Sjón er sögu ríkari (1950)
Jazzblaðið: 01. 12. 1949: Loftur kvikmyndar K.K. Sextett, myndin sögð sýnd um jólin

M.a. hefir Loftur kvikmyndað hljómsveitina og verður myndin sýnd hér sem aukamynd í einhverju kvikmyndahúsinu um jólaleytið ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 28. 04. 1950: Myndin Sjón er sögu ríkari er sýnd í Gamla Bíó annað kvöld, samansafn myndbrota af kunnum listamönnum þjóðarinnar, m.a. KK Sextett

Sjón er sögu ríkari, nefnist smámyndasafn, sem Loftur Guðmundsson byrjar sýningar á í Gamla Bíói annað kvöld.

Er þetta kvikmynd með tónum og tali, og sýnir ýmsa listamenn þjóðarinnar, bæði leikara, tónlistarmenn, listdansara os söngvara.

Þessa dagana eru myndir úr kvikmyndinni til sýnis í glugga Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar.

Í formálsorðum í sýningarskránni segir Loftur meðal annars, að þessi mynd sé eins konar tilraun, þar sem ráðizt sé í að kvikmynda með hljómlist.

Þeir listamenn og skemmtikraftar, sem koma fram í kvikmyndinni, eru flestir landsmönnum kunnir ...
Þjóðviljinn: 28. 04. 1950: Myndin kölluð tilraunamynd

Á laugardaginn kemur verður byrjað að sýna í Gamla bíó nýja kvikmynd er Loftur hefur gert. Er þetta safn stuttra mynda og nefnist Sjón er sögu ríkari.

Lengsti hluti myndarinnar er frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn, annars aðallega stuttir kaflar af íslenzkum söngvurum og hljómlistarmönnum, enda er myndin að því leyti tilraunamynd að kvikmyndað er með hljómlist, en hljómlistin ekki tekin upp af stálþræði.

Kaflar myndarinnar eru 20 af kunnum skemmtikröftum, svo að segja má að eitthvað sé fyrir alla — „og verða bíógestir að láta sér það vel líka, þótt ekki sé um slagsmál eða ástarbrall að ræða í þessari mynd“ eins og Loftur segir í efnisskránni ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 04. 05. 1950: Myndin fær jákvæða umfjöllun

Í hinni nýju kvikmynd Lofts, sem nú er sýnd í Gamla Bíó, kennir margra grasa.

Þar styður hann fingri á ýms helztu skemmtiatriði bæjarins árið 1949 og kynnir um leið marga leikara, dansara og spilara og trúi ég ekki öðru en að mörgum þyki gaman að, og enn fremur, að þegar tímar líða, þá muni mönnum þykja þsssi mynd söguleg heimild, þó að hún só ekki alvarlegs eðlis.

Auk þess sýnir Loftur mjög skemmtilegar myndir frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn — og þykir mér tilvalið fyrir fræðslumálastjórnina að eignazt þennan kafla og sýna hann í skólunum.

Ég vil þakka Lofti fyrir alla þessa mynd og hvet hann eindregið til þess að halda áfram að búa til kvikmyndir ...
Þjóðviljinn: 04. 05. 1950: Lesendagagnrýni á Sjón er sögu ríkari og þykir lesanda hljóðið sérstaklega slappt

„Bíógestur skrifar: — Sjón er sögu ríkari heita íslenzkir kvikmyndaþættir, sem Loftur sýnir í Gamla Bíó um þessar mundir.

Ég var að hugsa um það á leiðinni heim, eftir að hafa horft á myndirnar, hvað það væri eiginlega, sem hefði komið mönnunum til að gefa þessum myndabrotum ofangreint nafn, því mér fannst ákaflega lítið að sjá í þeim.

En svo rann upp fyrir mér það ljós, að framleiðendunum hafi kannski verið ljóst, hve falskur, ósamræmdur eða gjörsamlega ómögulegur hljómur myndarinnar er og þess vegna gefið henni þetta nafn, með það í huga, að þótt bíógestir heyrðu bæði illa og ranglega til listamannanna, sem þarna komu fram, þá allténd sæju þeir þá sæmilega ...

Image

Image

Vísir: 06. 05. 1950: Lesendagagnrýni, myndin þykir arfaslök

Myndin Sjón er sögu ríkari getur, að mínum dómi, verið klassískt dæmi um það, hvernig EKKI á að gera slíkar myndir.

Hún missir algerlega marks, enda þótt hugmyndin, sem á bak við er, sé ágæt, eins konar „revýa“ yfir ýmislegt í skemmtanalífi bæjarbúa.

En mynd þessi er vægast sagt afkáralegur spéspegill og miðar beinlínis að því að gera þá, sem þar koma fram sprenghlægilega, en til þess var þó sannarlega ekki ætlast ...
Dagur: 14. 06. 1950: Myndin sýnd á Akureyri

Nýja-Bíó sýnir um þessar mundir íslenzka kvikmynd, Sjón er sögu ríkari, tekið hefur Loftur í Reykjavík.

Myndin er tal- og tónmynd ...

Image

Image

Mjölnir: 28. 06. 1950: Myndin sýnd á Siglufirði, fær slæma dóma

Eg held að Loftur og aðrir slíkir kvikmyndarar ættu að hvíla sig um sinn, því íslenzkt fólk er ekki þeir bjálfar, að það gini við hverju því fúski á sviði kvikmynda, sem einhverjum dettur í hug að sýna því, bara af því að það er íslenzkt og tilraun.

Íslenzkir kvikmyndatökumenn hafa sýnt að þeir geta tekið kvikmyndir af náttúru landsins og avinnulítfi, og eru þar eflaust fremstir Kjartan Ó. Bjarnason og Óskar Gíslason, og þær myndir þykir fólki gaman að sjá og vill fá meira af slíku.

En það frábiður sér tilraunir Lofts og vill heldur að hann haldi áfram iðju sinni sem ljósmyndari, því þar nýtur hann trausts og virðingar.

Og eflaust fagnar fólk því, þegar hann hefur náð sama stigi í kvikmyndagerð og í ljósmyndagerð, en vill ekki borga ærna peninga til að horfa á tilraunir hans. Þær getur hann bara sýnt góðvinum sínum og látið þá gagnrýna þær ...
Morgunblaðið: 03. 02. 1978: Myndin sýnd í Sjónvarpinu fyrir sýningu á Niðursetningnum

Á undan Niðursetningnum verður sýnd aukamyndin Sjón er sögu ríkari og fara þeir Alfreð Andrésson og Haraldur A. Sigurðsson með aðalhlutverkin i þeirri mynd ...

Image