Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949)
Morgunblaðið: 15. 07. 1948: Óskar tekur hluta björgunarinnar upp á vegum Slysavarnarfélagsins, frekari upptökur fara síðar fram

Hingað kom í gær Óskar Gíslason ljósmyndari, ásamt aðstoðarmanni sínum, Þorleifi Kr. Þorleifssyni.

Hafa þeir verið að kvikmyndatöku við Látrabjarg með björgunarmönnum, er þátt tóku í hinni frækilegu björgun „Dhoon“-manna, í vetur, er leið.

Kvikmyndataka þessi er fyrsti þáttur Slysavarnafjelags Íslands í kvikmyndun af frægum og athyglisverðum björgunarstörfum hjer við land.

Slysavarnafjelagið sjer um allan undirbúning og kostnað fararinnar ...

Image

Image

Vísir: 04. 08. 1948: Óskar vinnur gerð myndar um strandið á Dhoon fyrir ári síðan, búið að mynda bjargsigið, frekari tökur fara fram við vetraraðstæður

Óskar Gíslason ljósmyndari vinnur um þessar mundir að kvikmynd sem á að gefa sem gleggsta hugmynd af björgun skipbrotsmannanna af brezka togaranum Dhoon sem strandaði við Látrabjarg s.l. vetur.

Óskar hefir þegar tekið hluta þessarar kvikmyndar, en það er af sjálfu siginu í Látrabjarg ...
Þjóðviljinn: 05. 08. 1948: Margir þeir sömu og tóku þátt í björguninni voru með í upptökunum

Óskar hefur þegar hafið verkið og er lokið fyrsta hluta myndarinnar, sem er af siginu í Látrabjarg.

Óskar seig sjálfur í bjargið og tók nokkurn hluta myndarinnar úr fjörunni.

Með honum voru við þennan huita myndatökunnar flestir sömu mennirnir sem tóku þátt í björguninni þegar strandið varð ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 13. 08. 1948: Gagnrýni á gerð myndarinnar

Sagt var að allir þeir sömu, sem þátt tóku í björguninni, væru látnir endurtaka athafnir sínar, að þeir væru að labba á slysstaðinn, klifra upp og niður bjargið og athafna sig á nefinu þar sem þeir stóðu þegar þeir skutu línunni.

Sagt var og að ljósmyndarinn, kvikmyndatökumaðurinn, eða hvað þið viljið nú kalla hann, væri að baksa við að klifrast þetta, en hann gæti svo sem ekki tekið kvikmynd af því öllu saman.

Strandaða skipið vantaði og skipbrotsmennina vantaði.

— Mundi hann verða að bíða eftir strönduðu skipi og þá líkast til líka eftir skipbrotsmönnum ...
Alþýðublaðið: 19. 08. 1948: Um bakgrunn að gerð myndarinnar og svar við gagnrýni

Var svo þetta rætt á stjórnarfundi í Slysavarnafélagi Íslands, þar sem mættur var Óskar Gíslason myndatökumaður, og var samþykkt að senda Óskar vestur til að athuga allar aðstæður og möguleika til að taka þessa kvikmynd og hefja verkið ef það þætti tiltækilegt, sem hann og gerði.

Það er öllum ljóst, sem um þetta hafa rætt, að þessi mynd verður ekki að öllu leiti eins og sú björgun sem þarna fór fram, en ætti þó að geta sýnt björgunarstarfið í að alatriðum, og þar með orðið góð fræðslumynd við björgun, þar sem líkt stendur á.

Enn fremur er ætlunin að hafa fleira á þessari mynd, sem viðkemur starfsemi Slysavarnafélagsins, fyrir þá sem á því hafa áhuga, og vona ég að þessi mynd verði þeim til gagns.

Þó þeir verði margir, sem finni hvöt hjá sér til að hnýta í þá, sem að þessu verki standa ...

