Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra (1951)Alþýðublaðið: 12. 07. 1951: Upptökur á myndinni fara fram á Hverfisgötu og vekja athygli vegfarenda

Vegfarendur á Hverfisgötu hlutu ókeypis skemmtun í gær fyrir framan Þjóðleikhúsið, er lögreglan og þrír spaugilegir náungar þreyttu þar eltingaleik.

Um fimmleytið í gær komu þrír félagar, all einkennilegir útlis, að Þjóðleikhúsinu og tóku Farmal- dráttarvél, er þar stóð, og óku henni upp Hverfisgötu.

Virtust þeir ekki hafa fullt vald á dráttarvélinni og óku mjög í hlykkjum ...

Image

Image

Tíminn: 12. 07. 1951: Upptökur á Hverfisgötu, eltingaleikur tekinn upp

Það vakti mikla athygli í gær, er Farmall-dráttarvél kom niður Hverfisgötu, og á henni þrír harla torkennilegir menn, undarlega búnir og ekki prúðmannlega, og með mikinn hárlubba.

Kvisaðist þó fljótt, að hér voru Bakkabræður á ferð, enda fylgdi Óskar Gíslason ljósmyndari með kvikmyndatökuvél.

Mun þetta eiga að vera eitt atriðið í kvikmynd af Bakkabræðrum, sem Óskar er að gera ...Vísir: 27. 07. 1951: Upptökur munu fara fram í Tivoli um sumarið

Síðar í sumar verður kvikmyndataka í Tivoli en þar mun Óskar Gíslason taka hluta úr kvikmynd sinni Bakkabræður

Image

Image

Vísir: 04. 08. 1951: Upptökur í Austurstræti

Bakkabræður voru á ferð í Austurstræti á 5. tímanum í gær, og ollu næstum umferðatruflun.

Er hér um kvikmynd að ræða, sem Óskar Gíslason er að taka eftir handriti Lofts Guðmundssonar, og fjallar um ævintýri Bakkabræðra í höfuðstaðnum.

Er Óskar að ljúka kvikmyndnni, sem verður vonandi sýnd hér í haust eða vetur ...Mánudagsblaðið: 17. 09. 1951: Myndin verður sýnd um miðjan næsta mánuð

Óskar Gíslason sýnir gamanmynd sína, Bakkabræður í Reykjavík, um miðjan næsta mánuð ...

Image

Image

Vísir: 29. 09. 1951: Myndin verður frumsýnd um miðjan október, aðeins um gerð hennar

Ævar Kvaran hefir annazt leikstjórn, en Loftur Guðmundsson blaðamaður samdi söguna, sem Þorleifur Þorleifsson lagaði til kvikmyndunar.

Valdimar Guðmundsson lögregluþjónn leikur Gísla, Jón Gíslason Eirík og Skarphéðinn Össurarson Helga.

Eru þeir hinir kátlegustu, eins og að líkum lætur, er þeir heimsækja ýmsa merkisstaði hér, svo sem Þjóðleikhúsið, Tivoli og Sundlaugarnar.

Þrjár stúlkur, sem nefnast Alfa, Beta og Gamma, eru leiknar af þeim Maríu Þorvaldsdóttur, Jónu Sigurjónsdóttur og Köru J. Óskars.

Myndin er víðast tekin í Reykjavík, en ýmis útiatriði að bænum Ártúni á Kjalarnesi ...Þjóðviljinn: 29. 09. 1951: Umfjöllun um gerð myndarinnar, jafnvel fleiri bakkabræðramyndir mögulegar

Efni kvikmyndasögunnar verður ekki rakið hér, en hún mun hefjast að „Bakka“ er þrjár Reykjavíkurstúlkur, sem lent hafa í hrakningum, leita skjóls á heimili þeirra bræðra.

Virðist hafa farið vel á með gestum og gestgjöfum því nokkru síðar fara Bakkabræður til Reykjavíkur og ætla að heimsækja stúlkurnar. Farartæikið er Farmal-dráttarvél.

