Reykjavík vorra daga (1947)
Alþýðublaðið: 02. 11. 1946: Myndin sýnd bráðlega og einnig síðar í Ameríku

Kvikmyndin Reykjavík vorra daga verður einnig sýnd í Bandaríkjunum, á vegum fræðslufélaga, þar sem leggja áherzlu á það, að útbreiða fræðslu um önnur lönd með kvikmyndasýningum.

Þá verður kvikmyndin einnig sýnd meðal Vestur-Íslendinga í Kanada.

Kvikmyndin er litmynd, tekin á ljósfilmu, 4000 fet að lengd, og mun sýning hennar standa yfir í tvær klukkustundir ...

Image

Image

Tíminn: 02. 11. 1946: Umfjöllun um myndina. Spuring hvort leikararnir gætu talist þeir fyrstu til að leika í íslenskri kvikmynd

Þessi mynd er úr íslenzkri kvikmynd, er Óskar Gíslason ljósmyndari hefir gert og nefnir Reykjavík vorra daga.

Verður mynd þessi sýnd í Tjarnarbíó um næstu mánaðamót og síðar í nágrenni bæjarins og ef til vill víðar.

Fjallar myndin um Reykjavík eins og hún er á sólbjörtum sumardögum, um hið daglega líf, barna og fullorðinna og náttúrufegurðina. Myndin er í eðlilegum litum og stendur sýning hennar yfir í 2 klst.

Íslenzku „stjörnurnar“, sem leika í myndinni og sjást hér að ofan eru sennilega fyrstu leikararnir sem leika í íslenzkri kvikmynd. Þau eru Snjólaug Sveinsdóttir (Péturssonar augnlæknis), og Tómas Tómasson úr Keflavík.

Myndin hefst á því, að piltur og stúlka hittast inni á Hressingarskála og verða ásátt um að skoða Reykjavík í tilefni af 160 ára afmæli bæjarins. Myndatakan hefir tekist vel og eru víða fögur svið í henni ...
Vísir: 02. 11. 1946: Myndin tæpir tveir tímar og í lit

Eins og nafnið bendir til, fjallar myndin um Reykjavík eins og hún er í dag, borgina sjálfa, íbúa hennar og líf þeirra á ýmsum sviðum.

Hefst myndin á því, að piltur og stúlka koma í garð Hressingarskálans og fá sér þar hressingu, en ræða síðan um það, hvað þau eiga að gera sér til skemmtunar. Verður það úr, að þau ákveða að skoða höfuðstaðinn, því að á þessu ári — í ágúst — eru 160 ár liðin, síðan Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi.

Er stúlkan Snjólaug Sveinsdóttir, en pilturinn Tómas Tómasson ...

Image

Image

Morgunblaðið: 02. 11. 1946: Myndin tekin í tilefni af 160 ára afmæli Reykjavíkur og er hátíðahöldum í borginni fléttað inn í myndina, myndin er þögul

Óskar Gíslason ljósmyndari hefir gert kvikmynd, sem hann nefnir Reykjavík vorra daga.

Tekur um tvær klukkustundir að sýna myndina, sem er 4000 feta löng, 16 mm, eða mjófilma. Öll er myndin tekin í eðlilegum litum.

Óskar segist hafa ráðist í að taka þessa kvikmynd í tilefni af 160 ára afmæli Reykjavíkur, sem var 18. ágjúst s.l. ár.

Er fljettað inn í myndina sýningum frá hátíðahöldum á afmæli Reykjavíkur s.l. sumar ...
Vísir: 04. 11. 1946: Myndin borin saman við Íslandsmynd Lofts eftir að blaðamenn fengu að sjá sýnishorn úr henni

Þó eru þessar tvær myndir mjög ólíkar. Í fyrsta lagi er mynd Óskars litmynd, en það var mynd Lofts ekki.

Í öðru lagi fjallar mynd Óskars eingöngu um Reykjavík en hins vegar lét Loftur sína mynd ná yfir miklu stærra svæði, fór út með togurum o.s. frv. ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 07. 12. 1946: Myndin fullkláruð en verður ekki sýnd fyrr en eftir áramót vegna veikinda Óskars

Óskar Gíslason ljósmyndari hefur nú lokið við að ganga frá kvikmyndinni, Reykjavík vorra daga, og var í ráði að hún yrði sýnd opinberlega hér í bænum í þessum mánuði en úr því getur ekki orðið vegna veikinda Óskars.

Hefur Óskar Gíslason beðið blaðið að geta þess, að myndin muni því ekki verða sýnd fyrr en eftir áramótin ...
Vísir: 07. 01. 1947: Myndin verður frumsýnd 01. febrúar

Eins og skýrt hefur verið frá í blöðunum var ætlunin að sýningar á myndinni hæfust mun fyrr en af því hefur ekki orðið sakir óviðráðanlegra orsaka.

En nú er ákveðið að fyrsta sýning verði laugardaginn 1. febrúar.

