Síðasti Bærinn í dalnum (1950)
Tíminn: 07. 10. 1949: Tökum lokið, myndin sýnd eftir áramót, handritið eftir Loft Guðmundsson blaðamann sem gefur út bók með sögunni á sama tíma

Óskar Gíslason myndatökumaður hefir í sumar unnið að því að taka nýja kvikmynd, sem byggð er á sögu eftir Loft Guðmundsson blaðamann. En hann er löngu orðinn kunnur af leikritum og skemmtiþáttum.

Kvikmyndin hefir að mestu verið gerð í nágrenni Reykjavíkur og hefir Óskar nú lokið við hana og hyggst að sýna hana hér eftir nýárið.

Sagan kemur út á forlagi Ísafoldarprentsmiðju um svipað leyti og myndin verður sýnd. Verða í bókinni margar myndir úr kvikmyndinni ...

Image

Image

Morgunblaðið: 07. 10. 1949: Um gerð myndarinnar, Ævar Kvaran leikstýrir, m. a. tekin á Árbæ

Loftur Guðmundsson og samstarfsmenn hans, þeir Óskar Gíslason, er tekið hefir myndina og Ævar R. Kvaran leikstjóri, skýrðu blaðamönnum frá þessari nýju mynd í gær. Henni hefir ekki enn verið valið nafn

Þessir þrír menn ákváðu á síðasta vori, að ráðast í þetta fyrirtæki og verkaskiptingin varð sú sem hjer á undan hefir verið rakin ...
Þjóðviljinn: 07. 10. 1949: Myndin fjallar meðal annars um álfa og tröll

Efni þessarar kvikmyndar er ævintýri. Koma þarna fram tröll og álfar og dvergar.

En aðalpersónurnar eru tvö börn, systkin. Þau eru leikin af Vali Gústafssyni (Kristjánasonar í Drífanda) og Friðriku Geirsdóttur (Gunnlaugssonar í Eskihlíð).

Aðrir leikendur eru: Þóra Borg Einarsson, Nína Sveinsdóttir, Jón Aðils, Erna Sigurleifsdóttir, Valdimar Lárusson, Valdimar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Guðbjörn Helgason, Klara Óskarsdóttir og Sigríður Óskarsdóttir.

Haraldur Adolfsson hefur útbúið öll andlitsgerfi ...

Image

Image

Tíminn: 07. 01. 1950: Myndin komin með titil, verður sýnd í komandi mánuði

Í byrjun næsta mánaðar mun Óskar Gíslason, ljósmyndari hefja sýningar á litkvikmynd, er hann hefir tekið, og heitir Síðasti bærinn í dalnum.

Er mynd þessi gerð aðallega síðastliðið sumar og er með tali og hljómlist Myndin verður sýnd í Austurbæjarbíó.

Kvikmynd þessi er að aðalþræði ævintýramynd gerð eftir sögu er Loftur Guðmundson blaðamaður hefir samið, en handritið að kvikmyndinni eftir henni gerði Hrolleifur Þorleifsson. Myndin gerist í íslenzkri sveit ...
Morgunblaðið: 07. 01. 1950: Myndin frumsýnd í Austurbæjarbíó eftir um mánuð, stilla úr myndinni

Kvikmyndinni, sem Óskar Gíslason hefur gert eftir ævintýraleik þeim, er Loftur Guðmundsson blaðarmaður, hefur gert, hefur verið valið nafnið: Síðasti bærinn í dalnum.

Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á kvikmyndina, en hún verður væntanlega frumsýnd í Austurbæjarbíó eftir svo sem mánaðartíma.

Þetta atriði myndarinnar, sem hjer birtist mynd af er af því er „hann breytti sjer á ný í tröll og rjeðist á bónda“.

Ólafur Guðmundsson leikur tröllið, en bóndann Valdimar Lárusson ...

Image

Image

Mánudagsblaðið: 09. 01. 1950: Umfjöllun um gerð myndarinnar, vorhugur í íslenskri kvikmyndagerð

Í næsta mánuði er enn ný kvikmynd væntanleg frá Óskari, einnig einstök í sinni röð.

Er það íslensk ævintýri eftir Loft Guðmundsson, blaðamann, sem þarna fær líf á léreftinu.

Er það aðallega ætlað börnum, enda höfuðpersónurnar unglingar, en íslenzk ævintýri eiga eins og kunnugt er engu að síður aðdáendur meðal fullorðinna.

Ævintýrið gerist á bóndabæ í afdalasveit og er yfir því ósvikinn íslenzkur ævintýra- og þjóðsagnablær.

Kvikmyndin, sem er í litum, heitir Síðasti bærinn í dalnum ...
Verkamaðurinn: 20. 01. 1950: Barnaleikarar í myndinni sem er aðallega ætluð börnum

Myndin er aðallega ætluð börnum og leika tvö börn, þau Valur Gústafsson og Friðreka Geirsdóttir, aðalhlutverkin.

