Ein er upp til fjalla (1970)
Morgunblaðið: 19. 02. 1970: Myndin frumsýnd í Háskóla Íslands á vegum Náttúrufræðingafélagsins

Í kvöld kl. 8.30 verður frumsýnd í 1. kennslustofu Háskólans ný kvikmynd, sem Ósvald Knudsen hefur gert um Íslenzku rjúpuna, og nefnir hann myndina Ein er upp til fjalla. Á undan kvikmyndinni mun dr. Finnur Guðmundsson flytja erindi.

Þessi frumsýning er haldin á vegum Hins íslenzka náttúrufræðifélags, og er félagsmönnum einum heimill aðgangur, sökum rúmleysis í 1. kennslustofu, en ekki er í annað hús að venda ...

Image

Image

Morgunblaðið: 01. 05. 1970: Myndin sýnd í Gamla Bíó ásamt þremur öðrum myndum, Með sviga lævi, mynd um Pál Ísólfsson og Heyrið vella á heiðum hveri

Þriðja myndin er um íslenzku rjúpuna og nefnist Ein er upp til fjalla.

Þetta er hálftíma mynd og hefur Ósvaldur verið að gera hana undanfarin 3 ár, m.a. farið 10-12 ferðir norður í Hrísey, þar sem dr. Finnur Guðmundsson er með umfangsmiklar rannsóknir á lífi rjúpunnar.

Sést rjúpan á öllum árstímum, svo og mestu óvinir hennar, refurinn og örninn, að ógleymdum manninum.

Tal og texta gerði dr. Finnur Guðmundsson ...
Vísir: 06. 05. 1970: Gagnrýni á kvikmyndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó þar sem hann er gagnrýndur fyrir ýmislegt

Það verður að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðarmaður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góður og liggja til þessa tvær meginástæður.

Í fyrsta tagi virðist hann ekki kunna einföldustu tæknileg undirstöðuatriði kvikmyndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öllum fjórum myndunum er hreyfing myndavélarinnar undantekhingarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndefnisins er)

Í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslumyndar ...

Image

Image

Morgunblaðið: 24. 05. 1970: Gagnrýni á myndir Ósvalds sem sýndar voru í Gamla Bíó, margt jákvætt, en þó stórir gallar á kvikmyndagerð hans

Ein upp til fjalla - um íslensku rjúpuna. Þessi mynd er enn eitt dæmið.

Ef Ósvaldur hefði haldið sig við rjúpuna í sínu náttúrulega umhverfi hefði myndin getað orðið góð.

Hún er núna hvorki fugl né fiskur og er það skaði.

Bersýnilega hlýtur það að hafa þurft bæði þolinmæði, tæknilega getu og ráðkænsku til að vera svona nálægt rjúpunni með myndavél
Morgunblaðið: 11. 10. 1970: Myndin sýnd á kvöldvöku Ferðafélags Íslands

Tvær litkvikmyndir um Þórsmörk og rjúpuna, eftir Ósvald Knudsen ...

Image

Image

Morgunblaðið: 10. 01. 1975: Myndin sýnd í Sjónvarpinu

Ein upp til fjalla. Fræðslumynd um rjúpuna og lifnaðarhætti hennar.

Myndarhöfundur Ósvaldur Knudsen. Tal og texti dr. Finnur Guðmundsson. Ljóðalestur Þorsteinn Ö. Stepensen. Tónlist Magnús Blöndal Jóhannsson.

Fyrst á dagskrá 17. sepember 1972 ...