Image

Image

Vísir: 06. 12. 1948: Óskar staddur í Örlygshöfn við tökur þegar annar togari, Sargon, strandar á svipaðan máta og Dhoon

Svo vildi til, að Óskar Gíslason ljósmyndari, sem verið hefir vestra við kvikmyndatöku á vegum Slysavarnafélags Íslands, var staddur í Örlygshöfn og tók hann kvikmynd af björguninni ...
Alþýðublaðið: 07. 12. 1948: Um björgunina, 6 komumst lífs af, Óskar tók björgunina upp

Óskar Gíslason ljósmyndari dvelst á Vestfjörðum um þessar mundir til þess að gera kvikmynd fyrir Slysavarnafélagið af björguninni við Látrabjarg og vildi svo til að hann var viðstaddur björgun skipverjanna af Sargon, og tók hann kvikmynd af þeirri björgun ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 24. 12. 1948: Myndir sem Óskar tók á strandstað Sargons

Óskar Gíslason ljósmyndari var staddur í Kolsvík vestra, þegar fregnir bárust þangað um strand brezka togarans Sargon við Hafnar mála.

Var hann þar að taka kvikmynd fyrir Slysavarnafélagið í sambandi við björgunina á togaranum Dhoon í fyrra, og slóst hann þegar í för með björgunarsveit, sem lagði af stað til strandstaðarins.

Þeir Óskar og björgunarmenn voru fimm tíma á gangi um nóttina og var blindbylur. Gengu þeir yfir fjöllin. Skömmu áður en þeir komu á strandstaðinn vildi þó svo vel til að nokkuð birti til, svo að bæði varð björgunin hér eftir auðsóttari fyrir það, og Óskari tókst að ná myndum þeim, sem hér birtast.

Kvikmyndin af björguninni, sem Óskar tók verður ekki sýnd opinbenlega, heldur verður hún felld inn í hina myndina ...
Vísir: 04. 02. 1949: Mikill áhugi á myndefni Óskars af strandi Sargons, en myndin of seint framkölluð til að anna þeirri eftirspurn. Myndefnið verður hluti myndar Óskars um strand Dhoon

Hefir Óskar fengið bréf um það frá Bretlandi, þar sem kvikmyndin var framkölluð, að hún sé ágæt og sýni björgunina og allar aðstæður prýðilega.

Hinsvegar er ósennilegt, að kvikmyndin verði sýnd sem fréttamynd þar ytra, þar eð hún barst þangað svo seint, að áhuginn fyrir slysinu og benni farinn að dofna.

Tafðist Óskar vestra vegna þess að hann hafði ekki lokið kvikmyndatöku sinni fyrir SVFÍ og auk þess voru samgöngur allar með erfiðasta móti vegna sífelldra illviðra, en ýmis blöð og kvikmyndafélög í Bretlandi vildu óð og uppvæg fá myndina, er það spurðist strax út, að hún hefði verið tekin af þessum einstæða atburði ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 07. 04. 1949: Myndin frumsýnd á morgun

Óskar Gíslason ljósmyndari frumsýnir kvikmynd sína af strandinu við Látrabjarg á föstudagskvöldið, og verður hún sýnd hér fram yfir helgi, en eftir það verður hún send utan til þess að taka eftir henni kobiu ...
Morgunblaðið: 08. 04. 1949: Umfjöllun um myndina og gerð hennar á frumsýningardegi

Kvikmyndin, sem Óskar Gíslason hefur gert, og Þórður hefir aðstoðað við, með því að tala inn skýringar og semja texta, verður frumsýnd í kvöld.

Telur Þórður að hún gefi góða hugmynd um björgunarstarfið, er „Dhoon“ fórst.

Myndin stendur yfir í 1,5 klst, en björgunarstarfið stóð yfir í þrjá sólarhringa, svo ýmislegt vantar af því, sem gerðist.

En björgunaraðferðin, tækin, sem notuð voru og flestir úr björgunarsveitinni koma fram í myndinni.