Sýningin stendur yfir í tvær klukkustundir og verður myndin sýnd í Tjarnarbíó.

Það er Óskar Gíslason ljósmyndari sem tekið hefur myndina og séð um hana að öllu leyti á sinn kostnað ...

Image

Image

Tíminn: 01. 02. 1947: Myndin frumsýnd í Tjarnarbíó

Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir kvikmyndina Reykjavík vorra daga í Tjarnarbíó klukkan 3 í dag ...
Alþýðublaðið: 02. 02. 1947: Gagnrýni um myndina og mögulegar skoðanir kvenna og annarra ,,alvarlegri“ gagnrýnenda á henni, verður gaman fyrir borgarbúa að sjá kunnugleg andlit og staði

Það verður án efa mikið um þessa kvikmynd talað eftir því sem fleiri borgarbúar sjá hana.

Konurnar munu tala um börnin og það hversu oft leikkonan skipti um hatt og kápu.

Hinir alvarlegri gagnrýnendur munu segja að það vanti í kvikmyndina veigamesta þátt borgarlífsins og fesgurstu hluta bæjarins, heimilin og íbúðarhverfin.

Þeir munu einnig sakna íþróttalífsins og skólanna (nema Húsmæðraskólans), alþingis og annarra opinberra stofnana, og þeim mun finnast efnisvelið nokkuð af handahófi.

Þeim mun finnast myndin 3-4 sinnum of löng, ef sýna ætti hana ókunnugum ...

Image

Image

Morgunblaðið: 02. 02. 1947: Gagnrýni um myndina og kosti hennar og galla, gott og mikilvægt framlag sem er þó ekki gallalaust

Sjáið Reykjavík í eðlilegum litum.

— Eitthvað á þessa leið væri hægt að hugsa sjer auglýsingu fyrir kvikmynd Óskars Gíslasonar, sem hann nefnir Reykjavík vorra daga og frumsýnd var í gær í Tjarnarbíó.

Og það þarf ekki að efa, að bæjarbúar þyrpast niður í Tjarnarbíó til að sýna sig og sjá aðra og til þess að sjá bæinn sinn í eðlilegum litum.

Um kvikmynd Óskars mætti margt segja. — Það væri hægt að gagnrýna hana á ýmsa lund, en það sem fyrst og fremst verður að minna á er að kvikmyndavjelin lýgur ekki og þær myndir, sem hjer sjást, sýna Reykjavík eins og hún er.

Vafalaust mun það renna upp fyrir mörgum gömlum Reykvíking, sem sjer þessa mynd, að óvíða er sólarlagið og sólaruppkoman jafn unaðsleg og hjer við Faxaflóan.

— Esjan nýtur sín ekki til fulls á þessum fáu litmyndum og hún verður aldrei litkvikmynduð svo gagn verði í vegna þess, að til þess þyrfti að taka 24 kl.stunda filmu af henni og þó væri það ekki nóg ...
Þjóðviljinn: 02. 02. 1947: Gagnrýni um myndina, mikilvæg heimild og falleg um bæinn en vantar upp á margt í henni

Óskar Gíslason hefur unnið mikið og þarft verk með töku þessarar kvikmyndar.

Hann hefur snarað bænum okkar og lífinu í honum inn á filmuna og þar með lagt fram heimild, sem komandi kynslóðir geta byggt á skoðanir sínar á okkur, Reykvíkingum nútímans.

Ef vel tekst með framhald það af myndinni, sem í vændum er, virðast þess mikil líkindi, að Óskar muni með aðstoð tækninnar skrá ómetanlega kafla í sögu Reykjavíkur ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 04. 02. 1947: Gagnrýni um myndina, mætti vera styttri, en þó ómetanleg heimild

Við skulum hugsa okkur að til væri kvikmynd tekin hér í Reykjavík árið 1900 eða 1910 —1920, já, jafnvel 1930. Það er áreiðanlegt að sú mynd mundi verða sýnd næstum á hverju ári og alltaf við mikla aðsókn.

Það er áreiðanlegt, að kvikmynd Óskars GíslasonarReykjavík vorra daga, verður á komandi áratugum, fyrir margra hluta sakir, talin merkileg heimild og að Reykvíkingar munu oft skemmta sér við að sjá hana.

Kvikmyndatökumaðurinn á því miklar þakkir fyrir að hafa ráðizt í þetta mikla fyrirtæki, því að það er stórt fyrirtæki fyrir einstakling, sem ekki hefur mikinn fjárstyrk á bak við sig ...
Alþýðublaðið: 27. 02. 1947: Ítarleg gagnrýni um myndina

Þessi nýja kvikmynd hans af Reykjavík, í tilefni 160 ára afmæli borgarinnar, ber oft með sér þessa, að því er virðist, meðfæddu smekkvísi hans.

