Lýðveldishátíðin 1944 (1944)
Þjóðviljinn: 24. 05. 1944: Óskar tekur upp og sýnir myndir af lýðveldiskosningunum og útifundi æskulýðsfélaganna. Stuttur tími frá upptöku að sýningu vekur eftirtekt

Það er alveg nýtt hér á landi, að kvikmynd, sem tekin er af atburðum er gerast að morgni dags, sé tilbúin til sýningar að kvöldi þess sama dags eða daginn eftir — en þannig verður það í framtíðinni ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 22. 06. 1944: Mynd Óskars af þjóðhátíðinni sýnd forseta, þingheimi og öðrum

Kvikmynd sú, sem Óskar Gíslason tók af hátíðahöldum lýðveldisstofnunarinnar, var sýnd í fyrsta sinn í Gamla Bíó kl. 3 í gær.

Á sýningunni var allmargt boðsgesta, þar á meðal forseti Íslands, ríkisstjórn, alþingismenn, fréttamenn og margir fleiri.

Sýning myndarinnar stóð yfir í röskan klukkutíma, og létu áhorfendur í ljós ánægju sína yfir myndinni með lófataki, þegar sýningu hennar var lokið.

Kvikmyndin hefst á útifundinum, sem æskulýðsfélög bæjarins efndu til á Austurvelli skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Næst var sýnd þjóðaratkvæðagreiðslan og þá sjálf hátíðahöldin að Þingvelli og í Reykjavík.

Bifreiðalestin sést á leiðinni austur, fólkið, sem streymir niður Almannagjá til hátíðasvæðisins og setning hátíðarinnar ...
Morgunblaðið: 22. 06. 1944: Myndin tekin á mjófilmu og kemur ágætlega út, miðað við aðstæður. Merkilegt að sýnt sé frá viðburði svo stuttu eftir að hann fór fram

Kvikmyndin er mjófilma. Virðist hún hafa tekist mjög sæmilega. Þegar tekið er tillit til hinna erfiðu aðstæðna í rigningunni á Þingvöllum.

Ljósmyndarinn hefir lagt í það mikla vinnu að framkalla myndina og hefir aldrei fyrr hjer á landi verið sýnd frjettakvikmynd opinberlega jafn skömmu eftir að atburðirnir hafa skeð.

Gamla Bíó var þjettskipað. Áhorfendum, bæði gestum og fólki, sem hafði greitt aðgangseyri. Virtist mönnum vel líka myndin ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 22. 06. 1944: Útifundur æskulýðsfélaganna og lýðveldiskosningarnar orðin hluti myndarinnar

Óskar Gíslason ljósmyndari sýndi í gœr í Gamla Bíó kvikmynd þá sem hann hefur tekið af lýðveldishátíðahöldunum og atburðum í sambandi við lýðveldisstofnunina.

Myndin hefst á útifundi þeim við Austurvöll, sem æskulýðsfélögin héldu um sjálfstæðismálið. Næsti þáttur er frá lýðveldiskosningunum hér í bænum. Kjósendur koma og fara. Atkvæðagreiðsla í kjördeild ...
Vísir: 22. 06. 1944: Myndin langdregin og þykir illa samansett, líklega vegna tímaskorts til að vinna hana vel

Myndin er allt of langdregin, einkum með tilliti til þess hve mikill hluti hennar er lítið góður.

Þetta skal þó enganveginn sagt ljósmyndaranum til lasts, því að myndatökuskilyrði á Þingvöllum voru þannig að betri árangurs var naumast að vænta.

Í öðru lagi leggur ljósmyndarinn á það megináherzlu, að sýna myndina fljótt og því er það afsakanlegt þótt honum hafi ekki unnizt tími til að klippa úr henni það lélegasta.

Hinsvegar voru einstök atriði bráðskemmtileg, bæði á Þingvöllum og hér í Reykjavík, og önnur eru góð og gild heimild.

