Ágirnd (1952)Tíminn: 29. 11. 1952: Blaðamönnum boðið að sjá brot úr myndinni, aukamyndin Alheims-Íslandsmeistarinn einnig sýnd með

Óskar Gíslason ljósmyndari sýndi blaðamönnum í gær kafla úr nýrri kvikmynd, sem hann hefir gert fyrir Tjarnarbíó og væntanlega verður sýnd almenningi um aðra helgi.

Er efni kvikmyndarinnar næsta nýstárlegt af íslenzkri kvikmynd að vera, því að þar eru þjófnaðir og fjárhættuspil daglegt brauð, og auk þess eru þrjú morð framin ...

Image

Image

Vísir: 29. 11. 1952: 18 leikendur í myndinni

Önnur kvikmyndin heitir Ágirnd og er hún byggð á látbragðslist eftir Svölu Hannesdóttir sem jafnframt er leikstjóri, en Þorleifur Þorleifsson hefur gert kvikmyndahandritið.

Tónlistin í myndinni er samin og leikin af Reyni Geirs. Leikendur eru 18 að tölu og þeirra á meðal Svala Hannesdóttir, Þorgrímur Einarsson, Knútur Magnússon, Sólveig Jóhannesdóttir, Karl Sigurðsson og Óskar Ingimarsson.

Þetta er dramatískur leikur og stendur sýningin yfir í ca 40 mínútur ...Þjóðviljinn: 29. 11. 1952: Myndin stílfærð og lýsing óvenjuleg

Önnur myndin heitir Ágirnd og er byggð á látbragðsleik eftir Svölu Hannesdóttur. Kvikmyndahandritið samdi Þorleifur Þorleifsson.

Þetta er dramatísk mynd, sem gerist í margvíslegu umhverfi. Sviðin eru víða mjög stílfærð og lýsing óvenjuleg.

Í myndinni leika m.a. Svala Hannesdóttir, Þorgrímur Einarsson, Knútur Magnússon, Sólveig Jóhannesdóttir, Karl Sigurðsson og Óskar Ingimarsson, en alls eru leikendur 18.

Leikstjóri er Svala Hannesdóttir. Reynir Geirs, höfundur Hreðavatnsvalsins, hefur samið tónlist með myndinni og flytur hana. Sýning myndarinnar stendur um 40 mínútur ...

Image

Image

Vísir: 02. 12. 1952: Myndin sýnd í Tjarnarbíó þegar kvikmyndaeftirlitið hefur skoðað hana

Í blöðum um kvikmynd, er Óskar Gíslason hefir gert og bráðlega verður sýnd í Tjarnarbíói, vill bíóið taka fram eftirfarandi:

Umrædd kvikmynd er gerð af Óskari Gíslasyni og á Tjarnarbíó þar engan þátt í.

Samið hefir verið um að Tjarnarbíó taki myndina til sýningar á venjulegan hátt, þegar hún væri fullgerð og kvikmyndaeftirlitið hefði skoðað hana, en það hefir ekki verið gert ennþá ...Tíminn: 03. 12. 1952: Tjarnarbíó afneitar myndinni, hefur ekkert að gera með gerð hennar

Blaðinu barst í gær svolátandi athugasemd frá Friðfinni Ólafssyni, framkvæmdarstjóra Tjarnarbíós, er afneitar þátttöku í gerð hinnar nýju glæpakvikmyndar sem, Óskar Gíslason hefir tekið:

Vegna missagna í blöðum um kvikmynd er Óskar Gíslason hefir gert og bráðlega verður sýnd í Tjarnarbíó, vill bíóið taka fram eftirfarandi:

Umrædd kvikmynd er gerð af Óskari Gíslasyni og á Tjarnarbíó engan þátt í. Samið hefir verið um að Tjarnarbíó tæki myndina til sýningar á venjulegan hátt, þegar hún væri fullgerð og kvikmyndaeftirlitið hefði skoðað hana, en það hefir ekki verið gert ennþá

Image

Image

Þjóðviljinn: 05. 12. 1952: Myndin tekin til sýninga í Tjarnarbíó, bönnuð innan 16 ára

Kvikmynd Óskars GíslasonarÁgirnd, látbragðsleikur.

