Barnið er horfið (1963)
Tíminn: 08. 03. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum

Fjórða myndin kallast Barnið er horfið, kvikmynd um atburð sem gerðist á Snæfellsnesi seint á liðnu sumri, er lítill drengur týndist í hraungjótu.

Ósvaldur fór vestur skömmu eftir atburðinn, sem var leikinn frammi fyrir kvikmyndavélinni.

Menn sjá börnin halda út í hraunið og koma heim, einu færra. Móðirin leitar að týndum syni og íbúar Hellissands eru kvaddir til leitar.

— Slysavarnafélagið skerst í málið og flugvél úr Reykjavík er send vestur með sporhund frá búi Karlsens minkabana. Og loks eftir langa mæðu finnst sá litli sofandi í gjótunni ...

Image

Image

Vísir: 09. 03. 1963: Um myndina og atburðina sem búa henni að baki

Fimm litlir labbakútar leggja upp í könnunarleiðangur frá heimilum sínum vestur á Snæfellsnesi.

Þeir eru að vísu ekki alveg vissir um, hvað á að kanna, svo að þeir rölta hálfstefnulaust út í hraunið. Vegurinn er ójafn og þeir velta um sjálfa sig. Litlu fæturnir þreytast fljótlega og þeir halda heim á leið, fjórir.

Sævar litli Pétursson liggur ósjálfbjarga ofan í djúpri holu, og enginn félaga hans veit af því. Sævari líður ósköp illa, holan er þröng og dimm og mamma svarar ekki, hvernig sem hann kallar.

Skömmu eftir að drengirnir koma heim uppgötvar móðir Sævars, að hann er ekki með þeim. Fyrst í stað er hún róleg og fer ein af stað til þess að leita hans. En hún finnur hann ekki.

Tíminn líður og ótti fer að gera vart við sig. Sírena safnar saman íbúum þorpsins, og allir sem vettlingi geta valdið, fara að leita ...
Þjóðviljinn: 17. 03. 1963: Myndin sýnd aftur um helgina

Barnið mitt er horfið lýsir samhjálp mannanna, sem er reyndar furðu sterk þegar á reynir ...

Image

Image

Morgunblaðið: 23. 03. 1963: Myndin fær jákvæða umsögn gagnrýnanda

Þá er sýnd leit að barni sem hvarf, er það var viðskila leiksystkini sín úti í móum skammt frá heimili sínu, en fannst þó eftir alllangan tíma óskaddað og við beztu heilsu.

Er hér stuðzt við raunverulegan atburð er gerðist fyrir nokkru vestur á landi ...
Morgunblaðið: 31. 03. 1963: Síðasta sýning í Gamla Bíó

Ósvaldur Knudsen sýnir 4 nýjar íslenzkar litkvikmyndir.

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir (Á slóðum Fjalla-Eyvindar)

Textar: Kristján Eldjárn, Sigurður Þórarinsson

Image

Image

Þjóðviljinn: 31. 03. 1963: Ósvaldur varð ekki við ósk um að hafa barnasýningu á myndinni

Í Gamla bíó er engin barnasýning, því að þar er söngskemmtun kl. 3 og því miður hefur Ósvald Knudsen ekki orðið við áskorun minni hér um daginn að hafa barnasýningu á sínum myndum ...
Tíminn: 13. 10. 1963: Myndin sýnd í Gamla Bíó, var sýnd víða um land í sumar

Ósvald Knudsen sýnir síðustu myndir sínar í Gamla bíói í dag kl. 7 e.h.

Eins og kunnugt er, þá eru þetta fjórar litkvikmyndir:

  • Halldór Kiljan Laxness
  • Eldar í Öskju
  • Barnið er horfið
  • Fjallaslóðir

Myndir þessar voru sýndar við góða aðsókn í Reykjavík í vor, og síðan víða á Vestur-, Norður- og Austurlandi í sumar.

Með kvikmyndum þessum tala þeir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður og dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur.

Músík hefur Magnús Blöndal Jóhannsson ýmist valið eða samið sjálfur ...

Image

Image

Tíminn: 30. 11. 1963: Myndin sýnd í Skógaskóla

Þá hafa komið í vetur og sýnt kvikmyndir í skólanum þeir Vilhjálmur Knudsen og Kjartan Ó. Bjarnason.

Sýndi Vilhjálmur fjórar myndir, er Ósvald Knudsen hefur gert og þar á meðal eina um Halldór Laxness ...
Alþýðublaðið: 12. 10. 1968: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Ósvaldur Knudsen sýnir Barnið er horfið.

Myndin er um sannan atburð, sem gerðist á Hellissandi. Myndin er gerð árið 1962.

Þulur: Dr. Kristján Eldjárn ...

Image

Image

Morgunblaðið: 16. 07. 1989: Tilurð myndarinnar rifjuð upp og kannað hvar litli strákurinn er í dag, fjallað um minningar hans af atvikinu og gerð myndarinnar í kjölfarið

Ári síðar gerði Ósvald Knudsen stutta leikna kvikmynd um leitina og var Sævar í aðalhlutverki, aðeins þriggja ára að aldri, en þótti rétt að láta annan dreng leika atriðið ofan í gjótunni.

Myndin var tvívegis sýnd í sjónvarpinu og einnig tók Slysavarnarfélagið hana til sýninga til fræðslu fyrir ýmsa hópa ...