Fólkið fær að sjá skipið í brimlöðrinu og er það ekki leikur, heldur raunveruleikinn, sem þar er sýndur ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 09. 04. 1949: Umfjöllun um myndina, mikilvæg en ekki gallalaus

Mynd af atburði eins og þessum er erfitt að gera svo eftir á að hún sýni erfiðleikana og hætturnar eins og raunveruleikinn var, en myndin gefur þó góða hugmynd (þrátt fyrir marga galla) um þá erfiðu þraut sem björgunarmennirnir leystu af höndum með slíkri karlmennsku að sagan mun geyma björgunina við Látrabjarg sem eitt af afreksverkum Íslendinga.

— Mynd þessi mun einnig gera mörgum enn ljósara en áður nauðsyn þess að hafa vel útbúnar björgunarstöðvar á sem flestum stöðum á ströndum landsins — og vaska menn og konur þegar kallið kemur ...
Tíminn: 10. 04. 1949: Myndin augljóslega tekin við erfiðar aðstæður, áhugi á henni erlendis

Kvikmyndin er tekin við fremur slæma birtu og ber hún þess menjar og skilyrði til myndatökunnar hafa verið hin erfiðustu, t.d. er ljósmyndarinn varð að síga í bjargið með kvikmyndavélina og taka myndir þar.

Saga björgunarinnar er öll sýnd þarna allt frá því að björgunarsveitin leggur af stað og þar til skipbrotsmönnum hefir verið komið til bæja.

Þá var Óskar Gíslason svo heppinn að vera staddur vestra þegar togarinn Sargoon strandaði og tók kvikmynd af honum og er það fellt inn í þessa kvikmynd ...

Image

Image

Útvarpstíðindi: 02. 05. 1949: Hluti myndarinnar spilaður í útvarpinu á kvöldvöku Slysavarnarfélagsins

Næsti liður dagskrárinnar verður þáttur úr talmynd þeirri, sem gerð hefur verið af björgun við Látrabjarg.

- Verður fluttur kaflinn um björgun manna úr togaranum „Doon“.

Allir Íslendingar kannast við þessa frækilegu björgun, sem að verðleikum var mjög rómuð hér í blöðum, útvarpi og manna á meðal ...
Þjóðviljinn: 08. 10. 1949: Myndin komin aftur til landsins eftir afritun erlendis, búið að bæta nýjum kafla við myndina um komu breskra ráðamanna til að heiðra björgunarmennina

Kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag Íslands, var sýnd hér nokknum sinnum s.l. vor.

Sýningum var þá hætt og frummyndin send út til að gera eftir myndir af henni. Eru þær nú komnar og verður farið að sýna myndina hér strax eftir næstu helgi.

Við myndina hefur verið bætt kafla um herskipaheimsóknina til Patreksfjarðar 17. júní s.l. er fulltrúar brezkra vátryggjenda og togaraeigenda í Fleetwood fóru þangað ásamt brezka sendiherranum hér og mörgum gestum til að heiðra björgunarmennina á sem eftirminnilegastan hátt ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 14. 10. 1949: Myndin sýnd í Stjörnubíó, aðeins nokkrar sýningar eftir

Björgunarafrekið við Látrabjarg.

Kvikmyndin fræga, er Óskar Gíslason tók á vegum Slysavarnarfélags Íslands ...
Vísir: 05. 11. 1949: 30.000 manns hafa séð myndina, sýnd 58 sinnum á 20 dögum, verður sýnd víða um land á næstu vikum

Telja má víst, að um 30 þúsund manns hafi nú séð kvikmyndina Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem Óskar Gíslason tók á vegum Slysavarnafélagsins.

Í gær var myndin sýnd í Grindavík, en hefir annars verið sýnd 58 sinnum á 20 dögum í Reykjavík og víða á Suðurnesjum.

Síðan verður myndin sýnd á Vestfjörðum, norðan lands og austan. Aðsókn hefir hvar vetna verið geysimikil ...

