Eldur í Heimaey (1974)
Tíminn: 31. 10. 1974: Myndin sýnd á Kjarvalsstöðum

Í kvöld sýnir Ósvaldur Knudsen á Kjarvalsstöðum kvikmynd þá sem hann tók af Vestmannaeyjagosinu og nefnd hefur verið Eldur í Heimaey ...

Image

Image

Þjóðviljinn: 08. 11. 1974: Síðustu sýningar á Kjarvalsstöðum, myndin send til útlanda til að markaðssetja hana þar

Vestmannaeyjamynd Ósvalds Knudsen hefur vakið mikla athygli en hún hefur verið sýnd á sýningunni Ísland — Íslendingar á Kjarvalsstöðum.

Það mun vera hald manna að myndin verði sýnd þangað til sýningunni lýkur en að sögn Þjóðhátíðarnefndar er það misskilningur. Síðasta tækifærið til að sjá mynd Ósvalds er í dag.

Myndin verður næstu daga send erlendis þar sem höfundur hefur áhuga á að koma henni á markað þar.

Það eru semsé síðustu forvöð að sjá Vestmannaeyjamynd Ósvalds Knudsen á sögusýningunni í dag ...
Vísir: 22. 11. 1974: Miklar vinsældir myndarinnar þar sem hún er sýnd, síðasta sýning í kvöld

Ósvaldur Knudsen hefur reynzt vinsæll á Sögusýningunni, og í kvöld sýnir hann og sonur hans, Vilhjálmur, myndina Eld í Heimaey í síðasta sinn á sýningunni.

Komu á annað þúsund manns á sýninguna á þriðjudagskvöldið þegar myndin var sýnd, og þurfti að sýna hana fjórum sinnum það kvöldið ...

Image

Image

Morgunblaðið: 22. 11. 1974: Mikill áhugi á myndinni, er hluti af Sögu-Sýningu á Kjarvalsstöðum, aukasýning skipulögð

Geysileg aðsókn hefur verið að sýningunni þau kvöld sem feðgarnir Ósvaldur og Vilhjálmur Knudsen hafa sýnt eldgosmyndina Eldur í Heimaey.

Hátt á annað þúsund manns komu á Kjarvalsstaði sl. þriðjudagskvöld, þegar myndin var þar á dagskrá. Varð að sýna hana fjórum sinnum. Var hrifning gesta mikil.

Vegna fjölda áskorana hefur Ósvaldur orðið við þeirri beiðni að sýna myndina enn einu sinni. Verður það í kvöld á Kjarvalsstöðum klukkan 21 ...
Vísir: 05. 07. 1975: Myndin hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíð í Prento á Ítalíu, þau sömu og Surtur fer sunnan hlaut fyrir tíu árum, myndinni einnig boðið á kvikmyndahátíð í Moskvu

Mynd þeirra Knudsensfeðga Eldur í Heimaey fékk í maímánuði gullverðlaun á kvikmyndahátíð í Prento á Ítalíu, og nú hafa Rússar farið fram á, að kvikmyndin verði sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátið í Moskvu, sem hefst 10. júlí.

Það er nokkuð síðan beðið var um að fá þessa kvikmynd á hátíðina í Moskvu. Jafnframt var mér boðið að koma, en ég er hræddur um, að mér reynist ekki unnt að fara, sagði Vilhjálmur Knudsen í viðtali við Vísi í gær.

Vilhjálmur gerði myndina Eldur í Heimaey ásamt föður sínum Ósvaldi Knudsen, sem lézt fyrir stuttu ...

Image

Image

Morgunblaðið: 10. 07. 1975: Myndin sýnd reglulega á vinnustofu Ósvalds

Fyrri myndin er Eldur í Heimaey en að kvikmyndun hennar unnu þeir báðir feðgarnir, og var hún fullgerð síðastliðið haust og þá sýnd við mikla að sókn á Kjarvalsstöðum.

Síðan hefur hún verið sýnd víða um heim og á kvikmyndahátíðinni í Trentó á Ítalíu í maí s.l. hlaut hún gullverðlaun.

Texta myndarinnarsamdi dr. Sigurður Þórarinsson, tónlistina Magnús Bl. Jóhannsson en tónupptöku annaðist Lynn Costello Knudsen og tónsetningu Sigfús Guðmundsson.

Ásamt þeim feðgum tóku myndina þeir Guðjón Ólafsson, Heiðar Marteinsson, Sigurgeir Jónasson og Sigurður Kr. Árnason.

Þetta er 30 mínútna mynd og í litum ...
Tíminn: 13. 02. 1976: Myndin hlýtur silfurverðlaun á kvikmyndahátíð í Teheran í Íran, mikill áhugi á myndinni erlendis frá meðal annars frá sjónvarpsstöðvum

Frá Brussels Belgíu hefur borizt tilkynning um að kvikmyndin Eldur í Heimaey hafi hlotið sérstök verðlaun, veitt af belgíska menntamálaráðuneytinu, sem bezta heimildarkvikmynd á alþjóðlegri kvikmyndaviku þar í nóvember ...

Image

Image

Morgunblaðið: 01. 08. 1984: Myndin sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Tvær kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen verða sýndar í opnu húsi í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.

Það eru myndirnar Eldur í Heimaey, um eldgosið í Heimaey 1973, og Sveitin milli sanda, mynd um Öræfasveit.

Sýningartími hvorrar myndar um sig er nm hálf klukkustund ...
DV: 03. 01. 1987: Myndin til á myndbandi, lækkað verð

Iceland Video, Eldur í Heimaey, Surtur fer sunnan og fleiri vinsælar videokassettur eftir Vilhjálm og Ósvald Knudsen fást í Ullarhúsinu, Hafnarstræti 7 ...

Image

Image

Tíminn: 17. 06. 1992: Myndin sýnd á opnu húsi í Norræna húsinu

Eftir fyrirlesturinn er sýnd kvikmynd frá Íslandi og eru það aðallega myndir, sem Ósvaldur Knudsen tók á sínum tíma ...