Þó virðist að myndin hefði mátt styttast, að skaðlausu, en slíkt hlýtur alltaf að vera álitamál, og skiljanlegt að ljósmyndara sé sárt um að ónýta myndir eða hluta af þeim sem kostað hafa hann ærna fyrirhöfn og eru ef til vill góðar eða að minnsta kosti sæmilegar, aðeins fyrir þá sök eina að hann hefur verið of ríflegur á spóluna ...

Image

Image

Morgunblaðið: 05. 03. 1947: Myndin sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði

Reykjavík vorra daga.

Litkvikmynd eftir Óskar Gíslason.

Sýnd kl. 9. Hærra verð ...
Morgunblaðið: 20. 04. 1947: Óskar býður Reykjavíkurborg að kaupa myndina

Óskar Gíslason ljósmyndari hefur boðið Reykjavíkurbæ að kaupa Reykjavíkurkvikmynd sína.

Mál þetta kom fyrir fund bæjarráðs s.l. föstudag og var því vísað til borgarstjóra til nánari athuguna ...

Image

Image

Tíminn: 10. 12. 1948: Myndin sýnd á samkomu framsóknarfélagsins í Hveragerði

Þar verður einnig sýnd kvikmynd Óskars Gíslasonar Reykjavík vorra daga ...
Vísir: 22. 09. 1962: Aðeins um upptökur loftmyndanna

Margir muna sjálfsagt eftir Reykjavíkurkvikmynd Óskars Gfslasonar.

Þar er meðal annars Reykjavík sýnd úr lofti. Ég flaug með hann þegar hann var að taka þetta og tók þá hliðina úr vélinni ...

Image

Image

Vísir: 16. 06. 1972: Myndin sýnd í Sjónvarpinu í tilefni af 160 ára afmæli Reykjavíkur

Það er jú lengsta mynd sem ég hef gert.

Þetta er litmynd, leikin af ungu fólki, Snjólaugu Sveinsdóttur og Tómasi Tómassyni, sem ferðast um bæinn og skoða sig um, en Reykjavík átti 160 ára afmæli á þessu ári.

Það er ekkert tal í myndinni, en Ævar Kvaran talar texta inn á hana ...
Alþýðublaðið: 13. 08. 1983: Sýnt úr myndinni í Iðnó í tilefni af Reykjavíkurviku

If Icelandic cinema has a father, it would probably be Óskar Gíslason.

In 1919 Óskar assisted during the Icelandic location shooting of the Nordisk Co. film, the Borg Family Saga ...

Image

Image

Helgarpósturinn: 25. 08. 1983: Af sýningu myndarinnar í Iðnó, lifandi tal sett yfir myndina á meðan sýningunni stóð, aukasýningar vegna mikils áhuga

Upphaflega stóð til að sýningarnar yrðu aðeins tvær, en vegna mikillar aðsóknar urðu þær þó fjórar áður en yfir lauk.

Kannski ekki undarlegt þegar þess er gætt að myndin hafði ekki verið sýnd opinberlega síðan hún var frumsýnd árið 1946.

Myndin var þó ekki sýnd í fullri lengd sinni núna, aðeins valdir kaflar, sem Óskar valdi ásamt þeim Erlendi Sveinssyni forstöðumanni kvikmyndasafnsins og Markúsi Erni Antonssyni borgarfulltrúa ...
DV: 20. 02. 2000: Til stendur að gera nýtt sýningareintak af myndinni til að sýna á menningarárinu

Kvikmyndin Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason var frumsýnd árið 1947.

Lengi hefur staðið til að gera í stand nýtt sýningareintak af þessari ómetanlegu heimild og á menningarárinu mun Kvikmyndasafn Íslands gera þann draum að veruleika í bíóhúsum borgarinnar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 18. 08. 2005: Myndin sýnd í útibíó á Héraðsdómshúsinu á menningarnótt á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, ný tónlist hefur verið gerð við myndina

Sýndir verða valdir bútar úr
myndinni en hún er í tveimur hlutum.

Fyrri hlutinn var frumsýndur
í febrúar 1947 í tilefni af 160 ára
afmæli Reykjavíkurborgar.

Í myndinni má sjá myndskot úr
bæjarlífinu lauslega tengd saman
með ferðum ungs pars um bæinn.

Viðtökurnar voru svo góðar að
öðrum hluta var bætt við og var
hann frumsýndur í október ári síðar ...
Fréttablaðið: 01. 02. 2010: Gerð myndarinnar rifjuð upp í stuttri grein

Á þessum árið 1947 var litkvikmynd Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndargerðarmanns, frumsýnd.

Myndin bar heitið Reykjavík vorra daga og var yfirgripsmikil heimildarmynd um Reykjavík, gerð í tilefni af 160 ára afmæli borgarinnar.

Myndin var frumsýnd í tveimur hlutum, sá fyrri á þessum degi en ári síðar var seinni hlutinn sýndur.

Tökur á kvikmyndinni og vinnsla hafði staðið í tvö ár og þótti verkið marka tímamót í íslenskri kvikmyndagerð ...

Image