Bönnuð börnum innan 16 ára ...Þjóðviljinn: 06. 12. 1952: Myndin kölluð dómsdagsdella

Menn hafa lengi haft hugboð um, að hér á landi væru til menn, sem ættu kvikmyndatökuvél, og dútluðu við að taka kvikmyndir af heimafólki sínu og merkum atriðum í lífi þess.

Það getur verið góð skemmtun að því, að áratugum liðnum að rifja upp gamlar minningar með hjálp slíkra tækja.

Á seinni árum hefur þess orðið vart, að þessir menn hafa talið sér skyldu á að sýna samlöndum sínum að þeir kynnu með slíkar vélar að fara.

Enginn hefur við þvi amazt, og í fyrstu þótti mönnum meira að segja gaman að sjá lifandi myndir af ískenzku fólki og íslenzkum fjöllum.

En hætt er við, að ýmsum muni þykja gamanið fara að kárna ...

Image

Image

Morgunblaðið: 06. 12. 1952: Myndin léleg, ætti að athuga hvort að hún stangist við lög og banna hana

Að síðustu er íslenzk mynd er Ágirnd er nefnd. Í stuttu máli fjallar hún um perlufesti er gengur manna á milli.

Hempuklæddur prestur stelur henni í upphafi af deyjandi konu. Rifið er blað úr biblíu til að vefja utan um hana. Presturinn er í hempunni myrtur á heimleiðinni og síðan verður perlufestin orsök tveggja morða.

Baktjald allra þessara furðulegu athafna er fjárhættuspilamennska, drykkju- og knæpulíf samfara siðleysi á hæsta stigi í heimahúsum.

Þó skeður það furðulega að í inngangsorðum að óskapnaðarmynd þessari er skýrt svo frá að saga þessi sé ávallt að gerast í kringum oss, og að frúin á 16. bekk eða pilturinn á 4. bekk, gætu eins verið þátttakendur í slíkri sögu og leikendurnir, sem í myndinni koma fram!!!

Það er fullkomin ástæða til að kanna, hvort mynd eins og Ágirnd hrýtar ekki í bága við lög, að því er snertir t.d. presta. Það er og fullkomin ástæða til að athuga hvort ekki beri að banna slíkar myndir eins og nú tíðkast við klámbókmenntir af grófari gerð ...Tíminn: 07. 12. 1952: Þjóðleikhúsið afneitar myndinni, vissu ekki hvers eðlis hún var þegar fengið var leyfi til að taka hana á sviði leikhússins

Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri óskar það tekið fram að gefnu tilefni, að Þjóðleikhúsið eigi engan hlut að kvikmynd þeirri, sem nú er sýnd í Tjarnarbíó og Óskar Gíslason ljósmyndari hefir tekið.

Vissu ekki hvers kyns var. Sagði Þjóðleikhússtjóri, að Óskar hefði fengið leyfi til að fara inn á leiksvið hússins meðan sumarleyfi stóðu yfir, til að taka einhver atriði myndarinnar.

En hefðu húsráðendur leikhússins vitað hvers konar framleiðsla þarna var á ferðinni, segir þjóðleikhússtjóri, myndi hafa tekið fyrir alla aðstoð við gerð myndarinnar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 07. 12. 1952: Þorgrímur Einarsson leikari vill taka það fram að nafni hans leiki í myndinni og ekki hann

Þorgrímur Einarsson leikari, hefur beðið blaðið að geta þess, að hann sé ekki á meðal þeirra er fram koma í kvikmynd Óskars Gíslasonar ...Þjóðviljinn: 07. 12. 1952: Ekki hægt að afsaka listrænan leikburð með erfiðum aðstæðum

Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir hér á landi til að gera kvikmyndir sem hægt vœri að sýna í kvikmyndahúsum á sama hátt og þær sem okkur berast erlendis frá.

Allar hafa þær verið mishepphaðar, þó virðist engin ástæða til að halda, að ekki væri hægt að gera sómasamlegar kvikmyndir íslenzkar, — aðeins verður að krefjast þess, að þeir sem um það fjölluðu hefðu til að bera einhvern snefil af listrænum vinnubrögðum.