Sá þáttur sem tekinn var í bænum er stórum betri en Þingvallakaflinn, enda veðurskilyrði þá mun betri ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 21. 11. 1944: Þjóðhátíðarmyndin sýnd í síðasta sinn í Gamla Bíó

Óskar Gíslason ljósmyndari, sýnir Þjóðhátíðarkvikmynd sína í síðasta sinn í kvöld kl. 11.30 í Gamla Bíó.

Vissara er fyrir þá sem ætla sér að sjá myndina að tryggja sér aðgöngumiða sem fyrst ...
Alþýðublaðið: 09. 06. 1951: Óskar sýnir myndina í Austurbæjarbíó, mikilvæg heimild um merkan atburð

Telja margir að kvikmynd þessi sé einhver bezta sögulega heimildin af lýðveldishátíðinni, að öðrum kvikmyndum ólöstuðum.

Sökum sögulegs gildis og eins þess, að þetta er fyrsta kvikmyndin hér á landi, sem framkölluð hefur verið og tilbúin til sýningar á svo skömmum tíma (þrem dögum), hefur henni ekki verið breytt að neinu leyti.

Hafa vafalaust margir ánægja af að sjá þessa kvikmynd núna nálægt 17. júní, og rifja upp aftur hinar dásamlegu stundir, þegar íslenzka lýðveldið var endurreist ...

Image

Image

Morgunblaðið: 08. 12. 1984: Endurvinnslu myndarinnar lokið á vegum Kvikmyndasafnsins í samstarfi við Óskar, myndin hljóðsett og endurklippt

Nú er lokið endurvinnslu á Lýðveldishátíðarkvikmynd Óskars Gíslasonar.

Hefur myndin, sem Óskar tók á svart/hvíta 16 mm filmu af hátíðahöldum vegna lýðveldisstofnunarinnar sumarið 1944, verið endurklippt og hljóðsett og annaðist Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, það verk.

Kvikmyndasafnið sá um framkvæmd endurvinnslunnar, í nánu samstarfi við Óskar Gíslason og fleiri aðila ...
NT: 08. 12. 1984: Myndin frumsýnd fyrir boðsgesti

Nýlokið er endurvinnslu Lýðveldishátíðarkvikmyndar Óskars Gíslasonar og verður hún trumsýnd fyrir boðsgesti í dag.

Þjóðhátíðarsjóður og Kvikmyndasafn Íslands hafa styrkt endurgerð myndarinnar fjárhagslega, en auk þess hefur Kvikmyndasafnið séð um framkvæmd verksins í nánu samstarfi við Óskar Gíslason og fleiri aðila ...

Image

Image

DV: 09. 06. 1994: Myndin sýnd í Sjónvarpinu 15. júní

Lýðveldishátíðin 1944. Heimild armynd eftir Óskar Gíslason, tekin í Reykjavík og á Þingvöllum.

Verkið þykir merk samtímaheimild, bæði um stofnun lýðveldis á Íslandi og um íslenskt þjóðlíf árið 1944 ...
Alþýðublaðið: 17. 06. 1994: Um lýðveldisárið og aðeins um kvikmyndagerð Óskars

Alþýðublaðið segir frá því strax fimmtudaginn 22. júní að Óskar Gíslason hafi tekið kvikmynd af hátíðahöldum lýðveldisstofnunarinnar.

Og Óskar hafði snör handtök, hann frumsýndi myndina aðeins nokkurra daga gamla, ferska og nýja fréttamynd, klukkutíma langa, daginn áður og var hinn nýi forseti lýðveldisins viðstaddur frumsýninguna í Gamla bíói, sem og ríkisstjórnin öll ...

Image

Image

DV: 15. 06. 1994: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Lýðveldishátíðin 1944. Heimildarmynd eftir Óskar Gíslason, tekin í Reykjavík og á Þingvöllum. Áður á dagskrá 16. júní í fyrra ...