefi jeg ekki fullyrt neitt. Var ekki með nefið þar í milli.

— En hitt veit jeg, að Loftur bauð þjóðhátíðarnefnd að taka breiðfilmu af hátíðahöldunum og setja inn í hana tóna og tal. Einnig veit jeg, að hann átti breiðfilmutæki.

Kjartan er mjer sammála um að heppilegt hefði verið að taka breiðfilmu „undir venjulegum kringumstæðum“. Á hann þar vafalaust við hreinviðri, sólskin. Gott og vel! Hver hafði pantað rigningu, eða vissi fyrirfram, að það yrði „litmyndaveður“?

Það skyldi aldrei koma upp úr kafinu, að það hafi blátt áfram bjargað þjóðhátíðarkvikmyndinni, að það var ausandi rigning á Þingvöllum 17. júní? ...

Image

Image

Vísir: 07. 03. 1945: Loftur í Bandaríkjunum hefur ferðast víða og sýnt Lýðveldismyndina, fór í heimsókn í MGM og margt fleira

Þegar eg fór að heiman, hafði eg meðferðis tvær kvikmyndir, aðra af hátíðahöldunum á Þingvöllum 17. og 18. júní, tók eg þá kvikmynd í litum.

Þegar ég sá að þessi kvikmynd var sæmilega góð afréð eg að setja í hana texta og sýna hana hér Íslendingum.

Hefir hún verið sýnd víða, bæði í Washington, New York og Los Angeles — og hefi eg lofað þeim, hr. consul Árna Helgasyni og sendiherra Thor Thors, að lána hana til ykkar í Winnipeg svo hún geti orðið sýnd á þjóðræknisdeginum 2. febr. ...
Vísir: 23. 04. 1945: Loftur kominn heim frá Bandaríkjunum með Lýðveldishátíðarmyndina

Eins og kunnugt er, fór Loftur vestur um haf með 16 mm. litkvikmynd, sem hann tók á lýðveldishátíðinni 17. og 18. júní s.l.

Kvikmynd þessi er um 1200 fet að lengd og tekur um 1/2 klst. að sýna hana.

Var hún sýnd í Chigago, Washington, New York, Minneapolis, Norður-Dakota, Los Angeles og Winnipeg.

Hlaut hún hvarvetna mjög lofsamlega dóma og bárust Lofti bréf í tugatali þar sem mynd hans var hrósað og honum þakkað fyrir hana ...

Image

Image

Morgunblaðið: 02. 10. 1945: Lýðveldishátíðarmyndin sýnd í Tjarnarbíói

Lýðveldishátíðarkvikmynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara var sýnd í Tjarnarbíó um helgina við mikla aðsókn. Mun kvikmyndin verða sýnd næstu daga í sama húsi.

Myndin er frekar stutt. Öll í eðlilegum litum. Munu margir hafa gaman af að sjá myndina og rifja upp fyrir sjer hátíðahöldin.

Loftur hefir glögt auga fyrir ,„mótívum“, en fylgir ekki að sama skapi eftir til þess, að rjett framhald komi fram, sem áhorfandinn gerir ráð fyrir og býst við.

Margar ljómandi fallegar landslagsmyndir eru í kvikmynd þessari og ennfremur augnabliksmyndir frá sjálfri hátíðinni, bæði á Þingvöllum og í Reykjavík ...