Vafalaust háir fátækt okkur mikið, hvað allan ytri aðbúnað snertir, en sama máli gegnir um margar þjóðir okkur stærri.

Hins vegar er þess að gæta, að margar prýðiskvikmyndir hafa verið gerðar með mjög fátæklegum útbúnaði, og sannar það, að hann er ekki fyrir öllu.

Það er meira um vert í þessari listgrein sem öðrum, að andinn sé reiðubúinn ...

Image

Image

Morgunblaðið: 07. 12. 1952: Myndin þvættingur og hrákasmíð

Tjarnarbíó hefur nýlega frumsýnt nokkrar íslenzkar kvikmyndir, nokkurskonar myndasafn.

Eru þær svo einstæður þvættingur og hrákasmíð að fyllsta ástæða er til þess að furða sig á, að slíkt rusl skuli tekið til sýningar.

Hvaða menningarauki er t.d. að því að hefja hér töku glæpakvikmynda? Höfum við ekki fengið nóg af slíkum kvikmyndum frá öðrum löndum?

Sannarlega. Út yfir tekur að kvikmyndahús, sem rekið er á vegum menningarstofnunar eins og Háskóla Íslands, skuli taka þennan ósóma til sýningar. Skárri er það nú menningarstarfsemin!!

Nei, íslenzk kvikmyndagerð vinnur sér áreiðanlega hvorki álit né vinsældir með slíkum vinnubrögðum ...Vísir: 08. 12. 1952: Myndin tekin af sýningarskrá og verður skoðuð nánar

Vegna þessa hefur Vísir aflað sér upplýsinga.

Barnaverndarnefnd hafði fyrir sitt leyti gefið leyfi til þess, að myndin yrði sýnd, en börnum innan 16 ára bannaður aðgangur.

Eftir frumsýningu í vikunni sem leið birtu sum blöð harðorða gagnrýni á kvikmyndina, þar sem hún var talin ósmekkleg og vafasamt sýningarefni.

— Lögreglustjóri fór þess þá á leit við Óskar á laugardagskvöld, að hann léti ekki sýna myndina í gær, og varð Óskar við þeirri beiðni.

Í dag eða á morgun mun væntanlega verða tekin ákvörðun um, hvort felldur skuli úr myndinni einhver hluti henn ar, og þykir sennilegt, að sú lausn verði á ...

Image

Image

Tíminn: 09. 12. 1952: Myndin siðspillandi en þykir of ómerkileg til að banna hana

Á laugardagskvöldið fór fulltrúi lögreglustjórans að sjá myndina vegna þess að óskir höfðu komið fram um nánari skoðun hennar.

Þótti honum myndin þess eðlis, að rétt væri að skoða hana betur, áður en haldið var áfram sýningum, og voru sýningar stöðvaðar á sunnudag.

Í gær fór fulltrúi lögreglustjóra svo aftur að skoða myndina ásamt fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu ...Tíminn: 10. 12. 1952: Ævar Kvaran svarar rangfærslum og dylgjum í grein í Tímanum daginn áður, sver sig frá myndinni

Ég hef hvorki veitt framangreindri kvikmyndatöku „moralskan“ stuðning, verið hvatamaður hennar og því síður aðalleiðbeinandi.

Enda veit ég ekki betur en þess sé getið í auglýsingum, hver sé leikstjóri kvikmyndarinnar.

Ég er greinarhöfundi að því leyti ófróðari um kvikmynd þessa, að ég hef ekki séð hana ...

Image

Image

Morgunblaðið: 10. 12. 1952: Friðfinnur Ólafsson útskýrir aðkomu Tjarnarbíós að sýningum myndarinnar

Eftir að mynd sú er Óskar kallar Ágirnd var skoðuð var bæði mér og kvikmyndaeftirlitinu ljóst að myndin væri á mörkum þess að vera sýningarhæf.

Vildi ég þó ekki ganga á bak orða minna og neita um húsið til sýninga, enda var myndin bönnuð unglingum innan 16 ára.