Auðvitað þekkja þeir ekki umferðareglur höfuðborgarinnar, aka niður Hverfisgötu og lenda í þrefi við götulögregluna.

Síðan segir frá heimsókn þeirra til stúlknanna, viðdvöl þeirra í Tivoli, Þjóðleikhúsinu og Sundlaugunum, þar sem þeir bræður taka þátt í samnorrænu sundkeppninni ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 29. 09. 1951: Um gerð myndarinnar, tækifæri fyrir Reykvíkinga að sjá sig í bíó

Þegar skammdegis þunglyndið sækir á bæjarbúa og niðurbæld gremja út af sjúkrasamlagsmálum og verzlunarokri er í þann veginn að tæma þann litla forða af góðlátri kímni, sem Reykvíkingar hafa safnað á löngu og sólríku sumri, geta þeir átt von á einum ljósum punkti í tilveru sinni og hlegið um stund að sjálfum sér og Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra,  kvikmyndinni, sem Óskar Gíslason gerði í sumar hér í Reykjavík með aðstoð „Bakkabræðra“ og hundraða Reykvíkinga, sera óafvitandi lentu með á myndinni ...Mánudagsblaðið: 01. 10. 1951: Tökum á myndinni lokið, verður sýnd um miðjan október

Óskar Gíslason, ljósmyndari, hefur nú lokið við hina nýju kvikmynd sína Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra.

Loftur Guðmundsson hefur samið þessa sögu um Bakkabræður, en Þorleifur Þorleifsson undirbjó handritið fyrir kvikmynd. Ævar Kvaran annaðist leikstjórn.

Mynd þessi gerist að mestu hér í Reykjavík, og koma þeir bræður víða við í höfuðstaðnum.

Leikendur eru sex. Bræðurna leika þeir Valdimar Guðmundsson, lögregluþjónn, Jón Gíslason og Skarphéðinn Össurarson. En stúlkurnar þrjár leika þær María Þorvaldsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir og Klara J. Óskarsdóttir, dóttir kvikmyndarans ...

Image

Image

Tíminn: 03. 10. 1951: Um myndina, aukamynd eftir Óskar verður einnig sýnd

Ég held, að óhætt sé að segja, að sá sem ekki getur hlegið að Bakkabræðrum í Reykjavíkuræfintýrum þeirra, sé hálfgerður steingervingur, sagði Óskar Gíslason kvikmyndatökumaður, er hann ræddi við blaðamenn í gær um hina nýju kvikmynd sína, sem byrjað verður að sýna um miðjan næsta mánuð ...


Fálkinn: 12. 10. 1951: Umfjöllun um myndina og stillur úr henni

Myndir þessar eru úr kvikmyndinni, og sýna þá Bakkabræður heima og heiman.

Óskar Gíslason hefir tekið kvikmyndina en kvikmyndatökuhandritið skrifaði Þorleifur Þorleifsson eftir sögu, er Loftur Guðmundsson blaðamaður hefir samið ...

Image

Image

Morgunblaðið: 18. 10. 1951: Myndin frumsýnd í vikunni, tvær íslenskar myndir í sýningum á sama tíma

Mikill er nú völlurinn á íslenskum kvikmyndaframleiðendum.

Á föstudaginn hefjast sýningar í Stjörnubíó á Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sem Óskar Gíslason hefir tekið.

Nýja bíó hefur sýningar á Niðursetningi Lofts innan skamms. Ef einhvern skyldi langa til að sjá svipmyndir úr henni, þá er ekki annað fyrir þá en labba niður að Tóbaksversluninni London. Í glugga hennar eru allmargar myndir úr kvikmynd Lofts, sumar ærið hjákátlegar.

Ekki hefði menn trúað því fyrir nokkrum árum, að 2 íslenskar „stórmyndir“ yrðu frumsýndar í einum og sama mánuði á því herrans ári 1951.

