Nýtt hlutverk (1954)Alþýðublaðið: 19. 02. 1954: Myndin í bígerð, Ævar Kvaran leikstýrir

Verið er að gera kvikmynd af sögu eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson og er gert ráð fyrir að frumsýning á myndinni verði í aprílmánuði.

Alþýðublaðið sneri sér í gær til Vilhjálms og spurði hann um söguna og kvikmyndina.

Hér er um að ræða smásöguna Nýtt hlutverk?, sem var í smásagnasafni mínu Á krossgötum, en sú bók kom út árið 1950 ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 23. 03. 1954: Myndin frumsýnd í komandi mánuði, gerð eftir sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar

Myndin er öll tekin í vetur. Miklum örðugleikum hefur það valdið, að ekki eru til hér neinir kvikmyndatökusalir, svo að taka allra innimynda hefur orðið að fara fram inni í venjulegum híbýlum.

Úti kvikmyndun hefur og valdið nokkrum örðugleikum, þar sem ekki er hægt, hljóðnemans vegna, að starfa að henni nema í logni.

Saga Vilhjálms er úr hversdagsbaráttu ísnezkrar alþýðu nú á tímum, en á því sviði hefur hann getið sér beztan orðstír sem rithöfundur, og gerist hún hér í höfuðstaðnum í byrjun síðari heimsstyrjaldar ...Morgunblaðið: 23. 03. 1954: Myndin tilbúin fyrir utan eina senu, alþýðusaga úr Reykjavík, Þorleifur Þorleifsson skrifar handritið

Í næsta mánuði verður frumsýnd ný íslenzk kvikmynd, sem Óskar Gíslason hefur tekið.

Myndin er gerð eftir smásögunni Nýtt hlutverk, eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson rithöfund.

Skýrðu þeir Óskar Gíslason og Ævar R. Kvaran, sem hefur á hendi leikstjórn kvikmyndarinnar fréttamönnum frá kvikmyndinni í gær.

Mun þetta vera fyrsta tón- og talkvikmynd sem framkölluð hefur verið hér á landi og gengið frá að öllu leyti hér.

Kvikmyndinni er enn ekki full lokið, og er verið að bíða eftir hentugu veðri til að taka síðustu „senuna“ ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 23. 03. 1954: Myndin öll unnin innanlands

Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, en sagan fjallar um erfiðleika gamals, Reykvísks verkamanns, Jóns Steinssonar, og leikur Óskar Ingimarsson verkamanninn.

Leikstjórn hefur Ævar Kvaran annazt og kvað hann marga erfiðleika hafa seinkað töku myndarinnar, m.a. að leikararnir eru ekki atvinnuleikarar og því orðið að taka myndina í frítímum þeirra.

Ennfremur skortur á hentugu húsnæði fyrir kvikmyndatöku og hefur því orðið að taka myndina inni íbúð.

Annars gerist myndin á Grettisgötu, Arnarhóli, um borð í skipi, í pakkhúsi og endar á Lækjartorgi ...Tíminn: 24. 03. 1954: Atriði í myndinni tekið upp á Lækjartorgi, innisenur teknar á reykvískum heimilum

Kvikmynd þessi var tekin í vetur. Innisviðin voru tekin í heimilum í Reykjavík og útimyndirnar niður við höfn, um borð í slupum og víðar í bænum.

Ævar Kvaran er leikstjóri en leikendur eru alls 20 talsins, þar af tvö ungbörn.

Aðalhlutverkin eru leikin af Óskari Ingimarssyni, Gerði Hjörleifsdóttur, Guðmundi Pálssyni, Einari Eggertssyni, Emilíu Jónasdóttur, og Áróru Halldórsdóttur.

Þeir sem unnið hafa að þessari mynd eru ánægðir með þann árangur, sem náðst hefir og gera sér vonir um að kvikmyndin geti orðið nokkuð góð og notið vinsælda ...

Image

Image

Mánudagsblaðið: 29. 03. 1954: Eftirvænting eftir myndinni, verður sýnd í apríl

Óskar Gíslason frumsýnir í næsta mánuði nýja kvikmynd sem nefnist Nýtt hlutverk og er byggð á samnefndri smásögu Vilhjáls S. Vilhjálmssonar, sem fjallar um alþýðufólk.

Unnið hefur verið við kvikmynd þessa í vetur og er tökunni um það bil að ljúka.

