Reykjavík vorra daga, síðari hluti (1948)
Alþýðublaðið: 29. 09. 1948: Myndin sýnd bráðlega, margt sem plagaði fyrri hlutann er búið að laga

Kvikmyndin Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason ljósmyndara verður frumsýnd í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag kl. 5.

Er þetta síðari hluti eða framhald kvikmyndar þeirrar, sem sýnd var hér í bænum í fyrra undir sama nafni. Hefur Óskar aðallega tekið þessa mynd á síðasta vetri og í fyrravor.

Myndin er öll í eðlilegum litum eins og sú fyrri, en aðalbreytingin frá þeirri fyrri er sú, að nú eru ritaðir textar í upphafi myndarinnar. Hefur Þorleifur Þór Leifsson gert þá, en með allri myndinni talar nú þulur og er það Ævar R. Kvaran leikari, og hefur hann einnig samið texta þann, er hann fer með ...

Image

Image

Morgunblaðið: 29. 09. 1948: Myndin sýnd á laugardaginn, Ævar Kvaran er þulur myndarinnar

Óskar Gíslason ljósmyndari hefur nú lokið við síðari hluta kvikmyndar sinnar, Reykjavík vorra daga.

Kvikmynd þessi verður bæði tón- og talmynd. Frumsýning hennar fer fram næstkomandi laugardag. kl. 5 í Tjarnarbíói.

Svo sem kunnugt er sýndi Óskar Gíslason fyrri hluta kvikmyndarinnar hjer í bænum í fyrra. Þessi síðari hluti kvikmyndarinnar er allverulega frábrugðinn þeim fyrri. Inn á myndina hefur verið sett bæði tal og tónn.

Í upphafi kaflaskipta í myndinni eru ritaðir tekstar, er Þorleifur Þorleifsson hefur gert. En þulur myndarinnar er Ævar R. Kvaran leikari. Hefur hann sjálfur tekið saman texta þá sem eru með hverjum kafla myndarinnar ...
Þjóðviljinn: 29. 09. 1948: Myndin sýnir Reykjavík að vetri til, meðal annars yfir hátíðarnar

Kvikmyndin sýnir fjölmargar hliðar á Reykjavíkurlífinu. Var þessi síðari hluti filmaður síðastliðinn vetur og í vor.

— Þarna gefur að líta jólaösina á götum Reykjavíkur og í verzlununum, þá er brugðið upp skyndimyndum úr lífinu í Miðbæjarskólanum í tilefni 50 ára afmælis hans.

Síðan koma kaflar frá álfabrennunni, sýningum hjá Leikfélaginu og Fjalakettinum, þingslitum, seðlaskiptum í Landsbankanum, Skíðamóti Reykjavíkur, baðlífi í Nauthólsvík, peysufatadögum skólanna, biðröðum við verzlanir o.fl. o.fl. ...

Image

Image

Vikan: 30. 09. 1948: Stillur úr myndinni

Reykjavík vorra daga.

Síðari hluti litkvikmyndar Óskars Gíslasonar ljósmyndara ...
Alþýðublaðið: 02. 10. 1948: Myndin frumsýnd í Tjarnarbíó

Reykjavík vorra daga.

Litkvikmynd Óskars Gíslasonar.

Frumsýning kl. 5. Þulur: Ævar Kvaran ...

Image

Image

Mánudagsblaðið: 04. 10. 1948: Myndin talin léleg í dómi

Þó sumt megi gott segja um þessa mynd þá ber ekki að neita því að sem heild er hún sannast sagt léleg.

Nokkrir munu halda því fram að hún sé eftir vonum, þar sem kvikmyndaiðnaður okkar sem komið er á byrjunarstigi.

Allir munu þó sammála um það að hún er alltof langdregin og á mörgum stöðum er augljóst að hér er um afar fljótfærnislegt verk að ræða, sem alls ekki afsakar kvikmyndara að nokkru leyti þar sem hann sannar hæfni sína á nokkrum stöðum.

Hann „getur það ekki“ fremur en Loftur, haldið aftur af sér þessum eilífu Kengúruhóppum um allan bæinn ...
Alþýðublaðið: 14. 11. 1948: Myndin sýnd í Hafnarfirði

Reykjavík vorra daga.

Sýnd kl. 9 ...

Image