Milli fjalls og fjöru (1949)
Alþýðublaðið: 18. 05. 1949: Myndin sýnd í Kaupmannahöfn

Á þriðjudag var kvikmyndin Milli fjalls og fjöru sýnd fyrir boðsgesti í kvikmyndahúsi Ríkisjárnbrautanna ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 25. 05. 1949: Gagnrýni um myndina í dönskum blöðum, jákvæð og möguleikar íslenskrar kvikmyndagerðar erlendis taldir góðir

Flest blaðanna skrifuðu um myndina, og þó að þau teldu eitthvað ábótavant við hana, fundu þau þó marga kosti við hana. Skal hér aðeins getið ummæla „Börsen“ og „Nationaltidende“, en ummæli annarra blaða liggja ekki fyrir sem stendur.

Börsen segir meðal annars: „Lofti Guðmundssyni hefur tekizt mjög vel. Kvikmyndin Milli fjalls og fjöru á það skilið, að allir þeir, sem hafa áhuga fyrir kvikmyndum og fyrir Íslandi, sjái hana.

Myndirnar eru mjög fagrar, og kvikmyndatökumanninum tekst að ná hinum næmu litum hins íslenzka víðáttumikla landslags.

Efnið, sem gerist um 1890, er vel til þess fallið, að skapa kvikmynd, sem er sérkennileg fyrir Ísland.“ ...
Siglfirðingur: 25. 06. 1949: Myndin sýnd á Siglufirði

Íslenzka kvikmyndin Milli fjalls og fjöru var sýnd á dögunum hér. Hinn kunni ljosmyndari, Loftur, er brautryðjandinn á þessu sviði. Margir þekktustu leikarar okkar koma fram í þessari mynd.

Að vísu verður ekki komizt hjá því, að játa, að ýmsir „teknískir“ gallar eru á myndinni, en þess verður að gæta, að þetta er byrjunarverk sem verður vonandi vísir að öðru betra.

Þrátt fyrir þessa „teknísku“ galla er myndin að mörgu leyti góð. Efnið er þjóðlegt og skemmtilegt í senn. Leikarar fara yfirleitt vel með hlutverk sín. Litirnir eru á köflum heillandi og lýsa náttúrufegurð landsins vel.

Mynd þessari ber að fagna og vonandi lætur Loftur ekki staðar numið með þessari mynd ...

Image

Image

Vikan: 06. 10. 1949: Lesandi óskar eftir upplýsingum um Gunnar Eyjólfsson leikara

Er hann kom heim í fyrra, lék hann í kvikmynd Lofts ljósmyndara Milli fjalls og fjöru ...
Morgunblaðið: 02. 11. 1949: Frummynd myndarinnar tekin til sýningar í Gamla Bíó, betri gæðum lofað

Í kvöld verður frummyndin af Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson ljósmyndara sýnd í Gamla bíó á öllum sýningum.

Eins og kunnugt er var það „copía“, sem sýnd var hjer fyrst af þessari mynd, en litir og hljóð þóttu ekki eins skýrir í henni sem frummyndinni.

Hins vegar þóttu ekki tök á að sýna frummyndina á mörgum sýningum af ótta við að hún myndi eyðileggjast of fljótt.

Geysileg aðsókn var að þessari kvikmynd Lofts þegar hún var sýnd hjer í fyrra og mætti gera ráð fyrir að bæði þeir sem sáu hana og hinir sem af henni misstu vilji nú nota tækifærið til að sjá frummyndina ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 02. 11. 1949: Frummyndin sýnd og fer síðan til Danmerkur

Loftur Guðmundsson ljósmyndari hefur nú fengið frummyndina af kvikmynd sinni Milli fjalls og fjöru, er sýnd var hér í fyrravetur við metaðsókn.

Hefjast sýningar af nýju í Gamla bíó í kvöld. Frummyndin er að sögn bæði fallegri og skýrari en „kopían“ er sýnd var hér í fyyra.

Að loknum sýningum hér verður myndin send til Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, er mun hafa sýningar á henni til ágóða fyrir húsabyggingasjóð félagsins ...
Tíminn: 08. 02. 1950: Myndin sýnd í Bæjarbíó, Hafnarfirði

Milli fjalls og fjöru, fyrsta talmyndin, sem hefir verið tekin á Íslandi.

Loftur ljósmyndari kvikmyndaði og samdi textann. Sýnd kl. 9 ...

Image

Image

Morgunblaðið: 19. 09. 1951: Deilur um gæði myndarinnar rifjaðar upp

Milli fjalls og fjöru var fyrsta íslenska kvikmyndin. Hana tók Loftur Guðmundsson, eins og menn rekur vafalaust minni til.

Allmiklar deilur urðu um þá mynd, en þeir, sem hörðustum orðum fóru um hana, hafa varla gert sjer grein fyrir öllum erfiðleikum brautryðjendastarfsins.