— Þeir eru aldrei smátækir Íslendingar ...Morgunblaðið: 19. 10. 1951: Myndin frumsýnd í Stjörnubíó

Frumsýning á Bakkabræðrum klukkan 9 ...

Image

Image

Vísir: 20. 10. 1951: Myndin fyrir yngstu áhorfendurna, vantar mikið upp á gæði hennar

Í stuttu máli: Mynd þessi virðist hæfa börnum, ekki of stálpuðum, og óhætt er að fullyrða að yngstu kvikmyndahúsgestirnir munu hafa gaman af.

Þeir Valdimar Guðmundsson, Jón Gíslason og Skarphéðinn Össurarson leika Bakkabræður. María Þorvaldsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir og Klara J. Óskars leika reykvískar stássmeyjar, en önnur hlutverk eru smærri.

Ævar Kvaran var leikstjóri, og hefir sennilega ekki getað gert meira úr þeim efnivið, sem fyrir hendi var. Ævar sá um andlitsgerfi leikenda og gerði það vel ...Tíminn: 21. 10. 1951: Myndin fyndin án þess að vera listaverk

Hin nýja kvikmynd Óskars Gíslasonar, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, var sýnd opinberlega í fyrsta sinn í Stjörnubíó í fyrrakvöld.

Kvikmyndin er gamanmynd, þar sem ævintýri hinnar fornu þjóðsögu er breytt til nútíma staðhátta, og er efni myndarinnar hið hlægilegasta.

Kvikmyndin sjálf er fjörug og skemmtileg. Hún skoðast ekki sem listaverk frá tæknilegu sjónarmiði, enda miðuð við það fyrst og fremst að létta mönnum geðið og gleyma áhyggjum líðandi stundar um stund í fylgd með hinum furðulegu Bakkabræðrum í ævintýrum þeirra í höfuðborginni.

Þetta tekst Óskari að gera með mynd sinni, sem áreiðanlega verður vel þegin í skammdeginu ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 21. 10. 1951: Myndin sýnd ásamt aukamyndinni sem nefnist Töfraflaskan

Hin nýja kvikmynd Óskars Gíslasonar, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, var sýnd síðastl. föstudagskv. í Stjörnubíói ásamt aukamyndinni Töfraflaskan, sem Óskar hefur einnig tekið.

Myndanna verður nánar getið í blaðinu eftir helgina ...Þjóðviljinn: 24. 10. 1951: Myndin í heild sinni misheppnuð

Þótt mýmargt sé hægt að setja útá, verður hér aðeins drepið á fá atriði.

Efnið er ferðalag bræðranna á Bakka; Gísla, Eiríks og Helga til Reykjavíkur á Farmalltraktor og dvöl þeirra þar.

Myndin hefst á athöfnum bræðranna heima á Bakka. Þar eru ekki nema að óverulegu leyti hagnýttir möguleikarnir til að láta þá masa saman eitthvað mátulega gáfulegt.

Hefði manni þó dottið í hug að inni í bænum hefði gefizt sæmileg skilyrði til að taka upp smellinn þiítt af andlegu heilsufari bræðranna.

Það virtist manni mjög stingandi einkenni, að möguleikarnir til að vinna úr þægilega staðsettum senum renna út í sandinn.

Aftur á móti koma athugasemdir frá bræðrunum hvað eftir annað á vonlausum stöðum og verka þá annarlega ...

Image

Image

Tíminn: 03. 11. 1951: Ung stúlka hræðist bræðurna, síðustu sýningar í Reykjavík

Sjö ára gamalli stúlku úr Laugarneshverfi, sem fékk að sjá kvikmyndina af Bakkabræðrum á dögunum, varð um og ó.

Myndin sýnir meðal annars komu Bakkabræðra í sundlaugarnar, og eru þeir að snudda þar í kring. Var þá orðið skammt heim litlu stúlkunnar, enda lýsti hún tilfinningum sínum með þessum orðum: Ég var orðin dauðhrædd um að þeir ætluðu heim til mín!

