Ósvaldur Knudsen


Ósvaldur Knudsen fæddist á Fáskrúðsfirði 19. október 1899, sonur Vilhelms Knudsen kennara þar, síðar kaupmanns á Akureyri og síðast verzlunarfulltrúa í Reykjavík, og konu hans Hólmfríðar Gísladóttur.

Ósvaldur lærði málaraiðn í Reykjavík og lauk prófi úr Iðnskólanum í þeirri grein 1917. Starfaði hann sem málarameistari í Reykjavík. Hann stundaði framhaldsnám í iðn sinni í Kaupmannahöfn 1919—20 og í Munchen 1924—25.

Þekktastur er Ósvaldur fyrir kvikmyndir sínar. Minnisstæðar eru kvikmyndir hans um íslenzka þjóðhætti og mannlíf, svo sem mynd hans frá Hornströndum, þar sem m.a. kom fram hinn merki maður sr. Jón í Grunnavík, og ekki síður myndir um náttúru landsins og hamfarir hennar, t.d. um gosin í Heklu, Öskju, Surtsey og Vestmannaeyjum. En fyrir myndina um síðastnefnda gosið hafði hann fyrir skömmu fengið verðlaun suður í Persíu. Fékk hann margsinnis verðlaun fyrir myndir sínar á erlendum kvikmyndahátíðum.

Ósvaldur hafði yndi af óbyggðarverðum og var m.a. Heiðursfélagi í Ferðafélagi Íslands. Ósvaldur lést 13. mars 1975.