Má líka segja að mér kæmi málið ekki við þar sem Óskar sýndi sínar myndir á eigin ábyrgð, og hafi þegar hér var komið sögu auglýst að hann myndi sýna þær opinberlega á næstunni ...Vísir: 13. 12. 1952: Úlfaþytur vegna myndarinnar, helst til mikil viðbrögð vegna hennar

Óskar Gíslason gerir kvikmynd, þar sem nokkrir ungir leikarar sýna látbragðsleik, þ.e. myndin er þögul, en leikarar tjá allt með látbragði einu saman, og er það út af fyrir sig ærin list.

Myndin nefnist Ágirnd, og var blaðamönnum og nokkrum fleiri boðið að skoða hana, áður en hún var tekin til sýningar.

Síðan gerist allt með skjótum hætti: Úlfaþytur óskaplegur verður út af myndinni, og magnast með degi hverjum ...

Image

Image

Tíminn: 14. 12. 1952: Myndin sýnd í Hafnarbíó og auglýst sem umdeild

Óskar Gíslason sýnir: Ágirnd.

Hin mjög umtalaða og marg umdeilda mynd ...Morgunblaðið: 18. 12. 1952: Svar Óskars við málinu birt, Tjarnarbíó vildi ekki sýna myndina aftur

Dómnefnd lögreglustjóra athugaði síðan myndina, og leyfði á henni sýningar, en Tjarnarbíó hinsvegar — eða stjórn þess — taldi sér ekki fært, að hefja sýningar að nýju.

Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bíógesta, að því er Friðfinnur Ólaísson hefir tjáð mér, en myndin mun annars verða sýnd í öðru kvikmyndahúsi á næstunni.

Viðbrögð manna og yfirlýsingar í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar Ágirnd, eru annars með nokkuð broslegum hætti, og tæplega situr á kvikmyndahúsunum — hverju sem er — að þykjast um of næm fyrir hryllimyndum — eins og eitt dagblaðið nefnir mynd mína ...

Image

Image

Tíminn: 05. 02. 1953: Myndin sýnd í Hafnarbíó vegna fjölda áskorana

Óskar Gíslason sýnir Ágirnd.

Vegna fjölda fyrirspurna verður myndin sýnd í kvöld og annað kvöld ...Verkamaðurinn: 13. 02. 1953: Myndin brátt sýnd á Akureyri, var umdeild í Reykjavík

Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður mun koma um aðra helgi hingað til bæjarins og sýna mynd sína Ágirnd í Nýia-Bíó.

Kvikmynd bessi hefur sætt hörðum dómum margra í Reykjavík og var þess jafnvel krafizt að myndin yrði bönnuð.

Sumir gagnrýnendur hafa þó talið myndina hafa ýmislegt til síns ágætis ...

Image

Image

Íslendingur: 18. 02. 1953: Myndin sýnd á Akureyri

Óskar Gíslason sýnir Ágirnd, hina umtöluðu og umdeildu mynd ...Dagblaðið: 16. 02. 1979: Myndin sýnd í Sjónvarpinu, umfjöllun

Ýmislegt er óvenjulegt um þessa mynd.

Hún er tekin á sviði Þjóðleikhússins og ljósatækni beitt mjög mikið. Ekkert tal er í myndinni, en látbragð, ljós og tónlist notuð til að segja söguna. En ekki litir, því myndin er svarthvít.

Hún vakti á sínum tíma hneyksli. Ekki þó fyrir nýstárlegar tilraunir í tjáningu, heldur af þvi að í henni er atriði, þar sem prestur fremur afbrot.

Yfirvöldin létu því stöðva sýningar á henni og spunnust af máli þessu talsverð blaðaskrif á sínum tíma, að sögn Erlends Sveinssonar, sem flytur inngangsorð að myndinni ...

Image

Image

Tíminn: 28. 03. 1980: Myndin sýnd í Regnboganum á íslenskri kvikmyndaviku

Óskar Gíslason, Ágirnd ...Morgunblaðið: 17. 10. 1985: Myndin sýnd á kvikmyndahátíð kvenna í Reykjavík

Ágirnd eftir Svölu Hannesdóttur og Óskar Gíslason ...

Image