Þeir VSV og Þorleifur Þorleifsson hafa unnið saman að kvikmyndahandritinu og gert smávægilegar breytingar á frumritinu í sambandi við kröfu myndarinnar ...Þjóðviljinn: 13. 04. 1954: Verður sýnd í Stjörnubíó um páskana, engin aukamynd vegna lengdar myndarinnar

Stjörnubíó sýnir um páskana hina nýju íslenzku kvikmynd Nýtt hlutverk, sem Óskar Gíslason hefur tekið eftir sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar.

Myndin er það löng að engin aukamynd er með henni.

— Frumsýningin verður á annan í páskum kl. 14.30 ...

Image

Image

Vísir: 14. 04. 1954: Leiðrétting, Óskar stendur sjálfur fyrir sýningunum í Stjörnubíó ekki bíóið sjálft

Leiðrétting:

Það var ranghermt í blaðinu í gær, að það væri Stjörnubíó, sem sýndi íslenzku kvikmyndina Nýtt hlutverk, sem þar verður sýnd á annan páskadag.

Það er Óskar Gíslason, ljósmyndari, sem sýnir myndina, en ekki bíóið sjálft ...Tíminn: 15. 04. 1954: Myndin frumsýnd annan í páskum, 19. apríl

Nýtt hlutverk, Óskar Gíslason.

Íslenzk talmynd gerð eftir sam nefndri smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar.

Frumsýning annan í páskum kl. 2:30. Engin aukamynd ...

Image

Image

Vísir: 20. 04. 1954: Margt gott að segja um myndina eftir frumsýningu

Nýtt hlutverk heitir ný kvikmynd, sem Óskar Gíslason hefur gert, og var hún frumsýnd við hinar ágætustu undirtektir í Stjörnubíó í gær.

Mynd þessi byggist á smásögu eftir Vilhj. S. Vilhjálmsson rithöfund, einhverri beztu, er hann hefur samið, og er það nokkur trygging þess, að myndin sé aðsóknarverð, þó að annað kæmi ekki til, en annars er margt gott um myndina, frammistaða leikenda góð, og myndin öll betri en tíðkazt hefur hér til þessa.

Þorleifur Þorleifsson samdi myndatökuhandrit, en Ævar R. Kvaran annaðist leikstjórn.

Aðalhlutverkin fara þau með Óskar Ingimarsson, Gerður Hjörleifsdóttir, Guðmundur Pálsson og Einar Eggertsson ...Þjóðviljinn: 21. 04. 1954: Myndin vonbrigði

Það er djarft í ráðist að ætla gera kvikmynd með næst eingöngu lítt vönum leikurum og leggur það leikstjóranum mikinn vanda á herðar, sem hann visðist ekki hafa verið vaxinn.

Og mynd þessi gefur tilefni til að minna kvikmyndatökumenn okkar á að til þess að gera góða mynd þurfa þeir að læra öll tæknileg atriði starfsins til hlítar.

Enn einu sinni höfum við orðið fyrir vonbrigðum með íslenzka kvikmynd, en efni myndarinnar er mörgum hugstætt og sögusviðið kunnugt og er því líklegt að myndin verði mikið sótt — enda gott að hvíla sig frá bandarískum glæpamyndum með því að sjá hana ...

Image

Image

Morgunblaðið: 22. 04. 1954: Tæknilegar framfarir, en margt vantar upp á gæði myndarinnar

Hér hefur á margt verið minnzt, er miður er um þessa íslenzku kvikmynd.

Þó er skylt að geta þess, og leggja áherzlu á það, að myndin tekur mjög fram um alla tækni, þeim myndum íslenzkum, sem hér hafa verið gerðar áður.

— Er hér vissulega stigið merkilegt spor í rétta átt, er vekur réttmæta vonir um það, að er kvikmyndatökumenn hér hafa komið sér upp stórum vinnustofum og aflað sér verulega góðra tækja, þá muni þeir verða hlutgengir á sviði kvikmyndagerðarinnar ...Alþýðublaðið: 24. 04. 1954: Mikil biðröð fyrir utan bíóið, ljósmynd

Geysimikil biðröð var við Stjörnubíó, er seldir voru aðgöngumiðar á kvikmyndina Nýtt hlutverk sem Óskar Gíslason hefur gert eftir sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 25. 04. 1954: 16 sýningar búnar, enn góð aðsókn

Íslenzka kvikmyndin Nýtt hlutverk hefur verið sýnd 16 sinnum í Stjörnubíói. Oftast fyrir fullu húsi áhorfenda.

