Nýtt hlutverk (1954)Vísir: 20. 05. 1954: Myndin sögð vera framför en ekki hægt að dæma hana eins og erlendar myndir, næst sýnd á Selfossi

Sitt hvað má að þessari mynd finna, bæði að því er varðar leikstjórn og leik og töku, en margt er þar vel gert og þegar á heildina er litið, er um framför að ræða í kvikmyndagerð Óskars Gíslas.

Allur samanburður við erlenda kvikmyndaframleiðslu verður að byggjast á sanngirni. Víðast hvar hafa kvikmyndafélög allt það sem til þarf: Fé og fullkomin tæki og þjálfað starfslið og styðjast við langa reynslu.

Hér leggur einstaklingur ótrauður út í það að kvikmynda sögur, og vinnur hér brautryðjandastarf, og á hann þakkir skildar fyrir, og miðað við aðstæður hefur hér furðanlega vel tekist.

Næst verður myndin sýnd á Selfossi ...


Alþýðublaðið: 19. 11. 1954: Myndin sýnd í Tjarnarbíó vegna fjölda áskorana

Nýtt hlutverk Óskars Gíslasonar verður sýnd í dag, kl. 7 og 9 í Tjarnarbíói vegna áskorana ...Alýðublaðið: 13. 05. 1962: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Nýtt hlutverk, kvikmynd eftir samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar verður sýnd í kvöld kl. 9 í Tjarnarbæ.

Myndina gerði Óskar Gíslason fyrir allmörgum árum og var hún þá sýnd við góðar undirtektir.

Gefst mönnum nú tækifæri til að sjá þessa mynd, sem er alíslensk bæði til efna og upptöku.

Margir kunnir leikarar leika í myndinni. Leikstjórn hafði á hendi Ævar R. Kvaran.

Söguhandritið segir frá síðustu æviárum harðgerðs íslenzks manns eins og þeir gerðust heilsteyptastir og hvernig ellin og breyttar aðstæður fá honum nýtt hlutverk í hendur


Morgunblaðið: 13. 05. 1962: Um sýninguna í Tjarnarbíó, myndin fékk góða dóma á sínum tíma

Í kvöld kl. 9 verður sýnd í Tjarnarbæ íslenzka kvikmyndin Nýtt hlutverk, sem Óskar Gíslason hefur tekið.

Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar og gerist öll í Reykjavík.

Myndin var frumsýnd fyrir 8 árum, er þetta talmynd og þótti talið einkum hafa tekizt vel, og fékk myndin góða dóma.

Leikstjórn annaðist Ævar Kvaran og eru leikendur 16. Óskar Ingimarsson, Gerður H. Hjörleifsdóttir og Guðmundur Pálsson leika aðalhlutverkin ...Morgunblaðið: 06. 09. 1964: Myndin sýnd í Tjarnarbíó

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Nýtt hlutverk, verður sýnd í kvöld kl. 9 ...


Morgunblaðið: 26. 03. 1970: Myndin sýnd í Tjarnarbíói

Nýtt hlutverk.

Eftir samnefndri sögu Vihjálms S. Vilhjálmssonar ...Morgunblaðið: 22. 03. 1974: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Á miðvikudaginn verður sýnd í sjónvarpinu íslenzk kvikmynd eftir Óskar Gíslason. Er það myndin Nýtt hlutverk, sem var tekin 1954.

Myndin er byggð á sögu eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson blaðamann, sem lengi ritaði undir nafninu Hannes á horninu.

Þessi mynd er leikin, en í henni leika Óskar Ingimarsson, Gerður Hjörleifsdóttir, Guðmundur Pálsson, Einar Eggertsson, Emelía Jónasdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Helgi Skúlason og fleiri.

Ævar Kvaran er leikstjóri, en sagan fjallar um uppgjafasjómann, sem er farinn að vinna í landi og gengur á ýmsu hjá kempunni ...


Morgunblaðið: 01. 08. 1974: Handritshöfundur myndarinnar, Þorleifur Þorleifsson, látinn, minningargrein

Er kvikmyndagerð hófst á Íslandi upp úr 1940 og Loftur Guðmundsson og Óskar Gíslason hófu að taka sínar fyrstu myndir sáu Þorleifur og Oddur bróðir hans, hvílíka möguleika kvikmyndin hafði og unnu þeir mikið með Óskari Gíslasyni.

M.a. samdi Þorleifur kvikmyndahandrit fyrir Óskar og gerði Þorleifur kvikmyndahandritið af kvikmyndinni Nýtt hlutverk, sem sjónvarpið sýndi fyrir skömmu ...Vísir: 18. 03. 1975: Myndin varðveitt í safni Sjónvarpsins

Fyrstu leiknu íslenzku kvikmyndirnar eru einnig varðveittar i safninu, yfirfærðar á myndsegulbönd, t.d. Nýtt hlutverk og Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason ...


Morgunblaðið: 22. 07. 1976: Myndin sú fyrsta eftir Óskar þar sem talið var tekið upp samhliða, en ekki eftir á

— Hver var síðasta kvikmyndin, sem þú gerðir?

„Ég man það nú ekki alveg nákvæmlega, nema að með síðustu kvikmyndunum var Nýtt hlutverk, sem ég tók árið 1954 eftir sögu Vilhjálms Vilhjálmssonar.

Ég man vel eftir þeirri mynd, því þá var talið í fyrsta skipti tekið upp um leið og myndin, en áður hafði það alltaf verið sett inn i eftir á“ ...Morgunblaðið: 15. 03. 1977: Myndin síðasta alíslenska myndin sem framleidd er þar til Morðsaga kemur út

Við verðum að hverfa allt aftur til ársins 1954 til að finna þessu sérstæða fyrirbæri, leikinni íslenskri kvikmynd, hliðstæðu í Íslandssögunni.

Þá frumsýndi Óskar Gíslason kvikmyndina Nýtt hlutverk og sýndi hana á sama stað, í Stjörnubíói.

Sem sagt, 23 ár líða á milli tveggja íslenskra, leikinna kvikmynda ...


Tíminn: 28. 03. 1980: Myndin sýnd í Regnboganum á íslenskri kvikmyndaviku

Óskar Gíslason, Nýtt hlutverk ...