Image

Image

Vísir: 08. 12. 1949: Metaðsókn á myndina, sýningar í Danmörku

Óskir um að fá þessa merkilegu mynd hafa borizt hvaðana af landinu, að því er Slysavarnafélag Íslands tjáði Vísi í gær og bíða með óþreyju eftir að fá hana, enda er hér um sérstæða kvikmynd að ræða, sem ekki á sinn líka.

Myndin hefir nú verið sýnd 130 sinnum, svo sem fyrr segir og hafa 35 þúsund manns séð hana. Mun þetta vera „met“, ef svo mætti að orði kveða, í sambandi við sýningu á kvikmynd, jafnvel þótt erlendar kvikmyndir séu taldar með.

Myndin mun vera sýnd víða enn, svo „metið“ verður vafalaust bætt ...
Vísir: 22. 12. 1949: Myndin sýnd á jólafagnaði fyrir aðkomusjómenn

Til skemmtunar verður sýning á kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg ...

Image

Image

14. september (Færeyjar): 19. 01. 1950: Myndin sýnd í Færeyjum

Myndin verður sýn her í Havn í kvöld kl. 8, fríggjakvöld kl. 8, sunnukvöld kl. 6 fyri börn

- og möguliga seinasta fer Jón út á bygdirnar at sýna kvikmyndina har ...
Alþýðublaðið: 10. 05. 1950: Þegar myndin var sýnd í Færeyjum, fyrsta Færeyskan sem töluð var á kvikmynd

Þess má geta, að þegar Látrabjargskvikmyndin var sýnd í Færeyjum í vetur, voru skýringar einnig talaðar inn, á þá mynd á færeysku, og var það í fyrsta skipti, sem Færeyingar heyrðu mál sitt talað í kvikmynd ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 25. 05. 1951: Myndin komin heim frá Noregi í styttri útgáfu þar sem hún var tal- og tónsett

Björgunarafrekið við Látrabjarg, kvikmyndin, sem Óskar Gíslason tók fyrir Slysavarnafélag Íslands og sýnd hefur verið í allflestum samkomuhúsum á landinu, er nú komin í nýjan búning.

Var hún send til Noregs og stytt þar og sett inn í hana tal og tónar. Hefur Slysavarnarfélagið í hyggju að sýna hana þannig á Norðurlöndum og í Bretlandi ...
Vikan: 14. 06. 1951: Af sýningu myndarinnar, verður mögulega send til Englands

Þegar myndin var frumsýnd í Tjarnarbíói í Reykjavík flutti Guðbjartur Ólafsson, formaður Slysavarnafélagsins, ávarp, og sagði hann meðal annars, að ef til vill yrðu eintök af myndinni send til Englands, og þá yrði vitanlega gerður enskur taltexti við hana ...

Image

Image

Vísir: 17. 07. 1953: Búið að sýna myndina í Færeyjum, Danmörku og Englandi við góðar viðtökur

Kvikmynd þessa sýndi Jón Oddgeir Jónsson erindreki í Færeyjum, hún var og sýnd í Danmörku og Englandi, og vakti mikla athygli, og auk þess var kvikmyndin, nokkuð stytt, sýnd í öllum slysavarnadeildum Noregs ...
Alþýðublaðið: 17. 08. 1956: Óskar sýnir eigendum hins strandaða St. Crispin myndirnar sem hann tók af strandstað og einnig Björgunarafrekið við Látrabjarg

Á heimleiðinni var hinum brezku forstjórum sýndir ýmsir fagrir og sögufrægir staðir og láta þeir mjög vel yfir för sinni hér.

Á vegum Slysavarnafélagsins voru þeim sýndar kvikmyndir bæði af strandi togarans St. Crispin, sem Óskar Gíslason tók fyrir félagið og lánaðist mjög vel og einnig af björgunarafrekinu við Látrabjarg, sem þeim fannst mikið til koma og einstætt í sinni röð.

Sögðu þeir að björgunarstarf Íslendinga nyti mikillar viðurkenningar í Bretlandi og eftir það, sem þeir hefðu hér séð og heyrt, myndu þeir bera Ísendingum enn betur söguna ...

Image