Myndin er gerð eftir smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar og segir þar frá lífi verkamannafjölskyldu hér i Reykjavík.

Á annan í páskum var þessi mynd tekin utan við Stjörnubió, þar sem mikill fjöldi manns stóð i biðröð er sala aðgöngumiðanna hófst ...Frjáls þjóð: 25. 04. 1954: Margt gott má sjá við myndina þrátt fyrir augljósa galla

En þótt gallarnir á myndinni séu á flestum sviðum auðfundnir, skilur hún samt talsvert eftir hjá áhorfendum.

Við sjáum í henni lífsbaráttu fólksins eins og hún var fyrir stríð. Seiglan og sjálfsbjargarhvötin hjá Jóni gamla Steinssyni er gamalt, íslenzkt aðalsmerki.

Alúð tengdadótturinnar og umhyggja sonarins fyrir fölskyldunni þekktist líka vel í litlum húsum við Grettisgötuna á þeim árum, og gerir það vonandi enn.

Kaffikannan og kerlingaslúðrið er á sínum stað, og karlarnir, sem tala um landsins gagn og nauðsynjar á Arnarhól, eru sjálfum sér líkir ...

Image

Image

Mánudagsblaðið: 26. 04. 1954: Mjög sæmileg mynd, tæknilegur hátindur íslenskrar kvikmyndagerðar en margt annað mætti vera betra

Það er bezt að segja það strax, að frá tæknilegu sjónarmiði þ.e.a.s. því einu, sem við kemur starfi kvikmyndarans, er þetta það bezta, sem gert hefur verið í íslenzkri kvikmyndagerð, og gallarnir, þótt margir vel skiljanlegir.

Óskar Gíslason hefur sannað að hann getur gert mjög sæmilega kvikmynd, ef hann fær til þess öll tæki og húsakost, sem slíkt verk krefst.

En honum er, sem öllum öðrum ómögulegt að ljúka slíku verkefni vel, með þeim aðstæðum, sem undirritaður veit, að hann býr við ...Tíminn: 27. 04. 1954: Grein eftir Guðmund G. Hagalín um myndina og almennt um kvikmyndamenningu á Íslandi

Við fjárskort, hina ömurlegustu aðstöðu til myndatöku, vöntun allra tæknilegra snillibragða, litinn, kost æfðra leikara og loks svo til enga reynslu um listræna gerð kvikmynda hefir hér tekizt að búa til kvikmynd, sem þrátt fyrir vankanta sína hefir gildi.

Hvort sem á hana er litið sem skemmtiatriði, tilraun til nýrra íslenskrar listsköpunar, mynd úr íslenzku vinnulífi eða sem tækni til skynsamlegs mats á sönnu manngildi, mótuðu af fornum dyggðum og steypt í deiglu langrar og erfiðrar lífsbaráttu.

Þessi staðreynd gerir töku og sýningu þessarar myndar að merkum atburði í íslenzku menningarlífi og hlutdeild allra þeirra sem að henni hafa unnið að brautryðjendastarfi, sem skylt er að þakka og meta

Image

Image

Morgunblaðið: 29. 04. 1954: Myndin sýnd í síðasta sinn eftir ágæta aðsókn á sýningum

Íslenzka kvikmyndin Nýtt hlutverk, sem Óskar Gíslason ljósmyndari gerði, hefur verið sýnd látlaust frá því á páskum í Stjörnubíói.

Hefur aðsókn að myndinni verið ágæt alla jafna. Í kvöld verður myndin sýnd í síðasta sinn ...Alþýðublaðið: 29. 04. 1954: Myndin tekur jákvæð skref í framfaraátt þrátt fyrir erfiðar aðstæður til kvikmyndagerðar á Íslandi

Aðalatriðið er það, að mynd þessi sýnir verulega framför á þsssu sviði. Og þekki ég Óskar rétt, lætur hann hér ekki staðar numið.

Nú er hann búinn að yfirstíga marga byrjunarörðugleika, en um leið verður hann að gera sér ljóst, að framvegis verða gerðar til hans enn meiri kröfur.

Hann má því ekki láta neitt það spilla árangrinum og áhrifunum sem auðvelt er að komast hjá eða lagfæra — og hann verður að gera hóflegri kröfur til sjálfs sín, en um leið, meiri kröfur til aðstoðarmanna sinna.

