Landsmót skáta á Þingvöllum (1949)
Alþýðublaðið: 09. 03. 1949: Óskar sýnir mynd um landsmót skáta á Þingvöllum frá því árið áður, verður send út til afritunar eftir nokkrar sýningar

Kvikmynd af landsmóti skátanna, sem haldið var á Þingvöllum í fyrrasumar, var í gær frumsýnd í Tjarnarbíó.

Er þetta hálfs annars tíma mynd, sem sýnir mótið frá byrjun til enda, líf skátanna í tjaldbúðunum, bæði hinna innlendu og erlendu, sem hingað komu, skemmtanir þeirra, varðelda, heimsóknir forseta og annara til tjaldbúðanna.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók kvikmynd þessa, en Helgi S. Jónsson samdi texta og flytur hann. Hefur Rad, og raftækjastofan á Óðinsgötu 2 felt textann við myndina.

Verður kvikmyndin aðeins sýnd fáa daga, þar sem hún verður innan skamms send utan til þess að láta taka af henni kópíu ...

Image

Image

Tíminn: 09. 03. 1949: Myndin sýnd við góðar viðtökur, gefur góða mynd af lífi skáta á mótinu

Skátar sýndu kvikmynd í gær í Tjarnarbíó af 10. skátamóti sínu, sem háð var á Þingvöllum s.l. sumar.

Hefir Óskar Gíslason tekið myndina og er hún víða fögur og sýnir vel og bráðlifandi starf og búskap skátanna í borg sinni þar eystra.

Bregður myndin skærri birtu yfir hið góða starf skátanna sem áreiðanlega hefir oft mjög bætandi og þroskandi áhrif á þátttakendurna ...
Morgunblaðið: 09. 03. 1949: Myndin gerð á vegum Bandalags íslenskra skáta

Fyrsta íslenska skátakvikmyndin var frumsýnd í Tjarnarbíó í gærdag.

Myndin fjallar um Landsmót skáta á Þingvöllum sumarið 1947.

Hjer í Reykjavík verður myndin sýnd í nokkur skipti. Það er Bandalag íslenskra skáta sem látið hefur gera mynd þessa.

Óskar Gíslason ljósmyndari hefur gert myndina, sem öll er í litum. Teksta hennar hefur Helgi S. Jónsson skátaforingi í Keflavík, tekið saman og talað inn á myndina, en hljómupptöku annaðist Radío-stofan við Óðinsgötu ...

Image

Image

Tíminn: 19. 03. 1949: Sérstök barnasýning á myndinni áður en myndin fer utan

Kvikmynd frá landsmóti skáta að Þingvöllum 1948 hefir nú undanfarið verið sýnd í Reykjavík og nágrenni og hlotið óskipt lof allra þeirra, sem hana hafa séð.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók myndina og hefir takan tekizt prýðilega. Myndin er í eðlilegum litum og lýsir undirbúningi mótsins, mótinu sjálfu og störfum skátanna á mótinu.

Helgi S. Jónsson, skátaforingi í Keflavík, hefir talað skýringar við mynd ina.

Vegna þess, að senda þarf myndina út til að taka af henni eftirmyndir, verður sýningum nú hætt að sinni. Þó verður ein barnasýning í Tjarnarbíó kl. 13:15 með lækkuðu verði, eða á 5 krónur ...
Vísir: 19. 03. 1949: Helgi S. Jónsson skátaforingi er þulur yfir myndinni, barnasýningin sú síðasta áður en myndin fer út

Kvikmynd frá landsmóti skáta að Þingvöllum 1948 hefir nú undanfarið verið sýnd í Reykjavík og nágrenni og hlotið óskipt lof allra þeirra, sem hana hafa séð.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók myndina og hefir takan tekizt prýðilega. Myndin er í eðlilegum litum og lýsir undirbúningi mótsins, mótinu sjálfu og störfum skátanna á mótinu.

Helgi S. Jónsson, skátaforingi í Keflavík, hefir talað skýringar við mynd ina.

Vegna þess, að senda þarf myndina út til að taka af henni eftirmyndir, verður sýningum nú hætt að sinni. Þó verður ein barnasýning í Tjarnarbíó kl. 13:15 með lækkuðu verði, eða á 5 krónur ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 20. 03. 1949: Myndin hefur hlotið almennt jákvæðar viðtökur

Kvikmyndin frá landsmóti skáta á Þingvöllum 1948 hefur nú undanfarið verið sýnt í Reykjavík og nágrenni og hlotið óskipt lof allra þeirra, sem hana hafa séð.

Óskar Gíslason ljósmyndari tók myndina og hefur takan tekizt prýðilega. Myndin er í eðlilegum litum og lýsir undirbúningi mótsins, mótinu sjálfu og störfum skátanna á mótinu.

Helgi S. Jónsson, skátaforingi í Keflavík hefur talað skýringar við myndina ...
Tíminn: 26. 02. 1950: Myndin sýnd í skátaheimilinu

Landsmótsmynd skáta 1948 eftir Óskar Gíslason, þulur: Helgi S. Jónsson, verður sýnd í Skátaheimilinu í dag ...

Image