Ennfremur leika í myndinni: Þóra Borg Einarsson, Jón Aðils, Erla Sigurleifsdóttir, Valdimar Lárusson, Ólafur og Valdemar Guðmundssynir og Klara Óskarsdóttir.

Músíkina við myndina hefur frú Jórunn Viðar samið ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 23. 02. 1950: Samnefnd bók Lofts Guðmundssonar, blaðamanns, kemur út með ljósmyndum Óskars

„Þeir Óskar Gíslason ljósmyndari og Ævar Kvaran leikari færðu í tal við mig síðastliðinn vetur, að ég semdi kvikmyndasögu, er ætluð væri börnum og unglingum.

Það gerði ég, og í sumar er leið tók Óskar kvikmynd eftir þeirri sögu, og hlaut hún nafnið Síðasti bærinn í dalnum.

Eftir þeirri sögu er svo þessi samin og prýða hana myndir úr kvikmyndinni. Eru þær því í raun réttri tvíburasystur, kvikmyndin og sagan eins og nú er frá henni gengið, en óháðar hvor annarri að öðru leyti.“ ...
Spegillinn: 01. 03. 1950: Góðlátlegt grín gert að myndinni og gerð hennar

Sagan er nokkuð dökk yfirlitum, gengur í dökkri bolsaskyrtu, er með dökk, alvarleg og dreymandi augu og skiptir í miðju.

Slík saga vekur eðlilega miklar vonir. Þetta er líka ein ógurleg saga, hin ægilegustu átök vætta og manna.

Ferleg tröll reyna bæði með brögðum og valdi að ná verndargrip mannanna og nema burt mannanna börn.

Að sjálfsögðu skerast góðar vættir í leikinn og skila börnunum aftur í mannheima, eins og skeður í gömlum og góðum ævintýrum.

Þetta var nú efnið ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 10. 03. 1950: Myndin frumsýnd í Austurbæjarbíó

Í dag hefjast sýningar á hinni nýju kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, sem gerð er eftir nýútkominni, samnefndri sögu Lofts Guðmundssonar, blaðamanns.

Verður myndin sýnd í Austurbæjarbíói; frumsýningin er klukkan fimm í dag, en síðan hefjast sýningar á öllum sýningartímum á laugardaginn.

Aðgangsverði er mjög í hóf stillt, fimm krónur fyrir börn og tíu fyrir fullorðna. Tólf leikarar eru í myndinni ...
Vísir: 10. 03. 1950: Myndin frumsýnd, Jórunn Viðar samdi tónlist fyrir myndina

Í sambandi við kvikmyndina samdi frú Jórunn Viðar sérstakt tónverk. Hljómsveitarstjóri er dr. V. Urbantschitsch og dansa sýna þær Sif Þórz og Sigríður Ármann ásamt fleirum

Image

Image

Alþýðublaðið: 11. 03. 1950: Myndin frumsýnd við húsfylli og góðar viðtökur

Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, var frumsýnd í Austurbæjarbíói í gær við húsfylli.

Var kvikmyndinni mjög vel tekið af áhorfendum, bæði ungum og gömlum ...
Tíminn: 11. 03. 1950: Myndin sögð falleg og mælt með henni

Í gær hófust sýningar á kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum.

Kl. 5 í gær var myndin sýnd ýmsum boðsgestum en í dag hefjast almennar sýningar.

Myndin tekur nálega tvær stundir. Litir hennar eru fallegir og nokkuð aðrir en tíðkazt hefir í öðrum íslenzkum kvikmyndum.

Efni myndarinnar er sem fyrr hefir verið frá skýrt, sótt í þjóðsögur og ævintýri og mun einkum falla börnum og unglingum vel í geð, en þó mun óhætt að mæla með henni handa fullorðnum ...

Image

Image

Vísir: 11. 03. 1950: Dómur, myndin góð miðað við aðstæður

Kvikmynd þessi skal ekki dæmd hér, hvorki sem slík eða leikrit.

Þarf ekki að efa það, að þeir, sem að kvikmyndinni standa gera sér grein fyrir því sem er áfátt og þeir munu áreiðanlega gera betur, þegar þeir vaxa að reynslu.

En sé litið á allar aðstæður verður ekki sagt annað en að hér hafi vel tekizt ...
Þjóðviljinn: 12. 03. 1950: Myndin engin bæting frá mynd Lofts, frumstæð og af vanefnum gerð, tónlist Jórunnar Viðar góð

Því miður verður tæplega sagt að um auðsæja framför sé að ræða, mynd Óskars er einnig næsta frumstæð og af miklum vanefnum gerð, enda áttu þeir félagar við margvíslega örðugleika að stríða eftir ávarpi leikstjórans að dæma á undan sýningu: Óblíða veðráttu og ónóga og ófullkomna tækni.