Það er ógerlegt fyrir einn mann, þótt duglegur sé í að annast allar framkvæmdir, janfnhliða tökunni, þegar um lengri kvikmyndir er að ræða ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 29. 04. 1954: Lesendabréf, engin afsökun fyrir lélegum vinnubrögðum þó íslensk séu

Nú er ég nýlega búin að fá bréf frá „Sigga“ þar sem hann talar um íslenzku kvikmyndina Nýtt hlutverk, sem sýningar eru nú um það bil að hætta á.

Hann vill ekki að ég birti bréfið í heild, en fer þess á leit við Bæjarpóstinn að hann „vari fólk við að horfa á þessa hrákasmíð. Það er engin afsökun fyrir lélegum vinnubrögðum að þau séu íslenzk, og mér finnst háborin skömm að þvi að blöðin skuli hafa vakið svo mikla athygli á mynd þessari og beinlínis gefið í skyn í fréttum um hana að hún væri sjáandi“ ...Tíminn: 01. 05. 1954: Myndin sýnd í Hafnarfirði

Óskar Gíslason, Nýtt hlutverk, gerð eftir samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 01. 05. 1954: Smásaga Vilhjálms birt í heild sinni til samanburðar fyrir áhorfendur

Undanfarið hefur verið sýnd í Stjörnubíó ný íslenzk kvikinynd, Nýtt hlutverk, gerð eftir samnefndri smásögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar.

Smásaga þessi birtist í bókinni Á krossgötum, sem kom út 1950, og lýsir lífi og baráttu alþýðumanns, er tekst á hendur nýtt hlutverk eftir fráfall sonar síns, þó að sjálfur sé hann orðinn hrumur og slitinn.

Í kvikmyndinni hefur verið vikið frá sumum efnisatriðimi sögunnar og hún til dæmis látin enda öðruvísi en sagan.

Hér birtist hins vegar sagan eins og hún er og nú geta lesendur Alþýðublaðsins, sem séð hafa kvikmyndina, borið saman kvikmyndina og söguna og gert sér grein fyrir afstöðu höfundarins til persónanna, sem frá segir ...Landneminn: 01. 05. 1954: Ekki hægt að dæma myndina útfrá sömu viðmiðum og erlendar myndir, einhverjir kostir, en mikið sem betur mætti fara

Íslenzk kvikmyndagerð er enn ekki lengra á veg komin en svo, að gagnrýnandi á auðveldan leik að dæma.

Ef gagnrýnandinn hugsaði sér, að hann stæði í sporum erlends starfsbróður, sem ekki þekkti aðstæður hér, myndi verða kveðinn upp harður dómur yfir kvikmynd eins og Nýju hlutverki.

Ég á við, ef fyrirfram væru gerðar sömu kröfur til þessarar myndar og erlendra kvikmynda, sem maður er að horfa á.

En því er nú miður, maður getur enn ekki leyft sér að leggja sama mælikvarða á íslenzka kvikmynd og erlenda ...

Image

Image

Nýtt kvennablað: 01. 05. 1954: Myndin illa gerð

Nýtt hlutverk heitir íslenzk kvikmynd, sem sýnd hefur verið undanfarið í Stjörnubíói.

Óskar Gíslason annaðist myndatökuna en myndin er gerð eftir samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar.

Þetta er eins og annar íslenzkur iðnaður,“ sagði kona við hliðina á mér. Myndin er illa gerð. Það er mjög leiðinlegt að svo skyldi takast til.

Efni myndarinnar er fallegt. Allar persónur leiksins eru göfugar og góðar — og minnist ég ekki að hafa áður séð leikrit eða kvikmynd, þar sem ekki örlaði á misbrestum í fari nokkurs manns ...Dagur: 19. 05. 1954: Myndin sýnd á Akureyri, þykir langdregin og illa gerð

Nokkur efniviður mun vera í sögunni, en lítt verður þess vart í myndinni. Er hún úr hófi fram langdregin.

Atburðirnir sniglast áfram — mest í hléum í milli þess sem leikendur fá sér kaffi í tíma og ótíma — og verulegir gallar eru á töku myndarinnar sjálfrar.

Má hún þó vart við því, þar sem hvorki efnið sjálft né tök leikendanna á hlutverkum sínum er til þess fallið að halda athygli áhorfenda vakandi.

Myndin stóðst ekki kröfur, sem gera verður til kvikmynda á þessúm áratug, jafnvel hér á landi, og hún stóðst heldur ekki kröfur, sem gera verður til opinberrar skemmtunar, er krefur 20 kr. aðgangseyris ...

Image