Mynd um Snorrahátíðina (1947)
Vísir: 26. 07. 1947: Óskar sýnir mynd frá Snorrahátíðinni í Reykholti í Tjarnarbíó

Frá Snorráhátíðinni í Reykholti.

Ljósmyndari: Óskar Gíslason ...

Image

Image

Morgunblaðið: 29. 07. 1947: Umfjöllun um mynd Óskars af Snorrahátíðinni

Óskar Gíslason ljósmyndari, kvikmyndaði ýms atriði Snorrahátíðarinnar og má segja, að honum hafi tekist ágætlega.

Þrátt fyrir rigninguna, hefur ljósmyndaranum tekist að ná mörgum góðum myndum af komu Norðmannanna með Lyru, maður sjer krónprinsinn í brúnni og er hann gengur á land, Ólaf Thors bjóða gestina velkomna og Johan E. Mellbye, formann norsku Snorranefndarinnar, flytja svarræðu sína.

Þau atriði kvikmyndarinnar, sem tekin voru í Reykholti, eru yfirleitt skýr og skilmerkileg, þó ef til vill megi segja, að nokkrar endurtekningar komi fyrir.

Annars er það mjög lofsvert, hversu fljótt Óskari hefur tekist að koma mynd sinni á framfæri, en hún er vissulega að mörgu leyti söguleg heimild ...
Alþýðublaðið: 30. 07. 1947: Lesendabréf um tónlistina í mynd Óskars af Snorrahátíðinni

Óskar Gíslason kvikmyndaði Snorrahátíðina. Byrjaði hann starf sitt hér í Reykjavík og hélt því svo áfram þegar hátíðin var haldin að Reykholti. Nú er þessi kvikmynd sýnd sem aukamynd í Tjarnarbíó.

Ég fór þangað og mér þykir margt gott við kvikmyndina sjálfa. En í sambandi við hana gerast töluverð mistök og á ég þar við músíkina, sem er látin fylgja myndinni.

Veit ég ekki hverjum þetta er að kenna, en ég tel að ekki sé sæmilegt að leika þá söngva með myndinni, sem gert er ...

Image

Image

Tíminn: 30. 07. 1947: Um Snorrahátíðina og myndina, með áherslu á tónlistarvalið

En eitt og annað mætti þó betur fara í þessari kvikmynd. Einkum kemur hljómlistin, sem með myndinni er, ýmsum kynlega og kátlega fyrir eyru og virðist töluvert undarlega valin við efni myndarinnar.

Þetta eru íslenzk kórlög valin af einkennilegu og undarlegu handahófi, en þar heyrist ekkert, af þeirri hljómlist, sem höfð var um hönd á hátíðinni, og hefði það þó átt að vera í lófa lagið. Þar eru til dæmis aldrei leiknir þjóðsöngvar Norðmanna og Íslendinga ...
Búfræðingurinn: 01. 01. 1951: Myndin sýnd á Hvanneyringamóti árið 1949

Um kvöldið sýndi Óskar Gíslason mynd frá Snorrahátíð í Reykholti ...

Image