Alheims-Íslandsmeistarinn (1952)Tíminn: 29. 11. 1952: Blaðamönnum boðið að sjá brot úr myndinni sem er aukamynd með Ágirnd

Með þessari hryllikvikmynd, sem tekur um 40 mínútur, verður sýnd önnur, þar sem tekið er upp léttara hjal og stendur sú í hálfa klukkustund.

Heitir hún AlheimsÍslandsmeistarinn, sem leikinn er af Jóni Eyjólfssyni. Er það gamanmynd ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 29. 11. 1952: Myndin sýnd bráðlega, er íþróttaskopmynd

Hin myndin er gamanmynd, sem heitir Alheims-Íslandsmeistarinn.

Þar eru aðalleikendur Jón Eyjólfsson, Valdemar Lárusson, Gunnar Gunnarsson, Ólafur Gestsson og Helgi Einarsson.

Þetta er íþróttaskopmynd og stendur í hálftíma. Þulur í henni er Sigurður Sigurðsson ...Þjóðviljinn: 05. 12. 1952: Myndin tekin til sýninga í Tjarnarbíó

Alheimsmeistarinn, íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson ...

Image

Image

Morgunblaðið: 06. 12. 1952: Dómur, myndin þykir léleg og móðgandi

Þá er íþróttaskopmynd: Alheims Íslandsmeistarinn — og myndin er jafn fáranleg og nafnið.

Að gera grín að manni, sem ekki er eins og fólk er flest, hefur aldrei verið lofaður siður í þessu landi.

Hvar er nú samúð Reykvíkinga, sem ekki mega vita af ís á Tjörninni án þess að hjörtum þeirra blæði vegna tilhugsunarinnar um vanlíðan fuglanna— geta þeir horft hlæjandi upp á slíka meðferð meðbróður sins?

Hitt er svo annað að myndin er mjög hroðvirknislega gerð og fram úr hófi laus við að vera sannfærandi.

Ljósi punktur myndarinnar eru góðar skýringar ...Tíminn: 14. 12. 1952: Myndin sýnd í Hafnarbíó

Alheimsmeistarinn, íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson ...

Image

Image

Tíminn: 05. 02. 1953: Myndin sýnd í Hafnarbíó

Alheimsmeistarinn, íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson ...Íslendingur: 18. 02. 1953: Myndin sýnd á Akureyri

Alheimsmeistarinn, íþróttaskopmynd.

Aðalleikari: Jón Eyjólfsson ...

Image