Nú hefir Loftur gert nýja mynd, sem heitir Niðursetningurinn. Þó að efnið sje ömurlegt, ef dæma skal eftir nafninu, þá getur hún ekki verið laus við allt gaman ...
Vísir: 05. 11. 1951: Niðursetningurinn fær almennt góða dóma og er betri en Milli fjalls og fjöru, sér í lagi hljóðið

Ef þessi mynd er borin saman við fyrri mynd LoftsMilli fjalls og fjöru, er framförin ákaflega mikil.

Þessi mynd er miklu betur leikin, mislýsingar gætir minna, þó hún óprýði nokkuð þessa mynd. En mestu munar þó á tal- og tónupptökum, sem eiginlega má heita að hafi tekizt ágætlega.

— Myndin er yfirleitt bráðskemmtileg, mörg atriðin ljómandi falleg og á Loftur þakkir skilið fyrir þessa kvikmynd ...

Image

Image

Morgunblaðið: 27. 01. 1952: Myndin sýnd á samkomu á vegum Knattspyrnufélagsins Þróttar

Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson ljósmyndara verður sýnd á morgun (mánudag) í Þróttarskálanum, Grímsstaðarholti ...
Tíminn: 11. 12. 1956: Myndin sýnd á fullveldishátíð á Hvolsvelli

Kvikmyndin Milli fjalls og fjöru var sýnd, nokkrar stúlkur sungu milli atriða og loks var stiginn dans ...

Image

Image

Morgunblaðið: 23. 10. 1962: Lesandi gagnrýnir fjölmiðla fyrir að gleyma fyrstu íslensku talmyndunum í umfjöllun sinni um 79 af stöðinni

Mikil og almenn gleði greip um sig meðal hinna stoltu er Eddafilm hleypti af stokkunum kvikmyndinni 79 af stöðinni.

—Var látið í veðri vaka og ég held fullyrt, að hér væri um að ræða fyrstu íslenzku kvikmyndina. Síðan höfum við blaðalesendur orðið fyrir nær stanzlausri skothríð af sensasjónum í kringum betta mikla afrek. Leiðarar í blöðum eru helgaðir afrekinu og einstök um mönnum þakkað framlag og afrek í þágu íslenzkrar menningar.

En þessi mynd er hvergi nærri fyrsta íslenzka kvikmyndin.

— Svo virðist sem allir séu búnir að gleyma mynd Lofts Guðmundssonar ljósmyndara, Milli fjalls og fjöru ...
Frjáls þjóð: 27. 10. 1962: Myndin virðist gleymd í umfjöllun um fyrstu íslensku kvikmyndina

Svo sem alkunna er, hefur kvikmyndin 79 af stöðinni verið sýnd að undanförnu við mikla aðsókn í tveimur kvikmyndahúsum í Reykjavík.

Hefur myndin verið rœdd mikið manna á meðal og í blöðunum. Eru dómar misjafnir, eins og gengur.

Þess hefur verið getið, að þetta sé fyrsta alíslenska kvikmyndin, sem gerð hafi verið. Leika þó í myndinni tveir Bandaríkjamenn, og bœði leikstjóri og kvikmyndatökumaður eru útlendingar.

Hitt er leiðinlegra, að menn skuli ekki minnast þess, að Loftur Guðmundsson ljósmyndari gerði kvikmynd með tali og tónum fyrir um það bil 14 árum.

Byggði Loftur mynd sína á leikriti, sem hann hafði sjálfur samið, og hann var einnig leikstjóri, framleiðandi og kvikmyndatökumaður, en síra Hákon, sonur hans, sá um hljómupptöku ...

Image

Image

Vísir: 28. 02. 1963: Minnst á myndina sem eina af fyrstu íslensku kvikmyndunum

Ber þá fyrst að nefna kgl. hirðljósmyndara Loft Guðmundsson, sem gerði myndina Milli fjalls og fjöru ...
Vikan: 01. 06. 1967: Viðtal og umfjöllun um kvikmyndagerð Óskars og er minnst á myndina sem brautryðjendaverk Lofts

Saga kvikmyndagerðar hér á landi er ekki löng. Fyrsta leikna kvikmyndin, sem að öllu leyti var gerð af íslenzkum aðilum, kom fram 1949.

Það var kvikmyndin Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmundsson, ljósmyndara ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 03. 04. 1969: Myndin er páskamynd Gamla Bíós á 20 ára afmæli hennar

Milli fjalls og fjöru er „fyrsta íslenzka tilirauna- talmyndin, sem tekin er á Íslandi“ eins og segir í upprunalegu prógrammi.

Loftur heitinn Guðmundsson, ljósmyndari leikstýrði myndinni og tók hana ...
Morgunblaðið: 03. 04. 1969: Ítarlegri umfjöllun um páskamynd Gamla Bíós

Páskamyndin er að þessu sinni hvorki bandarísk né brezk, heldur al-íslenzk.

Milli fjalls og fjöru er sennilega góður kunningi margra eldri kvikmyndahúsgesta, sem munu glaðir grípa þetta tækifæri til að endurnýja kynnin.