Litirnir njóta sín betur en í mynd Lofts, en annars er margt líkt með skyldum: myndatökunni sjálfri talsverðra bóta vant, en tal leikenda svo ógreinilegt að vart skilst annað hvort öðru og hefur alls ekki tekizt að samræma það til fulla látbragði og hreyfingum ...

Image

Image

Tíminn: 14. 03. 1950: Leiðrétting við texta myndarinnar

Óskar Gíslason biður blaðið vinsamlegast að birta, eftirfarandi leiðréttingu:

Í texta kvikmyndarinnar Síðasti bærinn í dalnum hefir vegna leiðinlegs misskilnings fallið niður nafn ungfrú Sigríðar Ármann, en hún samdi og æfði álfadansana í kvikmyndinni ásamt frú Sif Þór.

Athygli bíógesta er vinsamlegast vakin á þessu ...
Morgunblaðið: 17. 03. 1950: Dómur um myndina, myndin tilefni til bjartsýni um íslenska kvikmyndagerð

Með þessari kvikmynd Óskars Gíslasonar ljósmyndara, er brotið blað í íslenskri kvikmyndagerð.

Þetta er önnur tilraunin til að skapa samfelda leikna fimlu hjer á landi, og er gleðilegt að sjá, hversu miklu betur þessi tilraun hefur tekist, en sú fyrri.

Ef þróunin heldur svona áfram, þá höfum við mikla ástæðu til að vona, að áður en langt um líður, verði búnar hjer til filmur, sem standast samanburð þeirra erlendu.

Og er þar ekki átt við Hollywood, heldur list, sem hægt er að festa á filmu, hvort sem er á Stromboli eða við rætur Heklu ...

Image

Image

Vísir: 22. 03. 1950: Lesendabréf, of mikið af litlum börnum á sýningu

Fyrir skemmstu er byrjað að sýna íslenzku myndina Síðasti bærinn í dalnum.

Eg fór í biðröð á sunnudag og náði mér í miða á sjösýningu. En þá var bíóið fullt af börnum, tvegga og þriggja ára, sem ekkert vit hafa á kvikmyndum, og fóru að gráta, þegar tröllin sáust ...
Tíminn: 26. 03. 1950: Um 25.000 manns hafa séð myndina

Um 25 þúsund manns hafa nú séð hina vinsælu kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, sem sýnd hefir verið í Austurbæjarbíó að undanförnu.

Myndin verður sýnd í síðasta sinn í dag kl. 3, 5 og 7. Á næstunni verður myndin sýnd í Hafnarfirði, en ráðgert hefir verið að sýna hana úti á landi í vor og í sumar. Byrjað verður að sýna hana í nágrenni Reykjavíkur ...

Image

Image

Morgunblaðið: 26. 03. 1950: Síðasta sýning í Reykjavík, verður sýnd víða um land

Um 25 þús. manns hafa nú séð kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, sem sýnd hefir verið í Austurbæjarbíó að undanförnu.

Síðustu sýningar myndarinnar hjer í Reykjavík eru í dag, en síðan verður hún send út á land og sýnd þar á ýmsum stöðum
Morgunblaðið: 28. 03. 1950: Óskar sýnir myndina á samkomu í Gaulverjahreppi

Að lokinni kaffidrykkju var sýnd kvikmynd Síðasti bærinn í dalnum.

Óskar Gíslason ljósmyndari sýndi myndina ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 01. 04. 1950: Myndin sýnd í Hafnarfirði

Síðasti bærinn í dalnum (íslenzk).

Sýnd kl. 7 og 9 ...
Tíminn: 30. 04. 1950: Valur Gústafsson, sem leikur litla drenginn í myndinni, gefur Menningarsjóði Þjóðleikhússins öll laun sín fyrir leik í myndinni

Í gær kom hinn ungi leikari Valur Gústafsson, er leikur litla drenginn í kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, og afhenti sjóðnum að gjöf, eitt þúsund krónur, sem voru fyrstu og einu launin, sem honum hafði áskotnast fyrir leikstarfsemina ...

Image

Image

Alþýðublaðið: 10. 05. 1950: Óskar farinn til Færeyja með myndina, Færeyskar skýringar talaðar inn á hana

Óskar Gíslason ljósmyndari tók sér í dag far með Drottningunni til Færeyja, en þar ætlar hann að sýna kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum eftir sögu Lofts Guðmundssonar.

Hefur verið talaður inn á myndina á færeysku skýringartexti og formáli ...
Dagblaðið (Færeyjar): 20. 06. 1950: Myndin sýnd við góðar viðtökur í Færeyjum

Síðasti Bærinn i Dalinum, litmyndin eftir Óskar Gislason hevur nú verið sýn í Sjónleikahúsinum í Havn.

Henda ævintýmyndin hevur verið dúgliga fagnað av börnunum og vaksin við ava havt fragd av at síggja hana.

-Eisini vit eiga ein ríkan ævintýrskatt at oysa av, um vit fóru undir slika uppgávu at kvikmynda tey ævintýr og tær sagnir sum eru rjóðarogn okkara

Image