Nú hefir þessi skopmynd verið sýnd fjörtíu sinnum í Stjörnubíói og verður sýnd þar í síðasta sinn klukkan þrjú í dag.

Vegna fjölmargra áskoranna verðu hún einnig sýnd utan höfuðstaðarins. Verður fyrsta sýningin utan Reykjavíkur í Hafnarfirði á sunnudaginn.

En börnin þar þurfa ekki að vera smeyk við að Bakkabræður séu að leita uppi húsin þeirraAlþýðublaðið: 06. 11. 1951: Myndin borin saman við Niðursetninginn, mikið vantar upp á tækni og gæði leiks

Tveir kvikmyndatökumenn hafa nú sýnt kvikmyndir sínar, Óskar GíslasonBakka bræður, og Loftur Guðmundsson, Niðursetningurinn.

Önnur er gamanmynd, en hin mjög alvarlegs efnis og tekin úr íslenzku þjóðlífi fyrr á dögum.

Mér dettur ekki í hug að gera samanburð á myndunum. En það vekur athygli þegar maður hefur séð þær að mjög langt eigum við í land til þess að geta gert góðar kvikmyndir ...

Image

Image

Alþýðumaðurinn: 12. 02. 1952: Myndin sýnd á Akureyri

Um síðustu helgi sýndi Óskar Gíslason hér í Nýja Bíó íslenzku kvikmyndina Bakkabræður.

Eru þar sýndar hinar tröllheimskulegustu athafnir tröllheimskra manna, og verður að segjast eins og er, að slíkar myndir hafa harla takmarkað gildi, en það má auðvitað segja um mjög margar erlendar kvikmyndir, sem þó þykja skemmtilegar ...Dagur: 13. 02. 1952: Góð aðsókn á Akureyri, myndin ófyndin og skiljanlegur byrjendabragur á henni

Óskar Gíslason kvikm.tökumaður úr Reykjavík hefur að undanförnu sýnt hér kvikmynd sína Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra við góða aðsókn.

Þetta er 16 mm tal- og tónfilma, eitt af byrjendaverkum íslenzkrar kvikmyndagerðar og verður að dæmast í samræmi við það.

— Tæknilega hefur myndin tekizt furðanlega vel — þótt þar séu á ýmsir gallar — en efnislega miklu miður og er lítill „húmor“ í myndinni og því ekki sannur Bakkabræðrabragur á henni.

Íslenzk kvikmyndagerð stendur enn á frumstæðu stigi, af þessari mynd að ráða ...

Image

Image

Baldur: 07. 03. 1952: Myndin sýnd á Ísafirði, þykir slöpp

Í s.l. viku sýndi Óskar Gíslason kvikmyndina Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra í Alþýðuhúsinu.

Þetta mun eiga að heita gamanmynd, en er það tæplega. Veldur því einkum, að of lengi er dvalið við hvert atriði, ævintýri, sem þeir bræður lenda í tæpast nógu mörg eða fjölbreytt og allur gangur leiksins þar af leiðandi alltof þunglamalegur.

En þess ber að gæta, að íslenzk kvikmyndatækni er eðlilega á byrjunarstigi og því tæplega sanngjarnt að gera til hennar miklar kröfur.

Sem aukamynd var sýnt hið kunna ævintýri úr Þúsund og einni nótt, Töfraflaskan ...Morgunblaðið: 21. 09. 1952: Myndin sýnd á aðalfundi Reykjavíkurfélagsins

Óskar Gíslason, ljósmyndari, sýnir kvikmynd úr Bakkabræðrum ...

Image

Image

Tíminn: 14. 12. 1952: Myndin sýnd í Hafnarbíó

Reykjavíkurœvintýri Bakkabræðra.

Sýnd kl. 3 ...Vísir: 17. 10. 1953: Myndin sýnd í Iðnó

Óskar Gíslason ljósmyndari sýnir á morgun í Iðnó kvikmyndir sínar Bakkabræður og Síðasti bærinn í dalnum ...

Image