Einnig ætti myndin að vera mjög forvitnileg fyrir þá kynslóð sem nú sækir kvikmyndahúsin mest.

Myndin er tekin í litum í kringum 1950 af Lofti Guðmundssyni ljósmyndara og er þetta fyrsta íslenzka talmyndin.

Sá Loftur um alla gerð myndarinnar, skrifaði bæði handritið, leikstýrði og kvikmyndaði ...

Image

Image

Tíminn: 28. 05. 1970: Viðtal við Óskar um ferilinn þar sem minnst er á myndina hans Lofts sem þá fyrstu

Fyrstu íslenzku, leiknu kvikmyndina, Milli fjalls og fjöru, tók Loftur heitinn Guðmundsson ljósmyndari, og var hún frumsýnd sama ár og mynd Óskars ...
Tíminn: 14. 06. 1974: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Milli fjalls og fjöru, fyrsta íslenska talmyndin, gerð af Lofti Guðmundssyni árið 1948.

Meðal leikenda eru Alfreð Andrésson, Anna Guðmundsdóttir, Bryndis Pétursdóttir, Brynjólfur Jóhannesson , Gunnar Eyjólfsson, Inga Þórðardóttir, Ingibjörg Steinsdóttir, Jón Leós og Lárus Ingólfsson.

Myndin greinir frá ungum kotbóndasyni, sem verður fyrir því óláni, að á hann fellur grunur um sauðaþjófnað, en slíkur ófrómleiki var fyrr á tímum talinn meðal hinna allra verstu glæpa.

Ungi maðurinn á sér óvildarmenn, sem ala á þessum grun. En hann á sér líka hauka í horni, þegar á reynir.

Formálsorð að myndinni flytur Erlendur Sveinsson ...

Image

Image

Vísir: 18. 03. 1975: Myndin geymd í safni Sjónvarpsins

Fyrstu leiknu íslenzku kvikmyndirnar eru einnig varðveittar í safninu, yfirfærðar á myndsegulbönd, t.d. Nýtt hlutverk og Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason og Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson, svo og Saga Borgarættarinnar (tekin 1919) ...
Morgunblaðið: 02. 02. 1978: Ný eintök gerð af myndinni

Samkomulag hefur orðið um að á vegum menntamálaráðuneytisins verði gerð ný eintök af leiknum kvikmyndum Lofts heitins Guðmundssonar; Milli fjalls og fjöru og Niðursetningnum.

Einu eintökin, sem til eru af framangreindum kvikmyndum Lofts, eru frumeintökin, sem búið er að sýna oft og mörgum sinnum og því hefur orðið að ráði að meinntamálaráðuneytið láti í tilefni kvikmyndahátíðarinnar gera ný eintök af myndunum.

Fyrri myndina, Milli fjalls og fjöru, gerði Loftur 1948 og var það fyrsta leikna myndin með tali og tónum, sem gerð var af íslenzkum aðila ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 03. 02. 1978: Börn Lofts ánafna Kvikmyndasafni Íslands myndir hans

Menntamálaráðherra gat þess í ræðu sinni að börn Lofts Guðmundssonar, ljósmyndara, hefðu ánafnað safninu myndir Lofts Milli fjalls og fjöru og Niðursetningurinn ...
Þjóðviljinn: 15. 01. 1983: Viðtal við Erlend Sveinsson, framtíðareintak gert af myndinni

Þegar við tölum um að bjarga kvikmyndum sem eru á gömlu nitrat-filmunum, þá megum við ekki gleyma því að þetta er tæmandi verk.

Þær myndir sem teknar voru á svona filmur eru ekki svo margar. Við létum til að mynda gera framtíðareintök af tveimur merkum kvikmyndum íslenskum í fyrra.

Það voru myndir Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls og fjöru og Niðursetningurinn og það eru ekki svo ýkja margar kvikmyndir sem eftir er að bjarga ...

Image

Image

Morgunblaðið: 11. 02. 1990: Farið yfir forsögu íslenskra kvikmynda á 10 ára afmæli stöðugrar kvikmyndagerðar og myndina mætti telja þá fyrstu í íslenskri kvikmyndasögu

Ef miða á upphaf íslenskrar bíómyndasögu við fyrstu leiknu talmyndina í fullri lengd sem frumsýnd var í kvikmyndahúsi hófst hún ekki fyrr en árið 1949 með mynd Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls og fjöru.

Á undan henni var mest gert af heimildarmyndum af konungskomum og öðrum stórviðburðum en Loftur hafði fengist lítillega við leiknar stuttmyndir aður ...
Morgunblaðið: 25. 02. 1990: Bryndís Pétursdóttir lék í myndinni

Árið 1948 lék Bryndís í fyrstu talkvikmyndinni, sem tekin var á Íslandi af Lofti Guðmundssyni, en sú mynd nefndist Milli fjalls og fjöru.

„Gunnar Eyjólfsson var þá nýkominn heim frá námi og lék hitt aðalhlutverkið á móti mér“ ...

Image